Vísir


Vísir - 05.11.1960, Qupperneq 4

Vísir - 05.11.1960, Qupperneq 4
4 VISIB Laugardaginrr.5. nóvember 1960 vism DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H.F. Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritstjómarskrifstofur eru áð Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Rltstjórnarskrifstofumar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. KIRKJA DG TRUMAL: Aðbúð gamia fólksins. Þegar við erum ung eða á miðjum aldri, „be/.ta aldri", eins og það er stundum kallað, hugsmn við sjaldan til ell- innar. Ungur maður í blóma íifsins á erfitt með að bugsa sér, að liann verði gamall og hrumur. Meðan honum hleyp- ur kapp í kinn og lífsfjörið ólgar í æðum hans, er ekkert jafnfjarri og ellilirumleiki og einmanakennd. En ellin er þö það, sem við öll eigum fyrir höndum, ef sjúkdómar eða slys verða'okkur ekki að aklurtila fyrr. Vitrir menn segja, að ellin geti verið ánægjulegt æviskeið, ekki síður en bernskan, æskan eða mann- dómsárin. Hvert æviskeið getur haft sína töfra, og í raun og veru er það heimskulegt að öfunda þá, sem yngri eru. Miðaldra fólk finnur enga hvöt hjá sér til þess að hlaupa út á götu og fara í knattleik. Átján ára blómarós er hætt að baka kökur úr mold og vatni. En jafnvel þótt gamall maður húi við góða heilsu,.getur ellin ekki verið ánægjuleg, ef áhyggjur vegna fátæktar eða umkomuleysis þjaka hann. Þróunin hnígur æ meir i þá átt, að þjóðfélagið húi svo að gömlu fólki, að enginn þurfi j nokkru sinni að kvíða því að verða gamall. Hækkun elli- launa, sem nú liefur verið framkvæmd, er spor í þessa átt. Þessi orð ber ekki að skilja svo, að æskilegast sé að allt gamalt fólk dveljist á elliheimilum. Oft fer bezt . á því, að gamalt fólk dveljist á heimilum barna sinna eða bamabarna. Allir vita, hve barngóð og þolinmóð gamalmenni geta verið og ánægjuleg á heimili, og hve i hollt það getur verið, að gamall maður miðli börnum af lífsreynslu sinni. En á hinn bóginn eru elliheimili nauðsynleg mörgu fólki, sem ef til vill á ekki aðstand- endur sem eiga heimili þar sem það getur dvalizt, eða það þarf sérstakrar hjúkrunar við. Elliheimili hafa víða risið á landi hér, víða með miklum myndarbrag. Má þar til nefna elli- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík. Þá ber og að nefna dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu, sem gnæfir yfir byggðina inni í Laugarási. Það er myndarlegt átak, og ber að þakka þeim, sem þar hafa lagt hönd að verki. En sú spuming vaknar, hvort eðlilcgt sé, að reist séu elliheiniili fyrir tilteknar stéttii’ þjóðfélagsins sérstaklega. Allir viðurkenna, að aldraðir sjómenn eru alls góðs malc- legir, og vissulega er ljúft og skylt að þakka þeim áhættu- söm störf á liafinu með því að tryggja þehn dvöl á myndar- legu dvalarheimili þegar húmar að ævikveldi. Nýtt skipulag. Með hliðsjón af því, að ellin gerir sér ekki manna-j mun virðist eðlilegt, að ekki séu reist elliheimili fyrir neina sérstaka stétt, hversu nytsamleg sem hún er eða i háskaleg störfin, sem hún vinnur. Hér er margs að gæta. En öll sanngirni mælir með því, að allar stéttir þjóðfélag’sins hafi sama rétt til góðrar aðbúðar í ell- inni. Gamlir bændur, verkamenn, skrifstofumenn, iðn- aðarmenn, opinberir starfsmenn, svo að nokkrar fjöl- mennar stéttir séu nefndar, eiga sannarlega kröfu á örugg athvarf í ellinni. | Þess vegna ætti ekki sérstaklega að reisa dvalarheimili aldraðra verkamanna, aldraðra hænda, sjómanna eða blaða- manna, heldur ætti að reisa á vegum rikisins eða hæjar ' félaganna, dvalarlieimili aldraðra Islendinga, allra þeirra með þjóð vorri, sem þörf hafa fyrir dvöl á slíkum heimilum.1 Happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna er mikið fyrirtæki, sem nýtur verðskuldaðra vinsælda.1 En væri ekki rétt að breyta um fyrirkomulag á þessu happdrætti? Það mætti sem bezt stórauka það og efla, en allur ágóði af því ætti að renna til þess eina mark- miðs að skapa gömlu fólki, úr hvaða stétt sem er, möguleika á áhyggjulausri elli. Fyrir ágóðann ætti að reisa dvalarheinuh aldraðra Islendinga sem víðast á tandmu, í sveitum þarsem jþví verður við komið, og - í kaupstöðum pg kauptúnum iandsins. _ { Eitt af þeim málum, sem liggja fyrir kirkjuþingi því, sem nú setur, er frumvarp um veitingu prestakalla Með öðr- «m orðum sagt liggur sú spurn ing fyrir þaf til athugunar, hvort æskilegt sé, að prests- kosningar séu við hafðar með þeim hætti, sem nú hefur tíðk- azt um alllangt skeið eða nýtt fyrirkomulag skuli tekið upp við veitingu prestsembætta. Lögin um veitingu presta- kalla eru frá 1915. Og þau eru sannast sagna orðin nokkuð á eftir tímanum, ýmis ákvæði þeirra úrelt. Sliku mætti þó auðveldlega kippa í lag, ef menn væru sammála um, að fyrirkomulagið sjálft, almenn- ar kosningar við veitingu þess- ara embætta, væri æskilegt fyr ir kárkjuna og gæfi góða raun. En um það eru mjög skiptar skoðanir, og óánægja með fyr- irkomulagið hefur lengi verið nokkur en magnast í seinni tíð, og þeim fjölgar stöðugt, sem vilja láta afnema prests- kosningar með öllu og taka upp hliðstæða veitingu á þessum embættum sem öðrum í þjóð- félaginu. Aðrir vilja þó, að skemmra sé gengið og fulltrú- ar safnaðanna hafi sinn tillögu- rétt um veitingu embættisins. Óánægjuraddirnar koma einkum frá tveimur aðilum, megin þorra prestastéttarinnar og fjölda leikmanna, einkum í þeim prestaköllum, sem hafa verið hart leikin í prestskosn- ingum á undanföroum árum. Gagnvart prestastéttinni er þessi tilhögun á veitingu emb- ætta mjög varhugaverð, Yfir- leitt þykir það hlýða, að emb- ættismenn njóti fremur en gjaldi þjónustu sinnar og starfs aldui’S', eigi þess kost, að færa sig milli embætta, ef þörf kref- ur eða henta þykir. í öðrum embættum þykir ekkert sjálf- sagðara. Héraðslæknar eiga það alveg víst, að þeir fái að skipta um embætti eftir nokkurra ára þjónustu, ef þeir óska. Prests- kosningafyrirkomulagið veldur því, að slík tilfærsla innan prestastéttarinnar er ekki fram- kvæmanleg, tilfærsla milli embætta verður mjög handa- hófskennd. Enda hefur reynsl- an sýnt, að prestum er mjög erfitt um vik að skipta um kall. Yngstu mennirnir og kanidat- arnir eru sosn.ir þar sem þeir sækja, þótt undantekningar séu auðvitað til, einkum í Rvík. Ungur maður, sem gerist prest- ur í afskekktri byggð, þar sem ferðalög eru mjög erfið, hefur litla von um að geta breytt til, þótt hann finni lát á heilsu sinni og sjái fyrir, að kraftarn- ir endist ekki til þessarar þjón- ustu, en hafi fulla starfsorku til að þjóna öðru brauði, sem gerir aðrar' kröfur til hans. Aðrir annmarkar ýmsir geta komið fram og valdið því, að full nauðsyn sé að skipta um prestakall og söfnuði, en leiðin til þess er nærfellt lokuð. Nær- tækt dæmi er frá þessu ári. V-ehnetinn prestur úti á lands- bj’ggðinni, maður, sem hefur orð fyrir. .að vera einkar starf- hæfur og.fullur af áhuga, elsk- aður, og viftur af áókníirbörh'- um sínum, maður. á þezta aldri. með fulla starfskrafta getur af heilsufarsástæðum í fjölskyldu sinni ekki dvalið lengur á þeim stað, þar sem hann hefur gegnt prestþjónustu hátt á annan ára- tug. Hann á þeirra kosta einna völ, að láta af prestsskap og gerast kennari. Þannig tapast kirkjunni góður starfskraftur í prestastétt, vegna þess að hún hefur ekki tök á því eða svig- rúm til þess að skipa mönnum niður á þá staði, þar sem kraft- ár þeirra nýtast bezt. Prestur, sem sérstaklega hefur menntað sig og búið sig undir sálgæzlu óg æskulýðsstörf fær verksvið í fámennu sveitaprestskalli, en þar sem brýnust er þörfin fyr- ir störf á þessum sviðum, er kosinn máður, sem ekki getur svarað þessum kröfum, þótt hann gæti reynzt hinn nýtasti starfsmaður, þar sem hæfileik- ar og undirbúningur samsvar- aði þörf embættisins. Þannig háir þetta fyrirkomu-' lag kirkjunni óneitanlega og er ! mjög varhugavert fyrir presta- | stéttina í heild. Þess munu enda mörg dæmi, að kandidatar veigri sér við að sækja um þau prestaköll,1 sem erfiðust þykja til þjónustu, afskekkt eða öðrum annmörk- um háð. Þeir vilja ekki taka embætti, þar sem þeir gætu að- eins hugsað sér að dvelja til nokkurra ára vegna þess að þeir vita, hve erfitt er að breyta til síðar, þeir vita, að í næstu kosningu eru allar líkur til að þeir verði látnir gjalda þess, sem þeir Settu að njóta, að hafa, innt af hendi þjónustu, sem talm er erfið eða óæskilegt hlutskipti. Það er m. a. af þessum ástæðum, sem svo margir kandidatar láta ekki vígjast strax að námi loknu, heldur- bíða átekta eftir að færi' gefist til að sækja um prestakall, sem þeir gætu hugs að sér að þjóna til lífstíðar. Þeir gerast þá gjarna kennarar um skeið, en biðin verður stundum löng Margir þessara guðfræðinga verða aldrei prest- ar, en prestaköllin afskekktu standa auð, árum saman, jafn- vel áratugum saman. í mörg ár hafa 10—12 prestaköll landsins verið prestlaus, og þeim verið þjónað af nágrannaprestum. Það er og mjög óviðfeldinn hátt ur á embættaveitingu, að verða að gera heilaga guðsþjónustu að eins konar framboðsfundi. Guðsþjónusta, og hlutverk safnaðarins er að gagnrýna prestinn, -og prestsins hlutverk að mæla með einhverjum hætti fram með sjálfum sér, tefla sjálfum sér fram á móti bróður sínum í helgiþjónustunni. Og framtíðar starf hans og staða í kirkjunnj er undir því komið, að vel takist til í þetta eina sinn, samanburðurinn við bróð ur hans verði honum hagstæð- ur. Næsta laugardag verður mál þetta skoðað frá þeirri • hlið, sem að söfnuðunum snýr Útför dr. Þorkeis gcri í dag frá Útför dr. Þorkels Jóhannes-1 sonar háskólarektors fer fram í dag frá Neskikju kl. 11 f. h., að afstaðinni athöfn í anddyri Háskólans. Hann var fæddur 6. des. 1895 að Fjalli í Aðaldal, sonur Jó- hannesar Þorkelssonar, hónda þar, og konu hans Svövu Jónas- dóttur, bónda í Hraunkoti Kristjánssonar. Þorkell varð stúdent 1922 og las íslenzk fræði við Háskóla Islands, lauk meistaraprófi 1927, Hann var skólastjóri Samvinnuskólans um nokkur ár, síðar 1. bókavörður við Landsbókasafnið og dr. phil. við Hafnarháskóla 1933. Skip-' Johannessonar Neskírkju. aður Landsbókavörður 1943, prófessor í sögu íslendinga við Háskóla íslands árið eftir. Háskólarektor 1954 og endur- kjörinn 1957 og nú á þessu hausti. Dr. Þorkell var mikill fræði- máður og athafnasamur og liggja eftir hann margar rit- gerðir og bækur, sem allar bera iðju hans og þekkingu fagurt vitni, enda var hann rómaður sem fræðimaður innan lands og utan. Dr. Þorkell veiktist snögg- lega og var fluttur í sjúkrahús þar sem hann andaðist 31. f. m. Island hefur misst einn sinna beztu sona, þar sem dr. Þorkell var. VísindaEegar upplýstngar frá Könnuði VIII í 3 mánuði, ■ en hann kann að sveima kringum jörðu í nokkur ár. Könnuði VIII. var skotið á Ioft nú í..vikunni, svo sem fyrr hefur verið getið, með alls- konar tækjum, sem senda til jarðar tákn, sem „lesa“ má úr ýmsar upplýsingar um jónus- feruna. Þetta var í 12. sinn á þessu ári, sem Bandarikjamönnum heppnaðist að skjóta gervi- hnetti-á loft og koma honum á -þá braut, sem tiiætlunin-var að hann kæmist -á. Juno U-eld- ílaug, fjögnrra þrepa,- var not- uð til þess að bera Könnuö út í geiminn, eri hann vegur 40 'z kg Var honum skotið á loft í fyrra frá Canaveral-höfða á Floridaskaga. Sextán bandarískir gervi- hnettir eru enn á lofti og frá 9 af þeim berast tákn reglulega til jarðar. Sovétríkin hafa skot- ið 8 gervihnöttum á braut kringum jörSu. Einn þeirra er enn á sveimi, en „sendirinn. dauður“, þ. e. hann sendir ekki lengur tákn til jarðar. Könnuður VHI-.-er með.topp^ Framh. á 7. riðu. 1

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.