Vísir - 09.11.1960, Síða 2
VlSIR
Miðvikudaginn 9. nóvember 1960
sHlBíltÍ*!?: :i:
■ ■'
:::
venjulega dreginn á sleðum af
þátttakendum sjálfum. Mikil .
reynsla hafði þá fengizt í útbún J
aði öllum i pólarferðum og há-
fjallaleiðöngrum allt frá alda-
mótum.
Aðdragandinn að stofnun
Fjallamanna var sá, að hópur
manna úr Ferðafélaginu er !
stundað hafði útilegur á Eyja- j
fjallajökli um áraskeið, ákvað
a,ð efna til námskeiðs í háfjalla-!
íþróttum í Kerlingarf jöl-lum ár- J
ið 1939, méð leiðsögn kennara
frá Týról, dr. Rudolf Leutelt,
Tékkneskn
kuEdastígvélin
^ÍÍÍM^ÍiiÍÍ&ÍiiiÍj
eðja, 4 endir, 5 samtals, 7
unfara, 11 athugasemd, 12
ittar, 14 kasta upp, 15 sér-
eru kominn í öllum
stærðum fyrir börn og
fullorðna.
Lausn á krossgátu nr. 4278.
Lárétt: 1 Gallar, 6 Jótar, 8
OM, 9 SJ, 10 Pan, 12 skó, 13
il, 14 Na, 15 met, 16 háftið. ;
iióðrétt: 1 Gerpir, 2’ ljón, 3
lórni 4 at, 5 i;ask, 7 rjólið, 11
»1, 12 Satt, 14 nef, 15 MA.
-= • y. >:
Fatadeildlu
IJtvarpið í kvöld.
Kl. 15.00—16.30 Miðdegisút-
varp. — . 15.00 Fréttir. —
16.00 Fréttir og veðurfregn-
, ir. — 18.00 Útvarpsaga barn-
anna: „Á flótta og flugi“ eft-
ir Ragnar Jóhannesson; VI.
(Höfundur les). — 18.25
Veðurfregnir. — 18.30 Þing-
fréttir. — Tónleikar. — 18.50
Tilkynningar. 19.30 Fréttir.
— 20.00 Framhaldsleikritið
„Anna Karenina11 eftir Leo
Tolstoj og Oldfield Box; II.
kafli. — 20.30 Tónleikar:
Drengjakórinn í Regensburg
syngur þýzk þjóðlög. — 20.55
Vettvangur raunvísindanna:
Baráttan við gerlana. (Örn-
ólfur Thorlaeius fil. kand.
ræðir við dr. Sigurð Péturs-
son gerlafræðing). — 21.10
Tónleikar: Fyrsti píanókvart-
ettinn leikur. — 21.30 Út-
varpssagan: „Læknirinn
Lúkas“ eftir Taylor Cald-
well; VI. (Ragnheiður Haf-
stein). — 22.00 Fréttir og
yeðurfregnir. — 22.10 „Rétt
yið háa hóla“: Úr ævisögu
Jónasar Jónssonar bónda á
Hrauni í Öxnadal, eftir Guð-
mund L. Friðfinnsson; III.
(^jrlöfundur les). — 22.30
Djassþáttur í umsjá Jóns
Múla Árnasonar til kl. 23.00.
Limskip.
Ðettifoss fór frá New York
4. nóv. til Rvk. Fjallfoss fór
frá Grimsby 7. nóv. til Great
Yarmouth, London, Rotter-
dam, Antwerpen og Ham-
borgar. Goðafoss fór frá
Hulí 6. nóv.vtil Rvk. Gullfoss
fór frá Hamborg í gærkvöldi
til K.hafnar. Lagarfoss fer
frá Rvk. í kvöld tii Faxa-
flóahafna og vestur og norð-
ur um land til Harrhorgar.
Reykjafoss fór frá N^rðfirði
6. nóv. til Esbjerg. H’’ nborg-
ar, Rotterdam, Gd- 'ia og
Rostock. Selfoss fór frá
Hamborg 4. nóv. til New
Yprk. Tröllafoss ’ om til
Rvk. 5 .nóv. frá Hul' 'T'ungu-
foss kom til Rvk. 7. nóv. frá
Rvk.
KROSSGATA NR 4279.
Skýringar:
Lárétt: 1 fugl, 6 vætu, 8 ryk,
9 kusk, 10 skip, 12 tré, 13 átt,
14 reið, 15 stafur, 16 notað við
búgkap.
Lóðrétt: 1 kvendýr, 2 hermir,
3
X
Ríkisskip:
Hekla er á Austfjörðum a
suðurleið. Esja er væntanleg
til Rvk. í dag að vestan úr
hringferð. Herðubreið er á
Húnaflóa á leið til Akureyr-
ar. Þyrill kom ,til Hafnar-
fjarðar í gær frá Manchest-
er. Herjólfur fer frá Rvk. í
kvöld til Vestm.eyja og
Hornafjarðar.
Eimskipafél. Rvk.
Katla er á leið til Englands
frá Rússlandi. — Askja er í
Rvk.
Jöldar.
Langjökull fór framhjá
K.höfn í gær á leið til Lenin-
grad. Vatnajökull kom til
Hamborgar í gær. Fer þaðan
til Amsterdam, Rotterdam og
'London.
Þjóðhátiðardagur Svía.
í tilefni af þjóðhátíðardegi
Svía hefur sænski ambassa-
dorinn, Sten von Euler-Chel-
pin og kona hans móttöku í
sænska sendiráðinu, Fjólu-
götu 9, föstudaginn 11. nóv-
ember frá kl. 5—7.
Ásgrímssafn,
Bergstaðastræti 74, er opið
alla daga, nema iniðviku-
daga, frá kl. 1,30—18.
Freyr.
Októberblaðið er nýkomið út.
Kápumynd (litprentuð) er
af tilraunastöðinni á Laugar-
dælum. Efni: Félagstíðindi
Stéttarsambands bænda
1960. Egg og eggjaverð. Verð
lagsgrundvöllur landbúnað-
arvara 1960. Sambandskaup-
félagið í Oslo (með nokkrum
myndum). Sverrir Gíslason:
Um verðlagsgrundvöllurinn
1960—61. Aðalfundur N.B.C.
1960 (Sveinn Tryggason).
Steinunn Ingimundardóttir:
Heimilisráðunautaþjónusta á
Norðurlöndum. Molar.
Við Ými, hæsta tind á Tindfjallajökli.
Samtök Fjallamattna
oröin 20 ára.
Eins og getið var um í bæj-
arfréttum í fyrri viku, þá eiga
Fjallamannadeild í Ferðafélagi
íslands tvítugsafmæli n k.
föstudag.
Fyrir skemmstu sögðu Re-
nault-verksmiðjurnar upp
3000 starfsmönnum. Raf-
eindaheili var látinn velja
þá úrj sem minnst afköst
sýndu, og var þeim sagt upp.
Minnast þeir þess með hófi í
Skíðaskálanum í Hveradölum,
1 ásamt eigendum skálans Tind-
fjallasels, og öðrum þeim, er
tekið hafa þátt í ferðum og
námskeiðum deildarinnar frá
upphafi. Stjórn félagsins skipa
nú: Guðmundur Einarsson frá
Miðdal form., Brynjólfur Hall-
grímsson gjaldkeri, Engilbert
Sigurðsson ritari.
Milli heimsstyrjaldanna
tveggja, hófust ferðir um há-
lendi og jökla landsins. Voru
það aðall. menn úr Ferðafélagi
íslands ög ýmsum íþróttafélög-
um, sem stóðu fyrir þessum
leiðangrum, sem jafnan vóru fá
mennir og af vanefnum gjörn-
ir. Fyrst voru jöklarnir um-
hverfis Kjöl, og svo suðurjökl-
arnir, fyrir valinu sem æfing-
arsvæði. Síðar Vatnajökull og
austuröræfin.
Ferðir þessar voru oftast
farnar seinnipart vetrar, þegar
skilyrði voru bezt, því erfitt
var um alla flutninga, farangur
þróttir í Alpafjöllum. Þátttak-
ertdur í námskeiðinu voru 17,
bjuggu þeir í skála Ferðafélags
ins í Kerlingafjöllum, og tjöld-
um. Stóð námskeiðið í nærfelt
þrjár vikur, og voru famar
meiriháttar jöklaferðir í sam-
bandi við það. Kennt að klífa i
bergi og ís, einnig skiðaferðir í
erfiðum fjöllum.
!
Fleira ungt fólk bættist svo
við í þennan hóp, unz það varð
um 40 talsins Þá var ákveðið
að stofna félag og hefjast handa
um byggingu skála við suður- j
jöklana. Formlega var gengið
frá félagsstofnun um miðjan;
nóvember 1940, og ákveðið að,
byggja fyrsta skálann. Bak við
þá ákvörðun var sú hugmynd \
að gera alla suðurjöklana að
Skálinn á F.immvörðuhálsi,
sem er í 1100 m. hæð, var mið-
svæðis á Eyjafjalla og Mýrdals-
svæðinu, en skáli, er byggður
var 5 árum siðar, við Tinda-
fjallajökul, veitti aðstæður til
ferða um þann jökul og Fjalla-
bakssvæðið,
Á þeim 20 árum sem félagið
hefur starfað, hafa verið haldin
mörg námskeið, kennarar
fengnir frá Þýzkalandi, Aust-
urríki og Svíþjóð. Auk þess
hafa margar ferðir félags-
manna verið í námskeiðsformi.
Fólki verið kennt að fara með
jöklalínur og tæki, einnig að
byggja snjóborg.ir og tjaldskjól.
Margir ágætir fararstjórar
hafa notið styrks af þessu. í
upphafi var ákvæði sett í lög
félagsins, þess efnis að félags-
menn skildu taka próf í fjaila-
íþróttum áður en þeir teldust
færir til forustu.
Nú á slðari á' um hafa fiutn-
ingar til skálanna verið erviðir,
sökum þess að iiestar hafa vart
fengizt. Þá var sá kostur einn
að bera farangur sinn á bakinu
eða draga á sleða, gekk það
misjafnlega. T. d. á Fimmvörðu
háls um brattan og grýttan
veg. Var þá ráðist í að gera ak-
fært í skálana, er nú svo komið
að hægt er að fara með tveggja
drifa bíl á báða skála félags-
ins og einnig til T.indfjallasels,
skála áhugamanna er byggður
var í Bláfelisdal við Tindfjalla-
jökul.
Vegurinn til Fimmvörðu-
skáia var allmikið mannvirki,
vegalengdin um 20 kílómetrar, :
hið efra jökulurðir. Lagði Fjall-
vegasjóður fé til fyrirtækisins
einnig flugbjörgunarsveit, Aiist
ureyfellinga og Skógaskóli, én
stjórnandi verksins var Þór-
hallur Friðriksson umsjónar-
maður. Skógaskóia. Verður veg-
ur þessi várðaður
Það er hugmynd Fjaiiamanna
að síðar verði fært gangandi
fóiki milli skáianna, væri þá
Skagfjörðsskáli á Þórsmörk
tengiliður i þeirri áætlun, einn-
ig væntanlegur skáli á Fjalla-
baksleið. Til að svo megi verða"
er mikið starf óunnið. Gera
þarf göngubrú á Markarfljót og
Syðri Emsturá, og laga veg um
Heljarkamb til Þórsmerkur. Þá
mun opnast þar hin margbreyti
legasta fjallaleið á íslandi.
Þriggja daga ferð, ef bifreiðar
eru notaðar t.il og frá skálun-
um Kláfferja er nú á Markar-
fijóti og hægt er að fara fyrir
Emsturá syðri á jökli, en það
er ekki öllum fært.
Árbók Ferðafélags fsiands er
þetta ár helguð suðurjöklunum,
auk þeirra jökla sem nefndir
hafa verið, má telja til þeirra
Torfa- og Kaldaklofsjökul.
Fjaliamenn hafa kannað þetta
svæði allt vandlega og gert á-
Framh. á 8. síðu.
A fimmvörðuhálsi. Skjólbergir tjald s skjólkvíum.