Vísir - 26.11.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 26.11.1960, Blaðsíða 1
I V Í-M S*. árg. Laugardaginn 26. nóvember 1960 269. tbl. Nær altir fjallvegir sem á sumardesi. öddsskarð Sokaðssf s vlkumfi og Möðrudais- öræfln aðefns fær jeppum og sfórum blðum. Svo má heita að allir fjal'l- vegi.r landsins séu enn færir bifreiðum, jafnvel venjulegiun, fólksflutningabifreiðum. Það mun vafalaust ekki hafa komið fyrir í sögu vegamála- anna að vegir úti á landsbyggð- inni hafi verið jafnlengi færir, óg jafngreiðir yfirferðar, um þetta leyti árs sem nú. Aðeins Möðrudalsöræfi hafa teppzt fyrir venjulega bifreiða- umferð.en þó er þar ekki mikill snjór og hafa bæði jeppar og eins stórir og kraftmiklir bílar farið þar leiðar sinnar án mik- illa .tafa. Sömuleiðis tepptist Odds- BREYTING Á SKIPU- LAGI VARNARLIBS. . , I Ríkisstjornir Islands og Banda- ríkjanna hafa rætt lun breyt-» ingar á skipulagi varnarliðs Bandaríkjanna. Hefur samkomulag orðið um að sjóher Bandaríkjanna skuli taka að sér rekstur og gæzlu þeirra varnarstöðva. sem verið hafa á íslandi en flugherinn hefur annazt undanfarið. Breyt ing þessi er talinn æskileg vegna vaxandi þátttöku flota Bandaríkjanna í vörnum norð- vesturhluta varnarsvæðis At- lantshafsbandalagsins. Gert er ráð fyrir að skipu- lagsbreytingar þessar verði gerðar næsta sumar, og tekur þá flotaforingi um leið við stjórn vamarliðsins á Islandi. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 25. nóv. 1960. skarð, á leiðinni milli Eskifjarð ar og Norðfjarðar, aðfaranótt s.l, miðvikudags af völdum snjóa. Ekki er snjór talinn þar samt ýkja mikill, en hefur dreg ið saman í skafla, sem torveld- ar umferð. Þess má geta, að Oddsskarð er einhver hæsti fjallvegur landsins, sem liggur miUi byggða við sjó. Það er 660 m. hæð yfir sjó og er í sömu hæð og Möðrudalsfjallgarð- ur, en nokkru hærra en Siglu- fjarðarskarð, sem er 630 metra hátt yfir sjó. Siglufjarðarskarð hefur oft teppzt snemma hausts en að þessu sinni hefur það verið fært hvaða bifreið sem er. allt fram til þessa, að undan- skildum tveimur eða þremur dögum, er það tepptist af völd- um fannkomu, en var strax mokað. Þessi mynd var tekin í gærdag su'ður i Kaphelluhrnuni, og sýnir, er ýturnar tvær voru að byrja að ryðja fyrir Keflavíkurveginum nýja. Þarna er um apalhraun að ræða, sem ýturnar vinna auðvc-ldlega á. — Útvarpsumræðan í gær: HERMANN OG FINNBOGI FORÐ- UÐUST AÐALATRIDI MÁLSINS. Lögðu ekki fram nein opinber plögg frá tíð vinstri stjórnarinnar. 32 farast í bílslysi. Hroðalegt bifreiðaslys varð til fjalla í Ecuador á miðvikudaginn. Langferða- bifreið, sem var með 52 manns innanborðs — miklu fleiri en .heimilt var — hrap- aði um 120 metra ofan í gljúfur skammt frá borginni Pasaje, sem er ura 220 km. frá Guayaoil. Þegar að var komið. voru 32 menn látnir, en allir hinir meira "og minna slasaðir. Flestir •' bíln um voru Indíánar. Útvarpsmnræður fóru framj mn landhelgismálið á Alþingi í gær samkvæmt tilmælum stjórnarflokkanna. Hér eru ekki tök á að skýra frá viðræðunum i heild, þar sem Vísir fór snemma í press- una, en.þó leikur ekki á tveim tungum, að stjórnarándstæð- ingar riðu ekki feitum hesti frá fyrri umræðunni, en ræðumað- ur Sjálfstæðisflokksins var Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra. Það vakti einna mesta athygli við málflutning Hermanns Jónassonar, að hann gat ekki um efni eða innihald skeytis þess, sem hann sendi — með vitund Finnboga Rúts, ef ekki ráð- herra kommúnista — 18. maí 1958 og bauð Nato- rikjunum veiðar milli 6 og 12'mílna. Ræða Finnboga Rúts var þrungin hatri og reiði, eins og hans er venja þegar hann er í vanda staddur. Vakti það einnig athygli við málflutning hans, að hann rakti engin opinber plögg, seni hann liefir vitan- lega aðgang að — og hafði sérstaklega, þegar hann var sérstakur trúnaðarmaður Hermanns Jónassonar 1956 —58. Almenningur hefir væntan- lega sannfærzt. um það við um- ræðuria í gær — sem stjórnar- andstæðingar óskuðu EKKI eftir en þorðu ekki að vera andvígir — að viðræðuleiðin. sem ríkisstjórnin hefir verið að kanna að undanförnu, er hin eina. sem okkur er fær. Með henni girðum við fyrir ránskap Breta eftir skamman tíma, en hefðum þá ella uppi í land- steina allan ársins hring um ó- fyrirsjáanlega framtið — að ónefndri hætttunni fyrir hvern þann íslendinga, sem á sjó færi allan þann tíma. Bríiarfoss nýi í reynsiuför. Væntanlegur heim 11. desember. M.s. „Brúarfoss“, hið nýja 3509 tonna skip Eimskipafélag:; Islands fór reynsluför sína í Limafirði í Danmörku £ gær og v&r að henni lokinni afhent fé- ’Saginu. Skip betta er systurskip m.s. „Selfoss“ og byggt eftir söinu teikningum, þótt smávægi llegar breytingar hafa verið gerð ar, þar sem reynslan hefur sýnt að hentugra væri. Ganghraði skipsins í reynslu- förínni reyndist 15.35 sjómílur. Skipt var um fána kl. 3 síðdeg- is.'og hélt forstjóri skipasmíða- stöðvarinnar, S. Krag, ræðu um leið og hann afhenti skipið. Jón Guðbrandsson fyrrv. skrifstofu stjór.i Eimskipafélagsins í Kaup mannahöfn flutti einnig ræðu og tók við skipinu fyrir hönd félagsins. j Skipstjóri á m.s. „Brúarfossi" er Jónas Böðvarsson, 1. stýri- maður er Þórarinn Ingi Sigurðs son 1 vélstjór.i Hermann Bær- ingsson, loftskeytamaður Hauk ur Hólm Kristjánsson og bryti Karl Sigurðsson. Skipið er væntanlegt til Reykjavíkur um 11. desember [hæstkomandi, . Framkvæmdir hafnar við tvöfaldan steinsteyptan akveg til Keflavíkur. Hann verður 7,5 m breíður, msð fáum og rúmum beygjum, og miðast við að bifreiðum verði ekið með aílt að þvl 100 km hraða á klst. Sigurður Jóhannsson, vega- niáiastjóri, bauð í gær frétta- mönnum suður Kapelluhraun, en þá var verið að hefja fram- kvæmdir við hinn nýja veg, sem nú hefur veiið ákveðið að leggja til Keflavíkur. Vegar- stæðið hefur verið ákveðið, og hefur verið komið upp bæki- stöð • hrauninu, nokkuð vest- an við núverandi veg. Kuðning- ur i hrauninu hófst í gær með tveimur ýtum, og nú um helg- : ina verða tvær í viðbót teknar í J notkun. Eins og sagt var, hefur veg- i arstæðið nú verið ákveðið, frá Hafnarfirði suður fyrir Hvassa- hraun. Á Hvaleyrarholti sunn- [an Hafnarfjarðar tengist. þessi væntanlegi vegur við áður byggðan veg ofan Hafnarfjarð- ar. Frá Hvaleyrarholti og suður undir Hvassahraun liggur veg- línan (sjá mynd að ofan) norðan núverandi vegar. Val vegarstæðisins á þessum kafla ákvarðast fyrst og fremst af því sjónarmiði, að vegurinn komi ekki í bága við hugsanlega flug- vallargérð í Kapelluhrauni. Áð- ur hafði verið gert ráð fyrir að vegurinn lægi fyrir austan nú- verandi veg, en sakir þess að ekki er loku fyrir það skotið,1 að einhvern tíma í framtíðinni verði gerður flugvöllur í hraun-1 inu, þótti ástæða til að breyta^ til, enda yrði breyting síðar, svo dýr, að vart yrði viðráðan-i legt. Vegurinp, eins og hann er fyrirhugaður nú, liggur því að miklu leyti norðan núverandi vegar, eins og sýnt er á kortinu neðst á 8. síðu. Samkvæmt þeim mælingum og tillögum, sem fyrir liggja, ætti vegurinn til Keflavíkur að geta stytzt um tæpa 2 km. Veg- arlengdin Hvaleyrarholt—Kefla vík, yrði þá um 33,5 km. í stað 35.5 km. Breidd vegarins verð- ur. um 11.50 m að ofan, en steypt akbraut um 7.50 m, þvi að gert er ráð fyrir 2 m bili til handar við hvora akbrautina, en þær vérða tváer. Beygjur allar verða' injög rúmar, og mihnsti rádius um 800 m, og Fráinb, á 5. síou.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.