Vísir - 26.11.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 26.11.1960, Blaðsíða 4
VtSI* Laúgardaginn .26. nóvember 1960 VÍSXR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Víiir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaSsiður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritstjómarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjómarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kL 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. '30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. HtutleysisáróÍur kommiínista. ÞjöSviljinn heldtir áfram áróðri sinum íyrir. hlutleysi Islands. I fýrradag sagði hann að „heimsstyrjöld hlyti að tortíma Islendingum, ef hér væru herstöðvar í byrjun stríðs.“ Má furðulegt heita, ef margar sálir á Islandi eru svo auðtnia, að þær gleyþi við þeim áróðri, sem kommún- ista í'lytja um varnannálin. Skyldi ekki ýmsa reka minni til þess, að kommún- istar hafa ekki alltaf verið svona sannfærðir um ágæti hlutleysisins? Um það Ieyti sem síðustu heims- styrjöld var að ljúka, vildi Einar Olgeirsson láta Is- - lendinga segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hend- ur! Meðan Rússa áttu í styrjöld við Þjóðverja, sögðu kommúnistar að hlutleysi væri glæpur og ósamboðið nokkurri þjóð, sem vildi halda virðingu sinni óskertri. Væri hægt að tilfæra mörg umrnæli, sem til eru á prenti eftir forustumenn kommúnista um þetta frá þeim árum. Margir muna það eflaust líka, að meðán vináttusanm- ingur Hitlers og Stálíns var í gildi, en Bretar háðu einir baráttuna fyrir frclsi Vcsturlanda, við ofurefli liðs, köli- uðu komnninistar hér setuliðsvinnuna kmdráðavinnu, en jafnskjótt og Rússar voru komnir í striðið gegn Þjóð- verjum var hún orðin landvarnavinna! Hvernig geta íslenzkir kommúnistar vænst þess, að hugsandi fólk taki mark á orðum þeirra og af- stöðu í þessum málum? Það hefur komið í Ijós, svo ótvírætt sem verða má, að þeir hafa þar enga sjálf- stæða skoðun, fremur en í öðruni greinum. Þeir eru ekkert annað en leikbrúður, sem bundinn er í spotti, að vísu nokkuð langur, því að hann nær alla leið frá Moskvu t-il Islands, cg viðbrögð þeirra fara algerlega eftir því, hvernig kippt er í þennan spotta. Þetfa hlýtur öllum að vera ljóst, sem eitthvað hugsa. Enginn mun ímvnda sér að forustumenn íslenzkra kommúnista séu svo lieimskir, að þeir trúi því í raun og veru, að við mumluni l'remur slcppa við ógnir nýrrar slyrjáldar þó að við værum hlutlausir. Lega Iandsins á hnettinum gerir það að verkum, að það hlýtur að verðá Jiotað sem herstöð í styrjöld.-Það vrði því lekið af öðrum livorum aðilanum, m. ö. o. þeim, scm yrði fyrri til að ná þvi! Þess vegna stendur sá betur að vígi, sem hefur hér aðstöðu þegar í byrjun, og af því að það eru ekki Rússar, þá vilja kommúnistar auðyitað koma varnarliðinu burtu. Kommúnistar vita bað mæta vel, að sá sem byrjdr styrjöld, fær alltaf nokkurt forskot og getur því oft í byrjun ófriðar náð aðstöðu þar seni honum þykir sér henta. Þeir vita líka ofur vel, hver hefja mundi styrjöld nú, ef til slíkra átaka kæmi — og þar er skýringin á því ofurkappi, sem þeir leggja á að Is- J land verði varnarlaust. Samstaða mei vestrænum KIRKJA □□ TRUMAL: Sjá, konungur þinn kemur til þín. Kirkjuárinu lýkur í dag. Nýtt' bann til móts við þig með kröfu ár hefst á morgun með fyrsta um konungsdóm yfir þér og lífi sunnudegi í aðventu. Yfirgnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar hefur látið i ljós ótviræðíUJ vilja um samstöðu mcð hinum vest- rænu lýðræðisþjóðum. I samræmi við þann vilja þjpðar- innar höfum við gerst aðilar að vai-narsamtökiun þeirra lýðræðisi’íkja, sem eiga í vök að verjast gegn heinisvalda- stefnu kommúnismans. Islenzkir komnuinistar róa að því öllum árum að koma okkur úr þessum vamarsamtökuni. Til þess hafa þeir fyn* og síðar notað öll hugsanleg ráð og aldrei hikað við að stofna þjóðarhagsmunum okkar í voða, ef það gat orðið þessu áhugamáli þein’a til fram- dráttar. Vonandi sér meiri hluti þjóðarinnar. enn sem fyrr við áróðri kommúnista. Hann ætti ekki að vera hættulegur öðrum en þeim, sem eru ávsvipuðu andlegu þroskastigi og ýþeir sem tóku þátt í Hrúsastaðafundinum og Keflavíkur- g<>ngunni, en þeir eru, sem betur fer, Iítil hluti íslenzku v þjöðarinnar.' - - - - ö > Enn einu sinni heyi’um við i sömu söguna sem ávallt fyrr í! upphafi aðventu, söguna um konunginn, sem kemur. Og þannig munu sunnudagar hins nýja kirkjuárs koma til okkar hver af öðrum í sinni réttu röð, hver um sig með . sama guðspjallið, sama boðskap1 inn, aem þeir hafa flutt okkur allt frá bernsku. Þessi endur- tekning varir, meðan við lifum. Er þessi endurtekning vís- dómsfull ráðstöfun? Missir það ekki marks, að endurtaka ávallt sömu guðspjöllin ár eftir ár? Þvú oftar sem við tökum af lífi og sál þátt í helgi kirkju- ársins, þvi meira virði munu verða okkur guðspjöll sunnu- daganna, og því kserari mun hver þeirra verða með sérkenn- um sínum Og sú staðreynd mun verða okkur augljós, að' boðskapur hvers sunnudags er endurtekningar verður og svo jauðugur og yfirgripsmikill, að ! það er aðeins brot hans, sem hugsunin fangar hverju sinni, eitt atriði guðspjallsins orkar j einkum á trúarlíf mitt þetta árið, e. t. v. eitthvað annað at- I riði þess næsta ár, þannig Ijúk- ' ast guðspjöllin upp fyrir stöð- ugum kirkjugesti. smátt og smátt allt hans lif. j Þótt guðspjöllin séu hin sömu ár éftir ár, þá erum við ekki hin sömu, sem heyrum þau. Þú ert ekki hinn sami í ár, eins og » ' þu varst í fyrra. Við breytumst, viðhorf okkar breytast með ár- unum, móttækileiki, þroski. Annað hvort aftur á bak. elleg- ar nokkuð á leið. Trúarlífið stendur ekki í stað, því er ætl- að að taka þroska. Með hverri nýrri aðventu eigum við að hafa gengið í gegnum breyt- ingu, tekið nokkrum þroska, er gerir okkur unnt og eðlilegt að skyggnast dýpra í boðskap guð- sþjallanna, taka á móti honum j með þeim hætti, að meiri ávöxt beri í lifi okkar, ákveðnar mót- ist athöfn og afstaða. Sjá, konungur þinn kemur til þín. Með þessum orðum hefst aðventan. Og við vitum, að þau koma frá fornum öldum og eru tengd við helgan atburð, löngu Iiðinn, mikilvægan atburð fvr- ir mótun kristindóms frá önd- verðu, framgang hans meðal þjóðanna og áhrif hans á mann kynið. I því sambandi hafa orð- in yfii’gripsmikla þýðingu fyrir hvern, sem þau heyrir. En þau hafa jafnframt og ekki siður annað gildi. Þau eru orð dags- ins, rödd stundarinnar, ávarp til þín á fyrsta sunnudegi í að- ventu 1960, til þín, eins og hög- um þínum er háttað nú, við þær aðstæður, sem þú býrð við nú, þau viðfangsefni, sem þú stendur frammi fyrir, það líf, sem þú lifir. Þannig eru þau fersk og lifandi á þeirri stund, sem þau eru flutt og eiga erindi til hvers,- sem heyrir. ; - Þau boða-þéi’-þaði að hoilag— ur máttur'nálgisti4þig. Persónu- j Iegur og áhrifamikill kemur I þínu, en jafnframt ríkur af konunglegri náð. Þú stendur frammi fyrir þess um mikla mætti. Og þú stendur jafnframt frammi fyrir örlaga- ríkri spurningu. Viltu lúta hon- um? Viltu gangast undir kon- ungsvald hans og konungsnáð hans? Hér er um tvennt að velja, eigin konungstign í lífi sínu, sem í reynd er þrældómur und- ir vald syndar, sjálfselsku og dauða, eða að lúta konungs- valdi Krists, almætti Guðs kær leika, gefa sig því á vald, með þeim afleiðingum, sem af því leiðir, sjálfsafneitun, helgun, að náð Jesú Krists verði sigurafl i lífi þínu. Eftir því sem við i- hugum oftar og með meiri al- vöru guðspjöll kirkjuársins og öðlumsí dýpri skilninga á boð- skap þeirra, verður okkur ljós- ara, að lausn alls vanda í mann legu lífi er í náð Guðs í Kristi. Þar er að finna hina sönnu ham ingju og hið sanna líf. Þegar Jesús reið inn í Jerú- salem, var afstaða borgarbúa til hans með þrennu móti. Menn sýndu afskiptaleysi og tómlæti, og þeir, sem það gerðu, fengu aldrei að vita hver hann var. Líf þeirra leið í fátækt van- þekkingarinnar. Menn sýndu andúð og voru honum mótsnúnir, og andúðm snerist upp í hatur með ofsókn. Menn játuðust undir konung dóm hans, fögnuðu honum með lofsöng og hylltu hann sem konung og drottin, og þeir fengu að reyna, hvað það í raun og veru er, að lúta drottin- valdi hans, að það er að gefa sig náðarvilja hans á vald. Með líknarstarfi sínu hafði hann unnið hjörtu þeirra, og með þeim vaknaði kærleikur til hans, að vísu ófullkominn, breyzkur, í molum, en þeir elskuðu hann, og það var upp- haf hins nýja, með mjúkri og’ styrkri hendi leiddi hann þá inn á veg, stundum þröngan og grýttan, en hann reyndist alltaf bggja til lífsins. Sjá, konungur þinn kemur til þín hógvær. Aðventan legg- ur áherzlu á, að þér ber að vita, að þetta er raunveruleiki. Hann kemur til þín. Hver eru við- brögð þín? Sýnirðu þessum kon. ungi, boðbera Guðs náðar í lífi mannsins, tómlæti eða andúð, eða gengurðu til móts við hann með blessunar orð á vörum: Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins. Sú blessun mun snúa til þín aftur, færa þér gjöf hans, blessun, er breiðist yfir líf þitt sem birta og aðventu- gleði. Helgitónleikar á morgun i Hafnarfjarðarkirkju. Haldnir til heiöurs Friörik Bjarnasyni á áttræöisafmæti hans. Á morgun, sunnudaginn 27. nóv., eiga fram að fara í Hafn- arfjarðarkirkju helgitónleikar, og eru þeir hinir m'undu í röð- Lnni, frá því hafizt var handa um slíka tónleika þar, og eru þeir að þessu sinni haldnir til heiðurs Friðriki Bjarnasyni. tónskáldi. Hann á áttræðisafmæli þenn an dag, og verða flest þau kirkjulég lög, sem hann hefur samið, flutt á þessum helgitón- leikum. Allmörg þeirra hafa ekki heýrzt áður; Síra Garðar Þorsteinsson messar og söngflokkur Hafnar- fjarðarkirkju syngur. Einleik- ur á cello: Pétur Þorvaldsson, söngstjórn og orgelleikur: Páll Kr Pálsson, og undirleikur við kórsöng: Reynir Jónasson Kristniboðsfélag karla 40 ára. Kristniboðsfélag karla er 40 ára um þessar mundir. Hefur það unnið mikið og göfugt starf á undangengnum ái’atugum og gefst nú bæjarbú- um tækifæri til þess að.styðja Starfsemi félagsins með þátt- töku í afmælis-kaffidrykkju þess á morgun í Betaníu. Til slíkrar kaffisölu er efnt árlega á vegum /élagsins. - Á- góðinn, j-ermyr ;til Jíristjúþ.oðf- ins í Konsó. Kaffisalan hefst kl. 3 síðdegis. Páll Kr. Pálsson segir í til- efni afmælisins: „Á áttræðisafmæli Friðriks flytur söfnuður og fyrrum sam starfsmenn honum og konu hans, frú Guðlaugu Pétursdótt ur, hugheilar árnaðaróskir og þakkir, m. a. fyrir 43. ára org- anistastarf hans við kirkjuna. Undir þessa kveðju taka allii’ Hafnfirðingar í þökk fyrir söng listarstarf hans um nær hálfa öld hér í bæ. og öll þjóðin minn ist hans fyrir hugljúfu lögin, sem hann gaf henni, þakkar ó- taldar áúægjustundir með hon-. um, jafnt í „í Hlíðarendakoti“ sem við „Hafið, bláa hafið“. Vísir óskar tónskáldinú til hamingju fyrir hönd sína og les enda sinna. 1000 gestir - 44 myndír seídar. Meira en 1000 gestir höfðu £ gærkvöldi skoðað sýningu Braga Ásgeirssonar í Lista- mannaskálanum og 44 myndir voru seldar. Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna, því að hemú lýkur annað kvöld, en þá verð- ur hún opin til miðnættis. -fc- í s.l. viku gerðlst það hjá Tivoli, 39 km. fyrir austan. Róm. að hraðlesí ók á lang- ferðabíl og biðn 4 hörn óg emn fullorðtnn bana í hon- . um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.