Vísir - 28.11.1960, Blaðsíða 10
II
VlSIR
Mánudaginn 28. nóvember 1960
23
Jósefina var í sólskinsskapi, Augu hennar leiftruðu, er annar
þeirra mæltist til ástafundar við hana. Hún hrósaði happi yfir,
að hún hafði smokrað af fingri sér dökka, ljóta giftingarhringn-
■»m fyrir þetta ævintýri. Þau báðu um vín og þær létu hina ungu
menn kyssa sig að vild. Hvað þeir gátu verið hressilegir og in-
dælir þessir óbreyttu, ungu alþýðumenn, já, þeir gengu nú hreint
og beint að hlutunum — og hvað það var heillandi, en r.ú urðu
þær að hætta þessum leik, og það var erfiðleikum bundið fyrir
þær, að komast undan þeim og út á götuna.
Þar með var þó ekki öllu lokið, þvi að þeir höfðu vakið girnd
þeirra. Þeir ætiuðu sannarlega ekki að láta bráðina ganga sér
úr greipum. Þeir gripu þær sterkum örmum og ætluðu að draga
þær inn í skúmaskot og afkima, og botnuðu ekkert í þeim, að
yera með þessa tregðu jafn liklega og þær höfðu látið fyrr.
En þessi alvöruorð hans fóru inn um annað eyra hennar og út
hitt — ef hún þá heyrði þau.
J ■
VIII.
;
Þegar Napoleon hafði sigrað Italíu krafðist hann þess af
Jósefínu, að hún kæmi til hans. Og nú sinnti hann engum mót-
toárum. Hún var að mestu hætt að svara bréfum hans. Hann
iiafði og fengið vitneskju um, að hún stundaði skemmtanalífið
rækilega, en bróðir hans sem var fyrir skömmu kominn til Parísar,
hafði fljótlega komist að þvi hvernig hún hagaði sér, og var ekki
að víia fyrir sér, að segja bróður sínum frá öllu, er hann hafði
«m hana heyrt. Kom þar og til, aö öll skyldmenni Napóleons
höfðu öbeit á Jósefínu, af því að henni rann Kreólablóð í æðum.
Móðir hans hafði sagt berum orðum, að viðhorf sitt til hennar
Snundi aldrei breytast.
Og þar kom, að Jósefína gat ekki lengur neitað að fara. Börnin
yoru falin móðurlegri umsjá konu r.okkurrar, frú Campan, og
Beinustu nóttina hvíldi Jósefína í örmum Barrasar, og huggaöi
iSig við það eitt, að nú gæti hún þó losnað við hann.
„Eg mun sakna þín, draumadisin mín,“ hvíslaði Barras.
, „Eg hata ítalíu,“ svaraði hún.
Hve dásamlega fögur hún var þessa nótt, hugsaði hann, —
svo ungleg, eins og nýútsprungin rós, fjólubláu augun fegurri en
mokkurn tíma fyrr og aldrei hafði honum virst hárið jarpa eins
töfrandi.
| „ítalia er fagurt land,“ sagði hann, „og Napoleon hefur allt
til reiðu í Serbelloni-höllinni í Milano undir komu þína. Allir
inunu dást að þér og votta þér virðingu sem værir þú drottning.“
i Drottning, hugsaði hún — og aftur minntist hún þess, sem
ílökkukerlingin hafði spáð henni í Carmelite-fangelsinu og end-
urtekiö i Notre Dame dómkirkjunni.
Og næsta dag lögðu þær upp í ítalíuferðina Jósefina og
jLouise undir hervernd. Hafði hershöfðinginn sent sérstakan
flokk hermanna til þess að gæta þeirra á leiðinni, en hættur
ýinsar gátu verið á hverju leiti.
Jósefina hafði áhyggjur miklar af erfiðleikunum, sem fram
íjndan voru, — og starði þunglyndislegum augum á landslagið,
sem var fagurt og breytilegt, en henni fannst allt ömurlegt, er
jhún hlustaði á hófdyninn og hjólaskröltið. Með fram vegunum
í Langbarðalandi uxu háar og beinar aspir og svo fóru að koma
í ljós sýprusviðir, dimmleitar vínekrur og Júdasartré, sem breiddu
út krónur sínar og minntu á uppspenntar regnhlífar.
Og víst var þetta erfitt ferðalag. A stundum var ekið gegnum
faorgir í rústum. Þær báru þess merki, að þai- hafði maöur hennar
farið á undan henni, og hún fann til sárrar meðaumkunar meó
fólkinu, sem þarna hafði orðið margt illt að þola, því að hún var
rík af samúð og hlýhug 1 garð þeirra, sem bágt áttu. Það olli
henni þjáningum, er hún hugsaði til heimila, þar sem allt var
eyðilagt og fólkið hrakið burt, nú ráfandi gleðisnautt og alls-
laust eftir þjóðvegunum, og hugur hennar fylltist viðbjóði, er hún
sá flækingshundana þefandi eftir einhverju æti í göturæsunum.
Og loks kom sá dagur, er hún nærri örmagna, sá Milano blasa
við augum. Henni fannst í fyrstu, að hún hlyti að vera hillinga-
borg — með höllum lögðum perluskeljum, er á legði rósrauðan
bjarma, eins og þegar sólargeislar brotna í mistri. Louise rétti
henni handspegil og geraniu-lauf, til þess að nudda kinnar sínar
með til að fá lit í þær.
„Það má vera, að hershöfðinginn riði á móti þér. Þú verður að
vera fögur og heillandi.“
„Ó, ég er svo þreytt, Louise."
Og Louise tók til að bursta hár hennar og hagræddi því þar
næst. Og nú brutust sólargeislarnir alveg gegnum mistrið, og nú
sá hún í fyrsta sinn dómkirkjuna, þar sem hin ljósrauða, helga
móðir ræöur ríkjum og bænheyrir þá, sem leita til hennar í
nauð. Og beggja vegna vegarins var mergð hvítbleikra blóma.
Flokkur ríðandi hermanna nálgaðist. Hermennirnir voru i
nýjum einkennisbúningum.
„Hermenn lýðveldisins," sagði ekilinn hlæjandi, því að það var
farið að lifna yfir honum, þar sem ferðin var nærri á enda og
Milano fram undan. Og hann sló í þreytta hestana.
Sá, er fremstur reið, var fánaberi. Og þessi flokkur hermanna
reið nú á undan vagninum, sumir með fram honum, og allir
reyndu þeir að virða sem bezt fyrir sér hina fögru eiginkonu
Napoleons, en hún hugsaöi um, að fyrr hefðu drottningar ekið
þannig, en hörmuleg örlög beðið þeirra. Hún minntist Maríu
Antoinette — og manns hennar Luðviks konungs, og hver hin
hörmulegu örlög þeirra urðu.
Þau óku inn i borgina. Hana hafði aldrei dreymt um, að hún
gæti verið svo fögur. Ekið var svo sem vænta mátti til Serbelloni-
hallar, og þar blasti við í garðinum gosbrunnur mikill, um-
kringdur skarlatsrauðum geranium, en vatnið féil niður í mikia
-skál steypta úr bronsi.
Napoleon beið hennar fyrir dyrum úti. Hennár fyrsta. hugsun,
er hún sá hann, var að hann væri orðinn miklú þreytu- og elli-
legri, eins og hann hefði bætt við sig aftur árunum fjórum, sem
hún stal frá honum. Á þá leið hugsaði hún. Hún mundi hafa
beitt allri orku til þess að stíga virðulega niður úr vagninum,
en hann varð fyrri til. Hann gekk niður tröppúrnar til hennar
og tók hana í faðm sinn, er hún ætlaði að stíga niður. Ef þetta
var hennar sigurstund, þá var hún líka mesta sigurstund hans.
„Eg dái þig, eg elska þig,“ hvíslaði hann ástríðuþrungnum rómi
og bar hana inn í höllina.
Hann bar hana um. hvelfd bogagöng lögð perlusteini og allt var
blómum prýtt og veggir huldir silki. Og hér var svalt — svalur
blær lék um tjöld vætt vatni. Ekkert hljóð barst að eyrum írá
þrammandi herflokkum né fótatak þungstígrá varðmanna. Að
eins úr fjarska heyrðist ómur af lúðraslætti. Og svo barst að
eyrum söngur ungs ítala, sem söng eldheitan ástarsöng og lék
undir á gítar sinn.
„Eg er úrvinda af þreytu og verð að hvíla mig,“ sagði hún.
Hann leiddi hana að rúmi miklu, undir skjaldarmerkjum Ser-
belloni-hertoganna.
Hann lét hana hafa nægan tíma til þess að baöa sig í miklu
marmara-baðkeri, sem þar var í gólfi, en vatn rann i það úr
munnum á fiskikönum. Hve gott það var að þvo af sér ferða-
rykið og hvílast í volgu vatninu og þar næst kiæðast hreinum
nýstroknum fötum. Að þessu loknu gekk hún á fund Napoleons,
sem æddi um gólf í hliðarherbergi sem ljón í búri, eins og hann
væri oröinn argur á biðinni, en andlit hans var eitt sólskinsbros,
er hún kom inn.
. ápaiiö -yður hlanp á roilli margrá verúlaíia!
OÖRUÖðL ■ 4 öttUM ■ m.í
- Austmstrseti
R. Burroughs
-TARZAIM-
4711
r
ATAA\ STOME
7EPIEP’ HIS
BV\FUOVEe:'l
mishthelf
SET WATECS
TO SELL H!S
nOOFEKTY—
SLIT YOU'LL
MA<E THE
POKTUNEl
,7«
CiiKrO
‘THA.T SOUNFB A UTTLE LKE SOUK
SK.A.PES/ THb fKESlPENT SAi7 QjlEfLY.
* SO wHAiT!* APAAi SNAFP’Ett
"SOf A7C7E7 70K.SETT,
VEK.HAFS VOU SHOULF
NOT SS SOTHEEEf WITW
TH15 ASSISNMENT—
FEEWAFS VOU NSECT
AVACATION/-
Adam Stone ögraði vinnu-
veitanda sínum og sagði: Eg
hjálpa til að ná í eignarrétt-
inn á landinu og þú græðir
milljónir. Er þetta nú ekki
dálítið biturlega mælt, sagði
Dorsett. Hvað um það,
hreytti Stone út úr sér. —
Jæja, ég er þá ekkert að fá
þig til að vinna þetta starf.
Þú ættir að fá þér frí.
Bókatíðindi
Iðunnar.
Bókaútgáfan Iðunn hefur
sent frá sér myndarlegan bækl-
ing um bækur þær, sem gefnar
hafa verið út á vegxun félagsins.
Nefnist hann Bókatíðindi, og er
ætlunin að þau komi út þrisvar
á ári.
í fyrsta hefti eru umsagnir
um ýmsar nýjustu bækur Ið-
unnar, svo sem íslenzkt mann-
líf, Svefn án lyfja, Grannur án
sultar o. fl.
í heftinu er einnig listi yfir
bækur Iðunnar,. og eru þar
taldir upp nálega 150 bókatitl-
ar, flokkað eftir efni.
Áskriftarverð er kr. 10, en
kr. 5 í lausasölu hvert hefti.
Gullforði —
Framh. af 1. síðu:
ar um liðinn tíma og hugsanir
um framtíðina ættu að verða
öllum Evrópuþjóðum hvatning
til samstarfs við Bandaríkja-
menn á hvern ákjósanlegan
hátt.
Lyndon Johnson,
næsti varaforseti Bandaríkj-
anna, er einnig kominn heim að
afstaðinni þátttöku . í þing-.
mannafundi Norður-Atlantshafs
bandalagsins og viðræðum við
franska og brezka ráðherra.
Hann og William Fulbright
öldungadeildarþingmaður (sem
ef til vill verður næsti utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna)
ræddu m. a. við Macmillan for-
sætisráðherra Bretlands. Þeir
ræddu í 2 klst. um fund æðstu
manna, væntanlega heimsókn
Macmillans til Washington,
vestrænt samstarf og sérstak-
lega brezkt-bandarískt sam-
starf. Brezk blöð segja, að þess-
ar viðræður hafi átt sér stað
með hliðsjón af þeim mögu-
leika, að
þríveldasamkomulag náist
um það í Genf, að banna
allar tilraunir með kjarn-
orkuvopn.
Macmillan ætlar til Wash-
ington eins fljótt og við verður
komið, eftir að Kennedy tek-
ur við 20. janúar, til þess að
ræða möguleikana á fundi
æðstu manna austurs og vest-
urs eins fljótt og unnt er og
að þegar verði hafist handa á
nýjan leik um samkomulgs-
umleitanir um almenna af-
vopnun.
Við komu Lyndon Johnsons
heim var sagt, að hann mundi
láta Kennedyrí té skýrslu um
ferð sína og viðræður.
Titraunír me5 geim-
för eftir áramót.
Formaðiu* Geimrannsókna-
stofnunar Bandaríkjanna hefir
sagt, að snemma á næsta ári
kunni að verða gerð tilraun til
þess að senda mannaðan gervi-
hnött út í geiminn og síðar
annan mannaðan gervihnött,
sem komið yrði á sporbaug
kringum jörðu.