Vísir - 08.12.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 08.12.1960, Blaðsíða 1
q x\ I y M. árg. Fimmtudaginn 8. desember 1960 278. tbl. Ræða fjármálaráðherra: Skipulagsbreyting undirstaða sparnaöar. Oraunhæfar sparnaðartillögur stjérnar- andstæðinga. í , umræduiiuin um f járlögin 1961 í gærkveldi kvaddi fjár- málaráðherra Grmnar Thorodd- sen, sér hljoðs til að svara nokkrum ádeiluatriðmn úr ræð- um stjórnarandstæðinga. R.áðherrann hóf mál sitt með því að þakka ijárveitinga- nefnd vel unnin störf við skjóta afgreiðslu málsins. Síðan sagði ráðherrann að margt stæði til bóta í samningu, frágangi og afgreiðslu fjárlaga. Hann hafði kannað með hvaða hætti betur mætti undirbúa frumvarpið og gera það betur úr garði. Sem dæmi nefndi ræðumaður að ráðuneytin þyrftu að byrja fyrr á athugun- um sínum vegna fjárlaga og vinna betur en gert hefur ver-' ið. Hvað upsetningu ríkisreikn- inga og fjárlaga snertir þarf meifa samræmi þarna á milli. Sumar stórar ríkisstofnanir sem velta milljónum króna eru ekki teknar með í fjárlögin. Einnig mætti draga saman atriði, sem nú eru dreifð á margar greinar. Erfitt er fyrir þá sem ókunn- ugir eru að bera saman ríkis- reikninginn og fjárlögin. Þarf að setja um þetta fastari reglur og er löggjöf í undirbúningi. Gunnar Thoroddsen drap á endurskipulagningu í rikis- rekstrinum. Kvað ráðherrann nú unnið kerfisbundið innan sérhverrar starfsgreinar ríkis- stofnana og það kannað af fær- ustu mönnum hvort hægt sé að breyta til sparnaðar og aukins hagræðis. Hefðu m. a. verið fengnir erlendir sérfræðingar til þessarra athugana. Ráðherrann minntist á sparn- aðar tillögur stjórnarandstæð- inga. Þær gera ráð fyrir svo og svo miklum sparnaði, en án þess að nokkuð sé kannað hvar og hvernig hægt sé að spara. T. d. flytja Framsóknamenn tillögu um að fjárveiting til sumra sendiráðanna á Norðurlöndum verði lögð niður frá og með 1. janúar næstk. En er þetta hægt á svo skömmum tima sem til stefnu er. Þetta kostar langan undirbúning. Loks' á starfsfólk sendiráðanna lagalegan rétt á uppsagnarfresti. I Stjómarandstæðingar hrósa sér af langri baráttu fyrir nið- urlagningu annars af tveim sendii'áðum íslands í París, eins og fjárlagafrumv. gerir ráð fyrir. Engu að síður reyndu þeir ekki að framkvæma þetta í stjórnartíð sinn — á tíma V.- stjórnarinnar. Framh. á 5. siðu. Kasavúbú setur herlög í StanEeyvilEe og héruðunum þar nyrðra. Lm framkvæmd þeirra leikur mikill vafi. Kasavúbú forseti setti í gær herlög í norðurhéruðunum kringum Stanleyville, þar sem Saluma fyrrverandi einkarit- ari • Lumumba hefur lýst yfir áformum um stofnun sjálf- stæðs ríkis, verði Lumumba ekki látinn laus <*g fái frelsi til að taka bátt í umræðum um framtíð Kongó. Fréttaritarar » Leopoldville síma, að nú eigi eftir að koma í Ijós hvort Kongóherinn sé því hlutverki vaxinn að inna ofannefnt hlutverk af hendi. Fréttaritarar, brezkir, sem fóru til Stanleyville, sögðu við komuna til Leopoldville aftur, að öngþveiti og öryggisleysi væri ríkjandi þar nyrðra, og 700—800 manns frá Evrópu, aðallega Belgíu, væru mjög uggundi. Hefur þetta fólk orðið fyrir hnjaski og jafnvel meið- ^ ingum. I .. Öryggisráðið ræðir Kongó. I Á .fundi Öryggisráðs hefur I Dag Hammarskjöld varið stefnu ! og framkvæmdir Sameinuðu þjóðanna í Kongó. Þær hefðu ekki brugðist — heldur leið- toga.r Kongó, sem ekki hefðu notað tækifærið sem bauðst Grísk skip undrr réttum fána. Kaupskipafloti heims hefur aukist svipað í ár og í fyrra. Sagt er frá þessu í nýjum skýrslum. Bretar eru el'stir á blaði með stærsta kaupskipa- fletann í notkun. Grikkir eru komnir í flokk mestu siglinga- þjóða í skýrslum. Ekki er það þó vegna þess, að grískum skipum hafi fjölgað svo gríðarlega, heldur er hitt, að þau sigldu áður, m. a. olíu- skip grískra skipakónga, undir fána Liberiu. Nú sigla þau und- ir gi'íska fánanum. Jólin nálgast — skreytingarnar eru komnar og brátt fara menn að senda jólakveðjurnar. — Meðal þeirra jólakorta sem nú eru á markaðnum eru sex prentuð eftir málverkum Guðmundar Þorsteinssonar. Sýna þau atriði úr íslenzku þjóðlífi. Þetta er eitt þeirra. ítján lönd missa spón úr aski sínum. Mý bandarísk ráðstöfun til stuðnings dollaranum. Bandaríkjastjórn hefur á- kveðið að stærri hluta en áður af framlagi Bandaríkjanna til efnahagsaðstoðar í 65 löndum til ýmissa kaupa í Bandaríkj- unum, og er talið að um 89% af því, sem greitt var fyrir af þessu framlagi erlendis, reimi aftur til Bandaríkjanna, er frá líður. Fé, það sem hér um ræðir hefur aðallega verdð notað til kaupa á ýmsu og greiðslna í 19 löndum, sem hafa harðan gjald- eyi'i, Vestur-Evrópulöndum ýmsum að meðtöldu Bretlandi, og Ástralíu og Nýja Sjálandi Áhrifanna mun ekki gæta að fullu fyrr en 1962. Ákvörðunin er ein af þeim, sem tekin hefur vei'ið til að treysta aðstöðu doll ars og di'aga úr óhagstæðum greiðslujöfnuði Bandaríkjanna. Brezk blöð segja, að minna fá— ist fyrir peningana vestra en í ofannefndum löndum. Herter, utanríkisráðherra skýrði frá ákvöi’ðun þessari í gærkvöldi. Aöalfundur Varðar: með aðstoð S. þj. til að koma á „1910-14.des.-1960." reglu og framtíðarskipan. Brezk blöð í morgun í'æða hoi'furnar í Kongó, telja þafn- vel þá hættu á ferðum nú, að Kongó verði ný Kói'ea. Daily Mail er harðort í garð Sovétríkjanna — það neiti einlægu samstarfi og þátttöku í greiðslum. en fulltrúar þeirra æpi hátt um ihlutun og mis- tök og auki þanng á sundrung- una. Guardian stingur upp á sem hugsanlegi'i leið úr úr vandan- um, að Lumumba verði aftur settur í umsjá Sameinuðu þjóð- anna. Hann hefði ekki átt að flýja — hefði hann ekki gert það væru horfuxnar betri nú. Höskuldur Ölafsson, sparisjóðsstjóri var einróma kosinn formaður felagsins. Þorvaldur Garðar Kristjánsson baðst undan endurkjöri. Landsmálafélagið Vörur hélt aðalfund sinn í gærkvölil. For- maður félagsins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, setti fund- inn, en fundarstjóri var kosinn Birgir Kjaran, alþm. Fundar- ritari var Einar Guðniundsson skrif stof ust jór i. Formaður skýi’ði frá fjöl- þættri starfsemi félagsins á sl. ári, og færði meðstjórnendum og félagsmönnum þakkir fyrir gott samstarf á undanförnum árum. Beiddist formaður ein- dregið undan endurkosningu. Fundarstjói'i þakkaði formanni störf hans og tóku fundarmenn undir það með lófataki. Þá las gjaldkeri Varðar, Sveinn Björnsson, reikninga fé- lagsins og voru þeir samþykkir. Að því búnu var gengið til stjói'narkosningar og var kjör- inn formaður, í einu hljóði, Höskuldur Ólafsson, sparisjóðs- stjóri, Aðrir stjórnarmenn voru kjörnir þeir Baldur Jóns- son, kaupmaður, Sveinn Guð- mundsson, forstjóri, Þorkell Sigurðsson vélstjóri óg Sveri’ir Jónsson, ski'ifstofumaður. í varastjói'n voru kosnir Jón Jónasson skrifstofustj. Sverr- ir Júlíusson útgerðarmaður og Þórður Kristjánsson kennari. Endurskoðendur voru kjörn- ir Már Jóhannsson skrifstofu- stjóri og Guttormur F.rlends- son endurskoðandi. Þá kvaddi sér hljóðs hinn ný- kjörni formaðui', Höskuldur Ólafsson, Þakkaði hann það traust sem honum hefði verið sýnt með kosningunni. Loks flutti Sigurður Bjarna- son ritstjóri, erindi um 15 þing' Sþ., og eins og við var að búast var það hin fróðlegasta frá- sögn, því að hann er manna kunnugastur öllum hnútum þar, enda fulltrúi íslands hjá sam- tökunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.