Vísir


Vísir - 27.12.1960, Qupperneq 3

Vísir - 27.12.1960, Qupperneq 3
Þriðjudaginn 27. desember 1960 VÍSÍR Hann fékk einn dal. „Margt kemur upp þá hjúin deila,“ segir fornt máltæki og það á við enn í dag. Fyrir nokkru andaðist kona vestur í Bandaríkjunum, og lét hún eftir sig hálfa aðra milljón dollara. Hún hafði verið gift en samlyndið verið svona og svona á heimilinu, svo að konan hefndi sín, þegar hún var dáin — þ. e. hún hefndi sín áður, en það kom ekki fram fyrr en eftir andlát hennar. Hún skildi nefnilega eftir sig erfðaskrá, þar sem svo var á kveðið, að ekkillinn i skyldi aðeins fá 1 — einn — dollar, og rökstuðningur- inn var sá, að eiginmaður- inn liefði verið andvígur því, — eins og hún — að maðurinn hagnaðist á eign- ; um konunnar. Eiginmaðurinn, Giovanni Im- parato, violu-leikari .hjá Fil- harmóníuhljómsveit New York, hefur krafizt þess, að erfðaskrá- in skuli dæmd ógild, og hann fái helming eigna konunnar. Bolsivikar létu taka Dóru Kaplan af lífi. JEn hjutjtju tH söeju utn. uú hún heföi ttröiö eiiiduuð. Fanya Yefimovich Kaplan var í rauninni hennar rétta nafn en hún var alltaf kölluð Dora Kaplan, anarkistinn. Hún var dæmd til. ellefu ára erfiðisvinnu af keisaramun, fyrir tilraun til að sálga keis- aralegum embættismanni — og þaðan kom hún veikluleg, en seig eins og stál. Nú var hún komin aftur frá Síberíu, vindl- ingur hékk á vörum hennar og hún hélt á Browning skamm- byssu í hendi. Mannkynssagan hefir þekkt slík augnablik fyrr. í frörisku byltingunni var Jean Paul Marat, vinur fólksins, stúnginn til bana í kerlaug sinni af stúlk- unni Charlotte Corday. Hinn mikli og. magri líkami Abra- ham Lincolns hafi hnigið niður hæfður af kúlu úr byssu John Wilkes Booths. Hann sveik byltínguna. Markmið Doru Kaplan var Vladimir Ilyich Ulyanov, sem var kunnari undir nafninu Len- in, og hafði stofnað kommún- istaríki Rússlands. Hann stóð Hjúkrunarkonan býr ein. Emmanafegasta kona BandaríkjanAa. 280 börn og unglingar gefin saman í skyndi. Ovenjuleg afleiðlng flugufregna í Egyptaiandi Á einni nóttu voru 140 barn- Skilnaðarlög til umræðu. ung hjón gefin saman í þorpinu Tall el Garad, nœrri Kairo. Þorpsbúar höfðu heyrt, að ný lög væru í aðsigi, sem bönnuðu hjónabönd í 20 ár} svo að for- eldrar giftu börn sín til þess að verða fyrri til en lögin gengju í gildi. Þessi kvitur gaus upp, þegar þingfundur í Arabiska Sam- bandslýðveldinu fór þess á leit að hafnar væri umræður um lög viðvíkjandi giftingum og hjónaskilnuðum. í raun og veru var sambandið að hefja baráttu fyrir því, sem það kallaði „jafn- rétti karla og kvenna“. Giftist Eátnum manni sínum. í bænarskrá um að komið væri á nýjum lögum, beiddust konur þess að þær hefði rétt til að skilja við bændur sína. Einnig að frélsi eiginmanna til að skilja við konur sínar væri takmarkað, og að karlmenn mættu ekki eiga nema eina konu hver. * íbúarnir í hinu litla þorpi Tall el Garad misskildu frétt- ir af bænarskránni algerlega. Fréttirnar sögðu, að hjóna- bönd myndu bönnuð um 20 ára skeið, enginn maður mætti gift- ast fleiri en einni konu, og eng- inn mætti skilja við konu sina nema með leyfi dómstólanna. Hvernig átti vesalings bónd- inn að geta haft eftirlit með landi sínu, nema hann ætti svo sem 10 syni? Myndi það vera svo auðvelt fyrir þorpsbúa að láta af þeim sið að giftast fleiri en einni konu? Og hvað áttu bændur að taka til bragðs, ef Frú Helen Troy Arlington giftist í sl. viku manni sínum heitnum í þriðja sinn frá and- láti hans 1952. Frú Arlington er Búddha- sonum þeirra og dætrum værl trúar og hefur verið einbúi á bannað að glftast næstu 20 ár? búgarði sínum, sem heitir1 °g fjoskyldumar í þorpinu „Touch-Me-Not“ (snertu mig komu sér saman um að láta ekki) árum saman. Hún klædd- dætui Slnar °S synt Sanga í ist brúðarskarti þvi, sem hún h->ónabönd. Og þær gerðu það klæddist við fyrstu giftinguna, fllott- ,td þess að logln næðu en þessa síðustu athöfn fram- ekkl 111 Þellla- kvæmdi . Buddhaklerkur og Fjölskyldurnar ákváðu að hann las sjálfur svör hins fram- láta allan mismun og vand- liðna eiginmanns. | kvæði eiga sig. Feður brúðanna . Vestan hafs þekkja margir voru ásáttir um það að festar- frú Arlington, því að hún er fe brúðanna skyldi borgað með hundavinur . mikill og hefur löngum víxlum; en það hefur skrifað margar sögur um hunda ætíð til skammar í Egyptalandi. handa börnum. 1 Þorpsbúar fóru því næst til andspænis henni kl. 9 að kvöldi 30. ágúst 1918, og hafði verið að ljúka við æsingaræðu yfir verkamannahóp í Moskvu: „Við Bolsivíkar erum ásakaðir um að svíkja takmark okkar um jöfnuð og bræðralag .... við verðum að reka óvininn aftur á bak .... sigur eða dauði!“ Dora Kaplan var enginn bolsiviki. Hún var félaglegur byltingasinni, sem áleit að Len- in hefði svikið byltinguna, þeg- ar hann afnam hið fyrsta þing ráðstjórnar Rússlands., Það sagði hún eftirá. En á því augnablik þegar bolsivikafor- inginn var að yfirgefa ræðusal- inn þokaðist hún nær honum, henti vindlingi sínum frá sér og skaut á Lenin þrem skotum. Aðeins særður. Tvær kúlur lentu í hálsi Lenins og öxl. Það munaði minnstu að þær yrðu honum a’ð bana, én flýttu fyrir dauða hans sex árum síðar. En þá var Lenin búinn að festa kommún- ismann í sessi í Rússlandi, bú- inn að stofnsetja Komintern, búinn að bæla niður andspyrn- una heima fyrir og Jósep Stalin var ætlað að taka við völdum. Allir álitu að Dora Kaplan hefði verið tekin af lífi þá þeg- ar. Þá gaus upp sá kvittur, að Lenin sjálfur hefði fyrirskipað að lífi hennar skyldi þyrmt, svo að hún gæti séð hversu vel hon- um tækist stjórnin. Árum sam- an komu fregnirnar um það að Dora Kaplan hefði sézt í ýmsum ráðstjórnarfangelsumí alltaf kát og alltaf frísk. Fyrir einu ári jafnvel höfðu bréfaskoðunar- menn í Ráðstjórnarríkjunum sagt þá sögu að hún hefði látist 70 ára og hefði þá verið bóka- vörður í dyflisu í Moskva. Nýlega kom fram ákveðin frá* sögn af því hvað fyrir Dóru Kaplan kom. Pavel D. Markov var forystumaður í verðinum í Kreml 1918 og hann skrifar svo í dagbók ráðstjórnarflotans: „Ef sagan skyldi endurtaka sig og þetta afhrak, sem réðst gegn Lenin, stæði andspænis mér myndi hönd mín ekki titra er hún tæki í gikkinn, hún titraði heldur ekki þegar eg skaut hana.“ Aftakan fór fram í kjallaran- um í Kreml; bætti hann við, 4 dögum eftir að Dora Kaplan framkyæmdi „hið mesta glappaskot í sögunni“, sem sum- ir hafa kallað svo. dómara. En hann tók eftir því hversu ungar brúðirnar voru ! og neitaði að framkvæma hjónavígslur, sem ekki væri lög- um samkvæmar. En með einhverjum hætti fengu þorpsbúar þó skírteini frá læknum, sem sönnuðu að börn þeirra væru yfir 16 ára. En í raun og veru voru sumar brúð- imar aðeins 9 ára. Kona sú sem er „mest ein- mana“ í Ameríku, býr langt inni í auðnum Bandaríkjanna við landamæri Minncsota og Kanada og það er algeng sjón fyrir hana að sjá skógarúlf- inn standa á snjóþöktum hæðartindi og spangóla á móti tunglin, Dorthy Moller er 52ja ára, er útlærð hjúkrunarkona, útskrif- uð úr Calumet gagnfræðaskóla í Chicago og hjúkrunarskóla þar. Hún varð leið á borgarlíf- inu 1937. 4 Næsti verður 24. veturinn, sem hún er þarna búsett, á þrem eyjum í „eintrjáninga- landi“ Minnesota. Þar er flug- vélum bannað að lenda, og ferð-, ast verður þar annað hvort á eintrjáningi eða á þrúgum. Hún vill láta kalla sig Dor-: othy aðeins, er hvít fyrir hærum! þó snemmt sé og er svo sól- brennd af útiveru að margir j halda að hún sé rauðskinni. Hún er sterkari en flestir karl- menn. Henni er illa við alla; formfestu í framkomu og skrautlegan klæðnað, klæðist sjálf aðeins bláum síðbubcum og mismunandi blússum eftir því sem hæfir sumar- eða vetr- arklæðnaði þarna, þar sem hit- inn er fyrir neðán frostmark. Hún verður að sækja allar birgðir sínar yfir röð af vötn- um, lækjum og eintrjáninga- farvegum, sem liggja norður að Fureyju við Hnífsvatn, en þar er hennar heimili. Hún getur ferðast til Ely (36 enskar míl- ur) á einum degi í eintrjáningi og komið aftur með sjö 60 punda böggla af vörum. En slíkt ferðalag áræða fáir, nema þá , rauðskinnar og veiðimenn og það þegar mikið liggur við. Það er ekki óvenjulegt að menn, sem liggja þarna í sumarbúðum sé þrjá daga að fara aðra leið- ina. Á sumrum þegar Kanada- menn róa frá norðri og Ame- ríkubúar koma frá EJy eða Grand Marais eða Gunflint, Minn,, má segja að Ðorothy reki þarna nokkurskonar verzl- un. Hún hefir niðursoðinn mat, brjóstsykur, bjór, heimagerðan bjór, eintrjáningsárar, niður- soðið kjöt, sykur, salt, hveiti, axir og hér um bil alla hluti, sem þægilegir eru í skógunum. Beztu viðskiptamenn hennar eru þeir, sem eintrjáningurinn hefir hvolft hjá og misst allar birgðir sínar. Hún álítur sig fremur vera Florence Nghtingale skóganna en konu, sem sé einmana. Hún heldur hjúkrunarskírteini sínu vel við, sem þýðdr það að hún verður að fei'ðast á fárra ára fresti til Chicago og vinna þar í sjúkrahúsi í 2 mánuði. „Það eina, sem ekki hefir komið fyrir mig er að kona hafi Framh. á 11. sí»u. Það er að sjálfsögðu eins í Danmörku og á íslandi, að börn fá frí í skólanum um jólin. Hér sjáum við þrjár systur, sem hafa notað tækifærið til að heimsækja föður sinn á vinnustað — en þær fá ekki að fara inn til hans, því áð faðir þeirra er forsætis- ráðherra Dana, Viggo Kamprnann, og er á þýðingarmikilli ráð- 1 v ’ ' • ' -' i p ■ ' : Ji\.jl' . . stefnu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.