Vísir - 27.12.1960, Page 10
10
VÍ SIR
Þriðjudagirm 27. desember-1960
Lozania Prole
E 0 kem í Luöld
cc
44
„Ekki eins þungt og skyldurnar, sem föðurlandið leggur mér
á herðar,“ sagði hún. Hún gekk virðulega og léttilega, þótt sam-
anlögð þyngd þeirra hundrað gimsteina er hún bar væri ósmá.
í sannleika sagt, var hún fegurri en nokkurru sinni fyrr að allra
áliti. í svip hennar var viðkvæmni og auðmýkt, sem fór henni
vel, og var viðeigandi á þessari hátiðlegu stundu.
Hún ók með sinni eigin brúðarfygd til kirkjunnar og henni var
vel fagnað af þeim, sem biðu á götunum, til að sjá herlegheitin.
í hinum dimmu hvolfgöngum kirkjunnar beið Cambacéres kardi-
náli til að fagna henni, og bjóða henni hið helga vatn og hún
Jbrosti blíðlega til hans.
Þessi desember dagur var bjartur. Kjóil hennar var þungur,
•en hún bar hann virðulega, og engan renndi grun í, að hún var
:taugaóstyrk og kvíðin. Hún heilsaði hlýlega þeim, sem halda
■áttu uppi möttullafi hennar.
■ Hún sá, að mágkonur hennar voru þarna komnar, hennar
-eign dóttir, Hortense, og er hún beygði kné sín og brosti til móður
isinnar var sem hún gæddist þreki á uý.
Svo gekk hún hægt og virðulega að hásætinu, s'em henni var
ætlað, og gegnt henni hinum megin var hið sérstaka hásæti
Napoleons, en yfir því ljómaði hin fegursta kóróna. Hve göfug-
mannlegur hann var og mikill. Vissulega hafði hann til þessa
mikla heiðurs unnið. Og hún beygði kn^ fyrir honum og um
leið hneigðu þeir sig, sem héldu uppi möttullafinu. Jósefína sneri
sér við og settist i hásætið gullna og hún horfði á lAnge sér við
hlið, og báðum varð á þessu augnabliki að minnast þeirrar stundar
í Carmelite-fangelsinu, er dyrnar opnuðust og frelsið blasti við
þeim, og aílt var bjart fram undan. „Eg verð drottning Frakk-
lands og þú verður hirðdama mín,“ haíði hún þá sagt.
Og í dag sat l’Ange við hlið hennar sem hirðdama, og ef hún
: dag bar í barmi sér samanvafið bréfiö, sem hún í dag hafði
fengið frá Francois, hverju skipti það? í dag ætlaði hún að
snúa baki við öllu, sem ráðabrugg gat talist, dagar ástarævin-
týra voru að baki, og hún ætlaði aö vera trú manni sínum.
Hin mikla krýningarathöfn hófst. Fallbyssuskothríð buldi i
fjarska og bergmáluðu í hvelfingum hinnar miklu dómkirkju.
Hpn horfði á styttuna fyrir aftan háaitarið og gullkertastjakana
miklu og gullkrossinn á altarinu. Biskuparnir hópuðust saman,
kringum karínálana og Hans heilagleika í skarlatsrauðu og gullnu
skikkjunum, Napoleon hagaði sér á þann veg, sem hún eitt sinn
hefði haldið, að hann myndi aldrei geta. Kannske hafði hún
iekki gert sér grein fyrir því fyrr en á þessari stundu hve mikill
hann var.
Kórónan haföi verið sett á höfuð honum. Alla leið frá Korsíku
hafði hann komið, litli korpóralinn. og bar nú hina gullnu
Tiórónu Frakklands á höfði sér. Og múgur Parísar æpti sig hásan,
t>ví að hér var konungur, sem var valinn af alþýðunni, henni
sjálfri.
„Lifi keisarinn, lifi keisarinn."
Og nú leit hann yfir til konu sinnar — í fyrsta skipti síðan þau
voru gefin saman í kapelluni litlu um miðja nótt, augu þeirra
mættust, augu beggja ijómuðu, hin mikla birta hátíðlegrar stund-
ar þar sem þau voru aðalpersónur, endurspeglaðist i augum
þeirra. Hún reis á fætur, taugaóstyrk, en virðulega. Stélberarnir
tóku sér stöðu til þess að lyfta hinu mikla skarlatsrauða skikkju-
lafi með býflugum á, saumuðum með gullþræði, og svo gekk hún
-og fylgöarliö hennar að hásætinu, og kraup á kné á púða i sama
lit og skikkjulafið.
Hún krosslagði hendur á brjósti sínu og Hinn heilagl faðir
horfði á með velþóknun.
XV.
Napoleon, lágvaxinn, en þrekinn og samanrekinn, stóð tveimur
skrefum fyrir ofan drottninguna, þar sem hún kraup á kné.
Hann lyfti nú höndum og tók kórónuna af höfði sér og setti hana
hægt og varlega á höfuð henni. Hún horfði upp og þau horfðust
í augu. Á þessu augnabliki, er þau höfðu bæði verið krýnd, varð
henni ljóst, að tilfinning djúprar ánægju hafði náð tökum á
honum. Hún sá, að hann brosti. Henni fannst aðdáunarvert hve
a.llt fórst honum vel úr hendi. Hann kom kórónunni fyrir á
höfði hennar af mikilli leikni, og svo rétti hann henni hönd;
sína, og hún reis á fætur, þótt hún væri næsta óstyrk.
Hve heimsk hún hafði verið, að óttast hinn mikla keisara,
sem var eiginmaður hennar. Nú mundi hann leiða hana að há-
sætinu, þar sem hún mundi sitja við hlið honum, og hún brosti
til hans af viðkvæmni, en er hún steig fyrsta skrefið varð hún
þess vör, að eitthvað skelfilegt var í þann veginn að gerast.
Mágkonur hennar, sem báru hefndarhug til þennar, höfðu nú
aðstöðu tii þess að auðmýkja hana, og hvorki hún né Hortense,
dóttir hennar, gátu komið í veg fyrir það. Þær áttu að halda
uppi skikkjulafinu að hásætinu, en þeim sveið að þeim var ekki
annað æðra hlutverk ætlað. Pauline togaði í skikkjulafið, svo að
Jósefína gat ekki haldið áfram og komist að hásætinu.
„Napoleon,“ hvíslaði hún.
Hann var jafnan fljótur að gera sér grein fyrir öllu, er vanda
bar að höndum, og herhöföingjar hans höfðu sagt henni, að á
orustuvöllum hefði þessi hæfileiki hans verið einn hans höfuð-
kostur sem hershöfðingja. Hann sneri sér við og hvíslaði ein-
*
A
KVÖLDVðKUNNI
ÓwAAatuti bck á hi)etju ke'miit
Sparið kokteilmn um áramótin. LátiS GLETTU
skemmta gestunum. Skemmtisagnaútgáfan.
R. Burroughs
— TARZAIM —
4731
*WE ÞISCOVESEÍ7 VAUUA5LE COSALT
Ffposrrs om vouz rzcrszt\"
CONTIMUE7 TOM.'VíÝ OUTPIT WÁS A
SU5STANTIAL OPPEE <=OZ VOU. * ,
í .Vjið Adam unnum saman,
1 útskýrði Ryan, fyrir Kat-
L anga námufélágið. Fyrir
námufélag? spurði Watérs.
Hvað á þetta allt að þýða?
Við fundum landsvæði sem
er auðugt af kobalti á land-
areign þinni, sagði Tom.
Félagið sem ég vinn fyrir
BmmisíiiaiiiHsiunigHit
Dr. Percy Frídenberg dó ný-
lega 92 ára að aldri. Ekkert er
eins þreytandi eins og aðgerða-
leysi. Of ef menn forðast hvild-
ina er það ein leiðin til þess að
að menn geti orðið fjörgamlir,"
sagði hann.
*
Skynsamur maður lagar sig
eftir umhverfinu. Heimskur
maður streitist við að laga um-
hverfið eftir sér. Þess vegna
eru allar framfarir heima
manninum að þakka.
★
Eftirréttur á matstofu var
samsafn af súkkulaðifrauði,
rjómafroðu og hundruð hitaein-
inga. Þegar konan sem bar á
borð, bar þetta fyrir einn gest-
inn sagði hann:
— Fötin mín verða allt of lítil
mér ef eg borða þetta.
— Jæja þá, þá getið þér kom-
ið til mín, sagði frammistöðu-
konan. — Eg sauma líka og
breyti fatnaði.
★
Oft hefir mér flogið í hug
hversu þunnur er sá þráður,
sem heldur hugsunum okkar
saman. Hungur, þorsti, hiti,
kuldi, etvið verðum fyrir þessu
hverfa allar fagurfræðilegar og
heimspekihugsanir okkar eins
og dögg fyrir sólu. Fyrir flest-
um mönnum getur fló innan
skyrtunnar eyðilagt Beethoven.
Heilsuvernd
Námskeið í vöðva- og
taugaslökun og öndunar-
æfingum fyrir konur og
karla, hefst 9. janúar. —
Uppl. í síma 12240 eftir
kl. 20.
Vignir Andrésson,
íþróttakennari.
býður yður álitlega upphæð
fyrir námuréttindi, bætti
hann við.
•1— J
12000 vinníngará ári!
30 KRÓNUR MIÐÍNN