Vísir - 11.01.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 11.01.1961, Blaðsíða 9
Mið.vikudaííinn 11. janúar 1961 VtSlR 9» x • * ir. Kostnaður við eina fegurðarsam- keppni getur skipt milljónum dollara. Hinn- nýkjörni forseti A!- heimsfegurðarsamkeppninnar í Long Beach, Kaliforníu, George P. Taubman, er ófeiminn við að skýra frá því, að þessi feg- urðarmót séu orðin stórfyrir- tæki hverju sinni. Taubman er þekktur lögfræð- ingur í Long Beach. Hann bendir á hinn geysimikla mun, sem er á slíkri samkepppni nú, og fyrr á tímum, eftir fyrri heimsstyrjöldina, þegar þær voru fyrst að ná hylli almenn- ings. Þessar fyrstu „kroppasýning- ar“ voru uppfinning áhuga- samra auglýsingaberserkja, og kallaðar baðfata-fegurðarsam- keppni: Þátttakendur voru dæmdir einungis eftir því hvernig þær litu út í formlaus- um og víðum baðfötum þeirra tíma. Sú, sem hlutskörpust varð, fékk ódýran bikar að launum og var síðan send bein- ustu leið heim aftur. Dagblöð- in í heimalandi — eða heima- borg — hennar skrifuðu um hana nokkrar smágreinar, en síðan glevmdist hún venjulega sarax, giftist og fór að eiga börn. „Útgjöid þeirra, sem sáu um slíkar sýningar, fóru sennilega ekki fram úr nokkur hundruð dollurum.“ sagði Taubman. „Fegurðarsamkeppni, eins og okkar, sem er með þeim mestu í heimi, hefur í för með sér út- gjöld, sem reiknast í milljónum dollara." Þessari staðhæfingu til sönn- unar, tók Taubman sem dæmi samkeppnina 1960 í Long Beach, en 52 þjóðir tóku þátt í henni. Hann benti á kostnaðinn við að halda fyrst slíka sam- keppni í öllum þessum löndum, og sumstaðar margar í hverju landi, til að velja þær úr, sem taka áttu þátt í keppninni á Long Beach. (í Japan og Brazi- líu, voru 50—60 slík mót haldin áður en þjóðardrottningin var kosin.) Sumstaðar fengxi þessar fegurðardrottningar allt að 250,000 dali samtals í þessum löndum, áður en þær lögðu af stað til Bandaríkjanna. Síðan kemur ferðakostnaður með flugvél og skipum, 50 þús. doll- arar, ferðakostnaður fyrir að- stoðarfólk og umboðsmenn o. fl. Síðan, sagði Taubman, kemur hinn gífurlegi kostnaður við fegurðapsamkeppnina á Long Beach, sem stendur í 10 daga. „Við vinnum að samkeppn- inni alla mánuði ársins," sagði Taubman. „Við höfum skrif- stofu opna allan ársins hring og skrifstofufólk. Stærstu útgjöld- in eru aðvitað gisting og uppi- hald keppendanna, sem eru 60 eða fleiri, á Lafayette gistihús- inu, kostnaðuf við viðhafnar- opnun keppninnar á leikvangi uppgjafahermanna, hin geysi- stóra og íburðarmikla þriggja klukkutíma skrúðganga um göt- ur borgarinnar, fjórar skraut- sýningar í viðhafnarsal ráð- ráðhússins og hinn óhóflegi krýningardansleikur. Önnur útgjöld eru auglýsing- ar og ferða- og dva’arkostnaður dómnefndarinnar. Stjórn fyrir- tækisins verður að greiða alla þessa reikninga. Svo kemur allur kostnaður- inn við fréttasendiumynda- tökur og annað fyrir bandarísk blöð, erlend blöð, fréttastofur, útvarpsstöðvar og sjónvarps- stöðvar, kvikmyndafyrirtæki og margt fleira. Um 200 erlend- ir fréttamenn ásamt Ijósmynd- urum eru ávallt til staðar alla þessa 10 daga. „Fjölmörg lönd, senda sína beztu blaðamenn til þess að fylgjast með keppninni. Þegar maður leggur allan þennan kostnað saman, fyrir gistingu, ferðir, fæði símtöl milli heimsálfa, símskeyta- kostnað, bréfburðargjö'd fyr- ir myndir í flugpósti nn sögur til annara landa, þá blöskrar mnni kostnaðurinn,“ sagði Taubman. Sjónvarpsmenn eyða um 150 þús. dollurum í að taka myndir af þessu. í þessum kostnaði er innifalið laun fyrir myndatöku- mennina, dagskrártími, segul- bandsupptaka, kostnaður við að senda myndirnar með stutt- bylgju og símakostnaður um allan heim. Síðast, en ekki sízt ber að nefna aðal- og aukaverðlaun til þátttakenda. Fegurðardrottningin fær 10 þúsund dollara í reiðu fé, dem- ants-armbandsúr, demants- hring, sem kostar 3,600 dollara og önnur heiðursverðlaun. Næstu 4 stúlkurnar fá einnig peningaverðlaun, og sömuleiðis allar hinar í fyrsta flokki. Þetta safnast allt saman“ sagði Taub- man. Eftir því, sem Taubman seg- ir, er heiðurstitill fegurðar- drottningarinnar metinn á 75 þús. til 100 þúsund dollara fyrir þá, sem það hlýtur. Stella Marquez frá Kólumbíu, sem varð fegurðardrottning 1960, er nú á ferðalagi um Evrópu á kostnað flugfélags í Kólumbíu. Þegar hún kemur heim eftir tveggja mánaða ferð, mun hún hafa unnið sér inn 22 þús. dollara. Ef sigurvegarinn vinnur kvikmyndasamning eða sjón- varpsráðningu, er um meira fé að ræða. Jafnvel þær, sem ekki hafa hlotið vinning, fá oft ýmis góð atvinnutilboð. „Það þarf mikla peninga til að efna til slíkrar samkeppni nú á tímum, og það er sannfæring mín að það fé, sem samtals fer til henn- ar á einhvern hátt, nema mill- jónum dollara," sagði Taubman. Austuitæjarbíó kynnir myndir ársins 1961. Þeirra á meðaf eru margar góðar myndir, sem hlotið hafa almeniia viðurkenningu erlendis. Austurbæjarbíó hefur látið frá sér fara bækling með upp- lýsingum um helztu myndir sem væntanlegar eru á árinu. Kennir þar margra grasa, og . lesendum til fróðleiks skal minnzt á nokkrar þeirra hér. Um þessar mundir er verið að sýna „Trapp-fjölskylduna í Ameríku“, en hún hefur notið i mikilla vinsælda þá daga sem sýníngar hafa staðið, enda muna margir fyrri „Trapp“- myndina sem hér var sýnd. Næsta mynd er „The Prince and the ShowgirI“, sem á ís- lenzku hefur hlotið nafnið „Prinsinn og dansmærin". Þetta er víðfræg mynd, þar sem sir Laurence Olivier fer með aðalhlutvrkið á móti Marilyn Monroe. Það vakti talsverða athygli á sínum tíma, að svo þekktur leikari sem Olivier skyidi fara að leika á móti Monroe, sem aðallega var þekkt fyrir að vera „kynbomba“. Myndin hefur þó vakið mikið umtal, og þykir bráðskemmti- leg, enda má næstum því mæla með öllu sem Olivier kemur nálægt. „Skurðlæknirinn“ nefnist mynd sem á ensku heitir \ „Behind the Mask“ og gerð er eftir skáldsögu eftir John R. Wilson. Michael Redgrave, sem er í hópi beztu leikara Breta fer með aðalhlutverkið, og má því telja víst, að myndin sé, vel leikin, en með önnur hlut- verk fara Tony Britton og Brenda Bruce, sem að vísu eru ekki eins þekkt og Redgrave. Þá er ætlunin að taka til sýn- inga „The Pyjama Game“, en myndin er byggð á samnefndum sjónleik sem um árabil naut mikilla vinsælda á Broadway. Doris Day fer með aðalhlutverk, en mótleikari er John Raitt, sem lítt mun kunnur hér. Vafa- laust er þetta þó bráðfjörug og skemmtileg mynd. Arið 1959 var franska gaman- myndin „Mon Oncle“ eða „Frændi mi!in“, valin bezta er- lenda gamanmyndin í Banda- ríkjunum, og hlaut hún Oscars- vérðlaun sem slík. Myndin er gerð af meistaranum Jaques Tati. Þá verður tekin til sýningar bandaríska myndin „Indiscrete“ sem á íslenzku' nefnist „Ást- fangin“. Myndin er ensk-ame- rísk, og með aðahlutverkin fara tveir mjög þekktir leikarar, Ingrid Bergman og Cary Grant, auk Cecil Parker og Phyllis Calvert. Myndin er sögð skemmtileg, þótt sennilega risti hún ekki .mjög djúpt. „Lés Cousins“, frönsk mynd, sem víða hefur hlotið góð um- mæli. Hún hefur á íslenzku fengið nafnið „Hrópaðu ef þú getur“. Hún hlaut m. a. gull- verðlaun í Berlín 1959, og þykir túlka hina nýju frönsku stefnu í kvikmyndagerð. Með aðal- hlutverk fara Gérard Blain, Jqliette Mayniél og Jean Claude Brialy. Flestir kannast við tvifara Montgomerys, Clifton James. Nú hefur verið gerð kvikmynd um hann, og þau atvik sem spunnust út af því herbragði Montgomerys, að senda James allskonar gervierinda fyrir sig í stríðinu. James fer sjálfur með aðalhlutverkið, en honum til aðstoðar eru John Mills og Maria Goring. „Too Much, Too Soon“. Ævi- saga Diönu Barrymore, verður einnig sýnd á árinu. - Errol Flynn leikur John Barrymore, föður Díönu, en Dorothy Malone dótturina. „Á valdi óttans“ nefnist á ís- lenzku sú mynd, sem erlendis er þekkt undir nafninu „Chase a Crooked Shadow“. Myndin er ákaflega spennandi, og með að- alhlutverkin fara Richard Todd og Anne Baxter. Sennilega sú mest spennandi mynd sem bíó- ið býður upp á á þessu ári. Þá kemur seinni m^md James Dean, „The Giant“ eða „Ris- inn“, sem færði Dean upp á bekk með þekktustu leikurum heimsins. Auk hans leika í myndinni Elizabeth Taylor og Rock Hudson. Myndin er gerð eftir sögu Ednu Ferber. Loks nefnum við hér frönskuj myndina „Les Aimants“, en húni er sögð ein bezta og raunsæjasta mynd sem enn hefur verið gerSP um ástina og þykja sum atrið- in í djarfara lagi, svo að við> hefur legið, að sýningar á hennt yrðu bannaðar. Með aðalhlut- verk fara Jeanne Moreau og Alain Cuny. Þess má að lokum geta, að það er skemmtileg nýjung að kynna kvikmyndahússgestum væntanlegt sýningarefni, og ber að þakka það. Happdrætti Styrktar- félags vangefínna. Eftirfarandi númer í happ» drætti Styrktarfélags vangef- ina lilutu vinninga: 1. R-677 — Opel Capitan j Deluxe bifreið. 2. R-11330 — Flugfar til , Ameríku. 3. A-919 — Flugfar til Dar.- merkur. 4. G-1172 — ísskápur. 5. G-1746 — Pfaff-saumavéí, 6. U-498 — Skipsferð til meginlandsins. 1 7. K-142 — Skipsferð til meginlandsins. Ö. X-334 — Rafha eldavél. 9. R-8558 — Hrærivél. 10. Þ-90 — Ryksuga. í vor unnu menn grcni , Ordrup skammt frá Kaupmannahöfn en einum yrðlinganna var gefið Iíf og hann alinn upp hjá manni cinum þar í bænum. í haust var yrðlingurinn, Tilki. orðinn svo fyrirferðarmikill, að cigandinn varð að auglýsa eftir nýju heimili handa lionum og fékkst það úti í Kastrup. Hér sést fyrri eigandinn með rebba, sem stekkur upp, þegar S.l. vor unnu menn greni í Ordrup skammt frá Kaupmannahöfn,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.