Vísir - 23.01.1961, Side 7

Vísir - 23.01.1961, Side 7
Mánudaginn 23. :janúar 1961 ; .... "'U" ■ ... '■ VÍSIB ~*r Auk frummælendanna, Benedíkts Bjarklind 09 FriMinns Óíafssonar, tóku 17 aÓrir tii máis á þessum 4 tíma fundi. í gær kl. 14. hófst í Sjálf- stæðishúsinu fundur sá um bjór málið sem Stúdentafél. Reykja vikur hafði boðað til. Fundur- inn var vel sóttur, ræðumenn niargir, og kenndi margra grasa á þeim tæpum fjórum tímum sem hann stóð. Ræðumenn stóðu sig yfirleitt vel, þó að nokkrir færu að vísu út fyrir inál dagsins og kæmu þá með fullyrðingar og yfirlýsingar er menn áttu erfitt með að átta sig á. Matthías Jóhannessen, for- maður Stúdentafélagsins, var fundarstjóri, og kynnti hann frummælendur, þá Benedikt Bjarklind stórtemplar og Frið- finn Ólafsson forstjóra. Benedikt Bjarklind tók fyrst ur til máls. Hann gat þess þeg- ar í upphafi, að hér hefði fyrr á árum verið leyft stex'kt öl í landinu, og á þeim tíma hefði sannai’lega ekki leitt til neins fyrirmyndarástands í áfengis- málum, Taldi hann, að ef nú yrði farið út á þá braut að leyfa áfengt öl á ný, myndum við endurlifa sömu svínastíuna og þá var. Að vísu væru gistihús og aðrir samkomustaðir hér á landi nú fegurri útlits, en ekki væri ástæða til þess að ætla, að eðli íslendingsins hefði breytzt svo nokkru næmi síð- an á þeim árum. Minnti hann einnig á hættu þá sem leitt gæti af tilkomu ölknæpa. Afengi veldur fjölda slysa. Vék ræðumaður síðan nokk- uð að reynslu nágrannaþjóða okkar í þessum málum. M. a. vék hann að þvi, að V3 hluti allra umferðai'slysa í Kaup- mannahöfn væri talinn stafa af áfengisneyslu, sömuleiðis 70% glæpa, 40 slys í múraraiðn, svo nokkur dæmi séu nefnd. Taldi hann auðssætt, að öl mvndi þar eiga hlut að máli, að miklu leyti og þó helzt hin óheppilega blanda, öl og snaps. Samkvæmt revnslu Dana ættum við því ekki að fá öl. I Þá sagði frummælandi, að ái'- ið 1949 hefðu Noi'ðmenn fengið öl, og hefði ætlunin verið sú, fyrst og fremst að hefia sam- keppni á alþjóðamarkað, og hag nýta m. a. hið góða vatn, sem þar væri að finna. Reyndin hefði hins vegar orðið sú, að Noi'ðmenn neyttu sjálfir 95% sinnar ölframleiðslu. Vék hann sérstaklega að vandræðaá- standi, sem skapazt hefði í Haugasundi vegna öldrykkju. Þi-eföld hætta af öli. Reynsla Svia kvað hann ekki góða. Afbrot hefðu tvöfaldast fi'á 1954—57, en ölið hefði þar komið tdl sögunnar 1955. Taldi hann að ölið myndi þar hafa valdið miklu um. Þannig taldi ræðumaður að- allega þi-enns konar hættu stafa af tilkomu öls. í fyrsta lagi stafaði unglingum hætta af því, í öðru lagi væri það sann að mál, að öl gerðj menn óhæfa til aksturs, þannig sljóvgaði neyzla 3 ölflaskna menn bæði til sjónar, heyrnar og við- bragða. Loks taldi hann öl hættulegt þeim sem tæpir væru með tilliti til áfengisneyzlu Næstur tók til máls hinn frum- mælandinn, Friðfinnur Olafs- son forstjóri. Vék hann i upp- hafi máls síns að því, að vai'la bæri að deila um það, að öl ætti að leyfa. Lítill hópur manna hefði á undanförnum árurn i'eynt að „terrorisera" alþing- ismenn og þjóðina til fylgis við sig. Landsmenn hefðu hins veg ar fengið nóg af bönnum og boð um, og vart seinna vænna að létta persónufrelsi af mönnum. Þar að auki væri það margan Ijóð að finna á ráði Góðtempl- ara. að engin sérstök ástæða væri til að hlýða á mál þeirra. Sagðist ræðumaður þar eiga við hreyfinguna sem heild. en ekki einstaka menn innan hennar, því að þar væri vissulega marga ágætismenn að finna. Hins vegar sagðist hann ekki geta hæ!t reglúnni. til þess væri sa.ga hennar of mikil saga siysa og óhappa. Temolarar og stórar fiöskur. Þannig væri það fvrir teil- verknað Góðetemplara, að brennvín fengizt aðeins selt í 3 pela flöskum. Það hefði einn- ig verið verk þeirra, er það á- stand skapaðist á sínum tíma, sem leiddi af sér laumufyllirí á skemmtistöðum, eða hina svo- nefndu pelaöld. Þá skyldu menn minnugir héraðabanna, sem einnig væri vei'k Góðtempl ara. Þannig hefðu heilar sveitir mann orðið að leita eftir áfengi eftir fui'ðulegum leiðum. Á sin- Um tíma hefðu Akureyringar og Eyfii'ðingar drukkið „gegn um“ Siglfirðinga, og við sjálft hefði legið, að menn við Eyja- fjöi’ð hefðu gert út á áfengi. Þó kæmi öllum saman um, að drykkja á þeim stöðum, þar sem. héraðabann ríkti, hvergi minnkað. Rakti hann einnig hvernig Vestmannaeyingar drykkju gegn um pósthús stað- ai'ins, og Suðurnesjamenn gegn um pósthús eða leynivínsala; Kvað hann það mála sannast, að helztu stuðningsmenn Góð- templara í héraðabönnum væru leynivínsalar. Hins vegar taldi ræðumaður, að þær tölur sem Góðtemplar- ar gjai’nan beittu fyrir sig í öl- málinu væru þess eðlis, að ekki væri það mark á takandi sem vei'a látið væri. Einnig fengi hann ekki séð, hvernig öl gæti haft áhrif til hins verra í iand.i. I þar sem áfengi væri selt hömlu laust, allt að 21/2% og síðan frá 6% og upp i 100%. myndi íæynast unglingum sér- staklega hættulegt, sagði hann það algerlega ósannaða stað-. hæfingu. Enginn vissi nú hve margir þeirra neyttu áfengis né hver viðbrögð þeirra yrðu með tilkomu öls, hvað þá að af því hlytist verra ástand. — Einnig kvað hann lítið mark á því tak andi sem haldið væri fram, að heilar stéttir manna, s. s. múr- arar myndi leggjast í takmarka litla öldrykkju, og öðrum álíka fullyrðingum. Bjór skal leyfa. Hann vék einnig að þeirri staðreynd, að margir prófessoi'- ar og málsmetandi menn hefðu mælt með neyzlu öls frekar en annax-ra tegunda áfengis. Taldi framsögumaður að lok- um, að tvímælalaust ætti að leyfa bruggun og sölu sterks; öls, -en hins vegar bæri einnig :að berjást gegn drykkju ung- linga og annarri ofneyslu áfengf is á raunhæfán hátt, og kvaðsí: reiðubúinn að taka höndum. saman við þá sem það vildu gera. Að loknu ræðum framsögu- manna voru fi'jálsar umræður. Tók fyrstur til máls Ezra Péi: ursson læknir. Taldi liann allan. málflutning ölmanna markast af afstöðu þeirra til staðreynda,. sem hann stangaðist á við, og þessvegna yrðu þeir að hagræða staðreyndum í málflutningi. sínum. Hófdrykkja væri alls ekki skaðlaus. Áfengi væri að- eins eitt deyfilyfja, s. s. kóka- ins, morfíns og heroins, og í saina hópi bæri að telja kaffi. Frh. á 11. s. Bjór og brennivín. Vék hann síðan að því, hvern ig sá bjór sem hér fæst ú. og telst ekki áfngi (2 % % ) myndi. ef neytt væri daglega, nema 10 fl. af brenni yfir ár.iö. Ef menn neyttu tveggja flaskna af því á dag, jafngildi það 20 fl. af brennivíni. Leiddi ræðu- maður þannig rök að því, að neyta mætti áfengi á misjafn- lega skaðsamlegan hátt. Þá vék hann að þeirr.i fullyrð ingu Góðtemplara, að t.íundi hver maður, sem neytti áfengis að staðaldri yrði áfeneissjúkl- ingur. Miðað við þá tölu. sem sennilega mætti teljast, að 100 þús. íslendingar neytti áfengis, væri hér um 10.000 áfengis- sjúklingar, eða sem dæmi öll- um íbúum Suðurlandsundir- Jendis frá Hellisheiði að Mark- ; arflióti Hvað við kæmi þeim rökum Góðteemplara gegn öli, að það Sl! . . . allir ftekkja SAS-0 SA&-Q rœMiAujjt Amailkmtoéat IIE I>I DALLIJR F.I.S. A^t Sjálfstæíisfólk velkomið. Ókovnis að?ans(ur BIINGO - BINGO BINGO-kvöId verður í S|álfstæðishúsinu þriðjudaginn 24. jan. n.k. kl. 8,30 stundvíslega. Dansað á eftir til kl. 1 Glæsilegir vinningar Sætamiðar afhentir kl. 1—5 í dag í skrifctofu S’álfstæðishússins. M.a.: 12 manna matarstell. ,,STQP“ kvenúlpa frá VÍR — Kvcld í Nausti fyrir tvo Nýtizku lampar — Auk f jölda annarra eigulegra vinninga. SH§i!ÍI&

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.