Vísir - 27.01.1961, Side 1

Vísir - 27.01.1961, Side 1
12 síður q l\ I y 12 síður 51. árg. Föstudaginn 27. janúar 1961 22. tbl. Röðull sSé metið. Bv. Röðull frá Hafnarfirði seldi farm af síld í Bremer- haven .4 fyr'radag og fékk fyrir hærri fjárhæð, en nokk urt skip hefur fengið í Þýzka landi mánuðum ef ekki ár- um saman. Röðull var fermd ur síld, þegar hrotuna gerði á dögunum, og tók hann. hvorki meira né minna en 242 lestir, en auk þess hafði hann 12 lestir af öðriun fiski. Fyrir sfldina fékk Röð uli 124.000 mörk og hinn fiskinn um 12.000, og hefur því alls fengið xun 136 þús- und mörk. Það mun vera 1.2 millj. ísl. króna. „Feitur" tékki. Hann var upp á $334.867.807.60. Búið er að ganga frá kaupm Fordfélagsins bandaríska á Wutabréfum Brezka Fordfé- lagsins og greiða fyrir þau. Var það gert með tékka á Englandsbanka að upphæð 334 milljónir 867 þús. og 806 dollarar og 60 cent. — Fyrir kaupin átti Fordfélagið banda- ríska 55% hluta í félaginu. Hluthafar á Bretlandi, sem nú eru að fá greiðslu fyrir hluta- bréf sín, eru um 20.000. Banda- ríska Fordfélagið á nú 90% hlutabréfa, því að 10 af hundr- aði brezkra hluthafa neituðu að selja. Þetta er könnuður VIII, eitt af þeim gervitunglum sem Banda- ríkjamenn hafa skotið á Ioft til geimrannsókna. Þetta er sjálft gervitunglið áður en því er komið fyrir á cldflauginni sem flutti það. Verið er að framkvæma sérstakar athuganir á því hve mikinn hristing gervitunglið þolir án þess að tæki þau sem það hefur að geyma gangi úr skorðum. Þessar tilraunir fóru fram í Alabama, áður en „tunglið“ var sent til Cape Canaveral, þaðan sem því var skoitð 3.'nóvember s.l. Þygnd þess var 40 V2 kg. og var 77.2 sm. á hæð og í þvermál. Enn óvíst, hvar Santa Maria leitar hafnar. Farþegar segja frá vatns- eg matarskömmtuit I morgun var enn óvíst um hvar Santa Maria muni Ieita hafnar. í Angola, portúgölsku ný- lendunni, eru herskip viðbúin og herlið, en að sögn beðið loka- fyrirskipana frá Lissabon. Þrjú herskip úr flota Portúgals voru sögð á leiðinni móti Santa Eldingu sló niður í m.s. Selfoss. V'eöHrofsi um ailt Si -lnmf. í gær og nótt geisaði ofsa- veður um suð-vesturland og komst vindhraðinn sumstaðar upp í 11—12 vindstig, ásamt tilheyrandi úrkomu. í Vestmannaeyjum komst vindhraðinn upp í 13 vindstig á Stórhöfða, en í byggð mun hafa verið aðeins lygnara. Við höfnina var nóg að gera við að hyggja að bátum og verja þá veðri, og höfðu margir við það ærinn starfa. Um þrjú leytið í gær laust niður elding við kaupstaðinn og varð af því þruma svo mikil að felmstri sló á flesta.bæjarbúa. Eldingunni Framh. á 2. síðu Maria, sem stefndi itl Afríku- stranda. í sumum fregnum Var sagt, að hún kynni að leita hafnar í Dakar, en ekki í Angola. Ekk- ert svar hefur borizt við þeim tilmælum, að láta farþega og skipverja á land í höfn í Suður- Ameríku, Hinsvegar hafa borizt skeyti frá skipinu — frá far- þegum komin, að því er virðist, þess efnis, að þeim líði vel, en. byrjað hafi verið á því í gærmorgun, að skammta drykjkarvata og mat. Flugvélar fylgdust með skip- inu um tíma í gær og stefndi það þá enn til Afríkustranda. Brezk og bandarisk herskip gefa skipinu gætur, en munu ekki gera tilraun til að stöðva það. Ætla má, að þau séu við- Framh. á 8. síðu. Sjómannasamningar aftir til sáttasemjara. Skipstjórar á Suðurnesjum boða verkfall 1. febrúar. Þar eð samningsuppkast að kjarasamningi sjómaiuia var fellt í Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi, Eskifirði og Norð- firði verða samningaviðræður teknar upp á ný. Deilan er enn í höndum sáttasemjara og mun hann að líkindum boða til fundar á næstimni í morgun hafði hami ekki kvatt nefnd- imar saman, í viðtölum, sem Vísir hefur haft við bátaaðila kémur það í ljós að það er aðaflega verð- flokkun fisksins, en ekki hluta- skipti sem valda óánægju, enda þótt samninganefndirnar hafi ekki fjallað um fiskverðið bein- línis, en byggja þó á því til hlutaskipta. Verkfall er því á ofangreind- um.stöðum og í Vestmannaeyj- uni en þar er verkfall land- verkafólks og tilgangslaust að róa fyrr en því er lokið. Þá hefur Skipstjóra- og stýrimannafélagið í Keflavík boðað til verkfalls 1. febrúar hafi ekki tekizt samníngar. Nær það einnig til skipstjóra og stýrimanna í Grindavik, Sand- gerði og Njarðvíkum. Samn- ingaviðræður milli Farmanna- og fiskimannasambandsins og útgerðarmanna hófust 20. jan- úar og hafa verið haldnir tveir fundir án þess að samkomulag hafi náðzt. Herlög í E1 Salvador. HerlÖg eru nú í gildi í El Salvador. Samkvæmt óstaðfestum frétt um er enn barist þar. Sagt er, að um 20 menn hafi fallið, er bylting þessi var gerð og hús hafi verið skotin í rúst og eldar logi í borginni. Rétt mun, að stjórn Castillos hafi verið steypt; en að minnsta kosti vafasamt, að uppreistar- menn hafi náð algerum yfirráð- um. Aðvörun Hannmarskjölds: Borgarastyrjöld í Kongó ef flyiga yrði burt utté yœstutið S-þjjm Dag Hammarskjöld hefur nú lagt fram skýrslu, sem leiðir í ljós hættuna af fækkun í gæzlu- liði Sameinuðu þjóðanna í Kongó, sem rætt var um í blað- inu í gær. í skýrslunni segir, að ef Mar- okkó, Arabiska sambandslýð- veldið, Guinea og Indonesia kalli heim alla hermenn sína, verði aðeins 13.000 eftir af 20.000. Afleiðing fækkunarinnar gæti orðið heimköllun alls gæzluliðsins og að Sameinuðu þjóðirnar yrðu að hætta allri starfsemi sinni í Kongó. Af því leiddi sennilega borgarastyrjöld Moröalda gengnr ylir Bretland W'immiíu Mrtorð framin þar frá þm 4 desemberbyrgiini. Yfir 50 morð hafa verið fram in á Bretlandi frá því í byrjun desember. Veldúr þetta áhyggjum og fyrirspumir bomar frain á þingi. Sumir vilja innleiða eldri ákvæði um líflátshegningu á ný. — Stefna stjómarinnar virðlst hinsvegar að efla lög- regluna sem mest og bæta. kjör lögreglumanna. Lögreglan er allt of fámenn eins og er, en vegna mjög bættra launakjara mun verða um mikla fjölgun að ræða í henni innan tíðar, eða þegar lokið er þjálfun nýliða. Bent er á, að þótt segja má, að morðalda hafi verið á Bret- landi á undangegnum vikum, hafi heildartala morða miðað við lengri tíma haldist nókkurn veginn óbreytt. og að ættflokkar ýmsir berðust sín í milli. í skýrslunni er ekkert vikið að því, að D. H. hafi þreifað fyrir sér um lið hjá öðrum þjóð- um til að fylla í skörðin, né heldur um undirtektir við því, að lönd, sem ekki hafa heimt- að hermenn sína heim, sendi lið til viðbótar. Skýringin gæti ver ið daufar undir.tektir. HungursneyÖin — hið versta að baki. Hið versta er nú talið að bakí þar sem hungursneyðin geisar. Þegar verst var urðu um 300 manns hungurmorða daglega, nú 40—50. Það kemur nú varla fyrir, að menn hnigi niður á víðavangi af matarskorti og verði að liggja þar og bíða dauð ans. Börn, sem njóta ,hjálpar eru farin að fitna og braggast. Fréttamenn segja, að hér hafi þó verið unnið og sé verið að vinna hlutverk, sem ágreining- ur í New York hafi torveldað, Framh. á 2. siðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.