Vísir - 27.01.1961, Síða 7

Vísir - 27.01.1961, Síða 7
Eöstudaginn 27. janúar 1961 VÍSIB ísland verðiir aðilí að ferðaskrifstofu, sem bráðlega verður opnuð í Zurlch, stærstu borg Svisslands. í Sviss er rekin allvíðtæk landkynningarstarfsemi um lsland af hálfu ýmissa aðila, mest einstaklinga, sem ferðast hafa hingað og orðið lirifnir af landi og þjóð. Einn þeirra manna, sem ítrekað hefur breitt út þekk- ingu á íslandi og íslendingum í Sviss er gagnfræðakennari í Zúrich, Fritz Bachmann að nafni, sem kom til fslands fyrir nokkurum árum. Hann hefur skrifað fjölda greina í ýmis merk blöð og tímarit í heima- landi sínu um ísland og skrif- að mjög hlýlega og vinsamlega í okkar garð. Hann er einn þeirra fáu Svissléndinga sem borið hefur hönd fyrir höfuð íslendinga í fiskveiðideilunni við Breta, en yfirleitt eru brezk sjónarmið túlkuð í svissneskum blöðum og málstaðar íslend- inga því mjög fyrir borð borinn. Hafa greinar Bachmanns m. a. birzt í Neue Zurcher Zeitung, sem ekki er aðeins eitt kunn- asta dagblað Svisslands, heldur og talið í i'öð merkustu blaða á meginlandi Evrópu. Húsfyllir á fyrirlestrum. í vetur sem leið var Fritz Bachmann ráðinn til að halda fyrirlestraflokk, samtals 6 er- indi um íslands, við svokallaðan lýðháskóla í Zúrich, en sú stofnun efnir til fyrirlestra- halds um ýmiskonar efni og að- gangur ókeypis, Húsfyllir var á öllum þessum erindum Bach- manns og þau urðu til þess að sumir hlustenda hans lögðu leið sína til ísiands á s.l. sumri. A þessum vetri mun hann flytja erindi um ísland í sviss- neska útvarpið. Starfsstúlka við sjónvarps- stöðina í Bern. Margrit Rich- ard að nafni, kom íil íslands fyrir fáum árum og tók því- líku ástfóstri við íslendinga að heimili hennar stendur opið þeirn löndum vorum, sem heim- sækja höfuðborg Svisslands. Hún hélt nýlega erindi um ís- land í heimaborg sinni við mikla aðsókn og mjög góðar undirtektir. Dagskrá Al- þingis I dag. Dagskrá neðri deildar Alþing- is föstudaginn 27. jan. 1961. kl. IVz miðdegis. 1. Fjárreiður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, þáltil. — Ein umr. 2. Fræðslumyndasafn ríkis- ins, frv. — Frh. 2. umr. 3. Bjargráðasjóður íslands, frv. —- 2. umr. 4. Áfengislög, frv. — 1. umr. 5. Lækkun á byggingarkostn- aði. frv. — 2. umr. 6. Sala eyðijarðarinnar Hellnahóls, frv. — 2. umr. . 7. Sala lands jarðanna Sfokks- eyxi I—III, frv. — 2. umr. íslandskvikmynd mikið sýnd. Tveit ungir Svisslendingar, Walter Tobler og Werner Schutzbach, hafa dvalið lang- dvölum á íslandi, ferðast um þvert og endilangt landið og tekið af því myndir og kvik- myndir. Sá fyrrnefndi, Walter Tobler tók litkvikmynd á með- an hann dvaldist hér, sem að öllu samanlögðu mun vera ein fegursta og listrænasta kvik- mynd, sem vitað er um að hafi verið tekin á íslandi. Þessa kvikmynd hefur Tobler sýnt á um 100 stöðum í heimalandi sínu við mikla aðsókn og geysi- mikla hrifningu og lof gagnrýn- enda. Nú er Tobler á förum til Nýja Sjálands, mun dveljast þar nokkur næstu árin og ekki er ólíklegt að hann kynni þar ísland með hinni afbragðsgóðu kvikmynd sinni. Hinn Svisslendingurinn, Walter Schutzbach, sem er prentmyndagerðarmaður að- at- vinnu og starfaði að því fagi hér á landi, hefur haldið tugi fyrirlestra um ísland á vegum ýmissa félaga, skóla og stofnana í heimalandi sínu. Hann hefur ferðast um þvert og endilangt ísland, öræfi sem byggðir og tekið fjölda af- i bragðs góðra litmynda, sem ! hann sýnir jafnframt með erind um sínum. Undanfarið hefur Schutzbach unnið að handriti á íslandsbók, sem hann hefur huga á að gefa út við fyrsta tækifæri. Um Schutzbach skal þess getið að hann talar og ritar íslenzku nær því sem íslenzkur væri. í ; Fyrirspurnum ; rignir yfir hann. | Um Schutzbach er það að öðru leyti að segja að vegna fyrirlestrahalds hans um ísland að undanförnu. hefur hann orð- ið að reka einskonar einkaupp- lýsingaskrifstofu, því að fyrir- spurnum um land og þjóð hef- ir rignt yfir hann, frá fjölda fólks sem mjög langar að komast til sögueyjunnar í norðri. Ung svissnesk kennslukona, Gisela Landolt að nafni, dvaid- j ist um árs skeið sem vinnukona ! á heimili hér í Reykjavík. Á ! þeim tírna tileinkaði hún sér j íslenzkt mál þannig að hún j bæði taiar það og ritar sóma- | samlega. Hún hefur gert sér j far um að útbreiða þekkingu á fslandi og íslendingum bæði í ; skólanum sem hún starfar við ; og utan hans. En hún hefur einnig greiðari aðgang að hin- um svokölluðu ..heldri stétt- I um“ en margir aðrir, því hún er dóttir borgarstjói'ans í ! Zúrich og umgengst því mikið • af fyrirmönnum borgarinnar og annað stórmenni Svisslands. Hún lætur ekki sitt eftir liggja i við að kynna íslendinga sem j menningarþjóð hvar sem hún getur því við komið. Ein er sú landkynning í Sviss, sem hér er rétt að geta, en það eru íslenzkir hestar sem fluttir hafa verið síðustu árin þangað suður. Á s.l. vori kom fréttaritari Vísis í lítinn bæ í Sviss sem nefnist Zofingen. Sá bær er heimskunnur fyrir mynda- blaðaútgáfu, því þaðan koma öll stærstu myndablöð landsins, sem gefin eru út í milljónum eintaka og eru send út um heim allan. Aðaleigandi þess blaða- hrings er einn mestur auðkýf- ingur Svisslands, og meðal gersema í eigu hans eru ís- lenzkir hesta. Við þá er dekrað að nóttu sem að degi og hafa þeir sérstakt hús til umráða. Þegar blaðamann Vísis bar þar að garði voru þrír hestanna við stall, en þann fjórða var verið að baða. Við bás hvers hests1 voru nöfn þeirra á sérstöku spjaldi, og voru íslenzk nöfn á þeim öllum. Einn hét Smyrill, annar Gráni, sá þriðji Dreyri og sá fjórði Faxi, en það var meri og átti hún nýfætt folald. í póstflutningum í hríð. í bréfi sem Werner Schutz- bach, sá sem nefndur er hér að framan, skrifaði fyrir fáum dög- um hingað, segir hann frá ferð sem hann hafði farið eftir áramótin upp í Alpafjöll, bein- línis í þeim tilgangi að hitta þar íslenzka hesta. En hestarn- ir voru þá ekki viðlátnir því þeir voru að draga póstsleða fyrir svissnesku ríkisstjórnina í stórhríð í 2 þúsund metra hæð yfir sjávarmál (álíka hæð og Hvannadalshnúkar). Þetta sýnir eitt meðal annars að ís- lenzkir hestar þykja víðar nytsamlegir heldur en hér heima, og eru reyndar talin gersemi hin mestu. Dómstjóri vill íslenzka hesta. Eitt til frekari sönnunar um ágæti íslenzku hestanna er það. að hingað kom á sl. sumri dómstjóri yfirréttar frá borg- inni Basel í Sviss, sem er önn- ur stærsta borg Svisslands, til þess eins að athuga um kaup á íslenzkum-hestum. Þeir hest- ar áttu þó ekki að vera í nein- um tengslum við dómstörf, heldur áttu þeir að gegna einka- erindum dómsforsetans, sem átti sumarbústað í 2 þúsund metra hæð í svokölluðum Wallis-Ölpum, en hann átti erfitt með aðdrætti þangað upp og hafði helzt hug á að fá til þess íslenzka hesta. Hvað úr hefir orðið er blaðinu ekki kunnugt um. Um frekari landkynningat'- starfsemi á íslandi og íslend- ingum í Sviss má geta þess, að sumarið 1959 bauð Flugfélag Islands heim sjö erindrekum frá svissneskum ferðaskrifstof- um frá stærstu borgum Sviss- lands, Zúrich, Basel og Genf, og dvöldu þeir hér á landi daga. ísland jafnhátt öðrum löndum. í fyrravetur kom og for- stjóri svissnesku ferðaskrif- stofunnar í Kihöfn, Hans Zimmermann,. á vegum Flug- félags íslands -til Reykjavíkur, Allir þessir menn kynntu sér aðstöðu til ferðalaga á íslandi ög geta, betur • en áður, géfið haldgóðar upplýsingar um land og þjóð. Einn þeirra, Hans Zimmermann, hefir skrifað lánga og ítarlega grein um ís- land sem ferðamannaland. í áætlun svissneskrar ferða- skrifstofu um ferðir viða um ■ íönd á komandi sumri — en sú áætlun hefir nýlega borizt hingað — er íslandi gert jafn hátt undir höfði og ýmsum öðrum löndum álfunnar, þar eru nokkrar myndir birtar frá íslandi og áætlanir gerðar um ferðir hingað til lands. Önnur ferðaskrifstofa í Sviss hefir mikinn áhuga á ferðum til ís- lands og Grænlands og hefir* í því skyni leitað hófanna um upplýsingar og samstarf við Flugfélag íslands. Á síðastiiðnu sumri kom hóp- ur svissneskra farfugal til ís- lands og ferðaðist talsvert um landið. Sú ferð var svo vel heppnuð, að þegar hefir verið ákveðin önnur hópferð næsta sumar og Ferðaskrifstofa ríkis- ins verið beðin um fyrir- greiðslu. Þá er eftir að geta þess spors- ins, sem sennilega hefir verið stigið stærst í sambandi við landkynningu á íslandi í Sviss, en það er fyrirhuguð opnun á nýrri ferðaskrifstofu í Zúrich, sem íslendingar, eða með öðr- um orðum, Ferðaskrifstofa rík- isins, verður aðili áð. Frá því máli er að vísu ekki búið að ganga endanlega, en allar Hk- ur benda samt til að slík skrif- stofa verði opnuð þar nú í vet- ur í samvinnu við hin Norður- löndin. Þess skal getið, að tvær þeirra bóka, sem hvað fegurst hafá verið prentaðar um ísland á síðustu árum, en það eru bæk- ur Almenna bókafélagsins „ísland“ og „Eldur í Heklu“ eru báðar prentaðar í Sviss. Á sl. ári var þriðja myndabókin um ísland prentuð og gefin út í Sviss. Á þýzku ber hún heitið „Island —- Impressionen einar heroischen Landschaft“ og er gefin út á forlagi Kummerly & Frv í Bcrn. Sú bók er hvað textann áhrærir hin bezta landkynning, enda þótt mvnd- irnar séu bandahófslegar og mishéppnaðar. Hafa þar orðið ill mistök, sem ekki er samboð-; ið jafn góðu útgáfufvrirtæki j og því, sem að útgáfunni stóð.; Mótvægi við Sviss. Á síðastliðnu hausti kom löng, ítarleg og myndskreytt grein um ísland í svissneska laridfræðitímaritinu Atlantis, sem þekkt er að ágæti um allan hinn þýzkumælandi heim. Hér er aðeins drepið á nokk- ur atriði sem um er vitað í sambandi við íslenzka land- kynningu í Sviss. Sjálfir búa Svisslendingar við eitia mestu náttúrufegurð sem til er í Norðurálfu, og Sviss enda talið eitt af fegurstu löndum. jarðar, En náttúra Islands cr gerólík og í henni finna Svisslendingar eitthvert mótvægi, einhverja svölun sem grípur þá heljartök- um, þannig að þcir hrífast og fá ekki orða bundizt. Isiand er þeirra — fyrirheitna land— •m) Frh. af 6. síðu: Hins vegar er það ýmislegt Ij flutningi útvarpsefnis, sem nokk- uð þykir orka tvímælis um, og veldur jafnvel óánægju, en sem auðvelt ætti að vera að bæta úr, ef vilji til þess og lipurtgeð værL með i verki. Það sem meðal ann-‘ ars hefur nú um tima ’vakið- nokkra óánægjú ýmissa hlust- enda, er það atriði í flutningi framhaldssögunnar, að algerlega er vanrækt að greiða fyrir hlust- endum með lélegt minni, að- fylgjast með sögunni, með því að rifja nægjanlega oft upp sögu þráðinn, sem helzt þarf að gera við byrjun hvers lestrar- kafla, að minnsta kosti í byrjun meðan þcir, sem á söguna vilja hlusta, eru að kynnast söguper- sónum, staðanöfnum og um- hverfi. Er litið á fram- haldssögur lilustað? Að öðru leyti heyrist ekki mik- ið talað um framhaldssögur út- varpsins, og gæti það bent til þess, aö yfirleitt sé fremur lítið á þær hlustað, scm aftur gæti' að einhverju leyti, stafað af framangreindu tómlæti sögules- ara, svo og því að ekki þyki nógu vel til sagnaiwia vandað, þar þýð- ir ekki að bjóða annað en úrvals-' sögur með hröðum athurðum, þar sem meira ber á athöfnum en langteygðri mælgi. En slík- lopateyging virðist oft vera meg-: inuppistaða margra nútíma- sagna, þar sem svo litið gerist, eða atburðirnir eru svo dreifðir og sviplitlir, að þeir næstum því. hverfa í endalausu málflóði. Á slíkar sögur nennir fólk yfirleitt; ekki að hlusta nema þá ef sér- staklega er til flutningsins vand- að, samkvæmt því sern að ofan segir. Jafnframt því, sem fundið er að ofangreindum’í'uiringi Inm- haldssngna er skýlt. ,~ð'"•',•> '"ss, að þeir eru marglr. ro"."i’sga fleiri, sem skilja nauðsyn þess- ara fiutningstækni framhaids- sagna, sem hér er um að ræða, og á sá skilningur eftir að verða almennur meðal þeirra, sem framhaldsefni flytja i útvarpinu. Víðförli.“ Atlis. Bergmáls. Bergmál teiur engan vafa á því. að yíirleitt sé mikið hlustað á framhaldssögur í útvarpinu, ckki sögur ,.með hröðum atburð- um“ heldur og aðrar. vegna ann- ai'ra og stundum mc'ri kosta. svo sem hugnæms og umhugsunar- verðs efnis. Týndist i Engbndi — fanaist í Það atvik kom fyrir í kaffi- könnuverksmiðju nokkurri í Stratford on Avon. að stúlka ein, Evelyn Rlake að nafni/sein þar vinnur tapaði trúlofunar- hring sínum. Ilenri var sárt um hringinn, og' sneri sér til yfirboðara sinna og fékk þá í lið með sér, til aÁ reyna að hafa uppi á hringnum. Líklegast þótti, að hún myndi hafa misst hann af sér i ein- hverja könnuna. AHar líkur vbru einnig : taldar á því, -að hringurinn myndi hafa farið til New York fyrir nokkru síðan. Umboðsmenn fvrirtækisins enska, í New Yörk, v’oru iátnir vita, og innan tíðar fannst hringurinn, er fara át.ti að hella upp á i veitirigastað nokkrun'í. þar í -borg.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.