Vísir - 27.01.1961, Síða 12
Xkkert blað er ódýrara í óskrift en Vísir.
j Látið hann færa yður fréttir og annað
tcstrarefni hcim — án fyrirhafnar af
Sími 1-16-60.
Föstudaginn 27. janúar 1961
Munið, að þeir, sem gerast óskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðíð
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Danir eru mjög hreyknir af sigrum sínum á sjó endur fyrir
löngu, og til minningar um það geyma þeir freigátuna Jótland.
Nú er verið að endurbæta hana á alla lund og meðal annars
verður að skipta um mörg bönd í skipinu, svo að viðgerð mun
taka 4—5 ár, en að henni lokinni verður skipið gert að safni.
Myndin sýnir skipasmiði vinna við byrðing freigátunnar.
Ný lyfjabúð verður stofnuð
Laugarneshverfi.
í
Ný lyfjabúð verður stofnuð
í Reykjavík innan tíðar, og
verður hún staðsett í Laugar-
neshverfi.
Það var Lyfjafræðingafélag
íslands, sem óskaði eftir því sl.
vor, að lyfjabúðum yrði fjölgað
í bænum um eina eða fleii’i.
Macmiilan ræðir
við De Gauile.
Macmillan er væntanlegur
til Parísar í dag og hefur við-
ræður við De Gaulle á morgun.
Þetta er opinber heimsókn
frá á morgun að telja og er
kona Macmillans með honum.
Þeir Macmillan og De Gaulle
munu ræða sameiginleg áhuga-
mál, tengsl Bretlands og sam-
markaðslandanna, sambúð aust
urs og vesturs, samstarfið við
Bandaríkin eftir forsetaskiptin
— og horfur á vettvaiigi al-
Íýóðamála. *
Bæjarráð fól borgarlækni að
athuga, hvort nægar ástæður
væru fyrir hendi til að lyfja-
búðir risu 1 Laugarnes-, Há-
logalands- og Vogahverfum.
Reyndust íbúar Laugai’neshverf
is vera 6200 og yrðu áður langt
liði 7200. í Hálogalandshverfi
væru um 1900 íbúar, yrðu um
3000. Vogahverfi væri nær full-
byggt með um 3800 íbúa. Mælti
borgarlæknir með lyfjabúð fyr-
ir Laugarneshverfi og skoraði
bæjarráð á heilbrigðismála-
stjórnina að leyfa lyfjabúð þar.
Hefur það nú verið gert, enda
þótt Lyfsalafélag íslands færi
fram á, að það yrði ekki gert,
fyrr en komin væri fram reglu-
gerð um fjölgun og staðsetningu
lyfjabúða, er væri í vændum.
Hin nýja lyfjabúð Laugarnes-
hverfis verður væntanlega stað-
sett annaðhvort á óbyggðu
svæði vestan Hofteigs ogLauga-
teigs, eða á horni Kirkjuteigs
21.
Ekkert tjon
í höfninni.
í gær gerði austan storm og
komst vindhraðinn í 12 stig
þegar Iivassast var hér í Rvk.
Bátaeigendur og hafnsögumenn
höfðu nokkurn viðbúnað í höfn-
inni. Voru færðir til bátar, sem
lágu þar sem vænta mátti mik-
illar hreyfingar en aðrir voru
enn betur búndnir.
Hafnsögumenn sögðu í morg-
un að ekkert hefði orðið að bát-
unum í höfninni. Veðrið var
verst í gær, en í nótt tók vindur
að snúast til suðurs og er þá
skjól í höfninni. í svona áhlaupi
er trillum alltaf hætta búin, en
snemma í vetur lét hafnarstjóri
fjarlægja þær úr höfninni
Miklu tóbaki
stoliö í nótt.
Mjög miklu af allskonar tó-
baksvörum var stolið úr Sel-
árbúðinni á Selási við innbrot
í nótt.
Þar hafði þjófurinn haft á
brott með sér rúmlega 70 dós-
um og pökkum af ýmiskonar
reykt.baki, álíka mörgum
vindlapökkum, þ.e. 10 vindla
ýmsum tegundum og
loks um 50 pakkalengjum af
vindlingum, samtals 6 tegund-
um.
Brotizt var ennfremur inn í
tvö önnur fyrirtæki í nótt, þ.e.
Verzlunina Alfabrekku og hjá
Pétri Snælands og loks var
bifreið stolið hér í bænum,
grænni Skodabifreið, R-6856.
Nokkru fyrir hádegið hafði
lögreglan fréttir af bifreiðinni
þar sem hún væri á ferð í bæn-
um og að í bílnum myndu vera
einhverjir piltar. Gerði lög-
reglan þá út leiðangur að leita
hennar, en ekki veit blaðið
frekar um árangur leitarinnar.
Ræningjar drepa
11
Það gerðist í nágrenni Djak-
arta nú fyrir skemmstuð að
vopnaðir ræningjar réðust á-
langferðabíl.
Þeir drápu 11 af farþegun-
um, en 3 komust lífs af, illa
haldnir. Þegar ræningjalýður-
inn hafði lokið hryðjuverki
Bandarísku flugmennimir
svara ekki fyrirspumum.
Fara í sjúkrahús til læknisskoðunar.
Bandarísku flugniennirnir
tveir, sem sleppt var úr haldi í
Sovétríkjunum, og fengu heim-
fararleyfi, voru í Goose Bay á
Labrador í nótt, og halda áfram
ferð sinni til Washington í dag,
ef veður leyfir, og tekur Ken-
nedy forseti sjálfur á móti
þeim.
Fannfergi var í Washington
í g'ær og ekki lendandi á flug-
vellinum þar af þeim sökum.
í fréttum í morgun segir,
að flugmennirnir fari í
sjúkrahús eftir að Kennedy
hefur veitt þcim móttöku, til
heilsufarslegt eftirlits, og
einnig var sagt, að þeir
myndu ekki koma á fund
með fréttamönnum til þess
að svara fyrirspurnum
þeirra,
Það er efni margra brezkra
blaða í morgun í ritstjórnar-
greinum, að Krúsév fyrirskip-
aði, að flugmönnunum skyldi
sleppt úr haldi. Guardian seg-
ir, að með því hafi hann stuðl-
að að því, að Kennedy gæti
„byrjað vel“ og telur blaðið, að
þetta skref sýni, að Krúsév vilji
bætta sambúð, og óbyggilegt,
ef vestrænu þjóðirnar kæmu
ekki til móts við Rússa. —
Sama kemur fram í fleiri blöð-
um. Þó heyrast raddir um, að
því megi ekki gleyma, að
kofnmúnistar hafi oft átt til að
grípa til óréttmætra aðgerða og
ætlist svo til þakklætis, ef þeir
gera einhverja úrbót, — og það
hafi verið svívirðilegt afhæfi,
að skjóta niður BB-47 flugvél-
ina, eftir að reynt hafði verið
að lokka hana iim yfir rúss-
neskt yfrráðasvæði.
í fréttaaúka í Móskvu í gær-
kvöldi var mikið rætt um þann
vináttuvott af hálfu Rússa, að
veita flugmönnunum frelsi, og
farið lofsamlegum orðum um
Kennedy, og lögð áherzla á, að
hann hefði sagt, að hrundið
hefði verið af vegi alvarlegri
hindrun fyrir bættri bandarísk-
sovézkri vináttu, og að hann
hefði fyrirskipað að hefja ekki
U-2 flug á ný.
Veður hamlar öllu flugi.
Tvær itifHilandavelar tef jast, og allt innan-
lactdsflug lá enn niðri í morgun.
Veðurhamurinn undanfarinn
sclarhring hefur haft sín áhrif
á flugið, bæði innanlands og ut-
an. Lítið sera ekkert hefur ver-
ið flogið innanlands, og tvær af
millilandavéluni flugfélaganna
hafa ekki getað haldið áætlun
vegna veðurs.
í gær var einungis flogið til
Akureyrar, allra staða sem þá
voru á áætlun. Sú vél tepptist
þó, er norður var komið og var
þa.r enn, er blaðið átti í morgun
tal við Flugfélag íslands.
Þá var enn ófært til allra!
staða innanlands, en þó var beð-
ið eftir frekari fregnum utan af
landi. Millilandavél félagsins,
sem koma átti í gærkveldi, teppt
ist í Glasgow í nótt, og var vænt
anleg hingað laust fyrir hádegi
í dag.
Er blaðið átti tal við Loftleið-
ir í morgun, hafði ein af vélum
þess tafizt erlendis, þ. e. vélin
sem í gærkveldi átti að koma
frá Hamborg, Kaupmannahöfn,
sínu á farþegunum, báru þeir
eld að bifreiðinni.
Gautaborg og Stavanger. Sú vél
var væntanleg um hádegið. Aft-
ur á móti var gert ráð fyrir að
vél sem væntanleg er í kvöld,
geti haldið áætlun.
Nýtt blað.
Nýtt blað hefur göngu sína
hér í bæ næstkomandi laugar-
dag.
Á það að fjalla um þjóðmál
og ýms mál, sem á döfinni er,
og nefnist „Kvöldblaðið“. —
Blaðið verður 8 bls., fjögurra
dálka, og á að kosta 4 kr. —■
Ritstjóri er Sigurður I. Ólafs-
son.
Fréttin í Ogottyok
Sovétstjórnin hefur nú svar-
aði fyrirspum Bandaríkjastjóm-
ar um flugmennina 11 (sbr.
frétt í Vísi í gær).
Segir hún það, sem gefið var
í skyn í tímaritinu Ogonyok, að
flugmennirnir 11 væru enn á
lífi, á misskilningi byggt.
Mínnkandi áfengisneyzla íslendinga.
10% minni neyzla s.L ár en 1959.
Áfengi var selt fyrir um 12
milijónum króna meira á árinu
1960 en árið áður.
Þessi aukning á innkomnu fé
fýrir áfengi gefur ekki upplýs-
ingar um magnið, því að verð á minnkað lím 10%
I áfengi hækkaði allmikið, eða I næsta ár á undan.
um 15%—20% á árinu.
Áfengisneyzlan varð 1.71 lítri
miðað við 100 % alkóhóllítra á
mann, en var 1,90 litri árið
1959. Áfengisneyzlan hefur því
miðað við
Síðasta ársfjórðunginn 1960
varð heildarsala áfengis tölu-
vert minni 1960 en 1959,
jafnvel þótt miðað sé við fjár-
upphæð, því að 1959 var áfengi
selt fyrir rúmL 54 millj. króna,
en fyrir 50.5 millj. 1960 á síð-
asta ársfjórðungi.