Vísir - 16.02.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 16.02.1961, Blaðsíða 1
Kl. árg. Fimmtudaginn 16. febrúar 1961 39. tbl. Hammarskjöld neitar aö fara frá vegna ásakana Rússa. Þetta er forseti Pakistan, Ajub Khan. Ilann hefur að undan- förnu sótzt mikið eftir fjárhagsaðstoð frá V.-Þýzkalandi. Ajub Khan komst til valda fyrir um það bil tveimur árum, með að- stoð hins 200,000 manna hers. Nú vill hann fá erlent fjármagn inn í landið til þess að bæta ástandið. Var Ingemar Johanson geflð eitur í fyrra. Tallð að hoiium hafi verið byriað eitur kvötdfð fyrir keppni hans við Patterson. Nú skömmu eftir miðjan marz fer fram þriðja einvígi þeirra Ingimars Johanson og Floyd Patterson í hnefaleikum. Nöfn þeirra komust skyndilega í heimsfréttirnar í gær, m. a. vegna hinnar væntanlegu keppni, en þó öllu meira vegna þeirrar fullyrðingar, að Inge- mar hafi verið gefið eitur fyrir síðasta einvígi, og því hafi hann beðið lægri hlut. Frá því var skýrt í New! York í gær, að Ingemar Johan- son, og þjálfari hans, hefðu nú skýrt opinberlega frá þeirri trú sinni, að hinum sænska hnefa- leikamanni hafi verið gefið inn! eitur, eða sterkt deyfilyf fyrirj keppni hans við Patterson í| fyrra. Þykir margt benda til þess, að þessi skoðun hafi við rök að styðjast. Johanson hefur lengi verið þekktur fyrir það að fara ekki eftir neinum viðteknum regl- um um mataræði, hvorki þegar hann er við æfingar, né fyrir keppni. Kvöldið áður en hin ör- lagaríka keppni fór fram í fyrra, hafði Johanson snætt á veit- ingahúsi sem er mjög fjölsótt af fjárhættuspilurum. Bandaríkin andvíg hverskonar erlendri íhiutun í Kongó og munu snuast gegn henni. Styðja eindregið Sameinuðu þjóðirnar og Dag Hammarskjöld. Dag Hammarskjöld framkv.- væri á vegum þeirra, og myndi stjóri Sameinuðu þjóðanna snúast gegn henni. flutti ræðu á fundi Öryggisráðs- Kennedy forseti lýsti yfir ins í gærkvöldi og neitaði, að hinu sama á fundi með frétta- láta af embætti vegna ásakana mönnum, — kvað Bandaríkin Sovétstjórnarinnar í sinn garð, mundu snúast gegn hverri til- en ásakanirnar kvað hann raun erlendis frá til íhlutunar , fjarri öllum sanni. I um Kongó, en styðja Samein- tt uðu þjóðirnar Hann kvað tilgangmn með tillögu sovétstjórnarinnar aug-í ijóslega fram kominn til þess að gera Sameinuðu þjóðirnar óstarfhæfar, en það yrðu þær ef tillögur Krusévs um þriggja áheyrendapöllum. Höfðu komm manna framkv.stjórn næðu fram að ganga. Umræðum er ekki lokið. í morgun áttu aðalfulltrúar tveggja landa, sem sæti eiga i ráðinu, eftir að taka til máls, en búizt er við að sumir taki aftur til máls. Hvort umræðum lýkur í dag er með öllu óvíst, auk þess sem verið getur að umræðum verði frestað til þess að reyna að ná samkomulagi um leið út úr vandanum. „Lumumba, Lumumba!" Það var undir ræðu Steven- sons, sem til uppþots kom á únistar skipulagt það. Voru þar saman komnir blökkumenn, sem tóku til að æpa undir ræðu Stevensons: „Lumumba, Lumumba!" og fór svo að for- seti ráðsins varð að skipa að ryöja. áheyrendapalla og tók það fjórðung stundar og gekk ekki hávaðalaust sem geta má nærri. Meiddust ýmsir í þeim stimpingum. — Kommúnistar höfðu einnig skipulagt útifund Þegar kyrrð var komin á og Stevenson gat tekið til máls á ný kvaðst hann vilja biðja af- sökunar á framferði þeirra, er stofnuðu til uppþotsins, svo fremi sem um bandaríska borg- ara hefði verið að ræða. Stevenson kvaðst undrandi Frh. á 2. síðu. Stríð gegn Sam. þjóðunum. Stevenson var fyrstur ræðu- manna í gær og reyndi auðsjá- anlega að ráðast ekki á Rússa, en sagði þó, að með tillögu Sovétstjórnarinnar væri Sam- einuðu þjóðunum sagt stríð á hendur. Hann lét menn ekki vera í neinum vafa um afstöðu Bandaríkjanna: Að stjórn þeirra styddi þær og framkvæmda- stjóra þeirra og væri andvíg hvers konar íhlutun, sem ekki Fengu síld út af Jökli í nótt. Línubátar frá Breiðafirði hafa undanfarna daga lóðað á síld vestur af Jökli. Þangað fóru síldarbátarnir í gær og fengu nokkurn afla. Víðir 2. var á leið til lands með 600 tunnur, Sigurðui' frá Akranesi með 600, Berkvik með 400 og Guðmundur Þórðarson með 150. Ekki var vitað hvort fleiri bátar hefðu fenpið síld. Urðu sumir þeirr síðbúnir af stað og munu ef til vill hafa komið of seint á miðin. Bátarnir koma með síldina til Reykjavíkur og mun hún að líkindum verða látin um borð Ingemar Johanson. Á þeim 24 tímum sem síðan liðu, þar til keppnin fór fram, leið honum ekki vel, og sagði síðar, að er hnn kom í hring- inn, hafi hann verið dasaður. Margir þeir sem horfðu á keppnina, og sáu högg það sem Patterson veitti honum og varð Johanson að falli, töldu það, hafa verið ótrúlega létt, og hefði hver hnefaleikamaður á við Johanson étt að fá staðizt I Framh. é 5 sfðn. f Kennedy ræðir um Kongó, Krúsév og gemrannsóknir. John F. Kennedy Bandaríkjaforseti sat fund með frétta- mönnum ,í gærkvöldi og var útvarpað og sjónvarpað beint frá þessum fundi sem með hinuni fyrri. Kenndy lýsti yfir trausti á Sameinuðu þjóðunum og Hammarskjöld (sbr. frétí um fund Öryggisráðs, þar sem Stevenson flutti ræðu). Ilann sagði einnig, að Bandaríkin myndu snúast gegn hverri erlendri tilraun til íhlutunar um málefni Kongó, sem ekki væri á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Kennedy sagði, að hann hefði ekki nein áform á prjón- uuum um að sitja fund með Nikita Krúsév forsætisráðherra So vétrí k j anna. Kennedy ríðurkenndi, að Rússar væru á undan Banda- rikjaraönnum á sviði geimraansókna, og kynnu að halda þeirri fornstu enn um hríð. . , ’..........................■—.........——;— í togarann Narfa, sem fer þá með hana á erlendan markað. Mikil síld er sögð vera við Dyrhólaey, en þangað er of langt að fara nema þá til að veiða í bræðslu. Sildin sem veiddist við Jökul er allstór, en mjóslegin. ísknattleikur í Reykjavík. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í niorgun. Síðustu dagana hefur verið mikið um skautaferðir og skautaæfingar á Akureyri. Sprautað hefur verið vatni á íþróttavöllinn neðri og félagar úr skautafélaginu hafa tekið að sér að annast skautakennslu og eftirlit með svellinu, hinsveg- ar hlýtur starfsemi þessi lítils- háttar styrk hjá bæjarfélaginu. Aðsókn að skautasvellinu hef ur verið gífurlega mikil undan- farin kvöld, enda hefur veður verið milt og gott. Frá Akureyri fer flokkur skautamanna til Reykjavikur um næstu helgi ef veður og á- stæður leyfa og sýnir Reykvik- ingum ísknattleik (hockey). í þeirri sömu ferð munu gestirnir keppa við Akureyringa sem dvelja í skólum sýðra, én með- al' þéirra eru márgir ágætit skautamenn. £

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.