Vísir - 16.02.1961, Blaðsíða 8

Vísir - 16.02.1961, Blaðsíða 8
\ Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heini — án fyrirhafnar af yðar liálfu. — Sími 1-16-60. anoSi /M php m WISIK. Munið, að þeir, sem gerast óskrifendur Vísis eftir 10, hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Fimmtudaginn 16. febrúar 1961 #1; Hið kunna bandríska tímarit, LIFE, átti fyrir skömmu 25 ára ■afmæli, eins og skýrt var frá í Vísi. í því tilefni birti þaö ýmsar -af hinum þekktustu fréttamyndum liðinna ára, og þar á meðal Iþessa, sem sýnir er tveir af uppreistarmönnum í Ungverjalandi 'féllu fyrir kúlum kommúnistalögreglunnar. Ljósmyndari LIFE, Jfohn Sadovy, tók þessa mynd á því augnabliki er skotin riðu af. Heimsmeistarakeppninni í skautahlaupi aflýst. Gert t virðingarskini vi6 þá, sem fórust í gær. Það var tilkynnt í Prag í .gærkvöldi, að heimsmeistara- Iteppninni í skautahlaupi, sem Jhefjast átti þar í borg eftir nokkra daga, muni verða aflýst Aregna hörmulega flugslyss sem Varð í gær, er flugvél fclagsins ÍSabena hrapaði til jarðar nærri Briissel. Með vélinni voru, eins «g kunnuégt er um 17 þekkt- ustu skautahlauparar Banda- ríkjanna. í fyrstu var sagt, að undir- Tiúningi mótsins væri komið það langt á veg, að ekki mundi "verða hægt að aflýsa því, sér- staklega vegna þess, að margir .. þátttakendur væru þegar komnir til keppninnar. Foi’- ráðamönnum keppninr.ar hefur hins vegar snúizt hugur, og á- kveðið, að hætt skuli við hana í virðingarskyni við hina látnu. Auk bandarísku skautamann- anna, 17 voru 9 Kanadamenn með vélinni, sem einnig voru á leið til Prag, til þátttöku í mót- inu. Góður afli Mikið um árekstra. Mjög mikið liefir borið á á- rekstrum í Reykjavík undan- fariia daga, og að því er lög- reglan hefir tjáð Vísi, lætur nærri að um eða yfir 20 farar- itæki hafi lent í árekstrum í bænum til jafnaðar á hverjum degi. Orsökina til þessara tíðu á- rekstra má vafalaust að nokkru rekja til þess að mikill meiri .liluti bifreiðanna, sem ekið er txm bæinn, eru keðjulausar. — Flestar aðalgöturnar voi'u snjó- lausai’, svo og götui'nar í mið- bænum, en víða í úthverfunum ‘Cr flughálka. Snjódekk koma .Ixér heldur ekki að fullum not- tim, því kosta þeirra gætir lítið .■þar sem bleyta er ofan á hálk- nnni, eins og verið hefir víða í bænurn síðustu dagana. í janúarmánuði var miklu -inina unx árekstra í Reykjavík 3xeldur en í sama mánuði í diyrra. Én undanfarið hefir árekstrunum fjölgað svo að 3itlu munar nú og í fyrra á á- zjækstrafjöidanum, en hann er Tiokkuð á þriðja hundrað. Afli línubáta frá Grindavík, Keflavík og Sandgerði var sæmilegur þegar tekið er tillit til þess að margir voru með gamaibeitta línu Til Sandegrð- is komu 14 bátar með 122 lestir og voru aflahæstu bátarnir með frá 10 til 13 lestir. Svipaður afli var í hinimi verstöðvunum, Allir Sandgerðisbátar hafa nú tekið línu nema Víðir II, sem er á síld. Einungis fjórir Keflavíkui’bátar eru á síldveið- um, en hinir eru á línu. — Grindavíkurbátar eru allir ! komnir á línu. ArangursEaus samningafundur. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi í morgun. Fimm manna samninganefnd. sem sjómeun veittu samnings- umboð á fundi í gær, komu í morgun frá Reykjavík eftir árangurslausan fund með út- vegsmönnum og sáttasemjara. Þrír bátar eru á síldveiðum frá Akranesi, en allir hinir eru stöðvaðir vegna verkfallsins. Ef verkfallið dregst á langinn er óvíst að síldarbátarnir haldi áfram, þar eð sjóman'nasarn- tökin hafa látið i það skína að stöðva þá. Látinn: Þorsteinn Þor- steinsson fyrrv. sýslumaiur. Þorsteinn Þorsteinsson fyrrv. sýslumaður og alþingismaður lézt í sjúkrahúsi í gærkvöldi eftir stutta legu. Þorsteinn var fæddur að Arnbjargarlæk í Mýrasýslu 23. desember 1884 og var því ný- lega orðinn 77 ára. Hann lauk stúdentsprófi 1910 og lögfræði- prófi fjórum árum seinna. Sama ár var hann um stund settur sýslumaður í Mýra- og Boi’garfjarðarsýslu, seinna sýslumaður í Norður-Múlasýslu og Arnessýslu, en lengst af sýslumaður Dalamanna, eða á 4. tug ára. í því héraði gegndi hann fjölmörgum trúnaðarstörf um fyrir sýslunga sína og vai’ þingmaður þeirra um margra ára skeið. Hann sat um fjölda ára í úthlutunai’nefnd skálda og listamanna, átti og sæti i banka ráði Búnaðarbankans, og ýmis fleiri störf voru Þorsteini falin. Þorsteinn skrifaði nokkrar bæk' ur og fjölmargar ritgerðir, mest i fræðilegs efnis. Kvæntur var Þorsteinn Áslaugu Lárusdóttur frá Selárdal, hinni mestu á- gætiskonu. Hún er látin fyrir fáum árum. ★ Ambassador Bandaríkjanna í Finnlandi verður Bernard A. Gufler. Hann hefur m. a. verið anibasaclor á Ceyl- on. Rætt um erleut fjármagn og almenningsEilutaféleg á futidi fulitrúaráós Sfáffstæóisféiaganna í S]áifstæ5fshúsittif í kvöfd kt. 8.30. í kvöld kl. 8.30 verður hald- inn í Sjálfstæðishúsinu fundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna. Verður þar rætt um er- lent fjármagn og almennings- hlutafélög og verða frummæl- endur þeir Valdimar Kristins- son viðskiptafræðingur og Eyj- ólfur K. Jónsson ritstjóri. Bæði málin eru nú mikiðj Þrjú stórveldi kaupa nærri helming allra útflutnings- verðmæta fslendínga. Vi6 sefjum afur6ir til 50-60 ianda í ýmsum álfum keims. Aðal útflutningsliður íslend- inga á árinu sem Ieið var eins og áður freðfiskurinn, en fyrir hann fengum við á tímabilinu janúar—nóvember samtals 73G milljónir króna. Magnið sem út var flutt nam 60 þúsund lest- iuu. Nærst stærsti liðui’inn í út- flutningnum var saltfiskux', bæði þurrkaður og óverkaður og nam verðmæti hans á sama tíma um 260 millj. króna. Skreið var seld fyi’ir 129 millj. kr., ísfiskur fyrir 9.1 millj. kr. rækjúr og humar fyi'ir 32 millj. kr., hrogn, fryst og söltuð fyrir 49 millj. kx’. niðursoðinn fiskur fyi'ir 13 millj. kr., síld, söltuð og frosin fyrii' 121 millj. kr., síldarlýsi fyrir 150 millj. kr. þoi'skalýsi 49 millj. kr., karfa- lýsi 14 millj. kr. og hvallýsi fyr ir 15 millj. kr. Síldarmjöl var selt fyrir 59 millj., karfamjöl 39 millj. og hvalmjöl fyrir 35 þúsund krónur. Hvalkjöt var selt fyrir 10 íriilljón krónur. Landbúnaðarafui’ðii', þ. e. fryst kindakjöt, ull, gærur, garnir, skinn, loðskinn og húðir var flutt úr landi fyrir saman- lagt verð um 111 millj. króna. Auk þess voru gamlir málm- ar, þ. e. brotajárn, flutt út fyr- ir röskar 5 millj. kx'ónur og loks ýmsar vörur fjTÍr 45 millj. kr. Þau ríki sem mest hafa keypt af íslenzkum afurðum á um- ræddu tímabili eru Sovétríkin fyrir 311 millj. kr., Bi'etland fyrir 301 millj. kr. og Bandarík in fyi'ir 294 millj. kr. Þar næst koma svo Vestui'-Þýzkaland, Noregur og Svíþjóð með röskar 100 millj. hver þjóð. Alls námu útflutningsverð- mætin 2008 millj. króna á tíma bilinu jan—nóv á s.l. ári, og þar af fer nærri helmingurinn til þriggja landa, Sovétríkj- arma, Bretlands og Bandaríkj- anna, en alls flytjum við út vörur til 50—60 landa víðsveg- ar um heim Ftugslysið við Briissel. Það er nú kuimugt, að alls fórust 73 af völdum flugslyssins við Brussel í fyrrinótt. í flug- vélinni voru 72 og hinn 73. var verkamaður sem fyrr var getið. Flestir farþeganna voru: bandarískir. Meðal þeirra var hópur skautafólks á leið til Prag til keppni í listskautamóti þar. Nokkrar líkur virðast vera fyrir, að lendingarútbún- aður flugvélarinnear hafi verið í ólagi. Flugvélin hringsólaði yfir bænum alllengi og ein- kennilega og var þar að auki sambandslaust við hana. Rann- sókn á öllu varðandi slysinu kann að taka mánuði. Það var margra klukkust. verk að slökkva eldinn. Mörg lík munu óþekkjanleg með öllu. rædd, faæði hlutdeild almenn-'i ins að atvinnurekstri, svo og| nauðsyn þess að efla atvinnu- vegina með erlendu fjármagni. Mun Eyjólfixr K. Jónsson ræða um almenningshlutafélög, en Valdimar Kristinsson xxm erlent fjármagn. Að loknum fram- söguræðum verða frjálsar um- ræður. í gær var öskudagurinn, og grímudansleikir í algleymingi. Víða mátti sjá fólk skjótast út úr bílum og inn á veitingahús, klætf binum fruðulegustu búningum. Jafnvel sáust þrír grímuklæddir menn á ferli eftir Austurstræti. En enginn þeirra, sem við sáurn aan.k. voru í skemmtilegri búningum en þessir tveir sem voru mættir á dansleik bjá Jóni Valgeirs á Hótel Borg í gærkvöldr. Andrés Öni er aaðþekktur, cn hinn verðum við seuiúlega að að kalla „Snjókariinn“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.