Vísir - 21.02.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 21.02.1961, Blaðsíða 6
VÍSIR Þriðjudaginn 21. febrúar 1-961- fÍSll D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm linur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. HeimsvaEdastefna kommúnista. Islenzkir koninHinistai'oringjar liai'a látið blöð sín og áróðursmenn leggja mikla áherzlu á ])að síðari árin, að Hússar og önnur koimnúnistaríki vilji í'riðsainleg skipti við allar þjóðir. Samkvæmt fyrirmælum í'rá Mcsk\n lieí'ur verið látið í veðri vaka, að hver |>jóð eigi að ráða ]>ví sjálí',! livaða þjóðskipulag hún húi við, og ekkert sé því iil fyrir- stöðu, að kommúnistaríkin og hin svonefndu auðvaldsríki Iiaí'i vinsamlegt samstarf og viðskipti. Þessi áróður hefur blekkt marga hér á fslandi, eins og annars staðar. Þeir sem honum trúa, ættu að lesa vel ályktunina frá Moskvu-fundinum, sem birt var í Þjóðviljanum í vikunni sem leið. Þar munu þeir geta séð svart á hvítu að komnuinisminn er heimsvalda- stefna, sem vinnur markvisst að því áfram, að hneppa allar þjóðir í fjötra hins marxiska þjóðskipulags. Svívirðingarnar sem hrúgað er saman um lýðræðisþjóð- irnar, og þá einkum Bandaríkin, í ályktun þessaii, eru sönnun þess, að Rússar telja mesta þröskuldinn í götu sinni til Iieimsvfirráða. Það er gömul regla hjá kommún- istum, að saka aðra um það sem þeir eru að undirhúa sjálfir. Þess vegna hamra þeir sýnkt og heilagt á því, að „heimsvaldastel'na Bandaríkjanna“ sé höfuðvígi þeirra afla sem standi gegn friðsamlegri þróun heimsmálanna. Það er sannarlega enginn friðar- eða vináttutónn í ályktun Moskvufundarins, eða hvað segja menn t.d. um setningu eins og bessa: „Þróun alþjóðamála und- anfarin ár hefur sannað það enn að nýju og mörgum sinnum, að heimsvaldastefna Bandaríkjanna er höfuð- vígi hins alþjóðlega afturhalds, lögregluböðuli þess og' óvinur bjóða um alla jörð.“ Þetta er sá vitnisburður, sem ráðstefna kcmmúnistaforingjanna gefur fremstu lýðræðisþjóð heimsins, þeirri þjóð, sem á síðari árum hefur lagt mest af mörkum til líknar og menningar- mála og varið stórfé til aðstoðar bágstöddum þjóðum. Þykir mönnum líklegl að hugur fylgi máli þegar kom- múnistar eru að tala um friðsamlega sambúð við lýðræðis- rikin? Er ekki trúlegra að hið rétta hugarl'ar ]>eirra og áform komi fram í samþykktum og fyririhælum föringj- anna á ráðstefnum þeirra heima í „föðurlandinu"? „Frið- samleg samskipti“ kommúnista við lýðræðisþjóðirnar tákn- ar aðeins það, að ]>eir ætla að vinna tíma lil að koma evði- léggingaráformum sínum í framkvæmd, enda ganga þeir á gerða samninga. rjúfa öll sín heit og brjóta öll liig, þegar þeim þykir það henta áformum sínum. Hluti af vefnaðarvörudeild ai'þjóðlegu kaupstefnunnar í Frankfurt am Main, sem verður dag- ana 5.—9. marz n.k. Ferðaskrifstofa ríkisins fermeð umboð fyrir kaupstefnuna hér á landi. Alþjóðleg kaupstefna í Frankfurt 5.-9. marz n.k. Þar munu, auk Þjóðverja, um 3000 x erlend fyrirtækí sýna. Alþjóðleg kaupstefna verður haldin í Frankfurt dagana 5.— 9. marz n. k. Á þeirri kaupstefnu verða til sýnis vefnaðarvörur, listiðnað- ur, hljóðfæri, skrautvörur, úr, ferðavarningui', gler og postu- línsyörur, pappírsvörur, bók- halds- og skrifstofutæki hvers konar, verzlunarinnréttingar, ilmvörur heilbrigðisvörur hvers konar og fjölmargt fleira. ( Samkvæmt upplýsinguny er birzt hafa munu um 3 þúsund fyrirtæki uian Þýzkalands sýna framleiðslu sína á kaupstefn- unni og eru þau frá 27 löndum, sum þeirra í öðrum heimsálfum eins og t, d. Norður-Afríka, Israel o. s. frv. Nokkur þessara landa hafa eigin sýningarsvæði ki og sum þeirra hafa eigin upp- lýsingaskrifstofur í sambandi við sýninguna. Stærsta deildin á sýningunni og sú veigamesta í alla staði er vefnaðarvöru- og fatadeildin, sem verður á 40 þúsund ferm. sýningarsvæði. En þarna verða ýmsar fleiri mjög veigamiklar deildir; m. a listiðnaðardeildin, en í henni einni sýna samtals 820 fyrirtæki frá 12 löndum. í henni mun Danmörk skipa önd- vegið allra erlendra sýningar- aðila Islendingar hafa undanfarin ár sýnt allmikinn áhuga á hin- um austur-þýzku kaupstefnum bæði í Hannover og Frankfurt og þeir fjölmennt þangað. — Ferðaskrifstofa ríkisins fer með umboð fyrir Frankfurtar-stefn- una og þangað geta þeir snúið sér, sem afla vilja nánari upp- lýsinga eða fyrirgreiðslu um ferðir og uppihald. Mýr þingmaður. Gísli Jónsson menntaskóla- kennari á Akureyri tók nýlega sæti á Alþingi sem varamað- ur Magnúsar Jónssonar. Kjörbréfanefnd athugaði kjörbréf Gísla og mælti ein- 'róma með því að það væri tek- ið gilt. Alþingi samþykkti með öllum greiddum atkvæðum. Magnús Jónsson verður fjar- verandi um nokkurn tíma vegna funda í Norðurlandaráði og sömuleiðis 4 þingmenn aðrir. Varamenn þeirra tóku sæti í gær, Sigurður Bjarnason í stað Gísla Jónssonar, Unnar Stefáns son fyrir Sigurð Ingimundarson og frú Margrét Sigurðardóttir í stað Einars Olgeirssonar og Daníel Águstínusson fyrir Ás- geir Bjarnason. „ÆSsta skyEdan." ! BERGMAL I íyiTnéíndri ályktun Moskvufundarins segir m. a. að það sé „æðsta skylda sérhvers í'lokks hinnar marx-leninisku j kenningar, æðsta skylda hans gagnvart hinni alþjóðlegu hréýfingu, að vinna sem ósleitilegast að því að efla einingu hinnar komniúnisku allieimshreyfingar.14 .Aðferðirnar til þess að efla bessa einingu eru margar, og ekki allar sem þckkalegastar frá sjónar- miði heiðarlegra manna. I nóvember 1939, þegar veldi Stalins var mest, sagði Rauði fáninn, sem kommúnistar gáfu þá út, m. a. þetta: „Landslögin brjótum við, ef við sjáum að stefnan hefur hag af bví. Trúarbrögðun- um og siðfræðinni, sem var þvingað inn í huga okkar rneðan við vorum börn, köstum við.“ Og þýzkí kom- múnistablað með sanra nafni sagði betta: „Að nota lýgina sem baráttutæki, eins og kommúnistar gera í dagblöðunum, það er ekki að Ijúga, heldur bláköld nauðsyn." Þetta vom þá m.a. þær „æðstu skyldur“, scm hinar niarx-leninsku kenningar lögðu lærisveinum sínum á herð- ar. Og þær hafa ekkert breytzt síðan, hvorld hér á Islandi né annars staðar. Byggingarmáti. Sigurlinni Pétursson birtir grein í febrúarhefti Freys, „Nokkur orð um byggingar- máta“, Getur hann í upphafi greinarinnar annarar greinar um bvggingaraðferð sína, er hann birti 1958, og segir m. a. að tilgangurinn með henni hafi verið að sýna hvað væri hag- kvæmt í byggingamálum al- mennt, frá þeirri staðreynd sé ekki hægt að ganga, „að þessi aðferð er sú auðveldasta og hag kvæmasta, sem ennþá er fyrir hendi, og sérstaklega fyrir þá, sem þurfa að byggja einnar eða tveggja hæða hús.“ Hækkað verð á efni. „Síðan þetta vai' ritað,“ segir hann ennfremuy „hefur allt ! efni bygginga hækkað mjög í verði, svo að nú gæti maður ætlað, að menn hugsuðu sig um tvisvar áður en þeir henda frá sér tugþúsundum króna til þess að þóknast gamalli venju og úr eltum kreddum í byggingamál- um. — Þetta er sagt af þeirri reynslu, sem fengist hefur að undanföi'nu. Með minni aðferð tekur hálfan mánuð fyrir þrjá menn að gjöra fokhelt íbúðar- hús 100 ferm að gólffleti, það er að segja eina hæð með risi, og ef undirstaða er fyrir hendi með öðru efni.“ l Kostnaður. | „Útveggir með ísteyptum gluggakörmum og öðru til sam- skeyta kemst á tvo 5 tonna vörubila. Útveggirnir, á þetta i gólf, kosta hjá verksmiðju 36.800.00 kr Útveggir með bolt um og tilheyrandi í griþahús 230 ferm. að gólffleti kosta 40 þús. kr. og útveggir í fjárhús: fyrir 200 kindur kosta 27 þús.' kr. Flutningskostnaður fer svo eftir vegariengdinni, sem þarf að flytja hvert sinn.“ Greinarhöfundur segir frá reynslu af svipaðri aðferð á Norðurlöndum og' telur „æski- legt, að leiðbeinendur bænda og; aðrir, sem eru starfandi fyrir opinbert fé í byggingarmálum. kynntu sér í einlægni. hvað hér er um að ræða og stuðluðu að endurbótum og hagfelldari sám' vinnu um þau mál meira en gjört hefur verið, svo að árang- ur yrði enn betri.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.