Vísir - 21.02.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 21.02.1961, Blaðsíða 4
4 VISIR Þriðjudaginn 21. febrúar 1961 Kommúnistar á Kúbu búa sig undir að ná tökum á byltingu Fidel Castros. Kommúnistum á Kúbu hefir stundum verið líkt við þjóf, er gert hefir bándalag við þjóninn í húsi, sem hann ætlar að brjót- ast inn í: allar dyr eru ólæstar, en hann verður þó að fara að öllu með gát til þess að vekja ekki heimafólk. Valdamestu mennirir í stjórn Castros — Raul Castro, „Che“ Guevara og fleiri — hafa op.nað kommúnistum leið- ina í áhrifamikið embætti. Kommúnistar taka því fegins hendi, en vilja engu að síður fara sér hægt. Þeim er ljóst, að aðeins örlítið brot landsmanna, sem eru hálf sjöunda milljón, styður kommúnista, og kjósa þeir því heldur að hafa lágt um sig, þar til þeir hafa náð öruggu taki á stjórnartaumun- um. Fyrst um sinn munu kommúnistar á Kúbu því haga undirróðri sínum á sama hátt og kommúnistar í lýðræðis- löndum. Kúbanski kommúnistaflokk- urinn eða „PSP“ (Partido Sociaiista Popular) var stofn- aður árið 1925. Hann var gerð- ur útlægur árið 1953 og eftir það var starfsemi hans leynileg. Þegar séð var fyrir sigur Castros í borgarstyrjöldinni gengu kommúnistar í lið með honum. Þar eð Castro lítur ekki á „26. júlí“-hreyfinguna sína sem pólitískan flokk, er PSP raunverulega eini stjórnmála- flokkurinn, sem nú hefir leyfi Kúbustjórnar til að starfa þar í landi. Félagar í flokknum eru aðeins 17 þúsund, en vegna sér- stöðu flokksins er hann miklu áhrifameiri en stærð hans gefur í skyn. í æskulýðsfylkingu kommúnista — Juventud So- cialista — eru auk þess rúm- lega 13 þúsund ungir menn, sem eiga að verða herskár kjarni flokksins. Starfsemi flokksforustunnar er skipulögð samkvæmt hinni „kúbönsku leið kommúnisma“ eins og það er orðað. Aðalritari flokksins, Blas Roca, skýrði svo frá stefnu hans árið 1939: „Byltingin á Kúbu á sér ekkert i fordæmi í sögunni, þótt fram- vinda hennar öll staðfesti kenningar Marx og Leníns .... Það er nauðsynlegt ------- að halda þannig á málum að valda- taka kommúnismans, strax og innri og ytri aðstæður leyfa, geti orðið sem auðveldust, en gæta þess jafnframt að fara ekki út fyrir ramma byltingar- innar né breyta eðli hennar.“ 'Undirróðursstarfsemi PSP á Kúbu nær til allra þátta þjóð- félagsins. í stjórnartíð Castros og -félaga hans hafa kúbanskir koinmúnistar fengið áhrfamikil embætti í ráðuneytum og mik- ilvægum ríkisstofnunum, hjá liernum, inhan samtaka verka- manna og við blöð og útvarp. Jafnframt er stefnt að því markvisst að víkja andkomm- únistum úr valdastöðum og skipa í þeirra stað flokks- bundna kommúista eða stuðn- ángsmenn þeirra. í ráðuneytunum verður þessi undirróðursstarf- semi ljósari með degi hverjum. Menntamálaráðuneytið sendir frá sér flóð af ritum um kenn- ingar kommúnismans og lætur endursemja kennslubækur fyrir barnaskóla og framhaldsskóla „í anda byltingarinnar“ þ. e. fraéddir í kenningum kommún- ismans. Þá hefir dómsmálaráðuneytið nýlega skipað fjölda flokks- bundinna kommúnista til að fara með mál fyrir dómstólum landsins. Einnig er vitað, að dómsmálaráðherrann Yabur tekur mikið tillit til ráðgjafa Rlas Roca, aðalritari kúbanska kommúnistaflokksins, hefur tjáð undirmönnum sínum að leiðin til hins „kúbanska kommún- isma“ sé fólgin í því að öðlast ítök í veldi Castros, án þess að mikið beri á. í anda Marx. Með veitingu1 sinna, en meðal þeirra eru nokkrir stuðningsmenn komm- únista. námsstyrkja hefir það ennfrem- ur stuðlað að því, að sem flestir róttækir stúdentar stundi nám í háskólum landsins og í marg- ar mennta- og listastofnanir aðrar hefir kommúnisminn haldið innreið sína. Um áhrif kommúnista í ut- anríkisráðuneytinu má glöggt dæma af þeim fjölda a'ndkomm- únista, er sögðu upp sförfum við utanríkisþjónustuna á sl. ári. Fyrrverandi sendiherrar, eins og t. d. Eric Ag'uero Mon-1 toro, sem var sendiherra Kúbu í Bonn, hafa staðhæft umbúða- laust, að verið sé ,,að stofna kommúnistaríki á Kúbu“. Við serídiherrastöðum, er þannig losna, taka menn, sem eru hlynntir kommúnistum, eins og José Antonio Pourtuando, sem nú er sendiherra Kúbu í Mexíkó. Auk þess hefir komið á daginn, að mai'gir kommún- istar eru meðal þeirra, er gegna minni háttar störfum við kúb- önsk sendiráð. Ekki alls fyrir löngu skipaði utanríkisráðu- neytið nefnd manna til að hafa eftirlit með starfsmönnum kúb- anskra sendiráða, og er talið, að þessir „eftirlitsmenn“ séu upp- Meðal ríkisstofnana, sem kommunistar hafa náð tök- um á, er INRA, landbúnaðar- stofnun ríkisins. Hún starfar samkvæmt lögum um umbætur á sviði landbúnaðar, en þau lög eru í fullu samræmi við stefnu kúbanska kommúnista- flokksins um eignarnám. Stjórn INRA skipa 35 menn undir forustu hins rauðlitaða Antonio Nunz Jimenez; þar af eru að minnsta kosti 6 komm- únistar. Auk þess gegna miklu fleiri PSP-félagar veigaminni stöðum innan stofnunarinnar. INRA hefur þegar komið á samvinnubúskap, er svipar mjög til sovésku samyrkjubú- anna. Auk þess hefur stofnunin látið opna ríkisverzlanir í sveit- unum, hinar svokölluðu „al- þýðuverzlanir“, og innan tiðar verða slíkar verzlanir einnig reknar í borgum landsins. Þeg- ar hafa verið gerðar áætlanir um það innan INRA að sam- eina iðnað í landinu og landbún- að undir stjórn ríkisins, strax og kringumstæður leyfa. Annari ríkisstofnun, þjóð- banka Kúbu, hefur verið lýst sem Bankastjóri hans, „Che“ Gue- vara, var fyrstur til að lýsa stefnu Castrostjórnarinnar með þessum orðum: „að vera andvígur kommúnismanum er að vera andvígur byltingunni". Herinn er þó sá vettvangur, þar sem kommúnistum hefur tekizt einna bezt að koma sínu fram. Raul Castro, yfirmaður hersins, er hliðhollur kommúnistum og hefur árum saman unnið að æskulýðsstarfsemi á vegum kommúnista. Meðal háttsettra herforingja eru yfir 50 þekktir kommúnistar; má t. d. nefna Ramiro Vlades, er stjórnar njósnastarfsemi hersins. Mikil áherzla er lögð á að fræða her- inn um stjómmál. Þá fræðslu annazt kennaralið, sem er hlið- hollt kommúnistum, og í þeim bókum, sem notaðar eru við kennsluna, gætir marxískra á- hrifa. Bæði í hernum og hinum nýstofnaða „alþýðuher“ taka hermennirnir þátt í sellustarf- esmi kommúnista. Innan samtaka verkamanna hefur kommúnistum tekizt að ná talsverðum völdum. Vinstrimenn undir forustu Jes- us Soto hafa skipulagt hreinsan- ir í verkalýðssambandi lands- ins, og hefur mörgum lýðræðis- sinnum verið vikið úr samband- inu. í október 1959 beittu kommúnistar áhrifum sínum til þess að láta reka verkalýðs- málaráðherrann Manuel Fern- andez, og skipa í hans stað Aug- usto Martinez Sanchez, sem naut stuðnings flokksins. Kúbönsk. verkalýðsfélög eru nú ekki lengur aðilar að al- þjóðasambandi frjálsra verka- manna en hinum kommúnist- isku verkalýsfélögum á Kúbu hafa verið settar nefndir, sem eiga að sjá um frekari „hreins- un‘ innan þeirra. í blöðum, útvarpi og sjónvarpi má einnig finna sterk komm- únísk áhrif. Málgagn kommún- istaflokksins, HOY, var áður bannað, en er Castro tók við völdum, var útgáfa þess hafin á ný, og kemur það nú út í 20.000 eintökum alla vikudaga og yfir 40.000 eintökum á sunnudögum. Blaðið birtir að jafnaði heil- Dr. Eric Aguero Moutoro sagði af sér sem ambassadov Kúba í V.-Þýzkalandi : mótmælaskyni við utanríkisstefnu 'astros. síðugreinar sem lofsyngja Sov- étríkin og Rauða Kína, auk daglegra frétta sem eru litaðar kommúnisma. Æskulýðsfylking kommúnista, Juventud Social- (ista, gefur út tímaritið . Mella“, ! sem kemur út hálfsmánaðarlega og hefur 30 þúsund áskrifend- ur. Loks gefur flokkurinn sjálf- ur út mánaðarrit, „Funda- mentos“, sem ætlað er mennta- mönnum innan flokksins. Þá hafa kommúnistar mikil ítök í fréttablaðinu Revolucion í Havanna, málgagni stjórnar- innar. Ritstjóri þess, Carlo Franqui, var áður blaðamaður við HOY, enda fylgir blaðið dyggilega Moskvulínunni. Fréttastofan Prensa Latina nýtur stunings frá stjórninni, er styrkir hana með ríflegum fjár- framlögum, sem talin eru kom- in frá Sovétríkjunum og Rauða Kína. Fréttastofa þessi annast erlenda fréttaþjónustu, og blöð í Suður-Ameríku hafa jafnan gagnrýnt hana fyrir ó- skammfeilinn kommúnistaáróð- ur. Kenningar Marx kveða nú. við í útvarps- og sjónvarps- stöðvum stjórnarinnar, og annast flokkurinn sjálfur suma dagskrárþættina. Fyrir kvik- myndaiðnaði Kúbu stendur Thomas Gutierrez Alea, er áður stjórnaði æskulýðshreyfingu ! kommúnista. Hann hefur feng- ið gamla flokksbræður sína sér : til aðstoðar við að móta kvik- Frh. á 11. síðu. Ernesto „Che“ Guevara, liefur orð á sér fyrir það að vera sá bankastjóri heims sem minnst lætur sér annt um klæðnað sinn og útlit. Hér sést hann milli Castros og Anastan Mikoyan, er sá síðastnefudi fór í heimsókn til Kúba, en það var í febrúar 1960.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.