Vísir - 01.03.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 01.03.1961, Blaðsíða 6
VISIR Miðvikudaginn 1. marz 1961 VÍSXR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÖTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar y skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. • Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. Lausn á landheigisdeiEunni. Fyrir Alþingi lig'gur nú tillaga til þingsályktunar, sem fjallar um „að heimila ríkistjórninni að leysa fiskveiðideiluna við Breta í samræmi við orðsend- ingu“ frá utanríkisráðherra íslands, þar sem nánar er kveðið á um ýmis atriði lausnarinnar. Þrjátíu mámiðir eru nú liðnir, síðon sló i hrýmt milli Islendingá og Breta vegna fiskveiðilögsögunnar hér við land. Hefir þö ekkert verið aðhaízt íil hálíu Breta í næst- um eitt ár, þar sem þeir ákváðu að greiða lyrir lausn deil- unnar, þegar leið að ráðstcfnunni í Genf á siðasta vori, með því að draga herskip sín út fyrir landhelgina og jal'nframt voru togararnir látnir Iiörfa út l'yrir 12 mílna mörkin. Síðan hefir þetta vopnahlé verið framlengt, meðan \rið- ræður hafa farið fram milli ríkisstjórna Islendinga og Breta, en það reltur nú á eftir við lausn deihmnar, að hrezlcir fiskimenn eru farnir að ókyrrast og lieimla her- skipavernd á ný til að vciða hér í landhelgi. Það eru vitanlega kommúnistar einir — eða þeir, sem starfa fyrir bá vitandi eða óafvitandi — sem vilja halda landhelgisdeilunni áfram um alla framtíð. Hirða slíkir menn ekkert um það, þótt það gæti kostað mörg mannslíf vegna árekstra á íslandsmiðum. Flestir munu hinsvegar sjá, að ekkert er unnið með því að halda deilunni áfram með öllum þeim hættum, sem því getur fylgt, þegar í boði er lausn eins og sú, sem uú er um að ræða. Þar eru aðalntriðin þessi: Bretar viðurkenna 12 milurnar strax og sú viðurkenning verður ekki aftur tekin. Bretar fá að veiða innan 12 mílna en utan ö um tíma ú ári en þau fríðiudi verða úr sögunni cftir aðeir.s þrjú ár. Við fáum viðból við landhelgina, sem nemur meira en 5000 ferkm. og það verður ekki aí'tur af okkur tekið. Loks tilkynmun við, að þrátt fyrir þessa samninga séum við ekki húnir að ná endanlegu takmarki okkar i þessu efni, við ætlum enn að færa út landhelgina, er færi gefst, og munum fara að lögum i þeim efnum. Það eru sannarlega engin rök og aðeins ofstæki, seni á ekkert skylt við heilbrigða skynsenii, ef menn segja, að hér sé ekki um að ræða heppilega lausn fyrir okkur íslendinga. Hér er einmitt um mikinn sigur að ræða fyrir okkur. rrrrrrrr ALÞINGISTÍIIINDI VlSIS Vsriö að bæta fyrir gamlar syndir gsgn útveginum. Jóhann Hafstein ræðir iána- mál sjávarútvegsins. Kommúnistar hafa ekki óskað el'tir neinum sigri af þessu tagi í landhelgismálinu. Þeir viðurkenna aðeins einn sigljr í þessu máli, og hann er sá, að deilan haldi ál'ram sem lengst og verði sem hatrömmust. Því mciri sem heiftin vrði, þeim mun nær mundu kommúnistar telja sigurinn. Þeir hat'a óskað el'tir árekstrum, svo að lausnin yrði sífellt fjárlægari og ólíklegri. Þess vegna tilkynnli Fmnhogi R. Valdimarsson líka á þingi á s.l. ári, að ekkert gerði li! með liættur þær, sem landhelgisdeilan kallaði vfir sjón'iennina íslenzku og heimili j)eirra. Kommúnistar hamast eins og aldrei fyrr vegna þeirrar lausnar, sem nú er völ á. Þeir munu ganga berserksgang af því að beir sjá. að beir eru að missa úr höndum sér gullið tækifæri til að stíga mikilvægt skref i áttina til stofnunar Sovét-íslands. Slíks væri nokkur von, ef deilunni væri haldið áfram og hún magnaðist verulega. Afstaða kommúnista er skiljanleg, af því að þeim er ekki sjálfrátt, en óskiljanlegt er, að F'ramsóknarmenn skuli hætta á að gerast algerai' skóþurrkur ])eirra í málinu. Ber að skilja það svo, að F"ramsóknariIokkurinn sé farinn að leggjá sovétmat á líf ísíenzkra sjómanna, svo að ekki gex-i til, þótt ’fiættumar af árekstrum við Breta bætisi ofan á þær, sem váleg náttúruöfl búa þeim við strendur landsins? Jóhann Hafstein gerði í gær grein fyrir áliti meirihl. fjár- hagsnefndar neðri deildar AI- þingis um frv. varðandi stofn- lánadeild sjávarútvegsins. Ræðumaður sagði m. a.: Eft- ir vetrarvertíðina sl. vetur tók að bera á greiðsluvandræðum1 hjá sjávarútveginum. Ástæðan var alvarlegur aflabrestur., Ekki tók betra við á síldveið-j unum og reknetaveiðin gekk ekki nægilega vel. Strax á miðju sumri hóf rík- isstjórnin viðræður ’ við við- skiptabanka sjávarútvegsins, Landsbankann og Útvegsbank- ann, um hvernig hægt væri að bæta úr greiðsluvandræðunum. Ákveðið var að skipa nefnd í málið. Störf nefndarinnar hlutu' að verða all yfirgripsmikil. Hér þurfti að bæta úr hinum tilfinnanlega stofnfjárSkorti sem bagað hafði útveginn. Árið 1955 var gert ráð fyrir, að Framkvæmdabankinn myndi geta leyst úr mestu fjárþörf fiskvinnslustöðva og útgerðar- félaga. En síðan hafa aðstæður breytzt. Fiskvinnslustöðvarnar hafa stækkað eða nýjar verið reitsar. Með frumvarpinu er ekki verið að ráðgera nýjar fjárveit- ingar til sjávarútvegsins held- ur að aðstoða hann við að breyta stuttum lánum í löng lán, með öðrum orðum, koma á hagkvæmari skipan í lána- málum sjávarútvegsins. Sumir hafa að vísu viljað ganga lengra, t. d. háttv. þingm. Skúli Guðmundsson, sem skiiar sér- áliti um málið. Annars eru meðlimir fjárhagsnefndar sam- mála í meginatriðum. Ekki er talið rétt að ganga lengra en frv geiúr ráð fyrir, heldur sjá hvernig þessum málum muni reiða af, Komið hefir til álita hvort landbúnaðurinn ætti ekki einn- ig að fá sinn eigin stofnlána- sjóð, sömuleiðis iðnaðurinn. Ríkisstjórnin er að láta athuga þessi mál í sambandi við land- búnaðinn. Síðan gerði ræðumaður grein fyrir breydngartill. sameinaði'- ar fjárhagsnefndar. Ræðumaour taldi, að hér væri um mikilvægt mál að ræða. Fram mundi fara uppgjör allra fyrirtækja, sem frumvarpið snertir, án tillits til þess hvort þau sækja um aðstoð stofnlána- sjóðs eða ekki. Verður þá unnt að bera ástæður hinna einstöku fyrirtækja saman. Bankarnir hafa óskað eftir þessu. Með frumvarpinu er verið að bæta fyrir gamlar syndir drýgð- ar gegn sjávarútveginum. Hann hefir um langan tíma orðið að búa við tilfinnanlegan stofn- fjárskort. Er með frumvarp- inu leitast við að bæta úr þessu. Ræðumaður upplj'sti í ræðu sinni, að vextir af hinum lengdu lánum mundu verða sex og hálft prósent. Þá upplýsti ræðu- maður sömuleiðis að búið væri að skipa þriggja manna nefnd til að meta fyrirtækin og væri hún tekin til starfa. Skúli Guðmundsson talaði næstur. Hann taldi þörf fyrir þessa lagaestningu og þær lán- veitingar, sém stofnað er til. Hann ber fram breytingartil- iögu á þá leið, að stofnaður verði stofnlánasjóður landbún- aðarins. Að ræðu Skúla lokinni var umræðum frestað og fundi slitið. Stúdentaráð meðmælt frv. um Eánasjéð stsídenta. Eftirfarandi tvær ályktanir, sem samþj'kktar voru á almenn- um stúdentafundi 14. febrúar sl., sendum vér blaði yðar til birtingar. „Almennur stúdentafundur, haldinn í Háskóla fslands þann 14. febrúar 1961, lýsir ánægju sinni yfir þeim aukna stuðningi við háskólastúdenta, sem felst í framkomnu lagafrumvarpi um Lánasjóð íslenzkra námsmanna. Telur fundurinn, að þar sé bætt talsvert úr brýnum þörfum. | Fundurinn leggur áherzlu á i þýðingu þess, að stuðningur við stúdenta vei'ði jafnan við það miðaður, að nám þeirra þurfi' ekki að dragast á langinn | vegna fjárhagsörðugleika." | Og enn fremur: „Almennur stúdentafundur, , haldinn í Háskóla íslands þann 14. febrúar 1961, lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að óeðlileg ! sé sú skipan, sem tíðkast hef- ur á undanförnum árum, að Menntamálaráð annist úthlutun þess fjár, sem veitt er islenzk- um námsmönnum erlendis. Einkum telur fundurinn mík- ilsvert, að námsmönnum sjálf- um geíist kostur á að eiga hlut að skiptingu fjárins, þar eð fá- ir eða engir hafa betri aðstöðu til að gera sér grein fyrir, hvar þörfin er brýnust.“ Stúdentaráð Háskóla Islnds. * Póst- og símamálastjórnin mun hinn 11. apríl n. k. gefa út tvö ný frímerki kr. 1.50, blátt og kr. 3.00, rauðbrúnt með' mynd af Stjórnarráðshúsinu (sama mynd er á útgáfu frá 9 desember 1958). Ó. E. hefur óskað birtingar á eftirfarandi: HJÚKRUNARNEMAR OG MANNASIÐIR. Nýlega átti ég' leið á lyfja- deild Landspítalans, til þess að sækja konu mína. Með því að ég sá enga hjúkrunarkonu eða nema á ganginum, fór ég inn til konu minnar, sem lá á stofu með annarri konu, ei’ virtist hraust að sjá. Ég hringdi svo frá rúmi hennar, en varð að biða alllengi eftir svari. Kom það auðvitað ekki að sök, í þessu tilfelli, en vissulega heíði það getað komið að alvarlegri sök. Jafnskjótt og nemi birtist í dyrunum, lagði ég af stað til þess að hringja í sjúkrabíl til þess að flytja konu mína heim. Ég mætti þá nemanum í miðri stofunni, og þori ég ekki að taka fyrir það, að ég hafi ekki hægt á mér eða jafnvel staldrað við augnablik meðan ég bað nem- ann að undirbúa konu mína til heimferðar. MEÐ FYRIRLITN- INGARSVIP. Eigi svaraði neminn mér einu orði, en vísaði mér á dyr með fyrirlitningarsvip, enda þótt henni hafi hlotið að vera ljóst, að ég var á leið út hvort sem var. Sjáanlega kann nemi þessi Framh. á 7. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.