Vísir - 17.05.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 17.05.1961, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 17. maí 1961 ★ J. HARNALL: ===== ISTANBUL = 19 — Bravó! hrópaði hann þegar Ezra hafði skýrt frá erlndls- lokum. — Þér eruð gimsteinn, Ezra. En nú verðið þér að beita snilligáfu yðar á réttan hátt í framtíðinni. Hver elnasta upp- lýsing sem þér getið gefið okkur, er afar þýðingarmikil — líka fyrir yður. En þetta verður vandasamt starf, eins og þér munuð áreiðanlega skilja. Hvorki Aston né neinn annar í skrifstofunni má fá nokkra átyllu til að gruna yður um græsku. En ef þér stelist til að líta í bréf Astons og hlusta á símtöl hans við föður sinn eða hin útibúin, megið þér aldrei láta standa yður að því. Með öðrum orðum: Það ríður á að vera á verði hvem einasta dag og einasta klukkutíma sem þér eruð í skrifstofunni. Ezra skildi allt þetta mætavel. Og hún hélt því hátíðlega að gera sitt bezta. Áður en vika var liðin höfðu njósnir hennar valdið fyrsta al- varlega áfallinu fyrir firmað Thomas P. Aston. Daginn áður hafði Eric getað tilkynnt föður sínum að hann hefði náð í fyrstu stóru pöntunina, og var hróðugur af, enda hafði hann ástæðu til þess. Faðir hans hafði óskað honum til hamingju og látið í ljós ánægju sína yfir þessum gleðilega árangri, þó hann væri ekki meiri en gamli maðurinn hafði búist við af Aston hinum yngra. Og morguninn eftir sprakk bomban. Pöntunin var allt í einu ■ afturkölluð án þess að nokkur ástæða væri gefin fyrir því. Þegar Eric reyndi að grennslast um ástæðuna var svarið ekki annað en undanfærslur. Ezra fannst hún hafa haldið vel á spilunum þegar hún sagði: — Eg þori að veðja um að það er Hacker sem hefur talið þessu firma hughvarf — ef til vill méð enn betra tilboði. Þetta varð Eric umhugsunarefni. Blount hafði búið hann undir að harðrar samkeppni mætti vænta úr þeirri átt, og hann hafði bersýnilega ekki tekið of djúpt í árinni. Hugsjúkur símaði Eric til London til þess að segja föður sínum þessa raunafregn. Hann þagði meðan Thomas Pá var að hella úr skálum reiði slnnar. Svo sagði hann: — En hvað eigum við að gera? Ef ég reyni að undirbjóða, verður ekkert upp úr þessu að hafa — en kannske þú álítur að það borgi sig samt, upp á framtíðina? — Það er sjálfsagt Hacker, sem er komin í spilið þarna, sagði Tliomas P. — Já, það giska sumir á það hérna, svaraði Eric og leit á Ezru, sem grúfði sig yfir blöðin á borði sínu og lét sem hún tæki ekki eftir samtalinu. Láttu þessa pöntun róa, sagði gamli maðurinn. Við skulum sjá hvernig gengur næst. Við skulum ekki ýfast við Hacker, en ef hann vill ybbast við okkur, þá skal honum verða. Ijóst hvað það þýðir að slást upp á Thomas P. Aston. Eric varð ekki skapléttara eftir þetta samtal. Það leyndi sér ékki að faðir hans var gramur — 'enda ekki óeðlilegt. Blount kom inn til að spyja hvað þeir hefð'u sagt í LLondon. — Honum finnst aó' við eigum að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist og sjá hverju fram vindur, sagði Eric. — Enn sem komið er er það ekki nema ágiskun að það sér Hacker, sem er að bregða fæti fyrir okkur. En ef við fáum sannanir fyrir því að það sé hann, sel vill berjast við okkur, þá skal hann svei mér fá að berjast. — Jæja, sagði Blount alvarlegur. — Við komumst bráðlega að því. Það eru ekki nema fáir í þessari grein hér í Istanbul. — Maður verður að vera viðbúinn dálitlu mótlæti fyrst í stað, sagði, Eric vongóður. — Svo batnar það hvað af hverju. En það kom á daginn að þetta var aðeins lítil byrjun að erfið- leikxmum. Næstu dagana fór hvert einasta viðskiptaáform út um þúfur undir eins og átti að fara að framkvæma það. Alltaf kom einhver þrándur í götu á síðasta augnabliki — og í sumum til- fellunum gat enginn vafl leikið á því, að Hacker átti upptök- in að því. — Hacker vill flæma okkur frá Istanbul, sagði Thomas P. í símanum. — En við skulum nú tala betur um það. Sýndu nú hvað þú getur, Eric. Mér finndist það smán ef ég þyrfti að gera mér ferð til Tyrklands sjálfur. Eg hef meira en nóg að gera hérna, sérstaklega vegna þess að ég er að hugsa um að stofna útibú í Kanada. Loks var þetta farið að reyna á taugarnar í Eric. Ef þessu héldi 'áfram ætlaði hann að taka saman pjönkur sínar og fara heim. Hvað eftir annað var hann kominn á fremsta hlunn með að ráðast í vafasöm viðskipti, til þess að ná einhverjum árangri — en alltaf varð hann of seinn eða allt rann út í sandinn. Allt þetta gerði hann önugan og órólegan. Þegar hann kom heim frá skrifstofunni þrammaði hann eirðarlaus um svalirnar — án þess að taka eftir fegurðunni sem kringum hann var. Og það kom oftar og oftar fyrir að bréfin, sem komu reglulega frá Nancy, lágu lengi óopnuð. Ezra tók eftir hvernig honum leið, og gaf Hacker skýrslu að minnsta kosti annan hvem dag. Þjóðverjinn var harðánægður með hana. Þessi ungi vinur þolir þetta varla lengur, sagði hann. — Ef við höldum áfram að hrella hann verður ekki langt þangað til hann lokar Istanbul-útibúinu. En þér þurfið ekki að óttast að verða atvinnulaus fyrir því, Ezra. Eg hef alltaf eitthvað handa yður að gera.- Þér hafið leyst þetta starf ágætlega af hendi. En hvernig sem á stendur og hversu vel sem allt er undir- búið, getur alltaf eitthvað komið fyrir, sem enginn hafði gert ráð fyrir. Og í þetta sinn var það persónuleg tilfinning. Eftir að Ezra hafði starfað meira en tvo mánuði sem njósnari Hackers í firmanu Thomas P. Aston, varð henni allt í einu ljóst að hún gæti ekki haldið þessu áfram lengur. Fyrst í stað hafði hún gegnt starfi sínu án þess að finna til samvizkubits. Eem austurlandabúi hafði hún ekki vorkennt hin- um unga enska húsbónda sínum mótlætið, þó hún sæi hve mjög það fékk á hann. En þegar hann gerðist æ daufari í dálkinn — og það var starfi hennar að kenna — fór hún að vorkenna hon- um, þó hún reyndi að verjast þeirri tilfinningu. Og þessi samúð, sem hún hafði reynt áð bæla niður í fyrstu, varð smámsaman að öðrum djúptækari tilfinningum. Loks var svo komið að löngu símtölin við London voru oröin henni eins mikil kvöl og Eric sjálfum. Þegar hún sá fölt og gremjulegt andlitið á'Eric á morgnana og tók eftir að hann reyndi samt sem áður að brosa til hennar um leið og hann bauð henni góðan dag, fann hún til þess að hún hefði hagað sér sví- virðilega og fór að skammast sín fyrir sinn eigin verknað. Hún þorði ekki að segja hinum raunverulega húsbónda sínum hvernig ásatt var. Hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Loks rann upp sá dagur að unga tyrkneska stúlkan kom í skrifstofuna — föi og úrvinda af þreytu eftir heila andvöku- nótt. Hún hafði tekið ákvörðun sem ekki varð breytt. Hún tók ekki af sér baskhúfuna eða fór úr léttu rykkápunni sinni. Eric sat við skrifborð sitt þegar hún kom inn. Hann kom alltaf fyrstur allra í skrifstofuna. — Herra Aston, sagði hún niðurlút. — Eg þarf að fá að tala við yöur um — um dálítiö. Eric leit vingjarnlega til hennar og brosti dauflega. R. Burroughs — T A RZ A M — 3804 hJATUíWLLX,/SAI7 ?ON. VsyOUÍlgglVILESE TOSÖWITW /AE TO AFZICA. ÚZ. AWyWHEZE ELSE—" ‘SUTTHIS TRIPMISHT TAICE WEEK.S. ISIT FAIK TO LEAVE VOUK WIFE? WON’TSHE MISS YOU?" CLY7E f’HIP’FS SP’OK.E SLVLY. "CAKOL? I fON'T THINIK SO-- IN FACT. I’M MOKE INCLINE7 TO PELIEVE SHE WOUL7MISS yo/y... omt.mm.aauriiM fcn«m m< -t« » ■ wo». Dutr. by Unltcd Feature Syndlcate, Inc. ----I ■ '| rrwc.jaiLifBtf. Attðvitað, s»gði Dwa. I*ú j getur l«yft þér »2 korna ineð ' mér 01 Afríku eöa hvert sem er. Þessi ferð getur orð- ið vikum saman. Er það rétt hjá þér að vera svor.a lengi burt frá konunni þinni? — Clyde sagð.i ísmeginn: Carol? Eg held í raun og veru að hún muni sakna þín meira en mín. A KVÖLDVÖKIiNNI Ítalía getur hrósað sér af því að hafa 24 konur á þingi, 22 í fulltrúa- og 2 í öldungadeild. Og nú hefir rómverskt dagblað tekið sér fyrir hendur að kom- ast að því, hverjar af þeim eru glæsilegastar að klæðnaði og snyrtingu. Og það undarlega var, að tvær kommúnistaþing- konur urðu 1 og 2. Það voru Laura Dias og Maria Madda- lena Rassi, en kona úr kristi- lega flokknum var nr. 3. En ítalir hafa fundið skýringu á þessu. Það slitna ekki eins mikið fötin á kommúnistaþingkonum. Þær þurfa ekki sjálfar að á- kveða afstöðu sína. ★ Sagt er að Jakob Malik am- bassador Rússa sé kýminn mað- ur. En það eru þó líklega tak- mörk fyrir því. Hammond útgáfufélagið enska hefur nýlega gefið út enska útgáfu af bók Richard Armours hins ameríska, sem er vægilega sagt kýmin bók og heitir „Það hófst allt með Marx“. Bókaútgefendur héldu að í henni stendur meðal annar gaman af bókinni, en henni var skilað umyrðalaust. Menn skilja það kannske þegar þess er getið að í henni stendur m. a.: „Stalin lagði alltaf mikla á- herzlu á þunga iðnaðinn. Hann vildi hafa eitthvað, sem hiúu- hvinnsku verkamenn gætu ekki tekið með sér heém að kveldi.“ ★ Við ameríska háskóla er margt einkennilegt að lesa. — Menn geta til dæmis lært í „Eaton Royal“ fag, sem heitir Hjónaband og fjölskylda. Nýlega féll þar einn nemandi, hann hét Bartil Tvery, var kvæntur og átti lítinn dreng. — Hann hefir ekki hugmynd um hvað hjónaband er, sagði prófdómarinn. Hann var sjáifur 60 piparsveinn. ★ Gasstöðin i Paderborn Þýzkalandi hefir komizt í ó- vænt efni. Eftir því sem hætt var að nota gasljós og nýtízku lýsing hófst í staðinn, voru hin- ar gömlu lugtir geymdar ásamt staurunum sem þeim tilheyrðu og voru til svo mikillar huggun- ar fyrir hunda, og menn, sem höfðu fengið sér of mikið 1 staupinu. En brátt komu þessar gömlu lugtir að taka of mikið geymslu- pláss og var þá ákveðið að selja þær sem gamalt járnarusl. En einmitt þegar átti að fara að bjóða þær til sölu, fékk kvik- myndafélag að vita um það og sneri sér þegar til bæjarstjórn- arinnar. Það ætlaði einmitt að faka að takast á hendur að búa til .kvikmynd frá þeim góðu gömlu dögum um aldamótin, og hafði þá not fyrir hinar gömlu lugtir. Bæjarstjórnin seldi því lugt- irnar fyrir miklu hærra verð en fékkst fyrir járnarusL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.