Vísir - 17.05.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 17.05.1961, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Miðvikudaginn 17. ,inai .19.61 Sumarstarf þjóðkirkjunnar. Sumarbúöir KóSnandi veðmr á Akureyri. Unnið er hvarvetna að vega- viðgerðum norðanlands. Vmnubúðir. - Árið 1954 hófst starf á Löngumýri í Skagafirði, sem nefnt hefur verið sumarbúða- starf þjóðkirkjunnar. Upphaf þess má rekja til frk. Ingi- bjargar Jóhannesdóttur, skóla- stjóra, sem vildi leggja fram húsakynni og land fyrir þessa starfsemi í þeirri von og trú, að hún mætti verða íslenzkum ungmennum til góðs. Þjóðkirkj an studdi frk. Ingibjörgu og lagði í fyrstu til sarfslið, en hefur nú síðustu ár annast um- sjón og stjórn sumarbúðanna. Hefur almenn ánægja ríkt með al þátttakenda, aðsókn verið meiri en hægt hefur verið að sinna og margir sumargestir komið ár eftir ár. Sumarbúðastarfið á Löngu- mýri hefst að þessu sinni 20. júní og eru flokkarnir fjórir, tveir drengjaflokkar 20. júní til 3. júlí og 5. júlí til 18. júlí og tveir telpuflokkar 22. júli til 4. ágúst og 7. ágúst til 20. á- gúst.. Er lágmarksaldur barn- anna 7 ár. Sumarbúðastjóri verður síra Jón Kr. ísfeld, sem hefur haft mjög mikið og far- sælt barnastarf í prestakalli sínu, sem hann hefur þjónað fram að þessu, Bíldudal. Mun hann einnig njóta aðstoðar presta, sem munu skiptast á um að dvelja í sumarbúðunum. Mun hver dagur hefjast með morgunbænum strax 'á eftir fánahyllingu, en auk þess verð- ur börnunum leiðbenit og kennt, og myndir notaðar til að gera fræðsluna meira lifandi. Þá verða kvikmyndasýningar tvisvar í viku, mikill söngur og föndur ýmiskonar. — Knatt- spyrna, handbolti og sund iðk- að og farið í gönguferðir og stutt ferðalög um hinn fagra Skagafjörð. Þátttökutilkynn- ingum verður veitt móttaka á Biskupsskrifstofu, síma 15015 og hjá Æskulýðsráði Reykja- víkur kl. 2—4 daglega, sími 15937. Dvalarkostnaður er 700 krónur fyrir hvert tímabil. Fermingarbarnamót. Víða um land verða ferming- arbarnamót haldin aðra helgi í júní. Koma þá prestar saman með fermingarbörn sín frá vor inu og margt gert til uppbygg- ingar og skemmtunar. Ákveð- ið umræðuefni er á þessum mótum og nú verður talað um kirkjuna, hlutdeild æskufólks- ins í henni, þátttöku þess í starfi hennar og þjónustu. Á laugardagskvöldið verður kvöldvaka, en messað á sunnu- dagsmorgni. Vinnubúðir. 16. júní hefjast vinnubúðir að Görðum á. Álftanesi. Mun þá hópur innlendra og erlendra æskumanna og kvenna hefjast handa við að endurreisa Garða kirkju. Þann 7. júlí kemur svo 20 manna hópur, skozkra stúlkna og pilta og heldur að Fermingarbarnamót. ■ Kynnisferð. Núpi í Dýrafrð, þar sem máln- ingarpenslar og trjáplöntur bíða þeirra. Mun hvorar vinnu- búðir standa í þrjár vikur og eru allar nánari upplýsingar gefnar af síra Braga Friðriks- syni. framkv.stjóra Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur og síra Olafi Skúlasyni, æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar, Biskupsstofu, ættu þau ungmenni sem áhuga hafa á þátttöku í vinnubúðun- um að hafa samband við þá sem allra fyrst. Kynnisferð. Seinast í júlí mun níu manna hópur halda til Bandaríkjanna til ársdvalar á heimilum þar. Fer þessi æskumannahópur vestur á vegum þjóðkirkjunn- ar en í boði bandárískra kirkju deilda, og munu þau fyrst dvelja í New York, en fara svo sitt í hverja áttina: til Pennsyl vania, Wisconsin, Ohio, Ore, gon, Missouri, Nebraska og alla leið til Hawaii. Munu þau stunda nám í skólum og kynn- ast amerísku kirkjulífi. Um sama leyti koma hingað þrjú bandarísk ungmenni og munu dvelja hér í eitt ár á ís- lenzkum heimilum í Reykja- vík, Hafnarfirði og Keflavk. Er þetta í fyrsta skiptið, sem slík skipti fara fram á vegum kirkjunnar, en ætlunin er að halda þessu starfi og kynning- um áfram. Ættu þeir, sem á- huga hafa á því að bjóða heim amerískum ungmennum eða að senda íslenzk ungmenni til Bandaríkjanna, að hafa sam- band við æskulýðsfulltrúa þjóð kirkjunnar. Sjóstangaveiðimótið byrjar í Vestmannaeyjum þann 7. júní n.k., og er búist við mjög góðri þátttöku, bæði hérlendis frá og frá öðrum löndum. Eftir því, sem næst verður komist, munu 70—100 manns taka þátt í sjóstangaveiðimót- inu og þar af yfir 50 útlending ar. Um þátttöku þeirra er þó dálítið á reiki, því að óvíst er nema þátttaka Frakka geti breytzt, og er það að einhverju leyti undir framvindu Alsír- málsins komið. Annars koma margir þátttakendur frá Rvík, Vestmannaeyjum og Keflavík. Aðalvandamálið í sambandi við mótið, er að útvega gestun- um gistingu og beina, því að um þetta leyti verður ekkert hótel starfandi í Eyjum, því að hótel HB verður lokað um mán aðamótin. Flestum mun verða komið fyrir í stökum herbergj- um víðsvegar um bæinn, en ís- lendingum og Bandaríkjamönn um verður fengið húsnæði í skólum og fiskvinnslustöðvum. Vegna stutts tíma og fjárhags- örðugleika var ekki framkvæm Stúlkurnar sögðu við ljós- myndarann, sem var á gangi við tjörnina, að þessi kynni ekki að sippa. En lesendur sjá, hvort hún kann það ekki! Hún gerir það bara betur en margar, sem við höfum séð. Búrgíba fagnað í London. Búrgíba forseti Túnis kemur i dag í opinbera heimsókn til London. Hún stendur í 4 daga. Hann situr veizlu Elísabetar drottn- ingar í Buckinghamhöll og El- ísabet drottningarmóðir heldur honum sérstaka veizlu, en hún var nýlega í opinberri heim- sókn í Túnis. anlegt að breyta húsakynnum í Vinnslustöðinni til þessa, eins og kom til orða. Verðlaun verða mörg og góð, og ef vel veiðist, getur farið svo að Evrópumeistaraverð- laun fari til þátttakenda á þessu móti. Alþjóðasamtök sjó- stangaveiðimanna gefa gull- og silfurverðlaun í þessu til- efni. Afli jan.-febrúar mmni en í fyrra. Komin er út aflaskýrsla Fiskifélags íslands fyrir fyrstu tvo mánuði ársins og sýnir liún, eins og vænta mátti, minni afla en á sama tíma í fyrra. Heildaraflinn í febrúarlok nam aðeins rúmlega 52 þús. smálestum að þessu sinni, en varð í fyrra næstum 59 þúsund lestir af þessu magni í ár (45,3 þús. lestir í fyrra), og togara- fiskur 11,3 þús. lestir (13,7 þús. lestir í fyrra). Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Mikil hitabreyting varð hér á Akureyri í gær,því í gær- morgun var einhver mesti hiti, sem komið hefur í vor, 12 stig, en er á daginn leið snerist til norðanáttar og í gærkveldi var aðeins 3 stiga hiti. Var leiðindaveður á Akureyri í gærkveldi og hráslagalegt, en í morgun var hægvíðri og sól- skin, en hitinn samt ekki nema 5 stig. Yfirleitt hefur veðráttan ver- ið köld í vor, og víða hefur hit- inn komizt niður undir frost- mark á nóttum upp til sveita og fjær sjó. Sólskin hefur ver- Nýtt „hafskipi( að ári. 5. maí sl. undirrituðu þeir Gísli Gíslason, stórkaupmaður, Vestmannaeyjukn, formaður stjórnar Hafskip h.f. og Sigurð- ur Njálsson, framkvæmdastjóri samning um smíði flutninga- skips hjá skipasmíðastöðinni D. W. Kremer Sohn, Elmshorn, Vestur-Þýzkalandi, en skipa- smíðastöð þessi er að góðu kunn hér á landi og hefur hún byggt stálfiskiskip fyrir íslend- inga auk m.s. „Laxá“, sem Haf- skip h.f. lét byggja þar og af- hent var félaginu í desember 1959. Hið nýja skip verður byggt sem „shelterdekkskip“ 1025 tonn d.w., sem opið og 1700 tonn d.w., sem lokað. Lestar- rými þess er áætlað 73000 rúm fet. Skipið verður búið 1050 hestafla Deutz dieselvél, auk 3 hjálparvéla. Ganghraði er á- ætlaður 12 sjómílur. Öll ný- tízku siglingatæki verða í skip- inu. Áætlað er, að skipið verði tilbúið í apríl—maí 1962. EFTIR aðra umferð i Firma- keppni Bridgesambands ís- lands, er Trygging hf. í fyrsta sæti með 225 stig, spilari Ingi björg Halldórsdóttir, í öðru sæti Fálkinn hf. með 216 stig, spilari Aðalheiður Magnúsdótt ir og í þriðja sæti Rekord með 214 stig, spilari Hallur Símon- arson Stig 20 efstu fyrirtækj- anna fara hér á eftir. Trygging hf. 225; Fálkinn hf. 216; Rekord 214; Sparisjóður Reykjavíkur og nágr. 213; Ora hf. 213; Silli & Valdi, verzlun ið stopult og lítið tekið að grænka. Unnið er að vegaviðgerðum alls staðar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum þar sem því verður viðkomið, enda ekki vanþörf á, því þeir voru -illa farnir eftir leysingarnar í vor og flestir ennþá illfærir. Mjólk er samt flutt á bílum úr öllum sveitum í og við Eyjafjörð nema af Svalbarðsströnd og Höfða- hverfi. Hins vegar er mjólkin flutt þaðan, svo og úr Fnjóska- dal á bátum til Akureyrar. — Öxnadalsheiðin er leyfð jepp- um, en ekki öðrum bifreiðum. Vegurinn frá Húsavík til Mý- vatnssveitar er orðinn sæmi- legur yfirferðar og þaðan er og fært orðið alla leið í Möðrudal á Fjöllum. Annars eru vegir í Þingeyjarsýslum yfirleitt ill- færir ennþá. Menn farast í jarðgöngum. Unnið er af kappi við jarð- göngin undiir Montblanc og verða þau væntanlega fullgerð seint á næsta ári eða í ársbyrjun 1963. Verkið hefir gengið að kalla slysalaust, en í gær varð samt fyrsta alvarlega slysið, þegar sprenging varð fyrr en ætlað var inni í göngunum, og biðu þá tveir franskir verkamenn bana. ftEandtekinii í Kenya hefur verið hand- tekinn maður gf Kykújústofni, sakaður um morð á hvítri konu. Var það vegna morðsins á konu þeirri, sem myrt var fyr- ir 10—11 dögum, en síðar var önnur kona myrt, svo sem fyrr hefur verð getið. — f Rift- dalnum hafa verið handteknir 69 menn fyrir ýmis smærri af- brot síðan er útgöngubannið var sett. I 209; Kr. Kristjánsson hf. 209; Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf 209; S. Árnason & Co. 207; Útvegsbanki íslands 206; Prjónastofan Malín 204; Efna- gerðin Valur 204; Flugfélag ís- lands hf. 204; Leiftur hf. 204; Kr. Þorvaldsson & Co. 203; Ak ur hf, 203; Almennar Trygg- ingar hf. 203. Álafoss hf. klæðaverksm. 202; Árni Jóns- son, heildverzlun 202, Búnaðar banki íslands 201. Síðasta umferðin verður spiluð annað kvöld. Sjóstangaveiðimótið. Bridge: Trygging h.f. efst og Fálkinn næstur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.