Vísir


Vísir - 25.05.1961, Qupperneq 4

Vísir - 25.05.1961, Qupperneq 4
.4 Fimmtudaginn 25^y<maí 1$61 VISIR Það gengi kraftaverki næst, ef samningar tækjust í Evian en meðan „reynt er að semja, er enn von“. gripið hefir verið til í Evian, þar sem ræðst er við, og handan svissnesku landa- mæranna, þar sem serknska samninganefndin býr. Beggja vegna landamæranna er her- lið búið nýtízku vopnum og lögregla á verði við marg- faldar gaddavírsgirðingar, tálmunum hefir verið komið fyrir á vegum o. s. frv. Og fréttir bárust í fyrradag um, að öfgamenn hefðu í hótvm- um að sprengja í loft upp eitt gistihús á dag í Evian, og fylgdi það fréttunum, að enginn þyrði að humma slík- ar hótanir fram af sér, þar sem menn voru minnugir þess, að öfgamenn myrtu borgarstjórann í Evian fyrir rúmum 7 vikum. En það fór ekki svo, eins og flestir vonuðu, að skæru- liðar í Alsír héldu að sér höndum meðan reynt væri að semja í Evian, því að franska stjórnin í Alsír birti yfirlýsingu, sem hafði gagn- stæð áhrif við það sem til var ætlast, og vakti grun- semdir og gremju uppreist- armanna. Hún lýsti yfir vopnahléi algerlega óvænt að því er virðist og án tmd- angenginna samkomulags- umleitana, að hún mundi hætta öllum árásum, og frönsku hersveitirnar aðeins verja hendur sínar, ef á þær væri ráðizt. Uppreistarmenn töldu þetta „einhliða vopna- hlé“ herbragð, og er þess skemmst að minnast, að leið- togi samninganefndar Serkja, Belkacem Krim, kvað ekkert vopnahlé unnt að gera nema að undan- gengnum samkomulagsum- leitunum. Áður voru farnar að berast fréttir um nýjar árásir skæruliða á franskar herstöðvar, franska her- menn og herflutningalestir, og hafa Frakkar þegar beðið talsvert manntjón í þessum árásum. Belkacem Krim lýsti einn- ig yfir, að Serkir hvikuðu ekki frá markinu um alger- lega sjálfstætt Alsír. Áður hefir hér í blaðinu vei’ið vikið að ýmsu, sem erfiðleikum getur valdið við samkomulagsumleitanirnar, svo sem ágreiningnum um yfirráðin yfir Sahara. Frelsisbaráttan er talin hafa byrjað aðfaranótt 1. nóvember 1954, en sumir höfundar telja hana raun- verulega hafa byrjað 1926, en þá varð Ferhat, sem nú er 62 ára, formaður serk- neska stúdentafélagsins við Framh. á 9. síðu. Tipluðu, svifu og stukku um sviðið, balletmeyjarnar. 4ahÁ c$ MéUatufi wAík Frá lokaæfingu „Sígaunabarónsins“ í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. I kvöld verður frumsýning. Ekki hefur verið mjög svefn- samt hjá þeim í Þjóðleikhjsinu síðustu vikurnar. Þar hafa margir unnið fram á rauða nótt og lagzt á eitt um að gera loka- „stykkið“ sem skemmtilegast og glæsilegast, óperettuna „Síg- aunabaróninn“ eftir Johan Strauss. Lokaæfingin var í gær kvöldi og lofar góðu. Frumsýn- ing fer fram í kvöld. Til var fenginn einn af meiri- háttar leikstjórum Svía, Soini Wallenius, fyrsti leikstjóri Stóra leikhússins í Gautaborg, og síðan hann kom um sein- ustu mánaðamót hefur ekki ver ið til setunnar boðið. Frétta- maður Vísis leit inn á æfing- una í gærkvöldi, og þar var nú heldur líf í tuskunum, enda er hinn sænski leikstjóri karl, sem lætur hendur standa fram úr ermum. Öll hlutverk eru flutt af íslenzkum söngvurum og leikurum, utan annað aðalhlut- verkið, en í því er einn elsku- legur gestur, næturgali sunnan úr álfu, Christine von Wid- mann. óperusöngkona frá Vín. Balettmeyjar tipla, svífa og stökkva um sviðið með Bryn- dísi Schram í fararbroddi, en Veit Betche ballettmeistari hef ur þjálfað þær. Niðri í gryfj- unni leika hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Wodiskos, og mæðir hreint ekki minnst á þeim. Þegar hlé varð á æfingunni í gærkvöldi, báðu þeir fyrst allra orða um loft, „hleypið lofti niður,“ sögðu þessir bless- aðir karlar og teygðu úr sér, skutu upp kollinum eins og hvalir úr hafi til að blása. Stjór arnir báðir voru fegnir að geta losað enn betur um hálsmálið, teygt á axlaböndunum, slokað í sig einni flösku af appelsín, pepsikóla, pilsner, kók eða hvað það nú var. Svo „settust allir upp í“ á ný, og tekinn upp þráðurinn, þar sem sleppt var. Allir forð- ast auðvitað að líta út eins og festir, upp á þráð, en þetta er samt sem áður feykilega spenn- andi, og það láir þeim enginn, þótt votti fyrr glímuskjálfta. Þetta hlýtur að taka á taugarn- ar að vinna allar þessar endur- tekningar eftir fyrirskipunum vandláts stjórnanda. En það gefur líka gull í mund skulum við vona: Svo er að orði komizt í yf- irlitsgrein um frelsisbarátt- una í Alsír í erlendu blaði fyrir nokkrum dögum, að meðan samningamenn Serkja og Frakka í Alsír „hefðu orð- ið“ gættu skæruliðar í Alsír þess, að „ekki kæmist væta í púðrið þeirra“, myndu m. ö. o. vera viðbúnir hverja stund. Það er engum vafa bundið, að menn töldu yfir- leitt sterkar líkur fyrir, að uppreistarmenn myndu ekki frekara en franski herinn hafa ýfingar í frammi á meðan reynt væri að semja. Hinsvegar bjuggust allir við, að öfgamenn í Alsír af frönskum stofni og skoðana- bræður þeirra í Frakklandi, kynnu að grípa til örþrifa- ráða. Sprengjutilræði af þeirra völdum hafa líka ver- ið tíð og í fréttum hefir ver- ið greint frá þeim víðtæku varúðarráðstöfunum, cem Kalman Zsupan svínakóngur (Guðm. Jónsson) umkringdur af kvennafans. Krúsév vill fella Hodza. Saffi, Sigaunastúlka (Christine von Wid- mann) og Sandor Barinkay, Sígaunabarón- inn“ (Guðrn. Guðjónsson). Sígaunabaróninn (Guðm. Guðjónsson), sið- gæðismeistarinn (Þorsteinn Hannesson) og Sígaunakonan (Sigurveig Hjaltested). í Albaníu er haldið áfram réttarhöldum yfir njósnurum Rússa og hafa fleiri verið hand- teknir. Blaðið Scotman segir, að myndir af Krúsév séu teknar niður og myndir af Stalin hengdar upp í staðinn, og sé Krúsév orðinn svo gramur að hann vilji Hodzha frá völdum þera, — og gremja Krúsévs kunni nú að bitna á kínversk- um valdhöfum, en Albanir taka forustu þeirra fram yfir for- ustu Rússa.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.