Vísir - 25.05.1961, Blaðsíða 6
6
VfSIR
Fimmtudaginn 25. maí 1961
lF----■ -----------------------------------
VÍSIR
i , x
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, 12 blaðsíður daglega.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson og Gunnar G. Schram.
Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar
skrifstofur að Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Félagsprentsmiðjan h.f. — Edda h.f.
Versta íhaldssemin.
Undanfarið hefir Tíminn gert sér mjög tíðrætt um þá
hættu, sem stafi af vaxandi íhaldssemi í heiminum og hefir
komizt að þeirri skarplegu niðurstöðu að þeir séu helzt
sekir um að efla kommúnismann, sem berjist gegn honum
af mestu hörkunni! Er þessi ályktun Framsóknarblaðsins
í fullu samræmi við rökhugsaða stefnu flokksins í lands-
niálum.
Það hefir væntanlega verið með þetta ráð í huga, að
setja niður kommúnismann í landinu, sem formaður ungra
Framsóknarmanna steig í stólinn við Miðbæjarbarnaskól-
ann fyrir skömmu og flutti ræðu á gegnherílandi sam-
kundunni, sem þar var haldin. Og það er líklega af sömu
áíftæðunni, sem í Tímanum birtist daglega greinar um
vamarmálin, sem enduróma dúett þeirra félaga Einars og
Hannibals um varnarlaust land.
Þeir munu ekki vera margir saklausu einfeldningarnir
hér á landi, fyrir utan skriffinna Tímans, sem eru á þeirri
skoðim að gegn kommúnismanum verði bezt barizt með
því að hopa undan honum. Hér fyrir nokkrum árum voru
þeir þó fleiri. I Tékkóslóvakiu trúðu hinir grandalausu
borgaraflokkar ekld því að kommúnistar gætu verið hættu-
legir. En þeir skiptu um skoðun morguninn eftir bylting-
una, þegar þeir vöknuðu við vondan draum i fangelsinu
eða á leið á aftökupallinn. Söm var sagan í hinum Austur-
Evrópulöndunum. Nú eru þeir færri þar, nytsömu sak-
leyingjamir. Trúir Tíminn því að Hitler hefði átt eins auð-
velt uppdráttar á árunum fyrh’ 1933, ef borgaraflokkar
Þýzkalands hefðu skyggnt betur hættuna, sem af hinum
brúna fasisma stafaði og skorið upp herör?
Hér á landi hafa, sem betur fer, átt sér stað straumaskil
í þessum efnum á undanförnum ámm. Á fyrstu eftirstríðs-
árunum var þjóðlífið gegnsýrt af Rússlandssamúð og kom-
múnistadekri. Gáfaðir menntamenn töldu það sóma sinn
að sýna frjálslyndi með því að bera flokkssldrteinið. Lista-
menn trúðu því í einlægni að aðeins í Sovétríkjunum væri
listin frjáls og listamaðurinn virtur. Það var á árunum
áður en fregnimar bámst af sósílarealsimanum og grát-
Ijóðaframleiðslu herleiddra skálda til dýrðar milljónamorð-
ingjanum Stahn. Rauðir pennar vom Völuspá og Lilja
þeirra ára og það var þá sem Kristinn E. Andrésson falsaði
bókmenntasögu tuttugustu aldarinnar.
Nú er öldin önnur. Þjóðinni er orðið Ijóst að kommún-
isminn er svartasta íhaldsstefna þessarar aldar. Almenna
Rókafélagið sér þjóðinni fyrir sæmilega óbrjáluðu lesmeti
og í Frjálsri menningu mynda menntamenn og skáld lands-
ins skjaldborg um andlegt frelsi.
En allt hefir þetta farið fram hjá Tímanum. Kommún-
isminn er enn 1 hans augum fagnaðarboðskapurinn um
frelsi hins þreytta verkamanns. Og það er versta íhalds-
semin; að kunna ekki að læra af reynslunni, en stara blind-
um augum inn í framtíðina.
Skuggi yfir haustdöguw.
Nú hafa framhaldsskólamir lokað dyrum sínum í bili
og æskan gengur glöð út í sólskinið. Martröð prófanna er
að baki, sumum hefir gengið vel, aðrir horfa sorgbitnir á
einkunnabókina og lofa sjálfum sér því að gera betur næsta
vetur. Og þá hefst atvinnuleitin. Það er ekki lítil viðbót við
vinnukraft landsmanna þar sem skólafólkið er, og það
sýnir manndóm þess og dug að flestir sækjast eftir vinnu,
þótt hin erfiðasta sé, allt til hausts. Þannig kynnist æskan
framleiðslustörfunum og daglegu atvinnulífi landsmanna
af eigin reynd. Og ekki fáum auðveldar það stöðuvalið
siðar meir.
Þessa dagana ber aðeins einn skugga á sumarmánuðina
i augum skólaæskunnar; ef til vill verður henni bannað að
vinna. Og þá er hætt við að krappt verði skotsilfrið hjá
mörgum námsmanninum, þegar kemur fram á haustnætur.
Skósn:i5urinn9 —
sewn smíðaði 40 htíta
í FJÖRUNNI í botni Foss-
vogs liggja margir trillubát-
ar, af ýmsum stærðum og
gerðum. Sumir hafa jafn-
vel verið dregnir upp á
grænt túnið norðan við lítið
íbúðarhús, sem stendur við
voginn. Úr skúr sem er á-
fastur íbúðarhúsinu heyrast
reglubundin hamarshögg
eins og verið sé að hnoða
nagla þar inni. Stórar
vængjadyr á vesturgafli
skúrsins standa upp á gátt.
Kvöldsólin nær til að skína
inn í eitt hornið við dyrnar
og norðanandvari ber með
sér lykt af þangi inn í skúr-
inn og blandast þar við ilm
af tjöru og nýsöguðum viði.
Maðurinn heldur áfram að
hnoða naglann. Stór
prammi stendur á stokkun-
um næstum fullbyrtur, og
það mætti ætla að smiður-
inn ætlaði að Ijúka við
prammann í kvöld, svo virð
ist hann hraða verki sínu.
Hann er örlítið álútur yfir
prammann. í hægri hendi
heldur hann á hnoðhamri og
lemur á naglann innan á
borðinu og í vinstri hendi
heldur hann á þungum slag
hamri sem hoppar' af naglan
um á byrðingnum utanverð-
um við hvert högg.
— Hver á að fá svona stór-
an pramma, Guðjón? Ætl-
viðtal
dagsins
Guðjón Jóhannsson.
arðu að ljúka við hann í
kvöld. Guðjón slær síðasta
höggið _ á naglann, réttir
snögglega úr sér, tekur glað
lega kveðju komumanns og
þarna stendur hann, rúm 6
fet á hæð, þráðbeinn eins
og konunglegur lífvörður,
þrátt fyrir 70 árin. Hárið er
orðið grátt, en það er allt á
sínum stað og hin svörtu
augu ljóma enn af lífsfjöri.
— Þennan stóra pramma er
ég að smíða fyrir geysistór-
ann mann, ég held bara
stærsta mann sem ég þekki.
Þessi prammi getur áreiðan
lega borið tonn. Byrðingur-
inn fimm áttundu og högg-
inn eikarbönd. Hann ætti að
þola eitthvað.
— Hver er þessi gasalega
rtóri maður, sem þarf svona
stóran og sterkan pramma?
— Það er hann Árni
Sigurjónsson.
— Nú, Árni gæti að
minnsta kosti haft fjóra jafn
stóra með sér og þó haft borð
fyrir.
— Það er dýrt að smíða
báta núna, er það ekki?
— Það er alveg agalegt.
Saumurinn kostar offjár og
viðurinn, ját það er bara
ekki hægt að tala um það og
svo er þetta tómt rusl. Það
er ekki hægt að fá almenni-
lega spýtu. Það hlýtur að
vera eitthvert svindl í þessu
með verðið á timbrinu.
— Þú ert ekki lærður
bátsmiður er það, en þó bú-
inn að smíða marga báta?
— Já, ég er búinn að
smíða 40 báta. Sá fyrsti er
gamall bátur, sem ég fékk
brotinn og bramlaðan. Ég
setti í hann botninn og bæði
stefnin og svo reri ég á hon-
um bæði langt og lengi.
— Þú hefur verið á Súg-
andafirði þá?
— Já, ég kom ekki hingað
suður fyrr en 1948 og setti
upp skóviðgerðarvérkstæði.
Skósmíði er reyndar mitt
fag og ég stunda það, þegar
eitthvað er að gera, en ég
vil miklu heldur smíða báta.
Guðjón var nú búinn að
leggja frá sér hamrana og
við virtum enn einu sinni
fyrir okkur prammann hans
Árna og Guðjón hallaði aftur
skúmum, enda var klukkan
að verða tíu og vinnudagur
sjötugs manns orðinn nógu
langur.
Framh. á 10. síðu
BERGMÁL
Arsrit Garðyrkju-
félags íslands.
Það er nýkomið út, aJar fjöl-
breytt að efni. 1 ritinu er marg-
ar greinar, yfirleitt stuttar, en
allar hafa þær mikinn fróðleik
að finna, sem verða mun til
gagns og ánægju öllum þeim,
sem áhuga hafa fyrir garðrækt,
og einkum þeim, sem hafa skil-
yrði til að stunda hana, en þeim
sem það gera í landinu hefur far-
ið mjög fjölgandi á siðari árum,
og má það mjög þakka Garð-
yrkjufélagi íslands og mörgum,
ötulum forustumönnum á sviði
garðræktar. Nefnd skulu heiti
nokkurra greina til þess að
vekja betur athygli á hve mikinn
og þarfan fróðleika ritið hefur
að flytja:
Vorlaukar, Uppbinding jurta,
Fagur er reynir, Danir tak-
marka mjög notkun eitraðra
plöntulyfja, Jurtaval í steinhæð-
ir, Jurtapottar og stofublóm,
Villigróður og garðagróður, Kál-
æxlaveiki og hnúðormar. Gul-
rótamaðkur fundinn í Reykja-
vík, Skordýraeyðingarlyf borin á
fræ, Svart plast notað í görðum,
Blaðlýs skemma sitkagreni, Sótt
hreinsun jarðvegs, Brúnrotnun í
káli, rófum o. fl., Nokkrar ábend
ingar um ræktun limgerða o. m.
fl.
Gróðiuhúsabygglngar.
í grein um gróðurhúsabygg-
ingar 1960 segir, að mjög hafi
dregið úr þeim, „enda er bygg-
ingarkostnaður orðinn svo mik-
ill, að menn þurfa að vera meira
en lítið fjársterkir ti! þess að
geta komið sér upp gróðurhúsi."
Þó var nokkuð um framkvæmd-
ir á þessu sviði, m. a. lokið við
smíði gróðurhúsa sem smíði
var hafin á 1959. 1 greininni er
m. a. vikið að tilraunum með
notkun gerviefna í stað glers í
gróðurhúsum erlendis.
Fyrsta plastgróðurhús
landsins.
Þar segir m. a.: Á Garðyrkju-
skólanum var rifinn braggi og
grind hans komið fyrir við gróðr
arstöðina, þannig að hún nær
yfir grunn tveggja gamalla gróð
urhúsa. Heyrst hefur að klæða
eigi grind þessa með einhverju
plastefni í stað glers og yrði þar
komið fyrsta plastgróðurhús
landsins .... Fróðlegt verður að
fylgjast með árangri þessarar
tilraunar," — skýrt er tekið fram
að notkun plastefna í gróður-
hús sé enn á tilraunastigi. Grein
þessi er eftir Ola Val Hanson,
sem á nokkrar aðrar greinar í
ritinu, en langmest hefur lagt til
í það Ingólfur Davíðsson grasa-
fræðingur, sem er ritstjóri Árs-
ritsins. — I ritnefnd eru Hafliði
Jónsson og Halldór Ó. Jónsson.,