Vísir - 25.05.1961, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
Fimmtudaginn 25. maí 1961
J. HARNALL:
y
SLÖÐIN
ISTANBUL =
25
að hún gæti aldrei verið óhult í borginni. Og til þess að losna
við ofsóknir framvegis hefði hún afráðið að fara alfarin frá
Isanbul.
— En hvert ætlarðu þá að fara? spurði Eric.
— Eg fer þangað sem Hacker nær ekki til mín, svaraði Ezra.
— Eg get sagt þér það, en ég ætla að biðja þig um að segja það
engum. Eg er nokkurnveginn viss um að ég get fengið atvinnu
í Ankara, ef ég fer þangað.
— Það verður söknuður að missa þig, andvarpaði hann. Þarna
koma svo margt til greina, og hann sá fram á að þetta var vafa-
laust bezta lausnin — ekki sízt fyrir hana sjálfa. Og fyrir hann
líka. — Og eins og þú skilur færðu beztu meðmæli. Því að firmað
saknar þín líka ef þú ferð, Ezra! Hún brosti fölu brosi.
— Það er fallega gert af þér að segja það, sagði hún. En um
leið hugsaði hún: Þú ættir að vita hve mikið ég sakna þín!
En ég er þér sammála um að þetta sé bezta lausnin, hélt liann
áfram. — Við getum ekki biðið eftir að fá sannanir, sem þarf
til þess að gera Hacker óvirkan og hættulausan. Það getur tekið
langan tíma og á meðan ert þú í sífeldri hættu hér í borginni.
En þetta er sorglegt — það hefur verið svo gaman að vinna með
þér, og.... sem sagt — ég mun sakna þín mikið. Hvenær befur
þú hugsað þér að fara?
— Helst eins fljótt og hægt er — úr því að ég verð að gera það.
Það er ekki til neins að vera að draga það á langinn.
Eric varð að fallast á það. Því fyrr sem hún færi því meiri
líkur hafði hún til að komast hjá hættunni, sem vofði yfir
henni eins og damóklesarsverð. En hann vissi ekkert um aðal-
ástæðuna fyrir þessari ákvörðun, sem hún hafði tekið, og Ezra
sagði ekki eitt orð um þetta við Naney.
— En eitt langar mig til að biðja þig um áður en við skiljum,
sagði Eric. — Og það er eingöngu þín vegna. Skrifaðu mér hvorki
bréf ná kort þegar þú kemur til Ankara. Þó að mig langi mikið
til að frétta af þér, þá er það samt vissast, að enginn annar
viti hvar þú ert. Þú skilur hvað ég meina. Maður getur aldrei
verið viss um hve langt illmennskan kemst.
Og Ezra lofaði því — í þungu skapi.
Því miður hafði Nancy, sem ekkert vissi um ákvörðunina sem
Ezra hafði tekið, afráðið einmitt í dag að láta skríða til skarar.
Tíminn hafði liðið alltof fljótt, og Eric hafði ekki sýnt nein merki
þess að hann ætlaði að taka sinnaskiptum hvað Nancy snerti.
Það var auðvitað þessari tyrknesku stelpu að kenna! Hún var
alvarlegasti þröskuldurinn — þess vegna varð hún að hverfa!
Og hverfa undireins!
Ezra fór þegar í stað að búa sig undir burtförina. Hún þurfti
að raða fjölda af skjölum, hreinskrifa hraðrituð bréf og margt
annað. Panta flugfar og kaupa ýmislegt smávegis. Eric hafði
sagt henni að hann skyldi aka henni heim til að ná í farang-
urinn hennar.
Og ú morgun mundi hún verða komin til Ankara!
Eric og Ezra voru bæði dauf í dálkinn við tilhugsunina um
viðskilnaðinn. Hann hafði komið flatt upp á Eric — en hann varð
að játa að hann viðurkenndi að þetta væri bezta úrræðið. Hann
gat ekki tekið á sig ábyrgöina á því að láta Ezru verða áfram
í Istanbul, þar sem lífhættan vofði yfir henni í hverju spori.
— Nú er ekki annað eftir en nokkur smáatriði í skjalasafninu,
sem ég verð að gera greina fyrir, sagði hún og reyndi að tala
sem formlegast. — Kannske þú viljir líta á það með mér?
Eric kinnkaði kolli og fór með hana inn i skjalaklefann.
Augnabliki eftir að þau voru farin úr skrifstofunni opnuðust
dyrnar í hinum endanum og Nancy Ferguson kom inn. Erindið
var að hitta Eric og hún gretti sig þegar hún sá að hann var
ekki inni. En í sömu svifum sá hún að heppnin hafði verið með
henni. Þarna varð ekki á betra kosið.
Nancy brosti og ánægjan skein úr augunum. Hún hafði komið
auga á tösku Ezru, sem lá á skrifborðinu hennar. Og taskan var
meira að segja opin. Og við símann á borði Eric var ávísana-
heftið hans.
Nú vissi hún ekki hvert aðrir en Eric gátu gefið út ávísanir, en
það skipti minnstu máli. Aðalatriðið var að hægt væri að gera
Ezru grunsamlega. Nancy hafði gengið svo vel með ungfrú Welsh
í London forðum, að hún var viss um að þetta gæti tekist líka.
Fyrr eða síðar hlaut Eric að sakna ávísanaheftisins, og þá....
Hún hafði ekki hugsað hugmyndina á enda áður en hún fram-
kvæmdi hana. Eftir nokkrar sekúndur var ávísanaheftið komið'
neðst í tösku Ezru, falið undir öllu hinu dótinu.
Og svo flýtti Nancy sér út. Enginn hafði orðið hennar var, af
því að dyrnar vissu beint út að ganginum. Eftir hálfa mínútu
var hún komin út á götuna aftur. Hún gekk hægt fram götuna
um stund en sneri svo við, sömu leið.
Þegar hún kom inn í skrifstofu Erics í annað sinn voru þau
þar bæði, Eric og Ezra. Þau voru bæði alvarleg, svo að Nancy
grunaði að eitthvað væri að.
— Skelfing eruð þið hátíðleg, sagði hún. — Maður skyldi halda
að eitthvað alvarlegt hefði gert.
— Ezra er að hætta hjá okkur, sagði Eric og svaraði ekki
brosinu, sem Nancy hafði á vörunum.
Nancy varð forviða fyrst í stað. En svo fór hún að hugsa málið.
Þetta yrði til þess að bæta aðstöðu hennar. Og þegar hann upp-
götvaði að Ezra hefði hnuplað ávísanaheftinu hans, mundi það
uppræta alla þá tiltrú, sem hann bar til hennar.
— Einmitt það, eruð þér að hætta? spurði hún Ezru. — En
hversvegna gerið þér það?
Það var Eric sem varð fyrir svörum: — Við höfum orðið sam-
mála um að það sé öruggasta leiðin. Það verður ekki hægt að
vedja hana til lengdar gegn bófunum, sem sitja um hana hérna
í Istanbul.
— Og hvert ætlið þér að fara?
— Eg hef ráðlagt Ezru að segja ekki nokkurri manneskju hvert
hún ætlar, flýtti Eric jsér að taka fram í. — Og ég hef líka sagt
henni að hún megi aldrei skrifa hingað, svo að ekki verði hætta
á að óvinirnir komist að dvalarstað hennar.
Þetta gat ekki verið betra, hugsaði Nancy með sér. Hún hafði
verið lygilega heppin.
Eric ók heim þegar hann hafði kvatt Ezru við Ankara-flug-
vélina. Hann var angurvær, því að hann fann að hann mundi
saknað Ezru mikið.
Hann gerði sitt ítrasta til að leyna því, en það var engum
blöðum um það að fletta að það var fremur dauflegt heima hjá
honum um kvöldið. Honum var ómögulegt að leyna því, að hon-
um fannst tómlegt eftir að Ezra var farin.
En Nancy lét sem hún tæki ekki eftir því. Hún vissi ofur vel
hvernig Eric leið núna. En hún þóttist viss um að nú mundi
auðveldara að fá hann til að bíta á öngulinn. í svona hugar-
ástandi gera menn stundum það, sem þeir mundu ekki gera
undir öðrum kringumstæðum. Og ef hún gæti náð honum í netið
þá skyldi hann ekki sleppa aftur, það skyldi hún sjá um! Enda
var hann vandaðri maður en svo, að honum gæti dottið það í
hug. Hann mundi aldrei rjúfa heit, sem hann hafði gefið — jafn-
vel þó það væri gefið í fljótræði. P’rú Ferguson var dóttur sinni
R. Burroughs — T \ RZ A M —
3810
'yousEefKBBPAPrEP
KITTEKUYi "l'M SUKE THAT , .
mrrs istrvin6to <ill m"
Don Reed sagði Tarzan
hVer hann var og sagði frá
samfbandi- sínu við Phipp,
blaðaútgefandanna frá Lon- |
don. Við erum hér að skrifa I
sögu úr myrkviðurn, en ég|
er hræddur um að sagan sé
öll tilbúningur. Sjáðu til, ég
er nærri viss um að Phipps
er að reyna að drepa mig.
*
Hjón frá Boston voru einu
sinni vetrartíma í Augusta í
Georgíu. Meðan þau voru
þarna stödd kynntust þau aldr-
aðri negrakonu, sem þeim féll
vel við og buðu henni í heim-
sókn til sín upp á sinn kostnað.
Konan kom nokkru eftir þeirra
til Boston og var tekið vel á
móti henni og henni skemmt
eftir föngum og hún sat jafn-
vel til borðs með þeim. Einn
dag er þau sátu við miðdegis-
borðið, sagði húsbóndinn, á-
nægður yfir lýðræði sínu og
kurteisi:
— Eg býst við því, að meðan
þér voruð þræll, hafi húsbóndi
yður aldrei boðið yður að setj-
ast til borðs með sér?
— Nei, herra, það gerði hann
aldrei, sagði gamla blökkukon-
an. — Húsbóndi minn var prúð-
menni. Hann leyfði aldrei að
neinn negri settist við sama
borð og hann.
-¥■
Gesturinn var ástúðlegur við
húsbóndann.
— Fjölskylda yðar er fljúg-
andi gáfuð. Einn sonur yðar
leikur á horn, tvær dætur leika
á píanó og gítar, konan yðar
spilar á banjo og hin börnin
leika á ukulúlú. Þar, sem þér
eruð faðir slíkra snillinga hljót-
ið þér að vera eitthvað sjálfur.
Er það ekki?
— Jú, svaraði húsbóndinn. —
Eg er bölsýnismaður.
Skósmiðurmn -
Framh. af 6. síðu.
— Fórstu snemma á fæt-
ur í morgun?
— Ég get aldrei sofið eft-
ir klukkan fimm á morgn-
ana. Ég er með grásleppunet
út af Álftanesinu. Þetta er
fjárans baks með netin í
morgun. Það eru botnfestur
og straumur og ég kem ekki
að fyrr en undir hádegi.
— Þú ert alltaf einn.
Heyrðu, ertu ekki farinn að
lýjast?
— Ég fleygði mér snöggv
ast útaf eftir matinn. Fékk
mér hænublund — það dug-
ar. Ég má helzt ekki setjast
niður eftir hádegið, því þá
fer ég að dotta. Ég er annars
eins og nýsleginn túskilding
ur, þegar ég er búinn að fá
mér blund og hressa mig á
kaffisopa. Komdu nú inn við
skulum vita hvort Ágústa á
ekki sopa á könnunni.
Það reyndist svo vera, að
frú Ágústa átti sem endra-
nær sopa á könnunni, og
milli þess sem ég drakk
kaffið og rabbaði við þau
hjónin um gamalt og nýtt,
var ég að velta því fyrir
mér að það hefðu einhvern-
tíma verið töggur í honum
Guðjóni Jóhannssyni á hans
yngri árum, fyrst hann gat
unnið tvöfalt dagsverk sjö-
tugur. — P.