Vísir - 25.05.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 25.05.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudaginn 25. maí 1961 VISIK 9 Evian - Framh. af 4. síðu. háskólann í Algeirsborg, og bar fram kröfuna um alger- lega sjálfstætt Alsír (Erling Fjöl í Politiken). Einkunn- aroð fresisbaráttunnar valdi hann þessi: Hjálpið oss til að endurreisa mannlega sjálfsvirðingu okkar — eða leggið niður skólana, sem þið hafið komið á fót. Bjöl telur, að framan af hafi Fer- hat Abbas og fylgjendur hans talið, að mai’kinu yrði náð með algeru jafnrétti Mohammeðstrúarmanna og Frakka innan hins fransk- alsírska samfélags, en glatað trúnni á það, því að allt, sem frá París hafði komið og miðað að friðsamlegri fram- tíðaralausn hafi verið kæft af stjórnarvöldunum í Alsír og evrópsku landnemunum þar. Um þátt De Gaulle forseta, eftir að hann komst til valda, til að leysa Alsírdeiluna hefir svo mikið verið ritað, að ekki verður bætt við að þessu sinni, eða tilraunir öfga- manna til þess að torvelda og koma í veg fyrir áform hans. Á það má og minna, sem nýlega var rætt hér í blaðinu, að Bourgiba Túnis- forseti hefir lagt sig í líma með að fá serknesku útlaga- stjórnina, sem hefir aðsetur í Túnis, til samninga, enda efast Bourgiba ekki um ein- lægan vilja De Gaulle til að koma á friðsamlegri og far- sællegri framtíðarlausn. Það mun ekki sízt fyrir hans á- hrif, að þrátt fyrir allt kvað sá hugur ríkjandi meðal samningamanna beggja, að reyna til þrautar í Evian að koma málinu í höfn, hversu sem til tekst. Ferhat Abbas vildi lengi vel fara þingræðis- og kosn- ingaleiðir að markinu og lagði 1946 fram tillögur, sem ei’u mjög svipaðar þeim, sem De Gaulle býður upp á. Nán- asti samstarfsmaður hans var Ahmed Francis, læknir að menntun, en hann er nú fjármálaráðh. útlagastjórn- arninar. Francis er 10 árum yngri en Ferhat Abbas. Þá var Belcacem Krim, nú ut- anríkisráðherra útlagastjórn- arinnar, farinn að safna liði í Kabilyu-fjöllum, og það lið varð kjarni frelsishreyf- ingarinnar. Og Belkacem Krim og 8 aðrir leiðtogar hófu svo fyrir 7 árum upp- reistina, sem ekki er enn ^il lykta leidd, en reynt er að fá endi bundinn á í Evían. Einna mikilhæfastur þess- ara leiðtoga Ahmed Ben Bella, sem frá 1956 hefir verið fangi í Frakklandi og nýlega var fluttur til eyjar nokkurrar við Frakklands- strendur, þar sem hann er í einskonar „stofufangelsi“, þ. e. hans er enn gætt, en hefir talsvert frjálsræði. En þenn- an velvildarvott láta hans gömlu félagar sér ekki Seinheppnir ráðherrar Butler og Home lávarður sæta gagnrýni. nægja. Þeir krefjast þess, að hann fái fullt frelsi og verði einn samningamanna í Evian. Meðal samningamanna Serkja er og Mohammed Yazid, nú upplýsingamála- ráðherra útlagastjórnarinn- ar, og Ahmed Boumendjel, vinur Ferrhat Abbas, og er hann nefndur stjórnmálaleg- ur ráðunauur samninga- nendarinnar. Hann á ekki sæti í útlagastjórninni. Hann er lögfræðingur og á franska konu, sem enn býr í París. Hann hefir gegnt mikilvægu hlutverki sem tengiliður skæruliða, sem berjast í Al- sír, og hinna útlægu stjórn- málaleiðtoga, og hefir annast mikilvæga samninga, og er talinn einn mikilvægasti maður sjálfstæðishreyfing- arinnar nú. Hann er 55 ára. Bjöl telur í grein sinni, að það sé Ben Bella, sem sé hinn raunverulegi höfuðleið- togi þjóðernissinna í Alsír. Hann er 55 ára. Serkir líta á hann sem þjóðhetju. Frakkar náðu honum á sitt vald og fleiri leiðtogum, er flugvél, sem þeir voru í, var knúin til að lenda. Hann lýs- ir honum sem viljasterkum og öruggum leiðtoga, með ó- skeikulli dómgreind, sem hafi tryggt honum áhrifavald yfir öðrum leiðtogum, og muni það án efa koma í ljós, er hann aftur fái frelsi sitt. Hann segir ennfremur, að sagt sé að í þau 4J/2 ár, sem hann hefir verið fangi í Frakklandi, hafi beiskja hans í garð Frakka ekki auk- izt. Ben Bella er 45 ára, Hann var eitt sinn undirforingi í franska hernum og var sæmdur heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu í orrust- unni við Monte Cassino. Ótal torfærur eru á leið til fulls samkomulags í Evian og engu verður um spáð að svo stöddu hvort yfir þær allar verður komizt. Hjá sumum höfundum kemur fram sú skoðun, sem virðist nokkuð almenn, að það gengi kraftaverki næst, ef samn- ingar tækjust, en hér mun sennilega eiga við sem oftar, að „meðan reynt er að semja er von“. Bikarkeppni Bridgesambands er nýlokið. Keppt var um Stef- ánsbikarinn, en hann er gefinn af Stefáni Óla Stefánssyni, Ak- ureyri, og var handhafi hans sveit Einars Þorfinnssonar. — Þátttakendur voru nú 19 sveitir, frá Reykjavík, Selfossi, Akureyri og Keflavík. Sigur- vegari varð sveit ' Jákobs Skökk ræða, flutt af skökkum manni á skökkum tíma, er dóm- ur Daily Mail um ræðu, sem Butler innanríkisráðherra og Raforkuskortur í Póllandi. Rafmagnsskortur hefir gert vart við sig hjá Pólverjum, bætist ofan á vistaskort. Hefir verið lítið um úrkomur í vetur, svo að lítið vatn hefir safnazt við uppistöður orku- vera. Menn sjá einnig fram á neyzluvatnsskort í helztu borg- um, ef sumarið verður þurr- viðrasamt. Bjarnasonar, Reykjavík, en með honum í sveitinni eru þess ir menn: Hilmar Guðmunds- son, Jón Arason, Jón Björns- son, Rafn Sigurðsson og Vil- hjálmur Sigurðsson. — í öðru sæti varð sveit Brandar Bryn- jólfssonar, Reykjavík, og í 3. sæti sveit Mikaels Jónssonar, Akureyri. varaforsætisráðherra fiutti, í einka-samkvæmi í Madrid. Kvað hann skömm að því að Spáni hefði verið haldið utan við alþjóðlegt samstarf, svo mik- ilvægt sem landið væri með til- liti til varnar Vestur-Evrópu, og er þetta skilið af flestum sem meðmæli með aðild Spánar að Norður-Atlantshafsbandalag- inu. Daily Herald segir, að engu sé líkara en sumir menn telji að bjóða skuli alla velkomna í samtökin, ef menn aðeins séu á móti kommúnisma, en borg- arastyrjöldin á Spáni sé ekki öllum gleymd. Rætt var um málið í spurn- ingatíma í neðri málstofunni og kvað ráðherrann hafa túlkað einkaskoðun, þar sem ræðan hefði verið flutt í einkasam- kvæmi. • Heimsókn Home lávarðs til Lissabon í þessari viku er einn- ig gagnrýnd. Hún eigi sér stað á eins óheppilegum tím og frek- ast geti verið, þar sem á hana kynni að vera litið sem stuðn- ing við Portúgalsstjórn út af Angola. Þykja ráðherrarnir hafa verið seinheppnir og kem- ur það fram líka í stjórnarblöð- unum. A. Th. Bridgekeppni um Stefáns- bikarinn lokið. ALGER IMYJUNG hérlendis í gerð og viðhaldi gólfa. f Er vísindalega samansett og prófuð efna- blanda sem tekur langt fram öllu sem áður hefur verið notað hér til gerðar steinsteyptra gólfa. Emeri-Crete gólf hafa undraverðan styrk" leika og endingu. Þau springa ekki og eru ónæm fyrir hitabreytingum raka, olíum og flestum kemiskum efnum. Yfirborðið er afar hart, en þó óbrotgjarnt, og algjörlega laust við hálku. Aferðin er falleg og alltaf eins. EMERI-CRETE gólf eru sérlega hentug fyrir verksmiðjur og iðnfyrirtæki. KYNNIÐ YÐUR HIN ÓVIÐJAFNANLEGU EMERI-CRETE GÖLF: Allar upplýsingar: SIGURBJÖRN ÁRNASSON P.O. Box 769 — Reykjavík Skólavörðustíg 6 B Símar 23986 og 18995.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.