Vísir - 27.05.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 27.05.1961, Blaðsíða 7
Laugardaginn 27. maí 1961 7 VÍSIR Vestur-Skaftfellingar eiga 'sameiginlega einn erki- fjanda, óvin sem heldur þeim í stöðugum ótta og skelfingu og gerir þeim enda löngum meiri eða minni skráveifur Þessi óvinur er Katla, sá eldspýtandi óvætt- ur5 sem hefst við uppi í miðj um Mýrdalsjökli og hefur fyrr og síðar orðið fjölmörg- um Skaftfellingum að fjör- tjóni, auk þess sem hann hefur brotið land þeirra og drepið fjárstofn þeirra unn- vörpum. Ein skráveifan — meðal margra — fellst í síbreyti- leik vatna þeirra sem undan Mýrdalsjökli falla. Það tor- veldar vegasamgöngur yfir sandinn, hefur gert það öld- um saman og mun enn gera um aldir. Vötnin á Mýrdals- sandi — svo ekki sé talað um Kötluhlaup — brjóta niður brýr, ryðja burt varn- argörðum og vegum. Vega- viðhald er því sennilega hvergi jafndýrt á landinu, sem á Mýrdalssandi þegar allt kemur til alls. Þess er skemmst að minnast þegar ný kvísl brauzt undan jökl- inum og flæddi niður miðj- an sand, þar sem aldrei hafði sézt vatnsfall áður, ruddi burt öllum varnar- görðum og gróf stóra brú margra metra í jörð niður. Engum er eins mikill vandi á höndum þegar veg- ir, brýr og varnargerðar sópast burt, eins og vega- verkstjóranum, sem sér um viðhald alls þessa. Sá maður Öll mannvirki á Mýrdalssandi sépasf burt þegar Katla gýs að Mýrdalssandur sé hans sérgrein. — Ég tel, sagði Btandur, að sá vandi sem þar steðj- aði að í hitteðfyrra og árin þar áður sé nú að mestu leystur. Samt er aldrei að vita hvernig jökulvötnin undan Kötlujöklí haga sér. — Það er búið að hlaða marga og mikla varnar- garða á Mýrdalssandi. — Það var óhjákvæmi- legt vegna vatnsþungans er lagðist á veginn. Við Múla- kvísl hafa verið gerðir 1600 metra- langir grjóturðir viðtal varnargarðar, en austur á miðjum sandi er búið að gera 10 km. grjótvarða garða. Þeir síðarnefndu voru einkum gerðir í fyrra og hitteðfyrra. — Var það þá sem vatns- flaumurinn varð hvað mest ur á Mýrdalssandi? — Það var í hitteðfyrra og þá áttum við í miklum erfiðleikum með að halda vatninu í skefjum. Það lagð Þegar brýr tekur af á söndum eystra er þetta oft eini flutnings möguleikinn. heitir Brandur Stefánsson, búsettur í Vík, og löngu landskunnur fyrir dugnað sinn og hjálpsemi þegar veg- farendur lenda í erfiðleik- um á sandinum, og fyrir út- sjónarsemi sína þegar hann þarf að brjótast yfir nær ó- fær vötn og sandkvikur. Þegar fréttamaður frá Vísi var staddur austur í Vík fyrir skemmstu hitti hann Brand vegaverkstjóra að máli og innti hann eftir Mýrdalssandi. Það má segja ist með ógnarþunga á fyrir- hleðslurnar og braut m. a. þrjú stór skörð í þær sama daginn. Auk þess gerði það ítrekað usla á görðunum og braut sig aftur og aftur í gegnum þá. Það var reynt eftir fremsta megni að bjarga því sem hægt var og það tókst vonum betur — Kom þetta vatnsflóð ykkur á óvart? — Það kom upp á nýjum stað undan jöklinum, þar sem enginn átti von á því og fyrir bragðið gerði það Samt er unnfð þar sleitulaust að brúargerðum, vegagerð og varnargörðum VíMal við Brand ve^avcrkstjóra okkur lífið brogað. Þetta er stórfljót sem brauzt fram með gífurlegu afli, tók með sér allt að 5 metra háar mel- öldur og ruddi þeim með sér niður sandinn. Þessar ham- farir kaffærðu nýju brúna sem byggð hafði verið yfir Sandvatnið, eða Blautukvísl arbrúna eins og hún er al- mennt nefnd. — Hún var grafin upp í fyrra? — Já, og þá var hún bæði tengd og færð ofar á sand- inn. Sú ráðstöfun virðist hafa verið spor í rétta átt. — Er unnið að nokkrum framkvæmdum á Mýrdals- sandi í ár? — Já, það er unnið að því að gera upphleyptan veg yfir sandinn. Það er nauð- synlegt vegna vetrarsam- gangna. Það er líka — og af sömu ástæðu verið að gera upphleyptan veg yfir Eldhraunið Þar verður veg- urinn oft ófær ef snjóar að ráði. — Þetta er mikil vega- gerð? — Við eigum eftir að ýta upp 12—15 km. löngum kafla á Mýrdalssandi, en í Eldhrauninu er búið að ýta upp um 5 km. löngum vegi af 20 km. kafla, sem þarf að gera. — En hvað verður um öll þessi dýru mannvirki á Mýr dalssandi ef Katla gýs. — Þau skolast öll burtu. Það stenzt ekkert Kötlu- hlaup. — Eru menn ekki farnir að búast við gosi? — Jú, tími Kötlu er kom- inn. Það má eiginlega búast við henni hvaða dag sem er úr þessu. — Gýs hún reglulega? — Nei, en meðaltími milli gosa er sem næst 40 ár og nú er sá tími kominn. Styzti tími, sem vitað er milli gosa er 13 ár og sá lengsti 60 ár, en sá tími leið milli síðustu gosa hennar. — Hafa nokkrar ráðstaf- anir verið gerðar til örygg- is eða hjálpar ef Kötlugos ber skyndilega að? — Því er ekki að neita. Það er unnið að byggingu nýs sæluhúss í Hafursey, — Stefáiisson þangað sem menn gætu bjargað sér ef þeir væru úti á sandinum þegar hlaup bæri að höndum. Þar var gamallt sæluhús fyrir, en það fauk fyrir þrem árum. Þar verða vistir geymdar handa nauðstöddu fólki í:, Það yrði eina samgönguleið- in á landi sem þá yrði fær. •:•! Og hvað sem hverju líður verður Mýrdalssandur aló- •:• • fær öllum farartækjum í heilt ár eftir Kötluhlaup, fyrir utan það að brúargerð ir á sandinum myndu vafa- X laust taka lengri tíma. :•: — Gerir Katla engin boð X á undan sér, þannig að X menn viti nokkurn veginn :•: hvenær von er á gosi? :j: — Það er talið að skrið- •:• ; jökullinn sem fellur fram á •:• j Mýrdalssand hækki mjög X ■ upp nokkru áður en hlaupið X kemur. Þannig var það a. X m.k. síðast. Og ennfremur X kunnu gamlir menn að X herma það að jökulvötnin, X ! em um sandinn falla, þorn- :j: uðu að mestu upp fyrir ;j; hlaup. Sumarið 1918 var •:• sáralítið vatn í ánum og það •:• vakti strax grun um að •:• Katla gysi bráðlega. j Vík í Mýrdal. Útsýn til austurs. í öðru lagi hefur verið byggður flugvöllur í Álfta- veri, en sú byggð innilokast jafnan í Kötluhlaupum, og það er sú byggðin, sem verst er á vegi stödd og hættast þegar Katla hleypur. í þriðja lagi er fyrirhugað að lagfæra Fjallabaksleið og jafnvel að brúa Jökulgil- ið og Ófæru, sem eru verst- ir farartálmar á þeirri leið. — Geta bílar, sem stadd- ir eru úti á Mýrdalssandi verið í hættu ef Katla gysi skyndilega? — Já, einkum í þoku eða þungbúnu veðri þegar ekki sér vel til jökulsins. Fyrir fimm árum kom vatnshlaup bæði í Múlakvísl og Skálm og tók brýrnar af báðum. Á ætlunarbíll var þá á leið frá Framh. á 11. síðu. Gamla brúin á Múlakvísl sem tók af.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.