Vísir - 27.05.1961, Blaðsíða 11

Vísir - 27.05.1961, Blaðsíða 11
tEiaugardaginn 27. maí 1961 VÍSIR Kirkjan Golfklúbburinn - Framhald af 6. siðu. sakramenti. Við þetta verður kirkjubyggingin öll að miðast, þeim tilgangi á hún að þjóna og bera svip af því hlutverki. Þar sem kirkjan er hús Drott- ins, leiðir af því, að bygging þessa húss er þjónusta við Guð, guðsþjónusta, verk, sem unnið er Guði til dýrðar. Sá, sem byggir, stendur frammi fyrir Gu$i, horfir við honum. Megin hugsun hans, sem mótar verk- ið, verður að vera þessi: Hann er að byggja Drottni hús. Verk hans er í eðli sínu tilbeiðsla. Það er tilbeiðsla hans, meðan hann er að vinna það, og því er ætlað að vera varanleg, stöð- ug tilbeiðsla sem fullgert verk, lofgerð. Það, sem sker úr um gildi verksins er ekki stillinn, ekki turninn eða hvað það nú er, heldur hitt, hvort þessu marki hefir verið náð. Vönduð kirkjusmíði byrjar því ekki á teikningunni. Annað verður að koma á undan, Trúin kemur á undan verkunum, því að góð verk eru ávextir trúar. Sá einn, sem staðið hefir frammi fyrir augliti Guðs, get- ur kunngert vilja hans. Þetta gildir einnig í kirkjusmíði. Eng- inn getur byggt góða kirkju án trúar. Kirkjusmiðurinn þarf að vera guðrækinn maður, sem hefir helgað sig til þessa verks. Þeir, sem byggðu hina miklu sígildu helgidóma kristninnar, voru guðhræddir menn, áttu þá reynslu, að hafa staðið and- spænis Guði sem veruleika, og helguðu líf sitt bæn og föstu. Verk þeirra voru ávextir trúar- innar. Það er ekki byggingarfomið, stíllinn eða íburðurinn, sem úr- slitum ræður, heldur andinn, sem gefið hefir efninu form. Torfkirkjan á Víðimýri í Skagafirði er lágreist og fátæk- leg bygging, bygginarefnið ekki dýrt, íburðurinn ekki mikill og kunnátta kirkjusmiðsins þætti víst ekki mikils virði nú á dög- um. En þessi litla sveitakirkja er sannarlegt musteri Drottins. Menn spyrja kannske hvað það sé, sem gerir hann að musteri tvímælalaust. Er það stílformið Framh. af 12. siðu. enda þótt mér fynndist þetta koma honum alls ekki neitt við. Lét hann í það skina að það gæti verið vafamál. Er þetta svo búið, spurði ég. Nei. þú býður hér, sagði hann eins og sá, sem valdð hefur og vatt sér yfir að Volksvagninum og spurði félaga mína hvað þeir hefðu i hyggju að gera við á- fengið. Þar sem þeir sögðu hið sama var okkur ,,sleppt“. — Þarna var komið að fjöldi fólks og svei mér að maður getur blátt áfram fengið taugaáfall af svona meðferð. Það, út af fyrir sig að tala við lögregluna er ekkert, en það að fara í lðg- mæta verzlun, rekna af sjálfu ríkinu, vera svo eltur af þjóni laganna, stöðvaður á almanna færi, yfirheyrður og gefið í skyn að vera sprúttsali, er væg- ast sagt einum of mikið. Lög- regluþjónninn horfði á okkur bera pakkana út í bílinn og hafði þá tækifæri til að gera sínar athugasemdir. Þetta kall- ar maður hreinar Gestapo að- ferðir, eða hvað? Eg er varla búinn að jafna mig, sagði Gunnar, en veizlan verður hald- in og svo skálum við fyrir lög- reglunni og áfengislöggjöfinni. eða yfirlætisleysið eða þetta fagra heildarsamræmi í öllum hlutföllum og virðingin fyrir altari og kór? Ef til vill þetta allt og sitthvað fleira. En fyrst og fremst það, að andinn, sem mótaði efnið, myndaði þetta kirkjuform, var sjálfur mótað- ur af bæn og lofgerð kristinnar trúar, og verkið, sem unnið var, trúarverk og fórnar starf, lof- gerð til Guðs, þjóusta við hann. Þá hefir kirkjubygging heppn ast vel, hver sem stíll hennar er, þegar tekizt hefir að byggja kirkju, Guðs hús, sem miðast að öllu leyti við messuna, þarf- ir hennar, tilgang og helgi, þjón ar þannig Guði og er stöðug viðvararidi lofgerð til hans og vitnisburður til manna: Heilag- ur, heilagur, heilagur er Drott- inn allsherjar. Drottinn býr í helgidómi sínum. Tékknesk listsýning í sýningarsal Ásmundar Tékkneska sendiráðið í Rvík gengst fyrir sýningu á endur- prentunum af tékkneskum mál verkum, *' sýningarsal Ásmund ar Sveinssonar við Frcyjugötu. Hún verður opnuð í dag kl. 16. Þar verða sýndar eftlrprent- anir ágætustu málverka eftir téklaieska iistamenn f«á 19. og 20. öld. Sýnijjgin er tiíefrú þess að hingað -:r kominn nýskípað- ur áenAöiwríi'TéVk* A tdemií. dr. Mív.-'slt.v Sýningin verður opin til 4. júní. Blaðamenn skoðuðu sýn- inguna í gær. Hún er ekki stór að vöxtum en þeim mun fal- legri. Lítið er af myndum frá eftirstríðsárunum, en meira af eldri myndum Sýninguna á ekki að skoða sem yfirlitssýn- ingu yfir list Tékka, heldur sem sýnishwn af verkum ein- stakra listamanna, að vísu hinna fremstu í Tékkóslóvakiu. Þegar Katla gýs - Framh. a 7. síðu Vík austur yfir Sand. Bíl- stjórinn sá þá bakka í áttina til jökulsins og hélt að það væri þokubakki — en það mun hafa verið hlaupið að koma. Hann uggði þess- vegna ekki að sér og hélt óhikað áfram, enda komst hann ferða sinna austur, En skammt fyrir austan Múla- kvísl mætti hann litlum bil sem var að koma að austan. Þegar sá bíll kom að ánni var hlaupið búið að taka brúna. Bilstjórinn átti ekki annars úrkosta en snúa við og hélt sem hraðast austur yfir sand. Hann komst aust- ur yfir Skálm áður en hlaup ið náði brúnni þar, og mað- urinn mátti í rauninni þakka það ókunnugleika sín um á hátterni Kötlu að hann náði til byggða. Kunn ugur maður kenjum Kötlu, hefði talið víst að Kötlu- hlaup væri að koma og hann hefði hraðað sér upp í Hafursey og leitað skjóls í sæluhúsinu. Það er líka það eina, sem vit er í þegar Katla kemur. Magnús ber sökum — Frh. af 3. síðu. þarna til að rannsaka málið og virtist ekki þurfa neinnar að- stoðar skyldurækinna manna. Síðar hringdi Þojsteinn lög- reglumaður á lögreglustöðina og bað um að hann yrði sóttur af vettvangi. Þessi rannsókn Þorsteins varð nokkuð tafsöm, því að þrátt fyrir fleiri ferðir en eina til að sækja hann, mætti hann ekki á lögregluvarðstof- unni fyrr en um kl. 10, en þá komu lögreglumennirnir Sig- urður F. Jónsson og Indriði Jóhannsson, með hann i lög- reglubifr^ið. Við komu Þorsteins lögreglu- manns, eftir framangreinda úti- vist hans i Hlíðum, tók hr. Jak- ob Björnsson, varðstjóri, á móti honum með þeirri athugasemd, að ölvunarástand Þorsteins á vakt í einkennisbúningi væri ekki sæmandi starfanum. Þess- ari sjálfsögðu umvöndun skyldurækins varðstjóra svar- aði Þorsteinn með óforsvaran- legri framkomu í viðurvist nokkurra lögreglumanna. Auk þeirra lögreglumanna, sem að framan greinir, er rétt að nefna til vættis um ástand og framkomu Þoráteins J. Jóns- sonar um rætt sinn, þá Tryggva Friðlaugsson, Einar Halldórs- son, Pál Eiríksson, Pétur Ant- onsson, Baldur Kristjánsson og Trausta Eyjólfsson, svo og fleiri, ef þurfa þykir, ellegar ábendingar framangreindra lögreglumanna kynnu að gefa tilefni til. Engin ástæða er til að ætla annaS en þetta atvik hafi verið t-kiS föstum tökum a 1 'CSjp-*g)u- Fimm slasast Tveir þeirra fiuttir í sjúkrahÚR Sjúkrabifreiðir slökkvistöðv- arinnar voru fengnar til að flytja fimm slaðasa í slysavarð stofuna í fyrradag og tveir þeirra voru síðan fluttir í sjúkrahús, Þau sem flutt voru í sjúkra- hús eru 7 ára gömul telpa, Ragnheiður Guðmundsdóttir, sem dottið hafði af húsatröpp- um á Rauðagerði 38 og lent niður í kjallaratröppur. Hún meiddist mikið á höfði. Þá slas aðist maður, Björn Gíslason, Kaplaskjólsvegi 3, mikið, er hann datt af bílpalli við Skúla skála. Hann brotnaði bæði á vinstra læri og vinstri hand* legg, Eftir hádegið datt m’aðurl að nafni Guðni Hannessoii* á götu á mótum Tryggvagötmjpe Gróíarinnar og kvartaði undan þrautum í baki, Um kl. hálf fjögur í fyrrad., var Sölvi Sigurðsson, Skúla- j götu 58 að dæla lofti í bilhjól við smurstöð BP við Klöpp. Felguhringurinn hrökk þé skyndilega af og lenti á bendi Sölva, Laskaðist hann á hend- inni og mun m.a. hafa fingur* brotnað. Fimmta slysið varð i Naut- hólsvik, en þar meiddist ung telpa, Fjóla Stefánsdóttir á ökla. Ekki var talið að þ«u meiðsl væru mikil. Fá þúsund egg á dag JVatast við dráttarvéiar við bjargsig Frá fréttaritara Vísis, Sauðburður er að mestu um Akureyri i gær. — garð genginn og var búið að I simtali við Grímsey í morg un var tjáð, að þar væri um töluverðan snjó að ræða eftir norðan hretið. í gærmorgun var enn éljagangur og í fyrri- nótt 3 stiga frost. Flugvél sem flaug í gærmorg un til Grímseyjar með farþega og vörur átti í erfiðleikum með að lenda sökum éljagangsins, en heppnaðist það samt án þess nokkurt óhapp henti. Grímseyingar eru nú að undirbúa síldarlöndun fyrir sumarið og hafa þegar flutt 1400 tómar tunnur út í eyna. Söltunarstöðin í Grímsey heit- ir Norðurborg og á hennar veg um voru tunnurnar fluttar út í eyna. Dyrabjalla handa hundum. Hundar eru einhver algeng* ustu dýr, sem um getur i Bandaríkjunum, cinkum í borg- um, þar sem menn hafa þá sér til afþreyingar. Nú hefir fyrirtæki einu í New York dottið í hug að fram- leiða dyrabjöllur, sem ætlaðar eru hundum. Þarf að kenna þeim að þrýsta á þær, og þær eru vitanlega niðri við jörð. Snati á þá ekki að þurfa að liggja úti, þótt það gleymist að hleypa honum inn. stjóra og mun Þorsteinn sjálfur gerst geta um það borið, og aðrir lögreglumnn. Ekki sakar að geta þess hér, að margnefndur Þorsteinn, lög- reglumaður nr. 72, var síðasti íslendinga, ásamt öðrum, við lögreglustörf á vegum Samein- uðu þjóðanna, en það er önnur saga. Magnús segir síðan, að ekki muni hann láta frekar til skar- ar skríða að svo stöddu, en það bfði síns tíma. sleppa sumu fénu þegar óveðr- ið skall á. Var því fé smalað sem var heima við og til náðist og var það hýst. Var það þó töluverðum vandkvæðum bundið sökum þrengsla. Byrjað var að síga í Grims- eyjarbjarg á annan hvitasunnu dag, og í gær var aftur farið í eggjatöku í bjargið. Farið er í fjórum flokkum i bjargið. Tveir þeirra hafa dráttarvélar og fyrir bragðið kemst hver þeirra af með þrjá menn, en sjö menn eru í hvorum hinna. Þeir flokkarnir sem mest fengu náðu um 1 þúsund eggjum hvorn daginn. Þetta eru aðal- lega svartfugls-, skegglu- og fýlsegg. Siítunarverk- stæði brann í morgun urðu miklar bruna- kemmdir i Þurrkklefa Sútun- arverksmlðju Boga Jóhannes- sonar að Síðumúla 11 hér í b*. í þurrkklefanum voru rúm- lega 200 gærur sem voru til þurrkunar, og gjöreyðilögðust með öllu. Er það út af fyrir sig um eða yfir 40 þús. króna tjón. Auk þess skemmdist þurrk- klefinn sjálfur mjög og öll inn- rétting hans. Hinsvegar náði eldurinn ekki að komast neitt út fyrir hann. Ekki er vitað neitt um elds- upptök og ekkert um eldinn vitað fyrr en menn komu til vinnu í verkamiðjuna um ki. 7.30 í morgun. >6 var mikill eldur í þurrklaíanum, gri®d»r Msm gmrurner lágu é aHarr log- andi, en gæmrnar slÚSÍer vnm\ mtiMM wSnjar öaku

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.