Vísir - 27.05.1961, Blaðsíða 3
’ Laugardaginn 27. maí 1961
J
Myndirnar eru úr ágætri og fróðlegri bók um þessa atburði.
Hún nefnist: Að sigra eða deyja. Sjóorrustan mikla á Atlants-
hafi. Bismarck—Hood. Höfundur: Will Berthold. Þýðandi:
Stefán Jónsson, fréttamaður. Bókin kom út 1959.
Tuttugu ár síöan
Bismarck var sökkt
Það hafði 3 dögum áður sökkt brezka
orrustuskipinu Hood.
í FYRRADAG voru 20 ár liðin
frá því brezka orrustuskipinu
H.M.S. Hood var sökkt á haf
inu milli íslands og Grænlands
í viðureign við þýzka flota-
deild, en aðalskipið í flotadeild
inni var hið nýja orrustuskip
Þýzkalands, Bismark, þeirra
mesta orrustuskip, og lang full
komnasta, 35.000 smálestir að
stærð.
Þetta gerðist laugardaginn
24 maí. f einkaskeyti til Vísis
mánudaginn var sagt frá þess-
um sögulega atburði á þessa
leið:
„Hood varð fyrir skoti á ó-
heppilegasta stað; það er beint
í hergagnabúr skipsins, og
sprakk skipið í loft upp, en ótt
ast er að mestur hluti skips-
hafnar, 1340 manna, hafi far-
izt“.
Hood var mesta orrustuskip
í heimi, 42.000 smálestir. Kjöl-
urinn var lagður á tíma fyrri
heimsstyrjaldar og það var full
smíðað 1920 og var tvívegis
endurbætt og kostaði skipið
alls 6 milljónir sterlingspunda.
Það hafði m.a. 8 fallbyssur
með 15 þml. hlaupvídd og af
stærstu fallbyssunum var hægt
að skjóta fallbyssukúlum, sem
vógu 2000 pund, 17 mílur veg-
ar Orrustuskipið var búið
mörgum fallbyssum öðrum og
tundurskeytapúðum, hafði flug
vél á þilfari o.s.frv.
Bismarck hafði 36 fallbyss-
ur og var talið, að það hefði
verið tekið í notkun haustið
áður. Hvíldi mikil leynd yfir
öllu varðandi skipið, en þó var
kunnugt, að Þjóðverjar töldu,
að í skipinu væru svo mörg
vatnsþétt hólf, að ekki mundi
gerlegt að sökkva því.
Þegar Hood hafði verið
sökkt hófst eltingaleikurinn
mikli, sem Bismarck var
sökkt í. Sjálfur Winston Churc
hill tilkynnti laust fyrir kl. 11
þriðjudaginn 27. maí, að brezk
herskip hefðu sökkt því.
Ríkti mikill fögnuður yfir
því í Bretlandi, því að þar
„gerðu allir sér ljóst hver álits
hnekkir Bretum mundi verða
að því, ef Bismark' slyppi, enda
þótt menn á hinn bóginn viti
vel, að alltaf má búast við
mót-læti slíku sem því, að
missa stór og voldug herskip.“
Beðið var með óþreyju frek-
ari fregna. Vitað var, að elt-
ingaleikurinn hófst þegar eftir
að Hood var sökkt.
í fréttum Vísis 27. maí var
m. a. sagt:
„Líklegt er talið, að Bis-
marck hafi látið úr norskri
höfn s.l. fimmtudag — en ekki
vitað í hvaða augnamiði sér-
staklega, en það liggur í aug-
um uppi, að Þjóðverjar senda
slíkt skip aðeins til þess að
inna mikilvægt hlutverk af
hendi. Getgátur hafa komið
fram, að skipið hafi ætlað milli
fslands og Grænlands, hafi
sett fallhlífarhermenn á land í
Grænlandi og þar næst ætlað
að herja á skipalestir."
Úr brezkum könnunarflug-
vélum hafði Bismarck sem
sagt sézt í Björgvinjar-höfn
miðvikudag, en — var horfið
þaðan á fimmtudagsmorgun. Á
föstudagskvöld sást til Bis-
marcks á N.Atlantshafi og var
þá brezk flotadeild og í henni
orrustuskipin Hood og Prince
of Wales komin á vettvang og
flugvélaskipið Ark Royal, en
flugvélar af „Örkinni" höfðu
fundið skipið og misstu ekki af
því eftir það og hæfðu það
tundurskeytum, og dró við
það úr ferð þess. Á mánudags-
kvöld „komst orrustuskipið
Prince of Wales í færi við það
og önnur skip. Var þá ekki sjá-
anlegt, að önnur skip væru í
fylgd með Bismarck. Hófu
skipin skothríð á það og sigldi
skipið í hringi að því er virtist
að nokkru leyti stjórnlaust. —
Var skipinu siðan sökkt.“
Fleiri herskip og flugvélar
komu við sögu ep hér hefur
verið talið.
Kl. 1 á þriðjudag barst frétt
um, að Þjóðverjar hefðu við-
urkennt, að skipinu hefði ver:
ið sökkt, 400 sjómílur vestur
af Brest.
Eins og aijgljóst má vera,
þar sem leynd mikil hvíldi yfir
Bismarck, átti margt eftir að
koma í Ijós síðar varðandi
þessa atburði, sem ekki var um
kunnugt, þegar fyrstu fréttir
um afdrif •Hoods. og Bismarcks
voru að berast Vísi og öðrum
blöðum. í síðari fréttum kom
fram, að af áhöfn Hoods kom-
ust aðeins þrír lífs af, en af
Bismarck 116, en um 4000
menn af skipshöfnum beggja
létu lífið í þessum ægilega
hildarleik.
í frétt frá Hamborg fyrir
nokkru var sagt, að vestur-
þýzka flotastjórnin hefði
skipað svo fyrir, að frei-
gáturnar Hippe og Graf
Spee, á heimleið frá Banda-
ríkjunum, myndu leggja
krók á leið sína, til þcss að
vera í dag á þcim stað á
hafinu, er Bismarck sökk,
og varpa þar sveigum á haf-
ið til minningar um hið
mikla skip og þá, sem fórust
með því.
Þessi mynd birtist í B.T. á þriðjudaginn. Textinn var á
þessa leið: Sigríður Geirsdóttir, ungfrú íslands á síðasta
ári, sem þrátt fyrir 10 þúsund króna kjólainnkaup í Kaup-
mannahöfn fyrir alheimsfegurðarkeppni í Kaliforniu tókst
ekki að ná topp-sæti, er orðin sjónvarps-stjarna í Banda-
ríkjunum. Sagt er að hún syngi jafn vel og hún lítur út.
Magnús Guðmundsson ber
fv. starfsbróður sökum.
Nefnir dæmi um ölvun
við störf.
1 Hood skotinn í tætlur.
Vísir hefir borizt bréf frá
Magnúsi Guðmundssyni, fyrr-
verandi lögregluþjóni, þar sem
hann segist vilja sanna sakleysi
sitt af ákærunni um rangar
sakargiftir, fyrir dómstóli þjóð-
ar , eins og hann orðar það.
I þessu bréfi segir hann m. a.
frá einu dæmi um, að lögreglu-
þjónn hafi verið drukkinn að
starfi.
Fer bezt á því, ao Magnús
segi frá þessu með eigin orðum
og fer frásögn hans'hér á eftir:
Árla morguns, eða nánar til-
tekið kl. 6—7 hinn 1. janúar
árið 1959, var lögreglan kvödd
að húsi einu í Hlíðahverfinu,
hér í bæ, vegna kæru, kera bor-
izt hafði þaðan. Þangað var
sendur Einar Ólafsson, lög-
regluþjónn, nú guðfræðinemi,
ásamt öðrum, og kom það í hlut
Einars að gefa skýslu um mál-
ið. Á ákvörðunarstað hittu hin-
ir sendu lögreglumenn fyrir
stéttarbróður sinn, Þorstein J.
Jónsson, klæddan einkennis-
búningi lögreglumanna og var
hann áberandi ölvaður.
Segir ekki söguna rneir að
sinni, en Þorsteinn vað eftir á
staðnum, en hinir fóru aftur til
að gegna skýidum sínum.
Kvaðst Þorsteinn vera staddur
Frh. á 11, s.