Vísir - 27.05.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 27.05.1961, Blaðsíða 9
| I^asíjai'dpgmn 27. maí 1961 Tjjjg 9 Þjóðleikhússtjóri: varaður við Bethke, „Eg var en of seint“ Ballettmeistarinn höfðar mái á Þjóðleikhússtjóra Hélt blaðamannafund í gær ÞAR sem ballettmeistarinn Veit Bethke hefur fundið hjá sér hvöt til þess að tilkynna dagblöðum bæjarins um við- skipti sín við Þjóðleikhúsið, sem í rauninni er málefni, sem aðeins varðar hann sjálfan og Þjóðleikhúsið, kemst ég ekki hjá því að gera nokkra grein fyrir brottvikningu ballett- meistarans. f haust, um miðjan nóvem- ber, skrifaði Erik Bidsted, fyrrv. ballettmeistari Þjóðleik- hússins, og tjáði mér að hann, sökum veikinda, gæti ekki kom ið til þess að kenna við List- dans^kólann í vetur. Hóf ég strax eftirgrennslanir í Lond- on, Kaupmannahöfn, Stokk- hólmi og Helsingfors á mögu- leikum á því að fá ballettmeist ara í stað Bidsteds. Bengt Hág er, forstöðumaður danssafns ó- perunnar í Stokkhólmi, útveg- aði mér, fyrir Þjóðleikhúsið, Veit Bethke, og samdi ég við hann bréflega um kaup, kjör, vinnutíma og verkefni og var hann ráðinn frá 15. janúar 1961 til 1. júlí 1961. Bethke kom svo hingað um miðjan jan. og hóf kennslu í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Nokkru eftir að hann hóf kennsluna kom hann til mín og sagðist vilja fara, það væri ómögulegt fyrir sig að vera að fást við að kenna þessum viðvaningum hér. Eg benti honum á, að hann væri ráðinn til 1. júlí. Það taldi hann þá ekki, að skipti máli, en féllst þó loks á að vera til 1. marz. Um þetta leyti hringdi einn daginn móðir eins drengs ins, sem var í ballettskólanum og sagði, að hann þyrði ekki að fara í skólann aftur því Bethke hefði barið sig og fleiri drengi sem hann rak úr tíma. Ég kall- aði ballettmeistarann fyrir mig og spurði hann um þetta. Hann viðurkenndi þá við mig, að hann hefði tekið í lurginn á strákunum og rekið þá. Ég tjáði honum að hér væri ekki leyfilegt að berja börn í skól- um og lofaði hann mér, að það skyldi hann ekki gera oftar, enda hafa engar kvartanir kom ið síðan frá foreldrum. Rétt fyrir páska kom Bethke að máli við mig og sagðist þurfa að fara til Svíþjóðar í páskaleyfinu, hvað ég sam- þykkti og gaf honum þriggja daga leyfi frá kennslu í dymb- ilvikunni (það átti að kenna fram að skírdegi), en hann vrði að hefja kennslu aftur 5. apríl. Það gerði hann ekki, kom fyrst þann 10. apríl, bað ekki unj framlengt leyfi, og baðst heldur ekki afsökunar. Þegar hann hafði fengið leyfi til fararinnar krafðist hann þess, að leikhúsið borgaði fyrir sig flugfarið fram og aftur. Ég neitaði því, þar sem hér var eingöngu um ferð í einkaerind um að ræða. Hann hélt því þá fram, að hann þyrfti að fara til Svíþjóðar til þess að tala við ballettmeistara Kruuse, sem átti að setja „Sigaunabarón- inn“ upp. Ég sagði honum að það gæti ekki verið svo þýð- ingarmikið samtal að borgandi væri fyrir það nálægt 9 þús. kr. þ.e.a.s. flugfarið fram og aftur til Stokkhólms, en Kruu sem er i Malmö. Hótaði hann að fara og koma ekki aftur ef ég greiddi þetta ekki. Ég féllst þá á að greiða fargjaldið í bili, en það gengi síðar upp í vænt- anlega greiðslu til hans fyrir samningu á dönsum í óperett- una Sígaunabaróninn. Þegar svo var hafist handa um uppsetningu „Sígaunabar- ónsins“ kom Bethke enn að máli við mig varðandi greiðslu fyrir að annast kennslu á leik hreyfingum söngvaránna og kórsins. Við sömdum þá um það. En þá hafði hann með greiðslu flugfarsins fengið 800 krónum meira heldur en hann átti samkv. samningi að fá, og þá hótar hann enn að ef hann fengi þessar 800 kr. ekki líka, þá hætti hann strax að vinna. Hinn 17. maí, þegar ailar æf- ingar standa hæst, kemur hann enn og hótar því, að ef hann fái ekki yfirfærslu fyrir 2500 sænskum krónum af kaupi sínu, rnunj hann hætta við að æfa ballettinn. Ég tjáði hon- um að ég réði ekki gjaldeyris yfirfærslum, enda var samið um kaupgreiðslu til hans í ís- lenzkum krónum en ekki •-.-Sirn T.andsbankinn biarg aði brotthlaupi hans með því að veita leyfi fyrir þessari yf- irfærslu Samkv. dagbók umsjónar- manns á leiksviðinu átti Beth- ke að kenna söngvurum leik- hreyfingar þann 17. maí kl. 10—13. Þegar æfingin var rétt byrjuð voru leikstjóri og ball- ettmeistari ekki sammála um einhver smáatriði, fór Bethke þá af æfingunni, kom inn á skrifstofu og tilkynnti þar, að hann myndi ekki koma nálægt æfingum á óperettunni meir, hann væri búinn að sviðsetja ballettinn og búinn með sitt hlutverk við sýninguna. Þegar mér var tjáð þetta, hringdi ég til hans og skipaði honum að koma strax til viðtals, hvað hann gerði, og fékk ég hann þá til þess að halda áfram eftir viðtal við hann einan fyrst og siðan með leikstjóra. Þannig hélt þetta áfrám, stöðugt stríð. Á æfingunni að kvöldi 22. rhaí fór hann enn burt í upphafi æfingar af því að einn söngvarinn, sem hann vildi flytja til í stöðu á sviðinu sagði að leikstjórinn hefði sagt sér að standa þarna í þessu söngatriði. Kom þó aftur eftir nokkra stund sinnaðist enn á ný síðar á æfingunni og fór þá alveg. Um kvöldið boðaði Beth ke ballettstúlkurnar þó á æf- ingu daginn eftir, kl. 12, og átti að vera allt að 2ja tíma æf ing til þess að lagfæra það sem áfátt var í ballettinum. Nokkr um mínútum eftir að sú æfing hófst, átti hann einhver orða- skipti um dansatriði við sóló- dansmeyjuna, reiddist, hætti við æfinguna og fór, og bajlett- inn fékk aldrei þær leiðrétting- ar sem hann átti að fá fyrir sýninguna. Á aðalæfingu mætti Bethke ekki til æfingar- Innar en sat einhvers staðar í áhorfendasvæði hússins, fékkst ekki til þess að koma á sviðið til viðtals þó tvívegis væri kall að á hann, eða til þgss að sitja við hlið mína og leikstjórans, sem honum bar að gera sam- kv. reglum leikhússins, því á aðalæfingu afhenda leikstjóri og ballettmeistari sýninguna, ræða við leikhússtjórann og ganga úr skugga um að leik- hússtjórinn fallist á að sýn- ingin sé eins og henni er þá skilað. Einnig er það viðte^kin regla, að leikstjóri og ballett- meistari tali við listafólkið í sýningunni, bendi því á ef eitt hvað hefur verið öðruvísi en átti að vera eða segir að hann sé ánægður, Fái listafólkdð ekk ert að vita frá stjórnanda, veit það ekki hvort það hefur gert allt rétt, og skapar öryggis- leysi. Þarna brást ballettmeist- arinn enn, taldi ég þá mælinn fullan og sagðj honum upp störfum daginn éftir. Gerði ég það samkvæmt 28. gr. reglu- gerðar Þjóðleikhússins, sem er þannig: „Þjóðleikhússtjóri get- ur á hvaða tíma leikárs sem er vikið frá starfi með styttri fyr irvara en um getur í 14. gr., hverjum þeim leikara eða öðr- um starfsmanni Þjóðleikhúss- ins er hann hefur ráðið, og sek ur gerist um brot á reglugerð þessari. Sé um ítrekað brot að ræða eða stórfellt. má víkja honum fyrirvaralaust“. Eins og allir munu sjá af þessari greinargerð, hefi ég í lengstu lög reynt að jafna all- an ágreining en einhver tak- mörk verða þó að vera. Það er ekki hægt að láta einn starfs mann eyðileggja verk leikhúss ins og óvirða stofnunina eins og Veit Bethke hefur gert mjög freklega með framkomu sinni. Einstaka útlendingum finnst, þegar þeir koma til lít- illar þjóðar, eins og okkur ís- lendinga, að þeir geti boðið okkur hvaða dónaskap sem er. Veit Bcthke, ballettmeistari „Sígaunabarónsins“, sem Þjóð- leikhússtjóri rak úr starfi í fyrradag, daginn, sem frum- sýning óperettunnar fór fram, boðaði blaðamenn á sinn fund í gær og kvaðst vera tilneydd- ur að segja blöðum frá atburð- inum og einnig að hann hafi fengið lögfræðingi, Sigurði Baldurssyn hrl., málið í hend- ur. — Bethke kom hingað rétt eftir áramót, ráðinn aðalkennari við Ballettskóla Þjóðleikhússins og kveðst hafa ráðningu til 1. júlí við stjórn ballettsins í óperett- unni, sem sýningar eru nú hafnar á. Nú hafi það komið yfir sig eins og reiðarslag, að Þjóðleikhússtjóri hafi rekið sig umsvifalaust úr starfi; neitað að greiða sér kaup fyrir næsta mánuð og það sem verra værí, ærumeitt sig svo, að hann gæti ekki bótalaust þolað, og hætti ekki fyrr en hann fengi upp- reisn æru og efndir á samning- um. Hann kvaðst hverfa af landi brott eftir nokkra <Sajjíi«. Enn rætt um að loka Beringssundi. i Bata á heimskautssvæðinu fylgir versnandi veður á öðrum stöðum. Það hefir oft borið á góma á undanfömum árum og áratug- um, að mannkynið gæti fengið óhemju landrými — frjósamt land — ef hægt væri að ylja Norður-íshafið. Hafa margir þá haft í huga, að loka bæri Beringssundi, sem skilur á milli Alaska og Sí- beríu, en siðan yrðu risavaxnar dælur notaðar til að dæla heit- um eða tiltölulega hlýjum Kyrrahafssjó norður fyrir stífl- "V" ...... Við íslendingar erum gestrisn- ir en það eru einhver takmörk fyrir gestrisni okkar. Ég hefi haft marga tugi erlendra lista- manna hér í þjónustu Þjóðleik- hússins á undanförnum 12 ár- um, sem ég hef verið þjóðleik hússtjóri, aldrei fyrr hefi ég átt í nokkrum erfiðleikum með einn einasta Samstarfið hefur alltaf verið framúrskarandi gott og snurðulaust þar til nú við Bethke. Það er ekki nóg að maðurinn sé góður listamað- ur. Bethke hefur sýnt með dönsunum sem hann hefur sam ið og æft i ,,Sígaunabaróninn“ að hann er listamaður, dansarn ir sýna listræna sköpunargetu hans. Ballettmeistari sem Bethke hefur -'g-ir unnið hjá, ■V mig við honum, en <■ seint. Ekki vegna kunnáttu- leysis heldur vegna skapgalla h, r.s. Það er ekki nóg að vera góður listamaður. Skapgallar ^ethV r ’’ svo'mikfir eð óg?r legt er að hafa samstarf við hann. enda hleypur hann hér verki sinu ófullgerðu út af smávægilegum atriðum. Slíkan starfsmann getur Þjóðleikhús- ið ekki haft í sinni þjónustu, enda þarf það þess ekki. Guðl. Rósinkranz. una. Leikur enginn vafi á, að unnt mundi að breyta loftslag- inu í Síberíu og norðurhéruðum Rússlands með þessu móti, svo að túndran yrði ekki lengur freðmýrar heldur botnlaus fen, en það er ekki nema annar hluti vandamálsins. Balnandi loftlagi á þessu svæði mundi óumflýjanlega fylgja versnandi loftlag á öðrum stöðum í heiminum — til dæmis austan við norð anvert Atlantshaf, því að svo mikill straumur mundi myndast nprðan úr íshafi, að Golfstrauminum yrði að lík- indum bægt á brott. En fleira gæti vitanlega komið til greina að auki. Hvern- ig færi, ef loftslag breyttist svo, að Grænlandsjökull tæki að bráðna. Þá mundi ekki líta vel út í hinum lægri byggðum heims, því að gríðarmikil flæmi mundu fara í kaf, þar á meðal víðáttumikil svæði með öllum Verwoerd vill aftger&r - ekki uitiræður. Dr. Verwoerd forsætisráð- herra Suður-Afríku hefur neit- að kröfu stjórnarandstöðunnar mn umræðu á þingi um neyðar- ráðstafanir stjórnarinnar. Þriggja daga verkfall hör- undsdökkra hefst mánudag n. k. og Verwoerd leggur áherzlu á aðgerðir en ekki umræður. Stjórnin hefir bannað samkom ur í 5 vikur, stofnað til allvíð- tæks herútboðs og lætur fram fara handtökur og húsrann- sóknir, vegna fyrirhugaðs 3ja daga verkfalls hörundsdökkra manna, sem hvatt er til með leynd og hefur ekki tekizt að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.