Vísir - 27.05.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 27.05.1961, Blaðsíða 10
10 VÍSIB Laugardaginn 27. maí 19f>l ★ J. HARNALL: •> 27 ' ■■■■! 'l ... SLODIN 1STANBUL = Hvernig gat hún gefið skýringu þegar hún mátti hvorki skrifa honum né síma til hans. Þá átti hún á hættu að Hacker mundi snuðra upp hvar hún héldi sig. Þegar flugvélin lenti í Ankara var það litil og rauðeygð ung stúlka sem kom út og stefndi beint að útgönguhliðinu. Farangrin- um hennar ’nafði verið ekið inn í afgreiðsluna, en handtöskuna hélt hún dauðahaldi í. Þar var leyndarmálið, sem var henni meira virði en allt annað. Um sama leyti sem flugvélin frá Istanbul lenti í Ankara, kom runalegu ferðaáætluninni, en ákvörðunin um það tekin í skyndi. Frú Pringle hafði kvartað undan því við gistivini sína að systur- sonur hennar, Peter Blount, hefði tekið upp á því, að strjúka til Istanbul rétt áður en hún kom til Róm. Og þá hafði frú Clinton sagt: — En því þá ekki að skreppa þangað og hitta hann. Og frú Pringle hafði sagt: — Já, því ekki það? Og kvo var þetta afráðið mál. Frú Pringle' og Jill áttu að skipta um flugvél þarna í Ankara, og það var hrein tilviljun að þær komu auga á tyrknesku stúlk- una, sem sat úti í horni í biðsalnum, með þrútna hvarma eftir grátinn. Frú Pringle og Jill námu staðar og báðum datt það sama í hug: Þessi veslings stúlka þarna er því likust og hún væri að hugsa um að fyrirfara sér. Hver veit nema þær gætu gert henni eitthvað til huggunar. Frú Pringle var ekkert að tvínóna, en vatt sér að henni. — Afsakið þér — ekki munuð þér tala ensku, væna mín? spurði hún, hispurslaust eins og hennar var vandi. Ezra leit upp. — Jú, það geri ég, sagði hún og horföi dálítið hissa á gráhærðu konuna með vingjarnlegu augun. — Mér sýnist liggja hálfilla á yður, væna mín, hélt frú Pringle > áfram. Og það er 'enginn vandr&ö' sjá að þér hafið veriö að gráta. Það má vitanlega segja að það komi mér ekki við, en ég vona að þér takið mér það ekki illa upp þó ég spyrji yður hvort ég gæti ekki gert yður einhvern greiða.... ? Ezra hristi höfuðið. — Það var leiðinlegt, sagði frú Pringle. En hún sýndi ekki neitt snið á sér til að fara frá Ezru. Hún vissi af langri reynslu að það er hægt að hjálpa fólki meö margvíslegu móti. Ein að- ferðin er sú að beina hug viðkomandi manneskju frá áhyggju- efninu sem lá þyngst á honum eða henni — hvort það nú var hjónaskilnaður, ástarharmar eða önnur vonbrigði. — Komið þér í sömu flugvél og við? spurði hún. — Eg man ekki til að ég sæi yður þar. — Eg kom í flugvélinni frá Istanbul. — Já, einmitt það. Istanbul. Og við erum að fara þangað — þessi unga stúlka og ég. Eruð þér kannske kunnug í Istanbul? — Eg hef átt heima þar nærri alla mína æfi, svaraði Ezra og horfði með furðusvip á þær á víxl. Hún vissi ekki hvað hún átti halda um þessar ensku dömur, sem virtust svo vingjarnlegar — nærri því grunsamlega vingjarnlegar. — Þá getið þér vafalaust gert okkur greiða, sagði frú Pringle með ákefð. — Við höfum aldrei komið þangað, en það vill svo til að ég á systurson þar — órabelg, sem maður veit aldrei upp eða niður á. Það er hann sem við ætlum að heimsækja, en þegar við komum þangað liggja kannske boð frá honum um að hann sé farinn til Damaskus — og þá væri vissara að vita eitthvað um borgina, þannig að við stæðum ekki uppi eins og þvörur. — Eg skal leiðbeina ykkur ef ég get, sagði Ezra. — Það var ágætt. Þá gættum við kannske komið inn í veitinga- salinn og talað saman þar. Ef þér hafið tíma til þess. Ezra kinkaði kolli og kæfði niðri í sér stunu. Víst hafði hún tíma til þess — allt of góðan tíma til þess. — Ef þér hafið^verið með Bretum í Istanbul, hélt frú Pringle áfram, er þær voru sestar, þá hafið þér kannske heyrt getið um hann systurson minn. Hann heitir Peter Blount. Nú fékk Ezra ákafan hjartslátt. Þarna kom kannske tækifærið sem hún hafði leitað árangurslaust að. — Já, ég þekki hann vel, sagði Ezra. — Gerið þér það? En hvað þetta var skrítin tilviljun! Þá getið þér kannske sagt mér hvort hann muni vera í Istanbul enn? — Hann var þar að minnsta kosti þegar ég fór, svaraði Ezra og nú létti heldur betur yfir henni. — Sjáum til, nú er svipurinn á yður orðinn glaðlegri, sagði frú Pringle og datt í hug að kannske væri það tilhugsunin um Peter, sem hefði valdið þessari snöggu breytingu. — Þér spurðuð mig áðan hvort þér gætuð orðið mér að nokkru liði, sagði Ezra. — Og þegar ég hugsa mig um betur, sé ég að þér getið það i rauninni.... Svo sagði hún frú Pringle og Jill sögu sína i sem stytstu máli — en auðvitað ekki alla söguna. Hún minntist ekki einu orði á Eric og tilfinningar sínar í hans garð. Það nægði að hún segði, að hún og Peter Blount hefðu unnið hjá sama fyrirtækinu, og að hún hefði af misgáningi í fórum sínum ávísanahefti frá firmanu, og þaö hefði valdið sér mikilli kvöl, því að hún gæti af vissum ástæðum ekki skrifað firmanu. — Það er hægast að bæta úr því, sagði frú Pringle. — Er það ekki, Jill. Við getum tekið það að okkur. — En svo er þaö eitt enn, sagði Ezra og leit bænaraugum á gömlu konuna. — Þið megiö ekki minnast á þetta við nokkurn mann — nema hr. Blount. Og umslagið með ávísanaheftinu verð- ur að afhendast honum sjálfum, og án þess að nokkur sjái. Viljið þið lofa mér því? Ykkur þykir þetta líklega kynlegt, en ég get því miður ekki gefið ykkur neina skýringu á því núna — en þið fáið hana vafalaust í Istanbul.... Ezra hugsaði sig um dálitla stund og hélt svo áfram: — Og þegar þér afhendið ávísanaheftið megið þér ekki láta nokkra mannsekju vita að það hafi verið hérna í Ankara sem þér hittuð sendandann. Þér getið sagt að það hafi verið — í Aþenu, til dæmis. Frú Pringle hió. — Þetta er afar dularfult, það verð ég að segja. Og ef ég vissi ekki að Peter er samvizkusemin sjálf, mundi ég aldrei hafa tekið þetta að mér. En yður er óhætt að treysta mér önnur flugvél þangað. Hún kom frá Aþenu, og meðal farþeg- anna sem komu út voru frú Pringle og Jill Day. Þetta hliðarhopp til Tyrklands hafði ekki verið afráðið í upp- — ég skal haga mér alveg eins og þér hafið beðið um. Þegar kom til Istanbul óku frú Pringle og Jill beina leið til gisthússins, sem þeim hafði verið tryggt herbergi í. Og þegar þær höfðu tekiö upp farangur sinn hringdi frú Pringle til ár- mannsins og baö hann um að ná sambandi við Peter Blount, í firmanum Thomas P. Aston. Jill hafði ekki gert sér grein fyrir því áður hvaða firma það var sem Blount vann hjá, og þegar hún heyrði nafnið hrökk hún við. Það vakti hjá henni endurminningar — minningar sem henni voru sárar enn. En henni datt ekki í hug að þetta firma í Istanbul væri á nokkurn hátt Eric viðkomandi. Nafnið Aston var ekki sjaldgæft. Þess varð ekki langt aö biða aö frú Pringle hefði náð sam- bandi við systurson sinn í simanum. R. Burroughs - T A RZ \ M - 3812 DlHr. hv I’nlt’ii f>r.t'ire .^yrH.ole. j-ir. "IONLY SAW CAK.OL, CLVfE'S V;.ON TIVO INMOC5NT OCCASIONS--" TJM glESAN. "THE FIKST TIANE WAS WHEN I ACCEPTEPA 7INWEK INVITATION AT THE f’HIPFS'HOME—'" uM- Fli II | “I ACTE7 f’gOf’EKLV AN7 TOLITELV, AS THE SITUATIOKI [7EWANrEI7— SUT GLYPE A7PIAKENTLY F’IC’N'TSEE IT THAT WAV..."^ illK. VanSuOn JohjI CílASPO Nú, hvað annað hefur i komið fyrir þig ’ síðan þið | lögðuð af stað? Segðu mér frá því. Það var eitt sinn að Clyde var að hreinsa riffil- inn sinn að skot hljóp úr honum og kúlan straukst við hárið á höfði mér. Hans Albers sagði þessa sögu í Berlín 1930. Albert stóð þá á tindi frægð- ar sinnar, hafði nýlega leikið Lilon í leikriti Molnars og hafði unnið mikla sigra. Þetta var ef til vill bezta hlutverk hans og miklar sögur gengu um það hversu mikil laun hann fengí. Albers hafði nýlega verið í Hamborg þar sem hannn var fæddur og hitti þar gamlan kennara sinn, sem hann hafði ekki séð frá því hann fór úr skóla. Kennarinn mundi vel eftir honum og spurði hann hvert starf hans væri. — Eg er leikari, sagði Albers. — Þá er vonandi að þú hafir nóg að bíta og brenna, sagði kennarinn. ★ — Eg mun áfrýja máli þínu til hæstaréttar, sagði lögfræð- ingurinn við skjólstæðing sinn, en notaðu nú samt tækifærið og flýðu. ★ 72ja ára gamall Parísarbúi hefir fengið leyfi til að skipta um nafn. Hann kvartaði um að gert væri gys að nafni sínu í höfuðborg Frakkl. Hann hét nefnilega Aimelafillc, sem þýð- ir: sá sem elskar stúlkuna. Ekki fylgir það sögunni hvaða nafn hann ætli að taka upp. * Það hafði verið fótboltaleikur milli Glasgow og Edinborgar. Glasgow sigraði og svo hélt far- arstjórinn dálitla ræðu. Og þeg- ar því var lokið sagði hann: — Og nú fáum við okkur dálitla hressingu. Það eigið þið skilið, piltar. Allir piltarnir horfðu á hann eftirvæntingarfullir. Far- arstjórinn kallaði síðan á þjón- inn: — Jón, sagði hann, — opn- aðu alla gluggana upp á gátt! Bergmál — Framhald af 6. síðu. víö hliðina á kornrækt og fræ- rækt á Hvolsvelli, — og svo jafn- framt á næsta leiti undirbúningur landbúnaðarráðuneytisins til stofn unar annarrar heymjölsverk- smiðju, sennilega í Gunnarsholti". Mikil áform. 1 stað þess, að áður var um mikla drauma að ræða, eru nú komin til sögunnar mikil áform, og takist vel og verði svo áfram haldið, mun stórkostlega draga úr innflutningi fóðurkorns á kom- andi tímum og við það sparast mikill gjaldeyrir. Um gildi þess, að þjóðin geti einnig á þessu sviði búið að sínu, hagnýtt sér hetur gæði landsins, mætti skrifa langt mál. Allt er þetta stórkostlega mikilvægt þjóðhagslega, því að hér er verið að reisa nýja, styrka stoð, til aukins öryggis þjóðar- búinu og aukinnar fjölbreytni og velmegunar í íslenzkum landbún- aði. — A. Th.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.