Vísir - 30.05.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 30.05.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 30. maí 1961 VlSIR Hákon Bjarnason formaður félagsins Island-Noregur. Samskipti og tengsl iVorð- mannu og Islendinga- Haustið 1926 leit ég Noreg af sjó í fyrsta sinni á ævinni. Man ég skýrt hvílíkum forvitn isaugum ég skoðaði fjöll og dali úr mikilli fjarlægð. Rifj- aðist þá upp fyrir mér kvæði Matthíasar Jochumssonar, „Nú hef ég litið landið feðra minna, landið, sem við mér hló á bernskudögum . . Hefði ég ráðið ferðum skips þess, sem ég var á, hefði ég hleypt því upp undir land til þess að skoða.það betur. Sem betur fer liðu ekki mörg ár áð- ur en ég átti þess kost að kom- ast til Noregs. Við fyrstu kynni mín af þjóðinni fann ég strax, að ótrúlega margt var skylt með Norðmönnum og okkur íslendingum, og eftir því, sem árin hafa liðið og ég hef kynnst fleiri Norðmönnum, hefur þetta komið æ skýrar í Ijós. í því sambandi minnist ég einkum eins atburðar. Ég var staddúr innst inni í Sogni og gaf mig á tal við gamlan mann, sem var að kurla eldivið. Áður en varði fór samtal okkar fram á móðurmáli hvors fyrir sig. Hann talaði hægt sína eigin mállýsku en ég mitt daglega mál, og hvorugur. átti erfitt með að skilja hinn. Munurinn á máli okkar hefur vart verið meiri en hann var á hinum ýmsu mállýskum Noregs á dög um Snorra Sturlusonar. Mig furðaði mjög á þessu, en ég hef síðar reynt þetta og heyrt á ýmsum stöðum á Vesturland- inu í Noregi, einkum í samtöl- um við aldrað fólk á afskekkt- um stöðum. Orð þeirra og okk- ar eru nærri öll hin sömu, mun ur á framburði er einkum á hljóðstöfum. Þar að auki sleppa þeir flestum fallending- um, en slíkt er til hægðarauka, og er alls ekki óhugsandi að ís- lenzka framtíðarinnar taki þetta upp. (Þágufallssýkin svo- nefnda, sem kennarar landsins eru í óða önn að berjast við með litlum árangri, er auðvitað ekki annað en upphaf að þessu). Og loks er eitt í sam- bandi við málið. Enn bregður fyrir að maður heyri gamlar vísur með stuðlum og höfuð- stöfum, en þetta er alveg að hverfa. — o — Noregur og ísland eru afar ólík lönd bæði að eðli og út- liti. Annað er gamalt land gran ítfjalla, en hitt ungt land blá- grýtis og móbergs. Bæði eru að vísu hrjóstrug, en auður Noregs er þó miklu meiri en íslands. Hann er fólginn í barr skógum þeirra, því að án þeirra væri Noregur næstum ó byggilegur. Báðar þjóðirnar hafa verið mergsognar um aldir af útlend um kaupmönnum og stjórnar- völdum. Öll alþýða landanna hefur lifað við hin hörðustu kjör og dregið fram lífið við búskaparbasl og fiskiveiðar, og því má finna margar hlið- stæður í lífi beggja þjóðanna. Meðan Danakonungar og fy.lgi fiskar þeirra máttu sín nokk- urs beindust öll viðskipti til Danmerkur, og þá voru lítil sem engin tengsl á milli Nor- egs og íslands. Á öldinni sem leið hófust þó nokkur kynni milli Norðmanna og íslendinga sumpart vegna þess að áhrifa miklir Norðmenn studdu kröf- ur íslendinga til meiri sjálf- stjórnar, en sumpart af því, að Norðmenn fóru að stunda veið ar við fsland á síðustu áratug- um aldarinnar. f báðum þess- um tilfellum eiga íslendingar Norðmönnum þökk að gjalda því að þótt ýmsir Norðmenn hafi grætt drjúgan skilding á þessu og útrýmt hvölum að mestu á íslandshafi, þá kendu þeir okkur verklega menningu svo að um munaði. Samskipti Norðmanna og íslendinga dvínuðu mjög upþ úr síðustu aldamótum og voru fremur lítil um allmörg ár. Var það að vonum, því að þjóðirnar kepptu hart á fiskmörkuðum heims og um gagnkvæm við- skipti var lítið að ræða. Iðnað- ur Norðmanna var þá í bernsku og gat lítið keppt við stóru löndin, og við íslending- ar höfðum ekkert að selja Norðmönnum eftir að þeir tóku upp verndartoll á saltketi. — o — Meðan síðari heimsstyrjöld- in geisaði og upp frá því hafa kynni íslendinga af Norðmönn um aukist nokkuð á ný en þó minna en skyldi og liggja til þess margar orsakir. En ekki skulu þær raktar hér. Menningartengsl á milli þjóða standa ávallt höllum fæti nema því aðeins að þjóð- irnar hafi og verzlunarvið- skipti eða samstöðu í einhverj um málum Þó að bæði Norð- menn og íslendingar vilji halda slíkum tengslum verður það aldrei gert til mikilla muna, nema því aðeins að öðru hvoru eða báðum þessum skil- yrðum verði fullnægt meira en verið hefur. Um undanfarin ár hefur ver- ið mikil og góð samvinna milli Loftleiða og L. G. Braathens á sviði flugmála, sem báðir að- ilar hafa haft hag af. Ennfrem- ur hafa verið teknar upp sigl- ingar milli Noregs og fslands um sumarmánuðina, og hefur það létt nokkuð undir viðskipt um við Noreg, en þó hvergi nærri sem skyldi, þar sem þess ar siglingar miðast of mjög við farþegaflutninga. Vonandi stendur þetta til bóta. Var það áreiðanlega skaði að Berg- enska skipafélagið hættj sigl- ingum til íslands eftir striðið, en að þeir hættu var einvörð- ungu sök okkar íslendinga, Eftir stríðið hafa ferðir manna á milli íslands og Nor- egs aukist töluvert. í því sam- bandi má nefna skiptiferðir Norðmanna og íslendinga til þess að gróðursetja skóg. Farn ar hafa verið 4 ferðir síðan 1949, en sú 5. verður farin á þessu vori. Koma 60 Norðmenn hingað til lands 31. maí og munu dvelja hér í hálfan mán- uð. Samtímis fara jafnmargir fslendingar til Noregs. Að þessari ferð lokinni hafa hátt á þriðja hundrað manns frá hvoru landi gist hitt land- ið. Það er yfirleitt ungt fólk, sem ræðst í þessar ferðir, og hingað til hafa allir haft bæði ánægju og gagn af þessum ferð um. Þeim er þannig fyrirkomið að kostur er að ferðast á milli landa fyrir hálft fargjald, en dvölin er ókeypis fyrir þá vinnu, sem menn inna af hönd- um. Samtímis er þátttakend- um gefinn kostur á að skoða sig töluvert um og að kynnast 1 fólki, ýmist við daglega önn eða á samkomum. Á þessum ferðum vinnur fólkið að lífrænum og nytsöm- um störfum þannig að það skil- ur verðmæti eftir sig við brott- förina. Fyrip skógræktina á ís- landi hefur þetta orðið hinn mesti búhnykkur, ekki síst vegna þess, að fjöldinn allur af þeim, sem til Noregs fara, sjá 1 þar af eigin raun hvílíkar nytj- ar eru af skógi og reynast vinnufúsir fyrir málefnið á eftir. En hér á landi eru nú stór svæði að klæðast ksógi, sem plantað hefur verið af verkfúsum höndum ungra Norðmanna. Og íslendinga- skógarnir í Noregi eru víða til. Slíkar ferðir sem þessar gefa lífræn tengsl milli land- anna og þjóðanna, en fyrir þá sök munu þau halda áfram um langan aldur hvað svo sem öll- um öðrum viðskiptum líður. íslendingar eiga allir kyn sitt að rekja til Noregs, og á tímum umbrota og framfara er hollt að standa að nokkru leyti í fortíðinni. Af þeim sökum ættum við að leggja stund á kynni okkar við nánustu frænd þjóð okkar, læra af henni og halda vináttu hennar. Hákon Bjarnason. Stevenson í suðurför Kennedy forseti hefnr til- kynnt, að Adlai Steverson am- bassador, aðalfulltrúi Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unurri, fari í hálfsmánaðar vin- áttuferðalag til Suður-Ameríku. Stevenson kemur í 10 höfuð- borgir. Megintilgangurinn er að ræða félagsmál og efnahags- mál og nánara samstarf allra Vesturálfulýðveldanna. Ferða- laginu mun Ijúka í júlí, rétt fyrir ráðstefnu um efnahags- og félagsmál, sem haldin verð- ur í Montevideo. Talið er, að Kúba muni mjög bera á góma í viðræðum Stev- ensons við leiðtoga Suður-Ame- ríkuríkjanna. Konungssetrið Skaugum að vetrarlagi. •jiiiiHiiííS::: Þrír ættliðir. Ólafur, Hákon og Haraldur. Myndin er tekin um sumarið 1952, skömmu fyrir áttræðisafmæli Hákons konungs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.