Vísir - 30.05.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 30.05.1961, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Þriðjudaginn 30. maí 1961 ★ J. HARNALL: =ISTANBUL 29 Þess vegna átti hún bágt með að átta sig er Nancy sneri sér að Eric síðar um kvöldið og sagði: — Heyrðu, Eric, mér finnst að þú ættir að bjóða þessum gest- um að búa hjá þér. Ezra er farin og herbergið hennar laust. og ég kemst vel af með litla herbergið á meðan.... Eric leit þakklátur til hennar. Kannske hafði hún ekki tekið þetta eins nærri sér og hann var hræddur um.... Þannig atvikaðist það að tveir gestir bættist við i húsið við Bospórus. Allt var með friði og spekt og virtist falla í ljúfa löð. En um nóttina, er Nancy lá andvaka í rúminu sínu, þróaðist áformið sem hafði skotið upp í huga hennar meðan þau sátu úti í garðinum um kvöldið. Hún ætlaði undir eins daginn eftir að byrja undirbúninginn að því að spilla öllu fyrir Jill. Hún var ekki í neinum vafa um hvað hún ætti að gera, og því betur sem hún hugsaði um það því sigurvissarl varð hún. Hér dugðu engin lævísleg smábrögð, eins og hún hafði notað gegn ungfrú Welsh og Ezru.... Henni þótti skrítið að Eric skyldi ekki hafa minnst á að ávísanaheftið hefði horfið. Kannske hafði hann ekki saknaö þess ennþá, — eða kannske vildi hann hlífa Ezru, Það skipti í rauninni engu máli hvort heldur var, því að nú var Ezra úr leik. En öðrum hættulegri keppinaut hafði skotið upp. Nancy kreppti hnefana og starði út í myrkrið. Hún ætlaði að sjá til þess að Jill fengi makleg málagjöld. Svo eftirminnileg, að hún þyrði aldrei að láta sjá sig framar — hvorki Eric né aöra! Nancy varð fyrir vonbrigðum er Eric lét þess getið yfir kafíinu morgunin eftir, að Ezra hefði sent honum ávísanaheftið. — Það hafði lent í töskunni hennar af misgáningi þegar hún var að fara. Hún hafði stungið þvi niður í ógáti. — / ógáti? sagði Nancy storkandi. — Dettur þér í hug að trúa því, Eric? Að þetta hafi verið misgáningur, meina ég. — Ef hún hefði ætlað að komast yfir heftið mundi hún ekki hafa hirt um að senda mér það, svaraði Eric. — Eg trúi nú því sem mér þykir trúlegast, sagði Nancy og yppti öxlum. Það var eitthvað í raddhreimnum sem kom Eric til að líta betur á hana. Allt í einu mundi hann atvikið úr afmælisveizl- unni sinni heima í London. Þá hafði dálítið svipað þessu komið fyrir veslings Jill Welsh, og nú datt honum í hug: var það einber tilviljun að atvikiö úr afmælinu var að sumu leyti líkt þessu? En hann sagði ekkert. Eftir hádegisverðinn ætlaði Nancy með frú Pringle og Jill inn i borgina, og Eric ætlaði að sýna þeim ýmsa merka staði þar. En Nancy afsakaði sig með þvi að hún hefði sofið illa um nótt- ina og vildi heldur hvíla sig. Þegar hin voru farin snerist henni strax hugur. Hún hefði kannske gott af að ganga dálitla stund. Klukkutíma síðar kom hún inn í skrifstofu Hackers og bað um að fá að tala við forstjórann. Hacker hvessti augun á hana þegar hún kom inn i skrifstofuna til hans. En þegar hann þekkti aftur ungu stúlkuna, sem hann hafði séð með Eritj Aston á Ali Baba skein forvitnin úr augunum á honum. — Hverju á ég þann heiður að þakka að þér heimsækið mig? spurði hann kurteislega og benti henni að setjast í hægindastól- inn. Nancy settist. Hún var föl og uppvæg, og hörkudrættir kringum munninn. — Má ég bjóða yður að reykja, ungfrú....? — Eg kýs heldur að segja ekki til nafns míns, sagði hún um leið og hún tók vindlinginn. — Það stendur stundum svo á, á æfileið mannsins, að hann hefur allt að vinna eða öllu að tapa, hr. Hacker, byrjaði hún.. — Það er þannig ástatt fyrir bæði yður og mér núna — þó að ástæðurnar séu ekki þær sömu hjá báðum. En af því að viö er- um bæöi í sömu hættunni, þarf ég vist ekki að fara kringum málið eins og köttur kringum heitan graut. Eg ætla að tala hisp- urslaust um þetta. — Haldið þér áfram, sagði Hacker. — Eg hlusta með áhuga. — Mér er vel kunnugt um samkeppnina milli fyrirtækis yðar og fyrirtækis Astons. Eg veit líka að þér hafið reynt að bola Aston burt, og notað til þess aðferðir, sem kannske má kalla — já, við skulum segja einstæðar. En slíkar aðferðir geta verið nauðsynlegar til þess að ná settu marki, er ekki svo? Hún tók málhvíld og vildi lesa úr andliti hans hvernig áhrif þetta hefði, áður en hún færi lengra. En hún sá ekki annað en andlit þaulæfðs prangara, sem er leikinn í pókerspili. — Þetta er viðvíkjandi Ezru, hélt hún svo áfram, að nú sá hún ekki betur eh glampi kæmi í augun á honum. Hún bjóst við að hann mundi segja eitthvað, en hann þagði enn og þess vegna hélt hún áfram: — Eg veit að þér hafið gildar ástæður til að leggja fæð á hana, og að þér hafið ekki enn fengið tækifæri til að refsa henni eins og hún á skilið, fyrir svívirðilegt athæfi hennar gegn yður. Er það ekki rétt? Hacker kinkaði kolli. Nú fór hann að gruna hvað á spýtunni hengi. Þessi stúlka þurfti að hefna sín, og hún vildi hafa sam- vinnu við hann. — Nú stendur þannig á, að þessi kvensnift hefur gerst svo bíræfin að koma mínu einkamáli i óefni. Það var ráðið fyrir mörgum árum að Eric og ég yrðum hjón — og þetta var í raun- inni ein aðalástæðan til þess að ég gerði mér ferð hingað. En i stað þess að taka mér opnum örmum, var hann eins og drumbur við mig. Og mér vs.rð fljótt ljóst, að það var þessi Ezra, sem hafði komist upp á milli okkar.... Hacker hleypti brúnum. — Mér hefur skilist að Ezra vinni ekki i skrifstofu Astons lengu£Hsagöi hann. — Það er rétt, sagði Nancy. — Hún er hætt að vinna í skrif- stofunni, og það er látið heita svo sem hún sé farin frá Istanbul. En hún býr enn í húsinu heima hjá Aston — á laun. Hún kemur ekki út fyrir dyr fyrr en eftir að dimmt er oröið, og þá er hún venjulega klukkutíma úti í garðinum til að fá sér hreint loft. — Haldið þér áfram, sagði Hacker óþolinmóður. — Hún er ein úti í garðinum á hverju kvöldi klukkan hálfníu! Skiljið þér nú hvert ég er að fara? Hacker kinkaði kolli og brosti ánægjulega. — Það sem manni tekst ekki einum, tekst manni stundum með aðstoð hygginnar stúlku, sagði hann. — Það hef ég reynt oftar en einu sinni. Hann sat hugsandi nokkrar sekúndur. Svo sagði hann: — En er það víst að hún sé alein í garðinum? — Klukkan hálfníu í kvöld skal ég sjá um að hún verði þar ein! — Hvernig getið þér verið viss um það? — Af því að ég ætla mér að haga því svo — og ég veit upp á hár hvernig ég á að fara að því. En mig langar til að gefa yður gott ráð. Ákveðnar persónur vita að þér eigið óuppgerða reikn- R. Burroughs — T \ RZ A M — 3814 "I ONLY SAW CAR.OL, CLV7E'S WIFE, OM TWO INMOCENT 0CCASI0NS-//70N PE6AN. ‘I ACTE7 PROFEKLY ANP TOLITELV, AS THE SITUATIOM 7EA\ANPEC7~ »UT CLVP’E APFTARENTLY PIP’N'T SEEIT THAT WAV. „'fib "THE FIKST TIAAE WAS WHEN I ACCEPTEPA PINMEK INVITATIOM AT THE PHIPTS' HOME--// |.|.H52. Ffttur* SyudicáU. jnc. J Clyde hefur marg reynt að myrða mig, sagði Reed. Hann er mjög afbrýðisamur og þess vegna heldur hann, að ég sé ástfanginn í konu hans Carol. — Eg hef aðeins tvisvar séð Carol og í bæði skiptin var það gjörsamlega saklaust. Fyrra skiptið var þegar ég var boðinn í kvöld- verð heim til Clyde. Eg hegðaði mér sem vera bar og kom kurteislega fram í hvívetna, en það var greini- legt, að Clyde fannst ekki það sama. Það er ekki eintóm mann- vonzka og óánægja í Kenya. Þrisvar sinnum á viku streyma tvö þúsund ungir Afríkubúar í hinn mikla Makadaraskóla til að hlusta á landa sinn Edouard Masengo. Hann er 26 ára að aldri og hefir alveg sigrað hjörtu lands- manna sinna og honum er fagn- að alveg eins mikið eins og hin- um miklu „rock og roll“ kóng- um í Evrópu og Ameríku. Aðgangseyririnn er alveg sérstakur. Nokkur hylki fyrir svaladrykk af vissri tegund. Það er nefnilega svaladrykkja- verksmiðja, sem stendur fyrir söngskemmtununum' og notar þær í auglýsingaskyni. Söngvarinn hefir eðlilegar gáfur og hefir aldrei lært neitt, en hann hefir tök á áheyrend- um sínum og honum finnst að hann geri gagn með söng sín- um, sem hann og gerir. — Eg held piltunum frá göt- unni, þá fá þeir engar slæmar venjur. ★ Lögfræðingurinn við skjól- stæðing sinn: — Eg er búinn að komast að sættum við eiginmann yðar, sem þið bæði getið verið ánægð með. — Bæði ánægð, hrópaði kon- an. — Til hvers haldið þér að eg hafi leitað til yðar? Eg hefði getað gert það sjálf. ★ Konan við mann sinn: — Finnst þér ekki hræðilegt að sjá hvað kjóll stúlkunnar þarna hylur lítið af nekt hennar? Maðurinn: — Ekki svo langt sem eg fæ séð. ★ ‘Hann var að fylgja viðutan búðarstúlku heim af balli og kyssti hana við dyrnar. Af vana sagði stúlkan: —- Var það ekki eitthvað fleira? ★ Yale-menn sjá sitt óvænna er Harvard-mönnum fjölgar ískyggilega í áhrifastöðum í Washington og eru nú að ráð- gera að setja á stofn útlaga- stjórn. 30 KRÓNUR MIDINN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.