Vísir - 30.05.1961, Blaðsíða 9
Þriðjudaginn 30. maí 1961
VÍSIR
9
Úlafur Noregskonungur -
(Frh. af bls. 7)
prinsessu upp að altarinu.
Hann varð óskabai’n þjóðar
innar allt frá því hún öðl-
aðist frelsi, hann varð í-
þróttahöfðingi og siglinga-
prins, norsk lund, norsk
saga og norsk náttúra hef-
ur gert hann að þeim kjarna
karli sem hann er. Hann
líkist noi'sku konungsefnun
um úr sögunum, en þeir
þoldu að sjá skýjaflóka og
stói'ar öldur. „Þess var alls
staðar sérstaklega getið í
norskum og sænskum blöð-
um við þetta tækifæri hve
mikla þýðingu það hefði að
norska konungsefnið hefði
valið sér sænska brúði. Öll-
um kom saman iim að það
missætti, sem var á milli
landanna fyrir 1905, meðan
Noregur laut Svíþjóð, væri
endanlega úr sögunni.
Nýgiftu hjónin fóru í
brúðkaupsferð til Miðjarð-
ai'hafsins en þaðan fóru þau
til Englands og heimsóttu
setur það sem Ólafur fædd-
ist á. Fyrst í stað bjuggu';
þau í húsi nokkru í Bygdö,
sem kallaðist Victoria. Hús
þetta tilheyrði konungs-
garði, og afi krónprinsess-
unnar, Oscar 2. Svíakonung
ur, hafði látið byggja þetta
hús. En fljótlega fluttu þau
í hús, sem ráðherra nokkur
gaf þeim. Þau höfðu þó ekki
búið þar nema um hálfs árs
skeiðs, þegar húsið brann.
En óðara var tekið til að
byggja nýtt hús á rústum
hins gamla.
Það var um sumarið sama
árið og hann kvæntist, sem
Ólafur konungsefni var fyr-
irliði fyrir mjög víðtækum
heræfingum. Hann lagði
hina mestu stund á her-
mennsku. Herfoi'ingi nokk-
ur skrifaði um hann á þessa
leið: „Meðan Ólafur konung
ur gegndi herþjónustu var
hann fyrirmynd annarra að
nákvæmni, skyldurækni og
hei-mannlegri framkomu.
Þetta hefur ásamt með-
fæddi'i glaðvæi'ð og ein-
faldleika í framkomu gert
hann svo ástsælan meðal
þjóðarinnar sem verða má. \
Gagnvart næsta manni í her
mannaröðinni var hann
hinn sjálfsagði iog viðmóts-
þýði félagi og krafðist
þess aldrei að farið væri
með. hann á annan hátt en
hvern annan óbreyttan
mann“. Ýmsar sögur fara af
hermennsku Ólafs, en sér-
grein hans var sjóhei’naður.
Með árunum óx hann að her
mannlegum völdum líkt
og aðrir þeir, sem skara
fram úr.
Þegar hér er komið sögu
hafði Ólafi konungsefni og
konu hans fæðst fyrsta
barnið, dóttir. En 1937 fædd-
ist þeim sonur, hið fyrsta
konungsefni, sem litið hafði
dagsins ljós í Noregi um
næstum 600 ára skeið. Það
var mikill gleðidagur í Nor-
egi og hjá foreldrunum sem
áttu tvær dætur fyrir.
Amma litla pr.insins hélt
honum undir skírn og hlaut
hann nafnið Haraldur, sem
frægt er í konungasögum
Noregs.
Svo líða ái'in. Það var ör-
lagaríkur dagur í lífi Ólafs,
þegar erlendur her í'uddist
inn í landið og tók það her-
skildi morguninn 9. april
1940. Frá þeim degi og með
an stóð’ á baráttu Norð-
manna vék Ólafur ekki frá
hlið föður síns.
Þegar Norðmenn gáfust
upp hélt Ólafur ásamt föður
sínum til Englands. Ólafur
stakk upp á því í ríkisráð-
inu, þegar það var haldið í
síðasta sinn á norskri grund
í stríðinu, að hann yrði eftir
í landinu, ef hann með því
móti gæti orðið þjóðinni til
stuðnings. En þeir, sem á-
byrgðina báru, töldu ekki
heppilegt að hann gerði það
Á stríðsárunum höfðu
bandamenn um skeið
svæðið kringum Narvik á
sínu valdi og vildi Ólafur
krónpi’ins þá fá leyfi til að
fara til föðui'landsins og
bei’jast en það var ekki tal-
ið ráðlegt að leggja hann í
slika hættu.
Ólafur krónprins hélt
ræður til Norðmanna í gegn
um útvarp frá London og
taldi í þá kjark. í ræðu sem
hann hélt til norskrar æsku
sagði hann: „Látið ekki bug
ast, standið saman“.
Öll styrjaldarárin tók Ól-
afur konungsefni þátt í and
spyi-nu Norðmanna frá Eng-
landi og' hann fór til Banda-
ríkjanna og hélt þar fyrir-
lestra um Noreg.
Þann 8. maí 1945 til-
kynnti Ólafur í norsku út-
varpi frá London, að Noreg-
ur væri aftur orðinn frjáls.
Og stuttu síðar hélt hann
til heimalandsins, þá eftir
að hafa verið skipaður yfir-
maður alls hers Norðmanna.
Hákon konungur og krón-
prxnsessan komu mánuði
síðar.
Ólafur ríkisarfi tók síðan
við æ fleiri störfum úr
hendi föður síns. Það var
mál þjóðarinnar að hann
leysti þau af hendi með
sóma.
En í apríl 1954 var mik-
ill harmur kveðinn að Ólafi
krónprins og fjölskyldu
hans. Marta krónpx’insessa
lézt á bezta aldri. Alda sam
úðar fór um gjörvallan Nor
eg. Krónprinsessan var vin-
sæl kona, glæsileg og geð-
þekk.
Þi’emur árum síðar lézt
faðir Ólafs, Hákon konung-
ur háaldraður. Krónprins-
inn tók opinberlega við völd
um konungs tveim stundum
eftir andlát föður síns. Hann
hafði þá lengi verið ríkis-
stjóri vegna veikinda föður
síns og var að öðru leyti vel
úndir -'stax’fið ‘búinn'. Hann
vaícli sér að ítjörorði sömu
setningu og faðir hans hafði
haft að leiðarljósi í starfinu
fyrir Noreg: Allt fyrir Nor-
eg.
GoTt forstofuherbergi til
leigu í Bólstaðarhlíð 39
(fyrstu hæð). Sér snyrtiher-
bergi. Sími 34390. (1446
LÍTIÐ kjallarherbei’gi við
Eskihlíð til léigu 1. júní. —
Fullkomin reglusemi áskil-
in. Sími 14516. (1457
' HERBERGI óskast til
leigu sti’ax. — Uppl. í síma
14864. — (1453
TIL LEIGU stofa á efri
hæð fyrir reglusaman
mann. Öldugata 27 (vestan-
megin). (1467
2ja HERBERGJA íbúð á
góðum stað í vesturbænum
til leigu í sumar, ef til vill
lengur. Uppl. í síma 19925.
UPPHITAÐ geymslupláss,
tilvalið fyrir geymslu á hús-
gögnum til leigu. — Sími
14528. — (1455
AF SERSTÖKUM ástæð-
um eru 2 lítil kvistherbergi
móti suðri til leigu fyrir
reglumann. Hagamelur 25.
UNGT kærustupar óskar
eftir einu herbergi og eld-
húsi í Kópavogi um mán-
aðamót júní—júlí. — Uppl.
í síma 36891 milli kl. 5 og 7.
Feröir ntj
ferðatögi
FRA FERÐA-
FÉLAGI ÍSLANDS.
Gróðurestiyngarferð í Heið-
mörk í kvöld kl. 8 frá Aust-
urvelli. Félagar og aðrir eru
vinsamlega beðnir um að
fjölmenna.
apað-iunotið;
SVÖRT peningabudda tap
aðist á fösudag frá verzl-
uninni Nonni til Vesturgötu
5. Vinsamlegast skilist í
verzlunina, Vesturgötu 14.
ÚR tapaðist frá Melaskóla
að Klöpp á Seltjarnarnesi sl.
laugardagskvöld. — Sími
23385. — (1461
Sumir hafa spurt Finn, hvort þessi mynd eigi nokknð
skylt við „Gamla manninn og hafið“ eftir Hemingway, en
það er síður en svo, listamaðurinn gerði frumteikninguna
fyrir 30 árum, þó að málverkið sé nýlegt og kallast „Bláa
flyðran“.
Viðtal við Finn Jónsson
Framhald af 6. síðu.
hvatti mig til að sægja um
inngöngu í „Der Sturm“.
Það var alþjóðafélag lista-
manna, þar sem áðurnefnd-
ir málarar stóðu framarlega
og líka Marc Chagall, og það
voru einmitt þeir Kokoschka
og Chagall, sem fengu í fyrra
Konstantin-verðlaunin eina
fremstu viðurkenningu í
Evrópu, sem myndlistar-
manni hlotnast. Það var með
naumindum að ég ætlaði að
trúa því, að mér þýddi að
fá inngöngu í þétta félag, er
sýndi fyrst og fremst verk
eftir fræga menn, t. d.
Braque, Villon og Picasso,
auk áðurnefndra og fleiri.
En fékk inngöngu og þóttist
heldur maður með mönnum,
og verk mín komust á sýn-
ingar félagsins í mörgum
borgum.
— Hverjir voru skóla-
bræðui' þínir um þetta
leyti? Voru landar þarna við
nám?
— Eini íslendingurinn í
Dresden auk mín var Emil
Thoroddsen, sá fjölhæfi
maður. Og var þarna á vega-
mótum, að velja milli mynd-
listar og tónlistar, því að
hvort tveggja hafði hann
fengizt við og virtist liggja
jafnopið fyrir honum. í skól
anum var ég í deild útlend-
inga. Eini félaginn minn þar,
sem ég hef heyrt frá síðan,
er ungverskur málari, Mók-
ogly Nagy, hann fór til Ame
ríku og rekur nú einkaskóla
í Chicago.
•— Kynntist þú Kandinsky
eða Klee?
— Ekki Klee, en Kand-
insky hitti ég. Hann var á-
kaflega lýriskur og maler-
ískar myndir hans, en þó
átti hann til að vera brútal.
Þeir skrifuðu báðir mikið
um myndlist, fyrst í tímarit-
ið „Der Sturm“, sem rithöf-
undurinn Walden stofnaði
og hélt úti í nokkur ár, og
áðurnefnt listamannafélag
var nefnt eftir. Þessir mál-
arar hafa haft gífurleg áhrif
á yngri menn, allt frá því
fyrir fyrra stríð og til þessa
dags, þó að komnir séu þeir
undir græna torfu fyrir
mörgum árum.
— En þú hefur sem sagt
losnað úr álögum þessara
karla.
— Já, ef um álög hefur
verið að ræða, sem ég held
að ekki hafi verið. Eg hreifst
af þeim, þegar ég var úti, og
gríp í abstrakt alltaf annað
veifið, bæði af því að mér
þykir enn gaman af því, og
maður verður að grípa til
ýmissa túlkunaraðferða, eft-
ir því hvert verkefnið er.
Segja má, að verkefni kalli
oft á ákveðna túlkun, bæði
abstrakt sem aðrar aðferðir.
Þröngsýni í þessum efnum
hlýtur að vera andstætt list.
Eftir mína skólagöngu, sem
hófst seint, hneigðist hugui’-
inn meira að íslandi, fólkinu
og landinu, Oft hef ég valið
fyrirmyndir frá sjónum,
sennilega af því að ég vand-
ist honum snemma og tel
mig skyldan honum, byrjaði
að sækja sjó 13 ára og gerði
í mörg ár, svo sem forfeður
mínir og frændur fyi'ir aust-
an.
— Hér eru nokkrar mynd-
ir frá Róm. Fórstu þangað
að loknu námi úti?
— Nei, biddu fyrir þér! Eí
maður hefði nú haft efni á
því. Það var fátæktarbasl á
okkur félögunum í listaskól-
anum í Dresden. Og að fara
til Róm, það voru nú ekki
nema „Krösusar", sem gátu
það. Sumir voru styrktir hér
heima.til þess, þeirra meðal
Ríkarður bi’óðir. En svd fyr-
ir tveim árum hélt ég ásamt
konu minni loks suður til
landa, einnig til Róm, og
gerði þar drög að þessum
myndum. Það er stórfeng-
legt að eyða tímanum þar:
Óskaplega er mikið af kúlt-
úr innan um þessar rústir!