Vísir - 03.06.1961, Side 1

Vísir - 03.06.1961, Side 1
12 síður alla daga 12 síður alla daga 51. árg, Laugardaginn 3. júní 1961 122. tbl. Borðahald á Bessastöðum í fyrradag. — Talið frá vinstri: Major Haugh fylgdarliði konungs, Ilaldur Guðmundsson ambassador, Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú, Bjarne Börde ambassador, frú Bósa Ingólfsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson forseti, Ma- dame Börde, kona norska ambassadorsins. — Þeir sem snúa baki í myndavélina eru talið frá vinstri: Pétur Sigurðsson forstjóri, skipherrann á Bergen og Gröndvold hirðmarskálkur. Vinnuveitendasambandið og Dags- brún felldu sáttatillöguna. Hún var samþykkt í nokkrum fé lögum. - Þátttaka var víða lítil. Kennedy og de Gaulle sam- mála um Berlin og NATO. Bandaríkin snúast með bandamönnum sínum gegn hverri árás, sem gerð kann að vera. Kveðst fara bjartsýnn til Vínar. Sáttasemjari byrjaði að taka á móti atkvæðum í gærkvöldi upp úr kl. 22. Talning at- kvæða fór fram í Alþingishús- inu. Úrslit í atkvæðagreiðslunum fara hér á eftir í sömu röð og þau urðu kunn: Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði; Já sögðu 66, Nei sögðu 108. 1 seðill auður. Á kjörskrá voru 405. At- kvæði greiddu 175 eða 43%. TiIIagan var felld. Múrarafélag Reykjavíkur: Já 'sögðu 87, Nei sögðu 64. 1 seðill auður. Á kjörskrá voru 219. — 152 greiddu atkvæði eða 69%. Tillagan var samþykkt. Múrarameistarafélag Rvíkur: Já sögðu 5. Nei sögðu 23. TiIIagan ,var felld. Málarafélag Rvíkur: Já sögðu 14. Nei sögðu 55. Á kjörskrá voru 95, en 69 greiddu atkvæði eða um 74%. Tillagan var felld. Málarameistarafél. Rvíkur: Já sögðu 6. Nei sögðu 41. Tillagan var felld. Verkakvennafél. Framsókn í Reykjavík: Já sögðu 219. Nei sögðu 183. Á kjörskrá voru 1496. — Um 27 % greiddu atkvæði. Tillagan var samþykkt. Vinnuveitendafélag Hafnarfj.: Já sögðu 2772. Nei sögðu 2574. Tillagan var samþykkt. Verkakvennafél. Framtíðin, Hafnarfirði: Já sögðu 84. Nei sögðu 66. Á ‘ kjörskrá voru 417 og greiddu nærri 36% atkvæði. Tillagan var samþykkt. Verkamannafél. Dagsbrún, Reykjavík: Já sögðu 390. Nei sögðu 1303. Á kjörskrá voru 2700, en 1712 greiddu atkvæði eða 63%. Tillagan var felld. Vinnuveitendasamband íslands: Já sögðu 333. Nei sögðu 873. Tillagan var felld. Vinnumálasamband Samvinnufélaganna samþykktu hinsvegar tillög- una. Fleiri úrslit en að ofan greinir voru eigi kunn, er blað- ið fór í pressuna. Kaupa 9 stóra togara. Færeyingar auka togaraflota sinn stórlega á þessu ári. Ný- lega voru undirritaðir samn- ingar um smíði á 9 togurum fyrir færeysk útgerðarfélög. Skipin verða smíðuð í Frakk- landi og á smíði þeirra allra að vera lokið á þessu ári. í gær lauk í París þriggja daga heimsókn Kennedys Bandaríkjaforseta og viðræð- um hans og De Gaulle Frakk- landsforseta. Var gefin út sameiginleg tilkynning um viðræðurnar. Samkvæmt henni náðli þeir samkomulagi í meginatriðum um helztu mál, sem um var rætt, m.a. um afstöðuna til Berlínar. Mikla athygli vekur, að þeir telja Norður-Atlants- hafsbandalagið mikilvægast allra samtaka frjálsra þjóða og vilja efla það sem mest. Þeir ræddu málefni Suður- Ameríku, Suðaustur-Asíu og Afríku. Sérstök áherzla er lögð á, að þeir telja mikilvægt að hafa fengið tækifæri til að kynnast og treysta forn vináttubönd Bandaríkjanna og Frakklands. Kennedy ræddi við blaða- menn að viðræðunum lokn- um og m.a. um fundinn með Nikita Krúsév forsætisráð- herra Sovétríkjanna sem verður í dag og á morgun. Kvaðst Kennedy fara bjart- sýnn á fundinn og hefði bjartsýni hans aukist eftir viðræðurnar við De Gaulle. Hann kvað Bandaríkin mundu snúast gegn hverri árás sem gerð yrði og hversu skæð sem hún yrc5i ásamt bandamönnum sínum. Hann gerði ráð fyrir, að Ber- línarmálið yrði eitt helzta við- ræðuefni hans og Krúsévs, og hefðu þeir verið sammála um það, hann og De Gaulle, að ekki kæmi til mála að sovét- stjórnin ræki fleyg í raðir bandamanna. Krúsév kom til Vínarborgar í gær og var öryggisviðbúnað- ur mikill. 8000 Iögreglumenn hafa verið kvaddir til skyldu- starfa meðan fundurinn stend- Ulf. Krúsév kvaðst vona að sá andi friðsemdar sem ríkti í Austurríki mætti einkenna fund hans og Kennedys. Eigi var fjölmenni mikið við komuna og voru það aðallega kommúnistar, sem safnast höfðu saman í járnbrautarstöð- inni til þess að fagna honum. Páfi snýr heim. Jarðneskar leifar Gregoríus- ar 7. páfa hafa verið fluttar til Rómaborgar. Gregoríus, er var einn atkvæðamesti páfi, sem uppi hefir verið, andaðist 1085 í Salerno, og þar hefir lík ið hvílt síðan. Nú verður það greftrað í nýrri kirkju, sem fullgerð verður í Róm á þessu ári. Noregskonungur, forseti fslands og félagsmálaráðherra á Þing- völlum í gærmorgun. Dr. Kristján Eldjárn er að segja sögu staðarins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.