Vísir


Vísir - 03.06.1961, Qupperneq 4

Vísir - 03.06.1961, Qupperneq 4
4 VÍSIR Laugardaginn 3. júní 1961 »eir eru staddir, og aðstandendum þeirra sjomonnum BEZTU HAMINGJUOSKIR >eim heilla í framtíðinni á sjómannadaginn og árnar KIRKJA □□ TRUMÁL Kirkjubyggingar. 35 tkrts í tltttf. ODDUR Valentínusson, fyrrv. skipstjóri og hafnsögumaður á 85 ára afmæli í dag. Oddur fæddist í Hrappsey á Breiðafirði, en fluttist með for eldrum sínum til Stykkishólms og átti þar heima alla tíð unz hann settist að hjá dóttur sinni hér í Reykjavík árið 1952. Oddur er einn kunnasti maður inn í íslenzkri sjómannastétt og vinsæll með afbrigðum. Hann gegndi hafnsögumanns- starfi í Stykkishólmi í nærri 30 ár og er áreiðanlega þaul- kunnugastur allra manna öll- um siglingaleiðum um allan Breiðafjörð. Oddur ber aldur- inn svo vel, að enginn ókunn- ugur myndi trúa því, að hann eigi svo mörg ár að baki, svo unglegur er hann, léttur í spori og gáskafullur. Ætlunin var að birta afmæl- isviðtal við Odd í blaðinu í dag en sökum þrengsla getur ekki af því orðið fyrr en í blaðiríu á mánudag. Oddur býr að Ból- staðarhlíð 7, hjá dóttur sinni og tengdasyni, en hann verður ekki heima í dag, heldur fer hann með börnum sínum og öðrum nánustu í ferðalag aust ur í sveitir. Það verður vænt- anlega álitlegur hópur, því að Oddur á hvorki meira né minna en 80 afkomendur! Til hamingju með þá og afmælið, Oddur! — G. B. •fc Franz von Papen, fv. kanz- ari og ævintýramaður í stjórnmálum, hefir sótt um eftirlaun, af því að hann var majór í liernum fyrri stríðs- árin. í framhaldi af síðustu grein Kirkjuþáttarins, arkitekt og kirkja, verður hér enn lítillega rætt um kirkjubyggingar. ur ódýrt og einfalt form, sem getur vissulega verið fagurt, þótt látlaust sé, en að sniðganga þörfina fyrir safnaðarheimili. Oddur Valentínusson, fyrrverandi hafnsögumaður í tilefni af Sjómannadeginum sendum við íslenzkum sjómönnum i ‘ okkar beztu hamingjuóskir Skjólfatagerðin h.f. Belgjagerðin h.f. H.F. JOKLAR senda íslenzkum sjómönnum og aðstanendum þeirra beztu kveðjur á sjómannadaginn. Slíkum sal mætti koma fyrir í kjallara kirkjunnar, þegar svo hagar til, eða þá í sérstakri byggingu í námunda við kirkj- una eða henni tengda. Vissulega hefði bygging safn- aðarsalar nokkurn kostnað í föi/ með sér. En kirkjubyggingar eru gerðar til þess að bæta úr þörfum. Og 1 framkvæmdum verður að taka tillit til þarfa. Og tvímælalaust ber fremur að forðast kostnaðarsaman íburð við kirkjuhúsið, velja því held- Arkitektur er listgrein. Góð- ur arkitekt er listamaður. Þeg- ar listamaður mótar listaverk- ið, þá er hann að tjá einhverja andlega feynzlu, eitthvað, sem innra með honum býr, hann er að túlka í formi listarinnar ein- hvern þátt í andlegu lífi sínu, hugsun eða tilfinningu. Lista- verkið er tjáningarform hans, og ef það er kirkja, þá verður það jafnframt að vera tjáning á trúarreynslu kristins manns. Auðvitað er hægt að byggja góða kirkju án slíkrar djúp- stæðrar trúarreynslu, en þá er um kopíu að ræða að verulegu eða öllu leyti en ekki persónu- legt listaverk. Vonin um að eignast verulega góða kirkju- byggingarlist í framtíðinni byggist á því, að í stétt arki- tekta okkar séu þeir listamenn, sem li'fa í andrúmslofti kirkj- unnar, að það andrúmsloft sé heilbrigt kristið trúarlíf, þar sem andinn fær næringu í sam- félagi safnaðarins, svo að þeir hafi þörf fyrir að tjá reynslu sína, hvað í því felst að vera lifandi limur á líkama Krists. Þá verða byggðar kirkjur, þótt stíllinn kunni að verða með ýmsu móti, sepa eru sann- arleg Guðs hús. Ég get ekki látið hjá líða, úr því ég ræði um kirkjubygging- ar, að minnast á safnaðarsalinn. Nú á tímum ætti helzt ekki að byggja nokkra kirkju án þess að henni fylgdi salur fyrir safn- aðarstarf. Að því verður að stefna og við það að miða, að í hverjum söfnuði myndist og þróist ýmiskonar félagslíf utan kirkjuveggjanna. Það er safnaðarlífinu nauð- synlegt að fram fari margvísleg félagsstarfsemi, sem ekki hæf- ir að fram fari á hinum helg- asta stað, tilbeiðslu og lofgerð- ar. Mætti í því sambahdi nefna sameiginleg kaffikvöld, fyrir- lestra, fræðandi kvikmynda- sýningar og ýmislegt fleira. Þá gæti farið fram í safnaðarsal sunnudagaskóli, æskulýðssam- komur, sem meira eru miðað- ar við skemmtun og fræðslu en það að vera guðsþjónustur, umræðufundir og sitt hvað fleira. Kirkjan stendur sem hinn heilagi staður í hverri sókn, sem orkulind, aflstöð. Frá henni eiga að berast straumar til um- hverfisins, áhrif til hvers manns, hvers heimilis og inn í félagslífið. í kirkjunni er hvíld að fá og endurnæringu vegmóðum manni á göngunni miklu, pílagrímsför frá dufti jarðar til himins Guðs. Þá fyrst verður byggðin kristin, samfé- lagið og heimilin, þegar hljóm- ar kirkjuklukknanna berast út yfir landið, flytja sinn boðskap öllum mönnum, kalla: Guð býr á meðal vor. Hann hefur reist sér tjaldbúð hér hjá oss. Kirkjan er vígð. Og vígsla gengur út frá henni yfir alla landsbyggðina. Því að kirkja er Drottins hús. Leiðrétting. Á einum stað í frásögii blaðs ins í gær af tillögum sáttasemj ara í Dagsbrúnardeilunni var talað um tilboð atvinnurek- cnda, en eins og sjá má af sam hcnginu er þar auðvitað átt við tillögur sáttasemjara, en ekki atvinnurek'>->da. Leiðrétt- ist þetta hér með. 4 i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.