Vísir - 03.06.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 03.06.1961, Blaðsíða 7
Laugardaginn 3. júní 1961 STÍSIR :$£•■■ tf/'/A x-í-Zj, ■• ::*%,->• ' • '• ''' :;:,••; • • • ••••:.•'•••; •’ SwíÍKlfflilSssiSs .•••••••■••••.■ brást. Trillubátum fjölgar mjög á Austfjörðum. Mikill afli á handfæri inni í fjörðum. Frá fréttaritara Vísis. Eskifirði í morgun. Eskifirðingar sanka nú að sér trillum og öðrum bátum sem henta til handfæraveiða. Astæð an er sú að hér hefur verið mokafli á handfæri í allt vor og enn helzt aflinn. Undanfarið hafa menn fisk- að mjög vel alveg inn í botni Reyðarfjarðar. Það er ekki óal- gengt að menn hafi upp í 3000 króna hlut á dag. Elztu menn muna ekki aðra eins fiskigengd á handfæri hér í firðinum. Sumir veiða á flot- hjá þessum bátum, sm byrjaðir eru. Vegir greiðfærir. Vegir hér eystra eru vel greiðfærir. Til dæmis er veg- urinn yfir Oddsskarð með á- gætum. Vegurinn kom undan snjónum harður og sléttur, vegna þess að hann lo'oðist af snjó áður en hann náði til að frjósa og er því enginn holklaki í honum. Fjarðarheiði mun hins vegar hafa verið lokuð nokkra daga meðan bleytan er að fara úr veginum. Konnngsheimsdknin línu. Er línan beitt jafnótt og hún er dregin en draga svo fisk áfærin meðan línan liggur. Atvinna er hér mjög mikii. Unnið er fram á kvöld á hverj- um degi í frystihúsinu, en auk þess er um margs konar at- vinnu að ræða. Síldarbátar eru að verða tilbúnir, en óvíst er hvenær þeir fara út. Hingað kom norskur bátur um daginn. Hann er einn af 8 norskum bátum sem byrjað- ir eru með línu úti fyrir Aust- fjörðum. Sagði skipstjórinn að milli 20 og 30 bátar myndu verða á línuveiðum við ísland í sumar. Eru þeir langt fyrir utan landhelgi og sækjast helzt eftir stórþorski sem þeir salta um borð. Hefur afli verið góður Norsk konimgsheimsókn á Þingvöllum er sögulegur við- burður. Ólafur Noregskonung- ur fór til Þingvalla í gærmorg- un og skoðaði staðinn. Dr. Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður sagði sögu staðar- ins að Lögbergi. Síðan gekk konungur suðvestur eftir grundunum til ráðherrabústað- arins skammt frá Valhöll. Eftir að hafa notið hressingar var ekið að útsýnisskífunni við mynnd Almannagjár, en þaðan haldið til Reykjavíkur. Silimgsveiði er með allra minnsta móti Þingvallavatni í vor. Bezti veiðitíminn í vatninu hefur jafnan verið frá miðjum maí og frameftir júnímánuði. Hafa Þingvallasveitarbændur oftast veitt vel á þessum tíma og selt þá meira eða minna af silungi til Reykjavíkur. í vor hefur brugðið svo við að mjög illa hefur veiðzt, þann ig að með fádæmum má teljast og rétt svo að bændur fá í soð- ið fyrir heimili sín. Mjög hátt er í Þingvalla- vatni sem stendur vegna v.irkj ananna og er vatnið þessvegna með kaldara móti nú miðað við árstíma. Gizka sumir á að afla tregðan standi í sambandi við kuldann í vatninu. Um hádegið snæddi konung- ur í boði ríkisstjórnarinnar í Sjálfstæðishúsinu. Síðar um daginn var móttaka í norska sendiráðinu fyrir norska og norskættaða menn á íslandi. Um kvöldið hélt konungur veizlu í konungsskipinu. Gest- ir fóru með skipsbát frá kon- ungsskipinu Norge. Lagt var frá Loftsbryggju. Er báturinn sigldi með forsetahjónin út höfnina, dundu við húrrahróp frá sjóliðum á „Bergen“ og lúðrar voru þeyttir. Veizlunni lauk um kl. 23.00. Haraldur Kröyer forsetaritari og frú ganga inn í Þjóð- leikhúsið fyrir hátíðarsýninguna s.l. fimtudag. Frúin er dóttir norska ambassadorsins. Silungsveiði Jón Eyjólfsson er alveg uppgefinn eftir að hafa undirbúið hátíðarsýninguna í Þjóðleikhúsinu. — En hún stendur enn þá yfir og Jón getur ekki farið heim í rúmið. Hann tekur það fangaráð að setjast þægilega í einn stigann. Island tekur þátt í 2 al- þjóðafundum í næstu viku. Fjallað um hafrannsóknir, verndun fiski- stofna og fiskiskýrslur. í næstu viku verður haldinn í Washington fundur Alþjóða fiskveiðanefndarinnar fyrir Norðvestur-Atlantshaf (vestan Grænlands). Þetta er ráðstefna vísinda- manna, sem koma saman ár- lega til þess að ræða niðurstöð- ur hafrannsókna og verndun fiskstofna á fyrrnefndu haf- svæði. Fundurinn stendur dag- ana 5.—10. júní. Sitja hana fulltrúar frá eftirtöldum lönd- um: Kanada, Danmörku, Frakk landi, Vestur-Þýzkalandi, ís- landi, ftalíu, Noregi, Portúgal, Spáni, Sovétríkjunum, Bret- landi og Bandaríkjunum. Fulltrúi íslands á ráðstefn- unni verður Jón Jónsson for- stöðumaður Fiskideildar At- vinnudeildar Háskólans. Áheyrnarfulltrúar verða frá FAO (Matvæla- og landbúnað- arstofnun S. þj.), Alþjóða haf- könnunarráðsins (The Inter- national Council for Explora- tion of the Sea) og ríkisstjórnar Póllands. Um leið verður haldinn fund ur um fiskiskýrslur og situr þann fund af fslands hálfu Már Elísson hagfræðingur, en hann á sæti í Alþjóðasérfræðinga- nefnd, sem fjallar um fiski- skýrslur. Ormsbye-Gore til Washington. í gær var tilkynnt í London, að David Ormsbye-Gore hefði verið skipaður ambassador Bretlands í Washington. Hann er nú vara-utanríkis- ráðherra og formaður brezku sendinefndarinnar á Genfar- ráðstefnunni um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn og eftirlit. Ormsbye-Gore tekur við embætti sínu í október næst- komandi. •jt Bandarísku fyrirtæki hefir verið stefnt fyrir að flytja inn frysta rækju frá Kína og láta sem hún væri frá Ítalíu. Aðeins til þess að drekka það. Bakkar með fleytifullum glösum og í glösunum er kampavín. Þó ekki öllum. í ein- staka er appelsín og öðrum er sherry. Kampavínið Ijómaði í glösunum og augu sumra ljómuðu á móti þegar 'þeir komu auga á veigarnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.