Vísir - 10.06.1961, Page 1

Vísir - 10.06.1961, Page 1
VISIR 51. árg. — Laugardagur 10. júní 1961. — 128. tbl. Vinna hefst hjá S.Í.S. í dag Dagsbrúnarmenn gengu til vinnu í morgun hjá S.l.S. eftir að sértilboS félagsins, miSaS eftir Húsavíkur- reglu Sambandsins var samþykkt á fund í gær. Dagsbrún er eina félagið, sem SÍS hefir samið við. Vinna hefst viS xtppskipun og í pakkhúsum SÍS, í kjötafgreiðslu og á nokkr- um öðrum stöðum Önnur félög hafa ekki sam- ið við SÍS t. d. er Olíufélagið ekki aðili að samningnum og leysir það því ekki úr benzín- skorti. Vísir spurðist fyrir um af- stöðu Vinnuveitendasambands- ins til samninga S.f.S. við Dags- brún. Forsvarsmaður vinnu- veitenda lét ekki uppskátt um afstöðuna, en sagði að vinnu- veitendur myndu ræða málið kl. 2,30 í dag. Sovézk mótmæli út af ögrunum í Berlín. Sovétstjórnin hefur sent rík- isstjórnum Vesturveldanna nýja mótmælaorðsendingu varðandi Berlín. í henni er því mótmælt, hvernig Berlín er notuð í ögr- unarskyni af Vestur-Þýzka- landi. Bent er á, að hún sé títt val- in til að halda vestur-þýzkar ráðstefnur, þótt hún sé ekki hluti Vestur-Þýzkalands, og efri deild sambandsþings V.-Þ. áformi að koma þar saman á fund eftir um það bil viku. Bent er á hætturnar, sem því séu samfara að miða að því, að borgin verði notuð sem ein allsherjar árðursstöð. . Þessi mótmæli koma fram aðeins viku eftir fund Kenne- dys og Krúsévs í Vínarborg, þar sem m. a. var rætt um Eer- lín. Bruiilain \ Olafsvík. Strompurinn stendur, en þakið á síldar og beinamjölsverksmiðjunni er fallið. — Tjón á húsum, vélum og hráefni skiptir hundruðum þúsunda. Geta ekki mætt kaup kröfum V.R. Kaupmannasamtökin og samningamenn frá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur héldu fyrsta viðræðufund sinn - gær þar sem Verzlunarmannafé- lagið bar fram kröfur um kauphækkun meðlima sinna um 20—60%. Svar kaupmanna var gefið umbúðalaust. Formaður sam- takanna Sigurður Magnússon, frkv.stj. Austurvers sagði í við tali í gær: „Við teljum okkur ekki fært að verða við neinum kauphækkunum nema við fá-;J um lagfæringu á rekstrar grundvelli verzlana og leyfð verði hækkun á álagningu. — Það erú einfaldar staðreyndir, sem við höfum margsinnis sýnt fram á, að við síðustu efnahagsráðstafanir ríkisstjórn arinnar varð okkar hlutskipti gert verra en annarra stétta, er fengu að halda sínu, en okk- ar kjör voru með lagasetningu skert um 25%. Eins og komið er geta aðilar innan Kaup- mannasamtakanna ekki mætt nauðsynlegum útgjöldum til viðhalds og rekstrar hvað þá kauphækkun starfsfólks,“ — sagði Sigurður. Þeir aðilar er standa að samningum við V. R. sem tel- ur nær 3000 meðlimi, eru: Vinnuveitendasamb. fslands, Fál. ísl. iðnrekenda, Kaup- mannasamtökin, Verzlunarráð íslands, Fél. ísl. stórkaup- manna, KRON og SÍS. „Að gefnu tilefni," sagði Sigurður, „var það ákvarðað, að samningsaðilar við V.R. neituðu að hafa samstarf við SÍS um lausn launamálsins." H: 3Mikið hruna- t/ún í fftvv Mikið brunatjón varð í smíðaverkstæði á Súðavogi 18 i gær, á tveim hæðum hússins, uppi er trésmíðaverkstæði, en járnsmíðaverkstæði niðri. — Húsið er talið eign Hjartar Ólafssonar. Að því er rannsóknarlögregl- an tjáði Vísi í gær eru eldsupp- tök ekki að fullu kunn. Helzt er þó gizkað á að kviknað hafi út frá tréspónum, sem verið var að brenna í tunnu fyrir utan húsið. Þegar menn gengu til vinnu um hádegisleytið í gær var enn eldur í tunnunni, en um hálf eitt leytið átti mað- ur leið fram hjá húsinu og sá þá reyk mikinn leggja frá neðri hæðinni. Gerði sá slökkviliðinu strax aðvart. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var mikill eldur þegar á neðrí hæðinni og hafði einnig læst sig upp um lúgu í tré- smíðaverkstæðið á efri hæð- inni. Niðri hafði eldurinn m.a. komizt í afþiljaða skrifstofu. brann hún nær öll og það sem í henni var, ásamt nokkru af Framh. á 11. síðu. Furfséva neitaoi Jom. Frú Furtseva, rússneski menntamálaráðherrann og Jón Engilberts listmálan skiptust á stórhöfðing- legum boSum gær, þegar frúin kom til Hafnar- fjarSar og skoSaSi bæinn. Hún kom þar sem Jón Engilþerts var aS undir- búa málverkasýningu srna heima hjá sér. — Frúin leit sem snöggvast inn úr dyrunum til Jóns, sem kom á móti henni og bauS henni aS skoSa sýninguna. Frúin setti upp súran svip en Jón bauS henni aS velja sér einhverja mynd til eignar. — Frúin afþakkaSi boSiS. Jón endurtók boS sitt en frúin hafnaSi aftur. Hins vegar kvaSst hún reiSu- búin til aS bjóSa Jóni aS sýna í Sovétríkjunum. Fregnir fara ekki af svörum Jóns. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.