Vísir - 10.06.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 10.06.1961, Blaðsíða 3
fliaugardaginn 10. júní 1961 VtSIB 3^ l Vín. JVokkrar wnyndir trd fundi Krúsjeffs og Kennedy í I iii. Meðan beir Kennedy og Krúsév ræddust við um heimsmálin fóru konur þeirra ýmissa erinda um Vín. Efst er Jacquelinc Kennedy í heimsókn í postu línsverksmiðju einni ósamt konu eins starfsmanns bandaríska sendiráðsins. í verksmiðjunni gaf borgar- stjóri Vínar, sem Jonas heit- ir, henni forkunnar fagran postulínsvasa. Parísarbúar tóku Kennedy og konu hans með kostum og kynjum, þegar þau komu þar í síðustu viku. Myndin t. h. er tekin við móttöku, scm fram fór í ráðhúsi borg- arinnar. Kennedy forseti og Dean Rusk utanríkisráðherra komu í kurtcisisheimsókn til Scharfs, kanzlara Austur- ríkis, mcðan þeir dvöldust í Vín. Myndin fyrir neðan er tekin þá. — Scharf situr milli Kennedys og Rusk, en yfir þeim gnæfir glæsilegt málverk af frægustu konu í sögu Austurríkis. — Mariu Theresu. Kenncdy Bandaríkjafor- seta var hvarvetna fagnað innilega og honum sýndur margvíslegur sómi í ferð sinni til Parísar og Vínar- borgar. Neðst t. v. skoðar hann heiðursvörð, sem beið hans á flugvelli við Vín og er Scharf, kanzlari Austur- ríkis, í fylgd með honum. Þeir Kennedy og Krúsév hittust tvisvar í Vínarborg, sem kunnugt er. I fyrra skiptið kom Krúsév til bandaríska sendiráðsins í borginni, en seinni daginn skrapp Kennedy til þess sovézka. Neðst til hægri sést Kennedy fagna Krúsév á tröppum sendiráðsins. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.