Vísir - 10.06.1961, Qupperneq 4
4
V f SIR
Laugardaginn 10. júníýL961
..... ■■■■........— ' ■■■■■ ' "" ——
Þa3 er lítið til af draug-
um á íslandi nú til dags —
því miður. Og þó er ekki ör-
grannt. Þeir gera vart við
sig endyum og eins, jafnvel
á ólíklegustu stöðum. Eng-
inn veit hvers vegna eða í
hvaða tilgangi. En þannig á
það líka að vera.
En nýlega frétti eg af
draug, mér til mikillar gieði.
Splunkunýjum draug, sem
enginn hafði haft hugmynd
um áður. Hann hefur aðsetur
uppi á fjalli hér sunnan-
lands — Reynisfjalli í Mýr-
dal.
Eg brá mér upp á Reynis-
fjall — í bifreið. Annars eru
það ekki nema hetjur sem
þora þangað upp í bíl — og
nú er eg orðin ein af þeim.
Þetta hlýtur að vera bratt-
asti og hættulegasti vegar-
spotti á íslandi. En hann er
vel lagður. Það var Brand-
ur vegaverkstjóri í Vík sem
lagði veginn. Þess vegna
fannst mér þjóðráð að fá
Brand sjálfan til að aka mér
upp á fjallið, hann færi ekki
að aka út af sínum eigin
vegi.
Og það var komið kvöld
og rökkur og þoka þegar
Brandur verkstjóri lagði af
stað upp brekkurnar. Það er
einmitt í svoleiðis veðráttu
sem draugar fara á stjá.
— Heldurðu að hann geri
okkur nokkuð? spurði eg
Brand í neðstu brekkunni.
— Ekki er hann vanur
því. Hann glettist aldrei
neitt við mig, en spurðu þá
þama uppi, þeir kannast
betur við hann.
Að vörmu spori komum
Á syðra tanga Reynifjalls
er Ioranstöðin, sem er eins-
konar viti fyrir flugvélar á
flugi þeirra yfir Atlantsliaf.
Þar uppi eru tveir menn á
verði nótt og dag — og auk
þess draugur, sauðmeinlaust
grey.
undarlega fagurt sturlaberg,
sem sumt liggur skáhalt og
annað lóðrétt. Þar eru líka
hellisskvompur, sem brim-
rótið hefur etið inn í bergið.
— Hvað eigið þið við með '
því að legið hafi við slysi?
— Það var einu sinni að
vetri, að vaktmenn, sem
voru á leiðinni milli þorps-
ins og stöðvarinnar, voru
nærri hrapaðir fram af
bjarginu. En þeir sluppu.
í annað skipti bilaði loft-
net hér uppi í ofsaveðri.
Annar vaktmannanna fór út,
þrátt fyrir veðrið, til að
gera við netið. Þegar þeim,
sem inni var tók að lengja
eftir manninum, fór hann
út og sá þá að hann hélt sér
að vísu föstum, en dinglaði
fram og aftur í rokinu eins
og þvottur á snúru og gat
enga björg sér veitt. Stöðv-
armenninrir geta alltaf átt
von á slíku hér uppi.
— En svo er það draugur-
inn! Það var nú í raun og
veru hann, sem eg ætlaði að
spyrja um.
— Já, draugurinn. Hann
gengur hér um Ijósum log-
um, þannig að við erum
oftast nær þrír á vakt.
— Er þetta magnaður
draugur?
— Nei, sauðmeinlaust
grey. Hann er í uniformi,
brezkur að okkur sýnist.
Hann stendur þarna venju-
lega frammi við vélarnar og
er að rýna á þær. Hann snýr
jafnan að okkur baki, svo
við sjáum aldrei framan í
hann. En okkur virðist hann
vera nokkuð roskinn eftir
útliti að dæma. Búningur-
inn bendir til að hann hafi
verið vélstjóri í sínu jarð-
neska lífi.
— Yrðið þið ekki á hann?
— Það er þýðingarlaust
með öllu. Hann steinþegir.
Og ef við ætlum að ganga
til hans leysist hann upp í
einni svipan og hverfur.
Þetta er ekki ærlegur draug-
ur, þetta helvíti.
við til þeirra þama uppi,
það eru vaktmennirnir i
loranstöðinni á Reynisfjalli,
Guðmundur Jóhannesson og
Olafur Björnsson, báðir ætt-
aðir af Austurlandi, en
hafa verið starfsmenn stöðv-
arinnar frá því 1947 að ís-
lendingar tóku við henni.
Bretar komu henni upp á
stríðsárunum og hver veit
nema þeir hafi unnið stríð-
ið fyrir bragðið!
Núna er það alþjóða flug-
málastofnunin, sem starf-
rækir stöðina og vinnur hún
í sambandi við tvær aðrar
samskonar stöður við Norð-
ur-Atlantshafið. Er önnur í
Færeyjum og hin í Noregi.
Húsakynnin eru ekki beint
ásjáleg að utan, lágkúruleg-
ir braggar frá stríðsárunum,
■ en inni tr hlýlegt og við-
Draugur
r
uniformi.
Sauðmeinlaust grey - sennilega
enskur.
kunnanlegt. Þar er mikið af
vélum, en þar sem eg er lítið
heima í vélum og eiginleik-'
um þeirra — þekki naumast
hakkavél frá traktor — þá
tek eg þann kostinn að láta
vélarnar í friði. En það er
fleira þarna inni en vélar og
tæki — það eru tveir menn
— annar þeirra lærður loft-
skeytamaður. — Það er
rjúkandi kaffi á borðum og
— einn draugur.
— Er gaman hér uppi?
— Ósköp rólegt alla jafna,
en lítið spennandi.
— Langar vaktir?
— Sólarhringur í einu,
sem við vökum óslitið. Á
eftir fáum við tveggja sól-
arhringa-frí.
— Sofið þið ekki stundum
á verðinum?
— Ertu vitlaus! Þeir
myndu líka verða vitlausir
þarna úti í Færeyjum ef við
gerðum það. Nei, hér er
vakað og yakað vel.
— Hvað gerið þið ykkur
til dægrastyttingar?
— Við tökum blöðin með
okkur og lesum þau. Við
teflum líka þegar svo ber
undir. Það fylgir tafl stöð-
inni. Stundum koma gestir
í heimsókn.
— Líka kvenfólk?
fær maður sig samt full-
saddan á því að komazt hing-
að upp, einkum í roki. Þau
geta orðið óskapleg þessi
rok uppi á Reynisfjalli. Blátt
áfram óstætt.
— Fjúkið þið þá ekki nið-
ur af því?
— Sem betur fer hefur
það ekki komið enn fyrir.
En það er strengdur vír eftir
endilöngu fjallinu til að
halda sér í í fárviðri og líka
til að villast ekki í byljum.
En það hefir komið fyrir að
við höfum orðið að skríða
alla leið frá fjallbrún og
hingað að stöðinni. Ætli það
sé ekki um 2 kílómetrar.
— En húsin, standast þau
þessi veður?
— Þau eru lágreist og
standa vel af sér rok, jafn-
vel þótt fárviðri sé.
— Aldrei hent slys?
— Ekki hjá okkur íslend-
ingum, en stundum legið
við. Hins vegar heyrðist orð-
rómur um að brezSdr hefðu
fokið niður af fjallinu eða
hrapað. Þetta er e. t. v. þjóð-
saga, maður veit það ekki.
Það fóru fáar sögur af því
sem gerðist meðal hermanna
á stríðsárunum.
— Já, en ekki nema leið-
inlegt kvenfólk, þetta sem
er í fylgd með eiginmönnum
sínum. Annað kvenfólk er
svo lofthrætt að það þorir
ekki upp.
— Er ekki erfitt að kom-
ast upp á fjallið í vetrum
þegar snjór og ís sezt á
veginn.
— Það er yfirleitt frekar
snjólétt hérna, en stundum