Vísir


Vísir - 10.06.1961, Qupperneq 5

Vísir - 10.06.1961, Qupperneq 5
f Laugardaginn 10. júní 1961 VlSIR kvöldkaffinu Eitthvað nýtt með Súkkulaðistjörnur Flestar húsmæð- ur hafa gaman af að reyna nýjar mat- ar- og kökuupp- skriftir, og ætlum við því að birta eitt- hvað nýtt á þessu sýiði 1—2 í viku. Reynt verður að hafa þetta í því formi, að þær, sem vilja geti klippt uppskriftirnar út og límt þær á smekk- legan hátt í bækur. Heit Parísar-terta. 3 egg. 150 g. sykur 75 g. hveiti. 1 sléttfull tesk. Iyftiduft. 1 rifinn sítrónu- börkur. Vanillu-krem 2 eggjarauður 3 matsk. sykur. Vanillukorn. 3 kúfaðar tesk. hveiti. 2%—3 dl. rjómi. Fylling 15 stórar bleyttar apríkósur. Marengs 3 eggjahvítur. 2 tesk. edik. 150 g. sykur. Skreytt með rifnu súkkulaði. Eggin eru þeytt með sykrinum, síð- an er hveitinu, sítr- ónuberkinum og lyftduftinu bætt út í. Deiginu skipt í þrjú kökuform. — Bakist við 225° hita í 8 mín. Botnarnir eru Lítil hveitibrauð. látnir saman með vanillukreminu á milli. Það er búið til með því að blanda öllum efn. uaum saman í pott, síðan er suðan látin koma upp, en á meðan er þeytt í. A.príkósurnar eru látnar á milli botn- anna Eftir að kak- an hefur verið sett saman, er hún látin á smurða plötu. og marengsið smurt á það, er búið til á þennan hátt: Eggja- hvíturnar eru stíf- þeyttar. edikinu og helmingnum af sykrinum bætt út í, og enn er þeytt, þar til deigið er orð- ið seigt og glans- andi. Því sem eftir er af sykrinum er bætt út í án þess að þeytt sé. Deigið er nú stíft og gott, og má auðveldlega bera það yfir kök- una. Kakan er sett inn í ofninn og lát- in vera þar í 10—15 mín. við um það bil 200° hita, þar til marengsið er stífn- að og ljóseult. Kök- una á að bera fram heita skreytta með rifnu súkkulaði. Súkkulaðistjörnur 500 g. hveiti. 350 g. smjör eða smjörlíki. 100 g. flórsykur. 1 egg. Korn úr einni van- illustöng. Súkkulaðiglassúr 200 g. flórsykur. 3 matsk. kakó. 2 matsk. sjóðandi kaffi. Hakkaðar nöndl-ur eða hnetukjarna. Smjörinu e r blandað saman við hveitið, flórsykrin- um, vanillukornun- um og eggjunum bætt út í, síðan er deigið hnoðað. — Mætti geyma um stund á köldum stað. Deigið er flatt út og skorið sund- ur með stjörnulaga móti, og raðað á smurða plötu. Bak- ist í 5—6 mín. við jafnan hita (225°). Þegar kökurnar eru orðnar kaldar, er glassúrinn borinn á og þær s í ð a n skreyttar á meðan hann er að storkna. Lítil hveitibrauð Það má blanda saman deigið á með- an of ninn er 1 að hitna og sýður á katlinum. 250 g. hveiti. 3 sléttfullar tesk. lyftiduft. 1 tesk. salt. 1 tesk. sykur 75 g. smjörlíki. 1 egg. ca. 1 dl. mjólk eða rjómi. Allt er hnoðað saman og mjólkinni bætt í. Svolitlu auka hveiti má blanda saman við, ef deig- ið virðist of blautt. Hnoðað. Deigið er mótað í ferstrend- ing, sem skorinn er í 8 þykk stykki. Þau eru síðan sett á smurða plötu, pensl uð með rjóma og bökuð við 250° hita í 8 mín. Parísar terla. 99Fólk giftist af ást.44 Viðtal við Svetlana, dóttur Furtsévu. Eins og minnzt hefur ver- ið á í fréttum, er í fylgd með frú Furtseévu, menntamála- ráðherra Rússa, 19 ára dóttir hennar Svetlana. Svetlana er fædd á Volgu- bökkum, en fluttist þaðan til Moskvu. Hún er gift ungum verkfræðingi, sem vinnur nú á tilraunastofu. — Eg er sjálf við blaða- mennskunám við Moskvu-há- skóla. Þetta er fimm ára nám. Fyrstu tvö árin eru helguð teoriu, og ég hef lokið þeim. Síðan kemur meira verklegt nám. Blaðamannaskólinn gefur út sitt eigið blað, og við það vinna nemendur með kennur- um sínum. — Er algengt að fólk giftist ungt í Rússlandi? — Ekkert frekar, fólk gift- ist, þegar það verður ástfangið og heldur, að það muni verða hamingjusamt. — Búa giftir stúdentar á hjóna-görðum? — Sumir gera það. Við hjón- in búum þó heima hjá foreldr- um manns míns. — Hver eldar þá matinn fyrir hann? — Ég geri það nú stundum! — Hvernig eru giftingar- siðir hjá ykkur? — Giftingin fer fram í nokk- urskonar giftingarhöll. Þar fær fólkið leyfisbréfið við hátíð- lega athöfn. í sambandi við slíka höll eru búðir, og þangað fara brúðhjónin til þess að kaupa hringana og annað, sem til giftingarinnar þarf. Brúður- in klæðíst hvítum kjól eins og hér. Að athöfninni lokinni er svo farið heim og þar halda veizluhöldin áfram eftir því sem hvor vill. — Hafa rússneskar húsmæð- ur mikið af heimilisvélum ? — Já, þær hafa flestar al- gengar vélar, t.d. ryksugur, þvottavélar og ísskápa. — Er mikið um handavinnu á heimilum þar? — Það fer nú eftir því hvort konan hefur áhuga á handa- vinnu, en yfirleitt myndi ég segja að svo væri. — Hvað um tízkuna í Rúss- landi og klæðnað kvenna? — Það er enginn áberandi mismunur á klæðnaði þar og hér. Við höfum sérstök tízku- fyrirtæki, en ekki veit ég hvort þau fá hugmyndir sínar frekar frá London eða París eða frá sjálfum sér. — Þið eigið kannske ykkar eigin Dior? — Nei, ég man ekki eftir neinum frægum tízkuteiknara, rússneskum. — Er erfitt að fá góð föt í Moskvu og kaupið þér heldur föt yðar í London eða París? — Ef maður leitar á réttum stöðum er hægt að fá hvað sem er í Moskvu og oftast kaupi ég mín föt heima. — Ferðist þér ætíð með móður yðar og hvað finnst manninum um það? — Eg fer alltaf með henni, þegar ég get. Eg hef farið til Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu, Bretlands, Indlands, Belgíu, Frakklands og nú íslands. — Manninum finnst þetta allt í lagi, ég hef frá svo miklu að segja, þegar ég kem til baka. — 'Hvar líkaði yður bezt? — Það er ekki gott að segja. Hvert land er skemmtilegt á sinn hátt. — Og ísland? — Mér líkar vel hér. Veðrið Framh. á 11. síðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.