Vísir - 10.06.1961, Blaðsíða 11

Vísir - 10.06.1961, Blaðsíða 11
Laugardaginn 10. júní 1961 VlSIB 11 Svetlana — Framh. af 5. síðu. minnir mig á vor í Moskvu, og ég elska vorið! — Vinna rússneskar konur mikið utan heimilisins? — Já, flestar þeirra gera það. — Og þér, hafið þér hugsað yður að feta í fótspor móður yðar og verða stjórnmálakona? — Eg veit það ekki. Fyrst ætla ég nú bara að verða blaða- kona. • • Oskubuska — Framh. af 7. siðu. er í myndinni slakur kafli, og ótrúlegt hve samræming dans- aranna er góð, og stundum verður ekki betur séð en þeir hafi yfirunnið þyngdarlögmál- ið. Mynd þessi er, með öðrum orðum, einn þeirra fáu hluta, sem nálgast fullkomnun, og hægt er að mæla með af heil- um hug. Til allrar ólukku, er sýnd á undan þessu rússnesk teiknimynd, sem mjög reynir á þolinmæðina, því hún tekur rúmar tuttugu mínútur. Þar er að sjá góða sönnun fyrir þvi að Rússar ættu að halda sig við dansinn en láta Walt Disney um teiknimyndir. MelavöHur — Framh. af 2. síftu. Vallarstjóri er Baldur Jóns- son. íþróttavöllurinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íþrótta- lífi landsins. — Starf hans og hlutverk hefur verið verk brautryðjandans. — í kjölfar byggingar vallarins fylgdi mik il og þung íþróttaalda, sem glæddi skilning bæjaryfirvalda á þörf íþróttamanna fyrir við- undandi aðstæðum. íþróttavöllurinn var upphaf- ið að stofnun ÍSÍ og hann gerði allt skipulagt knattspyrnustarf mögulegt. Vallarstjórn stofnaði m.a. Slysatryggingarsjóðinn og lesstofu íþróttamanna. Þrátt fyrir tilkomu Laugar- dalsvallarins hefur starfræksla Melavallarins sízt minnkað. — Hann er enn sem fyrr snar þáttur í íslenzku íþróttalífi. Lág timburbyggingin, báru- járnið og malarvöllurinn er ekki tilkomumikil sjón, en þarna á Melunum hefur rætzt sú von Ól. Björnssonar, að íþróttavöllurinn yrði miðstöð alls útiverulífs höfuðstaðarins. Hann hefur sannarlega þjónað sínu hlutverki sem slíkur, og mun enn gera það um langan tíma. Brunatjón — Framh. af 1. síðu. fiðursængum, sem var uppi yfir skrifstofunni. Þá skemmd- ust og rafmagnstafla og raf- lagnir. Á efri hæðinni urðu einnig allmiklar brunaskemmdir á timbri. Tók það slökkviliðið nokkurn tíma að kæfa eldinn. Slökkviliðið tjáði Vísi að kviknað hafi í þessu sama húsi, áður í vetur, þá á efri hæðinni, en brunatjón varð þá lítið sem ekkert. Suður-Vietnam Framh. af 8. síðu. Suður-Vietnam ekki áður fengið, og þeir dr. Tan og Quat gripu þau fegins hendi. í skjóli þeirrar verndar, sem kosningalöggjöfin veitti þeim, deildu þeir hart á Diem forseta, og sökuðu hann um harðstjórn, kváðu mikla spillingu hafa þróast í valdatið hans og loks, að hann hefði fylgt auðgunar- stefnu sjálfum sér, ættingj- um og ýmsum gæðingum í hag. Eftir kosningarnar báru hin sigruðu forsetaefni fram ýmsar kvartanir. Em- bættismenn stjórnarinnar hefðu lítilsvirt og gert full- trúum þeirra út um land erfitt fyrir og kúgun hefði verið beitt við fjölda kjós- enda. Kröfðust þeir þess, að úrslit væru úrskurðuð ó- gild. Þjóðþingið hafnaði kröfunni og staðfesti úrslit- in, þ. e. að Diem hefði feng- ið 89% greiddra atkvæða. Enginn vafi er, að úti á landi unnu embættismenn að því með oddi og egg, að Diem væri endurkjörinn, en Kalli frændi janfvel við hagstæðustu skil yrði verður ólíklegt að telj- ast, að dr. Tan og Quat hefðu náð kosningu. Hvor- ugur átti neinu fylgi að fagna fyrír kosningarnar. Dr. Tan, sem nú selur kín- versk og Vietnam grasalyf var eitt sinn leiðtogi stjórn- málalegrar hreyfingar, sem stofnuð var til baráttu gegn nýlendustjórn Frakka. En langt er síðan það var, dr. Tan er 76 ára, og fær að sögn tíð grátköst. — Quat getur hins vegar talist fram- tíðarinnar maður. Hann virð ist af traustum málmi Hann er sagður allvel steypt- ur og er aðenis 45 ára, efnaður og er meðeigandi að gúmplantekrum. Hann við- urkennir fúslega, að á ýmsu hafi oltið fyrir honum á liðnum tíma. — Slíka leið- toga sem dr. Tan og Quat þarf Diem ekki að óttast, en þó gætu þeir lagt grunn- inn að stjórnarandstöðu, sem yrði að taka tillit til. Og fram hjá því evrður ekki gengið, að það sem er einna kvíðvænlegast varðandi Suð- ur-Vietnam er, að þar er engin lögleg stjómarand- staða, og það nota kommún- istar sér til hins ítrasta. Þeir hafa ctofnað þjóð- ernislega samfylkingu til að frelsa landið, og er ekki far- ið dult með það að beitt verð ur þeim áðferðum, að fá her- menn, embættismenn og menntamenn til þess að bregða trúnaði við ríkis- stjórnina. Háð er stjórn- málaleg barátta samtímis því, sem haldið er uppi ógn- um og hryðjuverkastarf- semi, en flestir íbúar Suður- Vietnam eru kunnugri kom- múnismanum og aðferðum kommúnista en svo, að þeir láti blekkjast af hjali þess- arar ,,frelsishreyfingar“, þó verður að gera ráð fyrir, að slangur af ungu fólki að- hyllist hana, ungt fólk, sem er áhrifagjarnt og á því stigi, að tilfinningar þess verða að fá útrás — og því finnst ef til vill, að þarna sé eina leið- in sem opin stendur. Af öllu þessu mætti ljóst vera, að það er í rauninni engan veginn ómerk tilraun, sem þeir eru að gera, dr. Tan og Quat, til þess að leggja grunn að virkri, ólöglegri stjórnarandstöðu. Hún gæti orðið Suður-Vietnam hjálp til að halda velli se msjálf- stætt, frjálst, lýðræðislegt land. (Að mestu þýtt) A. Th. Metaregn — Frh. af 2. síðu. metið var 4,28,2. Guðmundur hefur þá sett 6 met á þessu móti, 4 í einstaklingsgreinum og 2 í boðsundum, þetta er stórkostlegt afrek og mun enda einsdæmi, Önnur úrslit urðu þessi: 50 m skriðsund telpna: Margrét Óskarsdóttir, 32,0, 100 m bak- sund drengja: Jóhannes Jens- son, 1,23,2. 200 m bringusund Viðurkenna Banda- ríktn Y.-Mongoliu? Tekið hefur verið fyrsta skrefið af hálfu Bandaríkj- anna og Ytri Mongolíu varð andi viðurkenningu Banda- ríkjanna á sjálfstæði V. M. og rétt hennar til aðildar að samtökum Sameinuðu þjóð- *' karla: Einar Kristinsson 2,45,7, 3x50 m þrísund telpna: A-sveit Í.B.K. 2,11,6. Kúpavagur UtsölumaSur Vísis í Kópavogi er Gerður Sturlaugsdóttir, HlíSarvegi 35, sími 14947. Fastir kaupendur og þeir, sem óska að gerast áskrifendur, snúi sér til afgreiðslumannsins. VÍSIR Vegir og vogleysur Framhald af 7. siðu. var óvenju mikið um að vera. Konunglega leikhúsið var stór- skjöldótt eftir nýafstaðnar við- gerðir, mér var sagt að nú ætti að hreinsa það allt að utan enda ekki vanþörf. Þarna hefur verið mikið umferðaröngþveiti á undanförnum árum og var nú verið að vinna við að endur- skipuleggja umferðaræðarnar og breikka Nýju Kóngsgötu. Og þar á horninu saknaði eg vinar í stað, kaffihúsið hans Stefáns í Porti (Stephan a Porta) var horfið. Þarna á þessum stað hefur verið veit- ingahús í meira en 200 ár, það á sér lengri sögu en Vínstofa Hvíts. Þetta var ólíkt alþýð- legri staður en undir rauða tjaldinu hjá Angleterre enda var þarna skráð stórum stöfum að um mitt sumar myndi Stefán opna aftur og að þá myndi hin vinsæla verönd komin upp á aðra hæð en húsakynnin að öðru leyti með sömu ummerkj- um. f Tivoli var mikið um dýrð- ir. Frá Ferjukránni hljómaði söngur og gleðskapur langt út yfir Krókatjörn en inni í Kon- sertsalnum fagra réðu þeir Copyrighl P I. B. Bo* 6 Coponhogen <t£3=? Mozart og Briickner ríkjum. Inni á Nimb, Vivex og Divön- um sat fólk í hundraðatali við við ríkleg matborð, þar á næstu grösum hámaði fólk í sig pylsur og hamborgara standandi. Þessi furðulegi staður á áreiðanlega fáa sína líka. Mozart varð fyrir valinu hjá mér. Salurinn var þéttskipaður og kornungur maður stjórnaði hljómsveitinni og í fiðlukonsert í G-dúr, K. V. 216 fór annar ungur maður með einleiksfiðl- una. Hinn ungi stjórnandi fór nærfærnum höndum um víra- virki meistarans mikla, fiðlar- inn átti skínandi tækni og sál. Þarna inni ríkti fegurðin ein of- ar öllum sorgum eins og Lax- ness komst svo fagurlega að orði. Er út var komið blasti við mér sýning ofurhuga á háum trönum á sýningarflötinni, en hávær hljómsveit lék undir. Þar handan við var að Ijúka sýningu í Pantominen. Ballett- inn ólgaði um gervallt sviðið, litfagrir búningar, léttleiki, yndisþokki. Þúsundir horfðu hugfangnar á þessar sýningar. í fjarska heyrðust stöðug óp og skrækir frá Rutsjerbanen, þess- um einkennilega stað, þar sem fólk leitar fagnandi á fund skelfingarinnar. Það gekk ungt par á undan mér út úr garðin- um. Skyndilega nam stúlkan staðar greip báðum höndum um piltinn og sagði: „Var det ikke en herlig aften du.“ Og það var það sannarlega. Víðförli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.