Vísir - 10.06.1961, Qupperneq 15
VISIR
j Laugardaginn 10. júní 1961
legt, ef þessi dásamlegi dag-
ur væri á enda rvuminn.
Á meðan þau borðuðu tal-
aði Max um allt annað en sig
og Virginíu. Það var ekki fyrr
en seint um kvöldið, að hann
vék aðeins inn á umræðuefn-
ið frá því um daginn. Hann
lyfti skyndilega glasi sínu og
sagði: „Við skulum drekka
.skál „systra" minna. Það er
af mjög sorglegu tilefni, ég
drekkti þeim öllum í dag“.
Eitthvað í málrómi hans
sagði Virginíu, að undir gals-
anum lægi djúp alvara. Hún
ljrfti glasinu og saup á, síðan
leit hún á hann. „Max, einn
góðan veðurdag tekur ein-
hver þig alvarlega, ef þú held-
ur svona áfram“. „Það vona
ég innilega", svaraði hann og
stóð upp. „Við skulum
dansa“.
Fyrsta kvöldið, sem þau
voru saman höfðu þau aðeins
dansað einn dans. Nú urðu
þeir fleiri. Mikið fleiri. Hún
komst skjótt að því, að hann
var ágætur dansmaður og að
þau áttu prýðilega hvort við
annað. Hún varð aldrei viss
um, hváð'þau eiginlega eyddu
miklum tíma á dansgólfinu
þetta kvöld, en hann var
langur. Hún var eins og töfr-
uð og þegar hún kom til sjálfs
sín uppgötvaði hún, að þau
dönsuðu kinn við kinn, hún
stanzaði snögglega og horfði
á hann. „Vertu nú svo vænn
að aka mér heim“.
Hann reyndi ekki að and-
mæla.
Þegar Max var að borga
bílinn steig Virginía út úr
honum og komst þá að því,
að þau höfðu stanzað tölu-
vert neðar í götunni. „Ég bý
ekki hér, ég bý í nr. 117“. „Ég
veit það“, sagði Max, „en
þegar við erum komin heim
til þín, þá veit ég að þú seg-
ir bara „góða nótt, Max og
takk fyrir í kvöld, þetta hef-
ur verið yndislegt kvöld“ eða
eitthvað í þá áttina. Virginía,
ég get ekki afborið að hugsa
til þess, að við munum aldrei
sjást aftur".
„Auðvitað sjáumst við aft-
ur“, sagði hún. „Ekki á þann
hátt, sem ég á við“, sagði
Max. Virginía snéri sér við
og gekk yfir götuna í áttina
að dyrum sínum. Max elti
hana, rétti út hendina, stöðv-
aði hana og fékk hana til að
líta á sig til þess að hann
gæti horft í augu hennar.
„Virginía", hvíslaði hann.
„Viltu — viltu giftast mér?“
„Veiztu hvað þú ert að
segja, Max!“ „Ég veit, að það
hljómar undarlega, en það er
kannski af því, að ég hef
aldrei sagt það áður“.
Virginía snéri sér við og
gekk hægt yfir götuna í átt-
ina að húsdyrum sínum.
Henni fannst hjartað slá svo
ákaft, að Max hlyti að heyra
það. Þegar hann andartaki
áður hafði staðið við Ijósa-
staurinn og horft á hana í
skini götuljósanna, hafði það
allt í einu runnið upp fyrir
henni, að ef svo héldi áfram
mundi henni fara að þykja
vænna um Max en henni þótti
hollt, vænna en henni hafði
hingað til þótt um nokkra
aðra manneskju. En skyn-
semi hennar sagði henni, að
þvílík ást mundi aðeins valda
henni sorg, þjáningum og
vonbrigðum.
Nú kom henni í hug Char-
les. Hún var viss um, að
Charles mundi aldrei valda
henni vonbrigðum. Charles
var dæmigerður traustleik-
inn, styrkleikinn og hann var
það eina, sem var óhaggan-
legt í tilveru hennar... Þeg-
ar hún kom að dyrunum greip
hún um bronzhúninn og ánéri
sér að Max. „Ég held að við
ættum ekki að sjást aftur“,
hvíslaði hún.
„Svo einfalt er það nú
ekki“, svaraði Max. Virginía
leit undan til þess að komast
undan særðu augnaráði hans.
„Mér þykir það Ieitt. Þetta
er — hvorki mín sök né þín
— en ég ætla að biðja þig
um að fara núna“.----------
Hún elskar mig. Max sagði
þetta vi ðsjálfan sig minnst
hundrað sinnum á hverjum
einasta degi. Hann hafði les-
ið það svo greinilega í augum
hennar, að hann var ekki í
minnsta. vafa.
Það var einkennandi fyrir
Max, að hann reyndi ekki eitt
einasta skipti að setja sig í
samband við Virginíu. Um
það var ekki að ræða fyrr
en hann hefði leyst það af
hendi, sem hann — að vísu
hálft í hvoru í spaugi — hafði
sagzt ætla að gera. Hann gat
ennþá heyrt orð hennar
hljóma fyrir eyrum sér:
SKYTTLRNAR ÞRJAR
Hvar sem d’Artagnan kom og
hvern sem hann hitti, fékk hann
alla til aS brosa, en þar sem við
hlið hans hékk ógnandi sverð og
hvöss augun sindruðu af lífsþrótti
vakti hann alls staðar athygli og
umtal.
D’Artagnan lét allt slíkt tal sem
vind um eyrun þjóta, en hélt á-
fram ferð sinni eins og ekkert
væri, þar til hann kom til bæjar-
ins Meung.
Þar staðnæmdist hann fyrir ut-
an gistihúsið „Myllan". Varla
hafði hann stigið af baki, fyrr en
honum barst til eyrna gegnum op-
inn glugga hrossahlátur sem staf-
aði, þegar bet^r var að gáð, frá
myndarlegum og óárennilegum
manni og fylgisveinum hans. D’
Artagnan hélt auðvitað að hér
væri verið að tala um sig en það
var að nokkru leyti rangt, því nú
var hesturinn hans til umræðu.
Maðurinn var rúmlega 40 ára
gamall, hafði stingandi augnaráð,
ljósa húð, skarpt nef, með svart
vellagað yfirvaraskegg. Skrautleg
klæði hans voru örlitið krumpin,
augsýnilega ferðaföt, sem lengi
höfðu legið ónotuð. Öllu þessu
veitti d’Artagnan athygli og það
var eitthvað sem sagði honum, að
þessi maður ætti eftir að hafa
mikil áhrif á framtíð sína og ör-
lög.
„Myndir þú virkilega gera
allt þetta vegna mín?“ Hann
skyldi sýna henni hvað hann
gæti gert hennar vegna.
Hann byrjaði að gera á-
ætlanir sínar, vandlega, sem
hans var vandi, og jafnframt
að gera ráðstafanir til þess
að gera þær að raunveruleika.
Eitt af því nauðsynlegasta
var að gera ýmsar ráðstaf-
anir, sem myndu gera það að
verkum, þegar grunsemdim-
ar vökpuðu, að enginn yrði í
minnsta vafa um, að hann
væri svikari. Tilviljunin kom
honum hér til hjálpar. Rúss-
neskt beitiskip kom í kurteis-
isheimsókn til Bretlands og
rússneska sendiráðið bauð
allmörgum embættismönnum
flotamálaráðuneytisins til
veizlu. Það var ekki erfitt
fyrir Max að verða sér úti
um boðskort og ánægður
kom hann til veizlunnar á-
samt mörgum af yfirmönn-
um sínum þ. á. m. Victor
Graham, varaaðmírál og Eric
Bates flotadeildarforingja.
Það fyrsta, sem Max gerði
var að reika á milli rússnesku
sjóliðsforingjanna. Hann
spurði hvem mann, hvort
hann talaði ensku. Ef hann
fékk jákvætt svar flýtti hann
sé'r í burtu. Það var einn lið-
ur í áætlun hans að finna
mann, sem ekki talaði ensku.
Jafnframt reyndi hann .að
láta líta svo út í augum landa
sinna, sem hann hefði fengið >
að minnsta kosti einu glasi of
mikið.
Þegar hann um síðir fann
rússneskan sjóliðsforingja,
sem ekki talaði ensku, dró
hann hann með sér á afvik-
inn stað og byrjaði „samtal“.
Rússinn, sem var kurteis
maður, leit eftirtektarfullur
á hann og reyndi að skilja
um hvað hann væri að tala,
en gafst fljótlega upp á því.
Kurteisi hans kom þó í veg
fyrir, að hann hætti „sam-
talinu" — og Max hélt ákaf-
ur áfram fyrirlestri um það,
hvað bananinn væri merki-
legur ávöxtur og jók mátt
orða sinna með miklum arm-
sveiflum. Hann hefði auðvit-
að eins getað valið hvem ann-
an ávöxt sem væri, þar sem
enginn, sem inni var, heyrði
hvað hann sagði og Rússinn
skildi ekki eitt einasta orð.
Aðalatriðið var það,' að hann
sást í langri og ákafri sam-
ræðu við rússneskan foringja.
Það myndi verða munað, þeg-
ar menn fæm á annað borð
að grana hann. Max lauk
samtalinu með því að draga
upp nokkra peningaseðla og
sýna Rússanum. Þegar hann
litlu seinna fór fram hjá Ba-
tes gekk Bates snöggt til
hans. „Það tók ekki langan
tíma að stofna til kunnings-
K V I S T
Copyrighl PTTfci. Box 6 Copenfiogep'
Við erum neydd til að kaupa hann, Erland, ég kemst
ekki úr honum.
x'Jy.s-'JiW'JiW'Jy.v