Vísir - 10.06.1961, Síða 16

Vísir - 10.06.1961, Síða 16
YÍSIR Laugardagur 10. júní 1961. Á morgun, sunnudag, á Melavöllurinn í Reykjavík 50 ára afmæli. í tilefni að’ Jjví birtum við þossa ágætu íþróttamynd, en að öðru leyti varðandi afmælið, vísast til Íþróttasíðunnar, bls. 2. Stærsta myndlistar- sýningin í Reykjavík. Stærsta myndlistarsýning, I sem hér hefir verið haldin, I hefst í byrjun septembcr, Sam- norræna myndlistarsýningin, | og þátttakendur af íslands ! hálfu verða þcssir, að því er I Vísir hefir fregnað: I Málarar: Jón Stefánsson, Sverrir Haraldsson, Einar Baldvinsson, Jóhannes Jóhann- I esson og Eiríkur Smith. í Svartlistarmenn: Bragi Ás- I geirsson, Hörður Ásgeirsson og Svavar Guðnason. Slys í gær. Síðdegis í gær varð slys á Urðarbraut, er sjö ára gamall drengur varð fyrir bíl. Drengurinn, Sigursveinn Óli Karlsson, var strax fluttur i slysavarðstofuna. Slysið, skeði um sexleytið í gær, en um átta leytið höfðu læknar hann enn til meðferðar, og voru meiðsli hans þá enn ekki könnuð til hlítar. Sögðu þedr að drengur- inn myndi hafa hlotið mikið höfuðhögg, en allt benti til að það væri ekki alvarlegs eðlis. Myndhöggvarar: Dómnefnd, sem eru myndhöggvararnir Ásmundur Sveinsson, Magnús Á. Árnason og Sigurjón Ólafs- son hefur boðið Ólöfu Pálsdótt- ur og bræðrunum Guðmundi og Jóni Benediktssonum þátt- töku í sýningunni. Myndhöggv- aradeild Félags ísl. myndlistar- manna er fámenn, og dómnefnd armenn hafa ekki ákveðið um sína þátttöku fyrr en séð verð- ur,hvernig „skúlptúr“-verkum hinna Norðurlandanna verður komið þolanlega fyrir. Sýningin verður haldin í tveim húsum, Listasafni ríkis- ins og í Listamannaskálanum. Málverkin verða sýnd 1 Lista- safninu , svartlistarmyndirnar í Listamannaskálanum og högg- myndir og annar „skúlptúr“ verður á báðum stöðunum. Af íslands hálfu hefir orðið að takmarka þátttökuna mjög mikið til að gefa gestunum sýn- ingarrúmið fyrst og fremst Og fremur mun hafa verið valin leiðin að hafa íslenzka þátttak- endur frá, en allt að 5 verk eftir hvern, til að gefa svolítið meiri heild yfir verk einstaks þátttakenda. Hékk í bíl og slasaðist. Það slys varð sl. miðvikudag að 12 ára drengur, sem hafði gert sér að leik að hanga aftan í bíl, slasaðist illa. Slysið skeði á Laugarnesvegi og bifreiðarstjórinn, sem hlut átti að máli flutti drenginn strax í slysavarðstofuna, er slysið ha'fði skeð, og gaf lög- reglunni að því búnu skýrslu um atburðinn. Drengurinn hafði bæði tognað um hné og særzt illa á hendi. Á miðvikudagskvöldið hand- tók lögreglan tvo drukkna pilta, sem stolið höfðu skelli- nöðru þá nokkru áður og ’ekið hénni drukknir. Þegar þeir skildu við hana var farartækið talsvert skemmt, en litlu síðar voru þeir handteknir og tekið af þeim blóðsýnishorn. Stolinn bíll. - ók upp Frakkastíg og inn Laugaveg. Eftir hádegið í gær horfðu vegfarendur á undarlegan akstur um götur Reykjavíkur, þar sem maður ók af Hverfis- götu upp Frakkastíg og beygði síðan inn Laugaveg, en hvort tveggja er samkvæmt lög- reglusamþykkt Reykjavíkur stranglega bannað. Ekki hafðd ökuþórinn farið langt inn Laugaveginn þegar bifreið hans stöðvaðist. Fór hann þá út úr henni og ýtti aftur á bak, fyrst vestur Lauga veginn og síðan sömu leið og hann kom niður Frakkastíg. — Urðu þá tvær bifreiðir, kyrr- stæðar, á vegi hans og skall bifreið hans á þær báðar. — Hlutu þær allar þrjár mei'ri eða minni skemmdir. Þusti nú að fólk úr ýms- um áttum, en ökumaðurinn sjálfur lét svo um mælt við áhorfendur að hann aatíaði að víkja sér frá til að gefa lög- reglunni skýrslu um óhöppin. Sú skýrsla kom þó aWrei, og ökumaðurinn hefur heWur ekki komið í leitimar. Hins vegar upplýstist það nokkru seinna, að bifreáðinni hafði maðurinn stolið niður við höfn, í nánd við Verbúðimar. Bfleigandánn var að virma þar í skipi og þegar hann ætlaði að huga að bíl sínum var hann horfinn. Lögreglan leitar nú þjófsins. Jón Engilberts opnar sýninp í Hafnarfiröi. Jón Engilberts hefir verið boðið að halda sýningu í Iðn- skóla Hafnarfjarðar, og verður sýningin opnuð í dag kl. 5 síð- degis. Hér er um að ræða nýjung í listalífi Hafnarfjarðar, því að áformað er að þetta verði upp- haf að því, að listamönnum, kunnum sem ókunnum verði boðið að halda sýningar í stof- um Iðnskólans um sumarmán- uðina, í sumarleyfum skólans. Blaðamönnum var í gær boð- ið að skoða myndirnar, sem Jón Engilberts hefir komið fyrir á veggjum í tveim stofum skólans og gangi, og eru það alls 21 vatnslitamynd, málaðar á ýmsum stöðum á landinu. Þar er t.d.: Bátur ókominn að landi, Síðasti bærinn í dalnum, Leik- ur að morgni, Svell er yáxgnípu, Kvöld á hausti. Frá^ ^ijæfells- nesi, Úr Skagafirði o. fl. og ein mynd er þar, sem einn af okk- ar ágætustu tónListarmönnum gaf nafnið Tónlistin. Skólastjóri Iðnskóla Hafnar- fjarðar, Sigurgeir Guðmunds- son, sagði í gær við blaðamenn, að Hafnfirðingum væri mikill heiður sýndur af Jóni Engil- berts listmálara að sýna í húsa- kynnum skólans fyrstur utan- bæjarmanna. Þar hefir aóeins ein sýning verið haldin áður, sýning Sveins Björnssonar, sem búsettur er í Hafnarfirði og hélt þarna sína fyrstu vatns- litamyndasýningu í s.l. mán- uði. Þing norrænna rithöfunda. Þing norrænna rithöfunda var sett >' hátíðarsal Háskóla íslands í gær kl. 15. Formaður íslenzka rithöfundasambands- ins Stefán Júlíusson hélt setn- ingarræðu, menntamálaráð- lierra Gylfi Þ. Gíslason flutti ávarp, en varaform. sænska rithöfundasambandsins Jan Gehlin talaði fyrir hönd cr- lendu gestanna. Þingið kom síðan saman í Oddfellowhúsinu tii funda. — Fyrsta málið á dagskrá var um breytingar á almennum samn- ingum rithöf. og útgefenda á Norðurlöndum. — Umræðum þessum lauk í gær. í dag var boðaður fundur í Þjóðleikhúskjallaranum og var fyrsta málið um þýðingar á norrænum bókmenntum í Rússlandi. Meðal annarra mála sem til umræðu verða á seinni fundum eru: Skólabækur og- hin nýju höfundalög á Norður- löndum, sérstaða finnskra og íslenzkra bóka á samnorrænum bókamarkaði og loks félagsleg hagsmunamál rithöfundasam- takanna. ILUtdn Hægviðri, skúraleiðingar en bjart á milli.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.