Vísir - 14.06.1961, Page 2
2
VÍSIR
Miðvilcudagur 14. júní 1961
y//////////,my//////,
m.
=2)ókj/ Imaihjiijma
Henry From að
hætta.
„Leikar stóðu 1—0, fyrir
Dani. Það var komið langt fram
í seinni hálfleik og ef þeim
tækist að halda markinu hreinu
voru þeir búnir að tryggja sér
a. m. k. silfurverðlaunin í
knattspyrnunni á Olympíuleik-
unum.
En þá, þegar dönsku leik-
mennirnir voru einmitt farnir
að gera sér vonir um sigur,
fengu þeir dæmda á sig víta-
spyrnu. Ungverski miðfram-
vörðurinn Varhedi stillti knett-
inum upp og leit á danska
markmanninn, Henry Fram,
sem stóð hinn rólegasti milli
stanganna og jórtraði togleðrið
sitt af áfergju. Ungverjinn gekk
til baka, dómarinn flautaði og
hann hljóp að knettinum, en
skyndilega rétti From út hönd-
ina, og gekk út að annarri mark
stönginni, tók út úr sér tog-
leðrið og límdi það á stöngina.
Þetta litla bragð dugði. Ung-
verjinn þurfti að byrj'á tilhlaup
sitt að nýju, tagaóstyrkur gætti
sín og skotið misheppnaðist,
From varði!
Danska liðinu varð þetta til
geysilegrar örvunar. Þeim
efldist móðurinn og baráttu-
viljinn tvöfaldaðist. Silfurverð-
launin voru trýggð og þann dag
Henry Froni, „gamla rottan“
hefur nú loks lagt skóna á
hilluna. Hann hefur af
mörgum verið talinn bezti
markvörður Evrópu.
var Henry From hetja dags-
ins“.
Núna, tíu mánuðum seinna,
verður þessi sami Henry From,
að gera sér það að góðu að sitja
á varamannabekknum í lands-
leik Dana og Svía.
Svo bregðast krosstré sem
önnur tré. From hefur verið
hinn öruggi og sjálfsagði mark-
vörður danska landsliðsins nú
í tvö ár en hafði lýst því yfir,
að hann væri nú ákveðinn/ "'ð
leggja skóna á hilluna. Hann
er 34 ára gamall og hefur leikið
31 landsleik fyrir Danmörk. í
blaðaviðtali í síðustu viku, lét
hann svo ummælt, að lands-
leikurinn gegn Svíum yrði hans
seinasti leikur. En í vikunni lék
hann leik með úrvalsliði Jót-
lands og stóð sig mjög illa. Öll-
um á óvart tók landsliðsnefndin
tillit til frammistöðunnar og
valdi Gaardhöje frá Esbjerg í
liðið. Hefur þá From séð sína
sæng útbreidda. Annars er val
danska liðsins all einkennilegt,
t. d. eru valdir í það þrír
,,debutantar“. Liðið er: Gaard-
höje, Esbjerg, Jensen, Vejle,
Hellbrandt, KB, Bent Hansen,
B1903, Hans Chr. Nielsen, AGF,
Bent Grogh, KB, Ole Madsen,
HIK, Jens Peter Hansen, Es-
bjerg, Enoksen, Vejle, Ole Sör-
ensen, KB, Jörn Sörensen, KB.
Danir gera sér ekki miklar
vonir með þetta lið gegn Svíum.
Dönsku keppninni lauk síð-
astliðinn sunnudag og efstir
eru nú B1913 frá Fjóni. Sigruðu
þeir AGF í lokaleiknum 3—0
og tryggðu sér þar með þátt-
töku í Evrópukeppninni fyrir
hönd Dana. KB burstaði B1909
8—1, sem teljast verður mikill
sigur, þegar tekið er tillit til
þess að B1909 varð Danmerkur-
meistarar fyrir tveimur árum.
Annað fréttnæmt úr dönsku
knattspyrnunni er það, að
Tommy Troelsen, sem verið
hefur illilega miður sín í vor,
er nú kominn í „form“ aftur, og
þá þykja það tíðindi að Jens
Peter Hansen, sem íslendingum
er góðkunnur, hefur nú verið
valinn aftur í landsliðið, 35
ára að aldri.
Eftir að Harald Nielsen,
Flemming Nielsen skrifuðu
undir samninga hefur Ole
Madsen og Jörn Sörensen verið
gert boð. Ole Madsen var
keyptur fyrir 250.000 d. kr. sem
er hæsta verð á dönskum knatt-
spyrnumanni hingað til.
ss
Pressulið" valið.
í gærdag völdu blaðamenn
lið sitt gegn liði landsliðsnefnd-
ar.
Liðið er þannig skipað: Heim-
ir Guðjónsson KR, Jón Stef-
ánsson ÍBA, Bjarni Felixson
KR, Ormar Skeggjason Val,
Hörður Felixson KR, Björn
Helgason ÍBÍ, Björgvin Dan-
íelsson Val, Skúli Ágústsson
ÍBA, Steingrímur Björnsson
ÍBA, Kári Árnason ÍBA, Guð-
jón Jónsson Fram.
Við fyrstu sýn virðist liðið
vera nokkuð sundurlaust og
auðveld bráð leikvönum mönn-
um landsliðsins.
En þegar betur er að gáð
og málið íhugað, ætti lið
þetta, að ná sæmilegri útkomu.
Aftasta vörnin er sterkari hluti
liðsins. Jón Stefánsson vakti
athygli á sunnudaginn fyrir
góðan leik. Heimir átti afbragðs
leik á móti Skotunum, og hefði
verðskuldað fleiri tækifæri í
vor. Þeir Felixbræður standa
alltaf fyrir sínu og hliðarfram-
verðirnir báðir eru hörkudug-
legir. Ef þeim tekst að laga
hin stóru spörk sín, eiga þeir
að nýtast liðinu allvel.
f framlínunni verður að
binda mestar vonirnar við
miðjutríóið akureyrska,unga og
efnilega leikmenn. Varla ætti
þó landsliðsvörnin að vera í
vandræðum með þessa fram-
línu ef allt er með felldu.
Leikurinn í kvöld verður
lokaraunin fyrir piltana, áður
en lagt er til atlögu við Hollend-
ingana.
Slíkur reynslulekur er að
sjálfsögðu nauðsynlegur, en þó
er þessi „pressuleikjatilhögun"
að mörgu leyti gölluð. Aðstaða
leikmannanna i hinum tveim
liðum hlýtur að vera ójöfn, þar
sem pressuliðsmenn hafa allt
að vinna en engu að tapa — og
öfugt. Tíðkazt það líklega
hvergi í heiminum lengur, að
valið sé í landslið eftir einum
leik (eins og svo oft hefur kom-
ið fyrir hér)!
f rauninni er hér ekki um
kappleik milli tveggja liða að
ræða, heldur baráttu milli
tuttugu og tveggja leikmanna,
sem allir hafa sama takmarkið
— að vera teknir fram yfir
hina.
Þetta fyrirkomulag hlýtur að
vera óraunhæft og krefst úr-
bóta, þótt sú úrbót sé vand-
fundin. En væri ekki reynandi
að velja landsliðið með nokkra
vikna fyrirvara, samæfa það
sem bezt í óopinberum leikjum
og fá þannig samstillt og ein-
huga lið.
Hvað um það, í kvöld er
pressuleikurinn, og þrátt fyrir
fyrri reynslu, vonumst við eft-
ir góðum leik — og síðan —
góðu landsliði.
Yngri flokkamir.
Úrslit eru nú kunn í tveim
flokkum: II. fl. B og III. fl. B.
— í II. fl. B sigraði KR en í
III. fl. B Valur. Önnur úrslit
um helgina urðu:
3—0.
0—1.
2—2.
1—1.
II. fl. A:
Þróttur — Víkingur
KR — Valur 1—0.
II. fl. B:
KR — Valur 1—1.
III. rl. A:
KR — Valur 3—0.
Þróttur — Víkingur
III. fl. B:
KR — Valur 2—3.
VI. 1. A:
KR — Valur 3—1.
1 Þróttur — Víkingur
IV fl. B:
Fram C — Valur B
Fram B — Fram C 5—0.
KR — Valur 5—1.
V. fl. A:
KR — Valur 0—1.
Víkingur — Þróttur 4—0.
V. fl. B:
Fram C — Valur 1—1.
Fram C — Fram B 0—3.
Valur — KR 0—3.
Um fyrri helgi fóru fram
nokkrir leikir og urðu úrslit
þeirra sem hér segir:
11. fl. A Valur — Fram 2:0.
KR — Víkingur 2:2.
11. fl. B Valur — Fram 4:4.
11. fl. A KR — Víkingur 4:0.
IV. fl. B KR — Víkingur 5:1.
Valur — Fram 1:4.
IV. fl. A KR — Víkingur 3:0.
Valur — Fram 1:3.
V. fl. A KR — Víkingur 0:1.
Valur — Fram 0:2.
V. fl. B KR — Víkingur 1:1.
Eftir 29 ára hlé tókst Aust-
urríkismönnum loks að
sigra Ungverja í Búdapest.
Leikar fóru 2—1.
VAR A ÞJALFARA-
RADSTEFNU í SVISS.
Karl Guðmundsson lands-
liðsliðsþjálfari er nýkominn
heim frá Sviss. Þangað sótti
hann ráðstefnu fyrir knatt-
spyrnuþjálfara, sem haldin var
á vegum evrópska knattspyrnu-
sambandsins.
Ráðstefnu þessa sækja allir
þekktustu þjálfarar álfunnar,
menn eirís og Walter Winter-
bottom og Sepp Herberger,
sem allir þekkja. Skiptast þeir
þar á skoðunum, ræða nýjar
stefnur, rannsaka ný æfijiga-
kerfi og halda fyrirlestra um
hin ýmsu stig þjálfunarinnar,
líkamleg og andleg.
Slíkar samkundur eru bráð-
nauðynlegar og gagnlegar
knattspyrnuíþróttinpi, sérstak-
lega þegar jafn reyndir og
mikilsmetnir menn leggja á
ráðin í sameiningu.
Það er því íslenzkri knatt-
spyrnu ótvírætt gagn, að Karl
átti þess kost að taka þátt í
raðstefnunni, en hann er sem
kunnugt er einn fremsti og
hæfasti knaltspyrnuþjálíari
landsins. Væntanlega heyrum
við meira um þessa ferð Karls
á næstunni.