Vísir - 14.06.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 14.06.1961, Blaðsíða 3
 BDSvikudagur 14. JCml IHBI »- —----------------------- ___~~ —-=g-; .-^ga£^Js-.Tri ~y Þyngja refsingu fyrir heima- bruggun í Rússiandi. „Rauöur“ á leiðinni. Red Crusader á leið á Islandsmið - þorir ekki til Færeyja. Dönsk blöð eru Bretum gröm fyrir svör þeirra út af því, þeg- ar brezk herskip hjálpuðu landhelgisbrjótnum Red Crusa- der að komast undan. Lætur Bretastjórn svo sem ýmis atriði málsins sé óljós og geti hún því lítið gert í málinu. Þykir sumum Dönum svo sem Bretar hafi nú sömu aðferð og Nelson forðum, þegar hann brá sjónaukanum fyrir blinda aug- að. Það er hinsvegar af Red Crusader að segja, að skipið er farið á veiðar aftur. Sagði skipstjórinn, Ted Wood. að hann’ mundi ekki koma át mið- in við Færeyjar, fyrri en mál- inu hefði veríð ráðið til lykta. svolgrað það í sig. Talið er að Krúsév sé höfundur hinnar nýju refsilöggjafar um þjófnað, ofdrykkju og brugg. Fyrir nokkru var í Sovét lögleidd dauðarefsing fyrir þá, sem ger- ast sekir um landráð, fjárdrátt frá hinu opinbera, peningafals og fanga sem kúga samfanga sína með ofbeldi og æsa til uppreistar. Fyrir nokkru var hafin hreinsun á slæpingjum og var meðlimum kommúnistaflokks- ins fengið dómsvald í hendur um að dæma flokksbræður sína. Voru margir þeirra dæmdir til vistar í vinnufangelsi 1 tvö til fimm ár. Svo virðist eftir þess- um fregnum að dæma að marg- ir freistist til aö ganga hinn breiða veg í Rússlandi — þrátt fyrir allar kenningar. Rússar hafa hert refsilöggjöf sína nýlega. Er í hinum nýju lögum að finn.í refsiákvæði gegn ólöglegri bruggun öls og sterkra drykkja. Þá varðar það og við lög a|S kaupa heima- brugg. Bændur, sem verða sannir að sök um bruggun öls, geta búizt við fangelsisdómi í eitt ár, ef hann ætlar að drekka áfengið sjálfur. Ef það sannast að hann hafi ætlað að selja það, eða hef- ur gert það fær hann þriggja ára fangelsi eftir hinum nýju lögum. Auk fangelsisdóms fá þeir sekt að auki og getur hún numið allt að 12000 krónum og bruggtækin gerð upptæk. Sá sem staðinn er að því að kaupa heimabrugg á það á hættu að verða sektaður um 200 krónur og gutlið t^kið af honum, ef hann þá hefur ekki i Spurðist það um Aberdeen, þeg ar skipið var að fara, að það mundi fara á íslandsmið (og er þá bezt fyrir landhelgis- gæzluna að vera vel á verði.) Fyrrverandi brezkur eim- reiðarkyndari stal eimreið og ók henni 40 ltm vegar. Hann gaf þá skýringu á tiltækinu, að hann hefði verið í æstu skapi út af einkamálum og orðið að „hleypa út gufu‘“. Þegar Kennedy var í París afhenti hann Dc Gaulle að gjöf sögulega merkilcgt plagg: — Bréf frá George Washinton til Frakka í frelsisbaráttunni. KARL í mörgum gerfum. Eins og allir vita er Karl Guðmundsson leik- ari skrítinn fugl. Hann er nefnilega mesta hermikráka þessa lands. Þegar hann hermir cftir mönnum í útvarpi geta ókunnugir haldið, að hann hafi farið frá hljóð- nemanum og fengið „fórn arlambið“ til að tala þar í staðinn — svo líkur er hann þeim, sem hann hermir eftir. En hvernig eru svipbrigðin, þegar hann er að herma eftir mönnum? Það má segja, að ljósmyndari blaðsins hafi lagt þessa spurningu fyrir Karl sjálfan um daginn — og svo smcllti hann af nokkrum sinn- um, meðan Karl brá sér í gerfi hinna ýmsu góð- borgara. Við sjáum hann sem Hauk Heiðar banka- mann, sem sumir segja að sé bankastjóralegri en nokkur bankastjóri, og við sjáum hann líka sem Hermann Jónasson, sem varar „góða fslendinga“ við að trúa nokkru, sem aðrir segi, og hann er líka Brynjólfur Jóhannesson í einhverju hlutverki á nærri 40 ára leiklistar- ferli og loks er hann Lárus Ingólfsson, þegar hann er að skemmta landslýðnum. — Nóbels- skáldið getur heldur ekki farið fram hjá Karli, án þess að eftir verði tekið, eða Haraldur Björnsson leikari og svo látum við Lárus Pálsson reka lest- ina — sém Jón Grind- víking eða bara við svið- setningu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.