Vísir - 26.06.1961, Blaðsíða 4
1
v r s i r
Mánudagur 26. júní 1961
Tvíkrossað séní.
Heyrnarlaus á hægri löpp
og haltur á vinstra eyra.
Séní eru allsstaðar í
heiminum, einnig á ís-
landi. Flest hafa þó
einhverja annmarka, og
þá eru þau kölluð mis-
heppnuð séni. Ekta séni
kemur naumast fram hjá
hverri þjóð nema einu
sinn á öld — eða einu
sinni á 10 öldum.
Ég hitti mann úti á götu
nýlega, sem minnir mig allt-
af á brot úr séníi, kannski
bára misheppnuðu séníi, ég
veit það ekki. Maðurinn heit-
ir Bjarnþór Þórðarson, kom-
inn af miklum og merkum
Mýraættum og fæddur ein-
hversstaðar þar efra. Ég réð-
ist að Bjarnþóri og spurði
hvort hann væri séní, eða
bara eitt af þessum mis-
heppnuðu.
— Því miður bara mis-
heppnað séní, svaraði Bjarn-
þór. Það gera krossarnir.
— Krossar! Hefurðu verið
krossaður. Eða eru farinn að
dútla við trúarbrögð?
— Ekkert af neinu þessu.
En ég hef borið tvo krossa,
annan frá fæðingu, hinn frá
því er ég var átta eða níu
mánaða?
— Hverskonar krossar eru
það?
— Annar er sá, að ég er
örvhentur, en var vaninn á
hægri í uppvextinum. Það
háði mér afskaplega. Seinna
heyrði ég lækna segja, að það
sé glæpur, að venja örhent
börn á hægri hönd. Það víxl-
ar heilastöðvunum, segja
þeir.
— Þú berð tvo krossa.
Hver er hinn?
— Ég fékk heilahimnu-
bólgu þegar ég var á 1. ald-
ursári. Við það missti ég
heyrnina á hægra eyra. Þetta
tvennt ruglar mig í öllu jafn-
vægisskyni. Ég var líka tal-
inn bjánalegur í viðbrögðum
þegar ég var lítill.
— En samt enginn bjáni í
raun og veru?
— Ekki eins mikill og ég
leit út fyrir. Ég reyndi af
fremsta megni að sigrast á
örðugleikunum og tókst Það
á ýmsa lund. Ég kenndi sjálf-
um mér að lesa þegar ég var
aðeins sex ára.
— Hvað segirðu? Kennd-
irðu sjálfum þér að lesa?
— Já, að því undanskildu,
að raamma kenndi mér staf-
ina. Svo var ég orðinn flug-
læs áður en nokkur vissi af.
Fullorðna fólkið skildi ekk-
ert í þessu.
— Datt mér ekki í hug, að
þú værir séní!
— Já, og þegar ég var
mánuði betur en 8 ára, gerði
ég það upp á grín, að fara
í inntökupróf með bróður
mínum, sem var kominn hátt
á 10. ár. Þá var skólaskyld-
an miðuð við 10 ára aldur,
a.m.k. í minni sveit.
eins og forðum, þegar þú
lærðir að lesa?
— Svona að mestu. Eins
fræðara er mér þó skylt að
minnast með miklu þakklæti
frá þessum árum. Sá var Þór-
hallur Þorgilsson, sem nú er
látinn. Við fórum á 30
klukkustundum — og það
léttilega — yfir alla þá
frönsku, sem kennd er í
Menntaskólanum. Þórhallur
var óviðjafnanlegur meistari.
— Hvernig gekk?
— Ég komst upp, en bróð-
ir minn féll. Svo lauk ég
fullnaðarprófi 12 ára, í stað-
inn fyrir 14 ára, eins og
venja var til. Sama vor tók-
um við bræður próf upp í
menntaskólann í Reykjavík.
— Svo þú ert þá gamall
menntskælingur?
— Nei, svo er guði fyrir
að þakka, að það varð ajdrei.
Ég ofreyndi mig við nám
vorið sem ég tók inntöku-
próf, var sífellt illt í hausn-
um og leið illa. Fór til lækn-
is og læknirinn sagði, að ég
mætti ekki líta í bók næstu
þrjú árin. Ég varð að hætta
við menntaskólann. Ég var
bóksækinn, gat aldrei séð
bækur í friði og las í trássi
við öll læknisboðorð. Mér
datt í hug að reyna við gagn-
fræðapróf svona utanskóla.
— Og það tókst?
— Tókst, segirðu! Ég féll,
svo reyndi ég aftur og féll
aftur. í bæði skiptin á stærð-
fræðinni. Það á að banna
svoleiðis fög í skólum. Ég
reyndi samt í þriðja sinn, og
þá tókst það — með naum-
indum.
Þegar ég labbaði út úr
Menntaskólanum um vorið
með prófskírteinið upp á vas-
ann og var kominn niður i ’
Lækjargtöu, sneri ég hausn-
um aftur, steytti hnefann í
áttina að skólanum og sagði
að hér eftir skyldu þeir ekki
fella mig á punktadellunni.
— Punktadella! Hvað er
það?
— Geómetrían hans Ólafs
Dan og allt það.
— Var náminu þar með
lokið?
— Ekki aldeilis. Ég puð
aði fyrir brauði og kartöfl
um á sumrin — vegna mag
ans, skilurðu, en las á vetrin
Utan skóla að sjálfsögðu
Tveim vetrum seinna lauk
ég stúdentsprófi.
— Kenndirðu sjálfum þér,
Ég tek ekki grynnra í árinni.
— Tókstu gott frönsku-
próf?
— Það man ég ekki. En
„fílu“-veturinn minn í há-
skólanum 1934—351 var ég
sæmdur verðlaunum fyrir
frammistöðu mína í frönsku.
— Og síðan kennirðu eink-
um frönsku?
— Ég kenni yfirleitt flest
vestan-tjalds-mál. Stundum
koma líka guðfræðingarnir
úr háskólanum til mín og
biðja mig um hjálp í grísku.
— Þú ert þá eins konar
málaskóli?
— Það má kalla það svo
— samt ekki Mímir. Annars
hef ég aldrei auglýst nema
einu sinni fyrir rúmum 20
árum í Mogganum. Sú aug-
lýsing var seinna tekin upp
í kennslubók í íslenzku. Hún
hefur á einhvern hátt þótt
klassísk.
En þó eg auglýsi ekki
tungumálakennslu sjálfur,
hefur frændfólk mitt stund-
um gert það í mínu nafni
og að mér fornspurðum. Það
er gert til að pína mig til
að vinna.
— Hefurðu marga nem-
endur?
— Nógu marga. Þeir finna
einhvernveginn leiðina til
mín, þessi grey. Ég hef haft
nemendur úr flestum fram-
haldsskólum í Reykjavík.
Hafnarfirði líka. Ennfremur
frá menntamálunum á Akur-
eyri og Laugarvatni. Já, það
er stundum mikið að gera
— Hvað gerirðu annað en
kenna?
— Sem minnst. Ég fór
einu sinni á síld, meira að
segja tvö sumur í röð. En
það varð stutt í því síðara.
— Hvernig þá?
— Það skeði hátragiskt at-
vik um borð í síldveiðiskip-
inu bastilludaginn 14. júli
1950. Ég stakkst á hausinn
og meiddi mig. Meiddi mig
á ökla. Hann blánaði upp, og
félagar mínir héldu að ég
hefði brotnað. Þeir fóru með
mig í skyndi inn til Seyðis-
fjarðar. Síðan var flogið með
mig til Reykjavíkur frá Eg-
ilsstöðum. Mér leið bölvan-
lega, Ég fór til læknis og
staulaðist við staf. Fór til
hans dag eftir dag. Einn dag-
inn tók hann stafinn af mér
og hermdi eftir mér, sagði
mér svo að koma daginn eft-
ir. Ég kom aldrei aftur.
— Fórstu þá til annars
læknis?
— Annars læknis! Hvað
hefði það þýtt? Bara sama
sagan endurtekið sig. Nei,
takk.
— Hvað gerðirðu þá?
— Hélt áfram að staulast
við prikið mitt, fór til trygg-
inganna og heimtaði örorku-
bætur.
— Og fékkst þær?
— Já, fyrst. En ekki lengi.
Þeir spurðu mig, helvítin
þau arna, hvort ég ætlaði
mér að lifa á löppinni það
' sem eftir væri ævinnar. Það
fannst mér hámark ósvífn-
innar.
— Og var það þá, sem þú
brauzt prikið í bræði þinni
og hefur gengið óhaltur alla
tíð síðan?
maður. Munurinn’ á hóf-
drykkju- og kófdrykkju-
mönnum er sá, að hinn fyrr-
nefndi drekkur sprúttið eins
og hann eigi með það, stillir
drykkju sinni í hóf, og hætt-
ir þegar hann hefur fengið
nóg. Kófdrykkjumaðurinn
hefur hins vegar hlutverka-
skipti við áfengið, þannig, að
það gleypir hann, en hann
ekki það. Þetta er allt sam-
an merkilegt rannsóknarefni.
En ég er hófdrykkjumaður,
hvað sem öðru líður.
. — Þú lézt einu sinni vaxa
á þér skegg, Bjarnþór, og
varst þá kallaður Jesúbróðir
eða eitthvað þvíumlíkt.
— Já, ég þurfti að láta
rífa úr mér nokkrar tennur,
og til að hlífa mublufátækt-
inni, lét ég vaxa á mér skegg
á meðan. En þegar ég var
búinn að fá mér gervikjaft
og búinn að sætta mig nokk-
urn veginn við hann, fór ég
til rakara og bað hann að
merla framan úr andlitinu
á mér. Þegar ég stóð upp af
stólnum hjá honum, var
skeggið enn á sínum stað,
hann sagðist ekki raka jafn
fallegan brúsk af jafn Ijótu
fési. Voillery Ambassador
sagði líka að skeggið á mér
Bjarnþór Þórðarson.
— Hver segir það? Þetta
er svívircftleg lygi! Ég hef
aldrei náð mér í öklanum og
geri sennilega aldrei. En
þessar lygar eru eftir öðru.
Ég veit engan mann meira
rægðan né logið upp á held-
ur en rnig. Ég veit líka hvað-
an þetta er komið. Það eru
kennaraskælingarnir, sem
hafa lagt mig í einelti, Þeir
hafa alltaf gert það. Þeir
segja, að ég sé fyilibitta og
idíót.
— Ég hef líka alltaf heyrt
að þú værir fyllibytta.
— Nei, ég er hófdrykkju-
væri eins og á frönskum að-
mírál.
— Það hefur ekki verið
tilgangurinn með skegginu,
að hafa það sem beitu fyrir
kvenfólk?
— Nei, ég hef aldrei nennt
að eiga við kvenfólk. Það
er líka allt of smitað af þess-
ari style-menningu, sem alls-
staðar grassérar. Svo vilja
þær heldur ekkert skipta sér
af manni, sem er „heyrnar-
laus á hægri löpp og haltur
á vinstra eyra“, eins og ég
er. Nei, þar er verkfajl á
báða bóga. Þ. J.