Vísir - 26.06.1961, Side 5
Mánudagur 26. juní 1961
V I S I R
í þáttum þessum mun
verða tekið til meðferðar
flest það, er viðkemur hí-
býlum. Trúlega eru hús-
gögnin það fyrsta, sem keypt
er í nýja Ibúð, þvínæst
gluggatjöld og teppi. En lítið
er hægt að athafna sig ef
engir lampar, hnífapör,
diskar, pottar, glös o. fl.
eru við liendina. Þegar allt
þetta er komið á sinn stað
má segja að allt hið nauðsyn
legasta sé fengið.
En samt vantar eitthvað,
eitthvað, sem gerir vistar-
veruna að heimili en ekki
einungis íverustað. Það má
gjarnan vera eitthvað á
veggnum, í glugganum, á
borðum og uppi á hillum
og þá er valið úr veggtepp-
um, málverkum, myndum
vösum, skálum, öskubökk-
um, kertastjökum, 'blómum
o. fl., o. fl.
Þessir hlutir ættu helzt
ekki að vera keyptir í einni
striklotu heldur smátt og
smátt þegar vandlega er bú-
ið að skoða þá og ímynda sér,
hvernig þeir fara með því,
sem fyrir er, og þtta ómak
borgar sig, því að allir þess-
ir hlutir eiga ríkan þátt í að
gefa heimilinu hlýju og
persónuleika.
Hér munu framvegis sýnd-
ar myndir af húsgögnum,
teiknuðum af innlendum og
erlendum húsgagnaarkitekt-
um. Jafnframt verða sýndar
myndir af ýmsum öðrum
heimshlutum og jvonandi
verða þeir einnig jöfnum
höndinn innlendir sem er-
Icndir.
Kertastjakarnir á með-
fylgjandi mynd eru teiknað-
ir af hjónunum Nönnu og
Jörgen Ditzel, sem bæði eru
arkitektar. Þessar mjúku og
tæru línur kertastjakanna
eru ífullri andstöðu við „mass
ivt“ og stíft kertið, en sam-
eiginlega mynda þau létta
og listræna heild.
Einn fremsti húsgagna-
arkitekt Dana er Börge Mo-
gensen.
leg og látlaus, en samt mjög
persónuleg, og oft teiknar
hann einnig áklæði þeirra.
hPMH
mynd eru úr eik og teiknuð
1957—58, en vefnaðurinn
er teiknaður af Börge
Húsgögn hans eru þægi- Húsgögnin á meðfylgjandi Mogensen og Lis Ahlmann
Þessi húsgögn eru einnig
teiknuð af Börge Mogensen.
Hægt cr að stækka borðið
þannig að tíu manns geti set-
ið við það.
Mynstruð tjöldin, sem eru
í tveimur bláuin litum, eru
mjög ákjósanlegur rammi
um hin óbrotnu Ijósu eikar-
húsgögn.
Lampinn er teiknaður af
Poul Henningsen.
Þessi lampi, sem er úr
möttum kopar og hvítmálað-
ur að innan, er einn af hin-
um frægu PH lömpum, en
svo nefnast lampar þeir, sem
teiknaðir eru af Paul Hen-
ningsen arkitekt, sem um
35 ára skeið hefir verið einn ^
fremsti og hugmyndaríkasti ^
sérfræðingur Norðurlanda á
þessu sviði, sem og ýmsum
öðrum sviðum nýtízku hús- ,
búnaðar.