Vísir - 26.06.1961, Side 16

Vísir - 26.06.1961, Side 16
VÍSIR Mánudagur 26. júní 1961 Slys á togara. í morgun sáu mcnn reyk mikinn leggja frá skipi sem kom inn Faxaflóa. Var það brezka lierskipið Ulysses á Ieið til Reykjavíkur með slasaðan mann. Þykkan reykjarmökk lagði frá reyk- háf skipsins frá því að það kom fyrst í ljós og mun það hafa siglt eins og vélarnar framast gátu knúið það á- fram. Sjúklingurinn er tog- arasjómaður og hafði liann misst framan af handlegg. Eskifjarðar- bátar á síid. Frá fréttaritara Vísis. — Eskifirði, sl. föstudag. Eskifjarðarbátar eru sem óð- ast að fara á síld. Þrír eru þeg- ar farnir, en liinir fara væntan- lega bráðlega. í gærkveldi fór Seley á veið- ar, Björg í fyrrakvöld og Guð- rún Þorkelsdóttir s.l. mánudag. í kvöld fer Vattarnesið á veið- ar. Hólmanesið hefur verið í viðgerð í Noregi undanfarið, en er væntanlegt til landsins á næstunni og fer þá strax á síldveiðar. Víðir hefur verið í leigu í Stykkishólmi fram að þessu en er nú á leið austur og fer strax á veiðar. Einir fer væntanlega á morgun. Margir trillubátar, um 20— 30 talsins hafa stundað hand- færaveiðar hér úti í Reyðarfirði undanfarið og aflað ágætlega. Aflinn fer í frystihúsið á Eski- firði. Laug á lög- reglamenn. Tveir lögregluþjónar í Osló hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun. Hafði gift kona kært tvo lög- regluþjóna, sem hún sagði, að hefðu skipað henni upp í bíl þann, er þeir voru í við skyldu störf, og hefðu þeir síðan nauðgað henni. Málið kom fyrir kviðdóm með þrem konum og sex körlum, og sýknaði hann hina ákærðu. Þeir hafa nú til- kynnt, að þeir muni fara í skaðabótamál við konuna. Hjúskap Ingrid Bergman og Roberto Rossellinis lauk op- inberlega 17. júní, er dóm- stóll í Róm ómerkti hann. Tvö skip leigð fil að flytja síld af miðum fil verksmiðja* Þau geta samtals borið 7000 mál í einni ferð. Síldarverksmiðjan á Hjalteyri og Krossanesverksmiðjan hafa nú leigt tvö skip til síldarflutn- inga. Var byrjað á að flytja síld til verksmiðjanna í fyrra með flutningaskipum, og gafst það vel. Er annað skipið Aska, sem var í síldarflutningum í fyrra, en hitt heitir Tarin og er einnig norskt. Tarin getur borið 5000 mál, en Aska 2000. Aska er í flutn- ingum með sement og tunnur og annan varning, en Tarin ligg- ur nú á Húnaflóa og bíður eftir því að fá síld. Skipin hafa bæði krabba lil að losa síldina úr bátunum. Er ekki hægt að loSa síld úr bát- um nema í landvari, og munu skipin því liggja við land eða inni á fjörðum, eins nærri síld- armiðum og kostur er. Til er önnur leið að losa sild úr bát- um, en það er með dælu. Slíkt myndi að líkindum vera heppi- legra, þar eð dæla mætti síld- ( inni úr bátunum úti í rúmsjó, j en dælurnar eru langtum dýrari I ^uSvelli 18.30 með Flugfélagið fékk nýja flngvél í gær. í gær bættist 'Flugfélagi Is- lands nýr farkostur, Cloudmast erflugvélin SKÝFAXI, sem kom heim og lcnti á Reykjavíkur- klukkan rúmlega ar flugvél á leigu þá um tlma. Leiguflugvélin er farin fyr- ir nokkrum dögum. Hin nýja Cloudmasterflug- vél var afhent Flugfélagi ís- og var þvi ekki ráðj að fá þær en krabbarnir, horfið að því að sinni. Hjalteyrarverksmiöjan er bú- in að taka á móti 2000 málum, en til Krossaness hafa borizt um 600 mál. Nokkuð hefur ver- ið saltað á báðum stöðum. anborðs. Eins og sagt var frá í fréttum fyrr í sumar, keypti Flugfélag íslands Cloudmasterflugvél af SAS, en þar sem afhending var ákveðin síðari hluta júnímán- aðar, tók Flugfélagið sams kon- Síðdegis á laugardag gerði dembu mikla hér í bænum, svo að segja má, að allt hafi farið a flot. Til dæmis stífluðust niðurföll við Austurstræti, svo að gatnamótin við Pósthússtræti voru eins og hafsjór yfir að líta. Myndin hér að ofan er tekin þar, og er maður að reyna að losna um stíflu í niðurfallinu, til þcss að „stöðuvatnið“ geti streymt út í sjó. áttatíu farþega inn-1 lands á Kastrupflugvelli við Kaupmannahöfn s.l. laugardag. Frú Ingibjörg Gíslason, kona Bergs G. Gíslasonar stórkaup- manns, gaf flugvélinni nafnið ,,Skýfaxi“, en það er önnur flug vél Flugfélags íslands sem ber það nafn. Hin fyrri var Kata- línaflugvél, sem tekin var út úr flugi fyrir rúmlega tveim árum síðan og reyndist alla tíð hið mesta happafley. Sem fyrr segir er Skýfaxi af sömu gerð og leiguflugvélarnar, sem Flugfélag íslands hefur haft á leigu frá SAS að und- anförnu. Innréttingu flugvélarinnar hefur samt verið breytt veru- lega, með tilliti til aðstæðna. Farþegarými rúmar áttatíu far- þega. Það er mjög bjart og vist- legt. Er Skýfaxi lenti á Reykjavík- urflugvelli í gær, afhenti Soffía, dóttir Arnar Johnson, Jóhann- esi R. Snorrasyni flugstjóra blómvönd. Þá afhenti Örn Ó. Johnson forstjóri frú Ingibjörgu Gíslason blóm og bauð áhöfn og farþega velkomna. Flugstjóri í þessari fyrstu ferð heim var Jóhannes R. Snorrason, fíug- maður Hörður Sigurjónsson og leiðsögumaður Axel Thoraren- sen. Fyrstasíld ÞEIR STJORNI STYRKTARSJ0Ð- UNUM SEM í ÞÁ GREIÐA. Tíminn segir í gær í lcið- ara að eðlilegt sé að styrkt- arsjóðir verklýðsfélaganna séu einungis undir stjórn fé- laganna ,þar sem það séu ein- göngu verkamennirnir, sem leggi í þá fé. Gefur blaðið í skyn að því ættu vinnuveit- endur ekki að vera að þrjósk ast við að heimta fulltrúa í stjórn styrktarsjóðs Dags- brúnar,hcldur leysa verk- fallið. Þessi ummæli Tímans eru álíka gáfuleg og önnur skrif blaðsins uin verkfallsmálin. Sannleikurinn er sá að vinnu veitendur munu greiða einir milljóna framlag í styrktar- sjóð Dagsbrúnar hér í Rvík. í leiðaranum segir blaðið að eðlilegast sé að sjóðirnir séu undir stjórn þeirra sem leggja í þá fé. Samkvæmt því ættu vinnuveitendur að fara með meiri hlutann í styrktarsjóð Dagsbrúnar, ef ekki sitja þar einir að völd- um! Fram á það fara þó at- vinnuveitendur ekki, heldur aðeins að þeir fái einn mann af þremur í stjórnina. Breti í landhelgi Það er langt síðan brezkur togari hefur verið á veiðum vð Búðahraun í Faxaflóa. Togarinn Sir William Hardy er samt á þessum slóðum núna, en ætlar ekki að taka ncma eitt hol og fara síðan. Þetta cr fiskiðnaðarrann- sóknarskip, sem þarf að ná sér í slatta af smáþorski til að rannsaka. Sótt var um leyfi til veiðanna fyrir nokkru og mun skipið koma til Reykjavíkur í kvöld. — flutt Út. Húsavík í morgun. Fyrsta síldin fór til út- flutnings frá Húsavík í gær. Það voru samtals 1160 heil- • og hálftunnur sem m.s. Helgafell lestaði hér. Eitt skip, Pétur Jónsson, kom til Húsavíkur mcð síld í gær, samtals 500 tunnur, sem fengust einhvers staðar á vestursvæðinu. Veðurhorfur: Norðan gola, léttskýjað. — Hiti 6-11 stig. i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.