Vísir - 05.08.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 05.08.1961, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. ágúst 1961 VISIB 7 Magnús Jónsson efnir til hljómleika hér. Magnús Jónsson, söngvari. Úlfar fer í Þórsmörk og Breiðafjarðareyjar. Hefur ekki íslandi í 2 Magnús Jónsson óperu- söngvari sem sungið hefur við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn hefur dvalið hér á landi undan- Enginn árangur. í gær fóru fram viðræður full trúa Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar annars vegar og fulltrúa hins opinbera hins vgar, um launamái opinberra starfsmanna. Engar niðurstöður voru af fundinum og ekkert hægt að segja um það hvenær yænta má samkomulags. Framh. af 1. síðu. legt er nú, að ekki verður nema af annarri þeirra, og kemur þar til þátttökuleysi. Sú ferðin sem niður fellur, var ákveðin í Breiðafjarðar- eyjar. Alls munu hafa látið skrá sig til þeirrar farar milli 12—13 manns, en slík þátttaka nægir hvergi nærri til þess að hægt sé að fara. Hin ferðin er í Þórsmörk, og þar er þátttaka mjög mikil, jafnvel meiri en gert hafði ver- ið ráð fyrir. Þegar Vísir átti tal við Úlfar síðdegis í gær, höfðu alls 235 manns látið skrá sig til fararinnar, og munu um 100 manns af þeim hóp hafa haldið á Mörkina kl. 8 í gær- kvöldi. Hinn hópurinn, 135 manns halda af stað kl. 2 eftir hádegi í dag. ★ Þá skýrði Guðmundur Jón- asson Vísi frá því, að hann efndi til ferða á tvo staði nú um helgina. Lagt var af stað í hina fyrri kl. 8 í gærkvöldi, ferð um Fjallabaksleið, og munu um 30 manns hafa farið í þá för. Hin ferðin er í Þórsmörk, og verður lagt af stað í hana kl. 2 á morgun, frá BSR í Lækjar- götu, sem annast afgreiðslu. Um 80 manns verða með í þeirri ferð. ★ Ferðaskrdfstofan hefur í :umar rekið gistihús í heima- sungið á ár. farna tvo mánuði í sumar- fríi sínu. Hann mun halda utan aftur þann 15. þ.m. en áður, þann 10. hyggst hann efna til hljómleika í Gamla bíó. Magnús hefir ekki sungið hér í tvö ár, og er það því fagn- aðarefni öllum söngelskum ís- lendingum, að hann skuli nú efna til þessara hljómleika. Fréttamaður Vísis náði tali af Magnúsi niður í Útvarpshúsi í gærdag, en þar var hann önn- um kafinn við æfingar. Auk þess var hann að syngja inn á plötu fyrir Fálkann og á stál- þráð fyrir útvarpið. Það var því ekki mikill tími aflögu, en meðan Wheissappel gerði hlé á píanóleiknum og Magnús kastaði mæðinni, skut- vist Menntaskólans á Akur- eyri og getur því veitt þar ódýra gistingu. Jafnframt hef- ur hún samið vdð Flugfélag ís- lands og Norðurleiðir um sér- stök fargjöld. Ferðir þessar hefjast nú um helgina og verður farið með bifreið aðra leiðina, en flugvél hdna. Frá Akureyri gefst kost- ur á ferðum til Mývatns og víðar um nágrennið. Ferðaskrifstofan hefur enn- fremur rekið sumargistihús í heimavist Menntaskólans á Laugarvatni og getur því boð- ið þar vdstleg herbergi svo og svefnpokagistingu. í sambandi við þennan rekstur hefur hún efnt til fjölmargra ferðalaga á hestum fyrir innlenda og er- lenda ferðamenn, og er mögu- leiki á að taka þátt í slíkum ferðum nú um verzlunarmanna helgdna. Heiðmörk og Kaldársel. Þá hefur Ferðaskrifstofan ákveð- ið að efna til styttri ferða, þ.e. um næsta nágrenni Reykjavik- ur, í Heiðmörk og Kaldársel Á gönguferð um Heiðmörk, á Helgafell og nágrenni Kaldár- sels nýtur maður náttúrufeg- urðar og víðsýnis. Farið verður í Heiðmörk sunnud. og mánud. kl. 10.00, 11.00 og 13.00 og til baka kl. 16.00, 18.30 og 20.00. Farið verður í Kaldársel sunnud. og mánud. kl. 10.00 og 13.00; frá Kaldárseli kl. 16.00 og 18.30. um við að honum nokkrum spurningum. Magnús hefir sungið • f jög ur ár við Konunglega leik- húsið og sífellt við vaxandi orðstír. f vetur söng hann aðalhlutverkin í Hoffmann, Fljúgandi Hollendingnum og Giannschicci eftir Puccini. Hann hefir fengið tilboð frá Noregi um að syngja í Faust í Oslóaróperunni, „en því miður get eg ekki þegið það, þar sem eg er þegar upp tekinn við Konunglega leik- húsið í Höfn.“ Eg er nú búinn að vera hérna í tvo mánuði, og lítið sem ekk- ert æft. Eg er dálítið hræddur við þessa löngu hvíld, því það er mun erfiðara að syngja á hljómleikum en óperum. Það krefst miklu meiri æfingar. „Hvað er framundan hjá þér, Magnús?“ „Já, eg fer utan aftur þann 15. og þá verður vafalaust byrj- að aftur á Hoffmann. Þú mátt geta þess, að eg hefi fengið Stefán íslandi til að taka mig í tíma. Eg er mjög ánægður með það og veit, að eg á eftir að hafa ómetanlegt gagn af leið- sögn Stefáns." „Heldurðu fleiri en einn hljómleik?" „Það er allsendds óvíst. Fer auðvitað eftir því hvernig sá fyrsti gengur. Að utan - Framhald af 6. síðu. son, Pétur að nafni. Hann yfirgaf þau í Englandi þeg- ar hann sneri heim til að berjast fyrir frelsi þjóðar sinnar. En hann heldur á- fram að ganga í Evrópuföt- um. Jomo beitti sér fyrir öfl- ugum pólitískum samtökum þeirra svertingja sem dvöld- ust í Englandi. Hámark þeirrar starfsemi var „Pan- afrikanska þingið“, sem haldið var í Manchester. Jomo var sjálfur forseti þingsins, en Kwame Nkru- mah, núverandi forseti Ghana, var varafoseti þess. Stofnaði skóla. Hann sneri heim til Ken- ía 1946 og þá tók hann upp það heiti, sem hann ber nú „Jomo Kenyatta". Jomo þýð- ir „hið brénnandi sverð“ og „Kenyatta“ þýðir „fulltrúi eða leiðtogi Kenía-manna“. Hann hóf þegar hina þjóð- félagslegu baráttu sína og Var hún fyrst og fremst byggð á því að auka alþýðu- fræðslu svertingja. Jomo Ferðaskrifstofa Úlfars Jak- obsen efnir til tveggja ferða um verzlunarmannahelg- ina, í Þórsmörk og í Breiða- fjarðareyjar. f Þórsmörk veður farið kl. 8 á föstudagskvöld og kl. 2 á laugardag, en auk þess er verið að athuga möguleika á að hafa einnig ferð kl. 5 á laugardag fyrir fólk, sem ekki kemst kl. 2. , Til Reykjavíkur verður lagt ferðaðist um allt landið og stofnaði sérkennilega al- þýðuskóla, sem höfðu ekki þak yfir höfuðið, en þar sem unglingunum var kennt að vinna og halda höfðinu hátt. Hann var feikilegur ræðu- snillingur og hélt miklu áhrifavaldi meðal svertingj- anna í Kenía. Bretar héldu því íiam, að skólastarfsemi hans væri að- eins dulargervi skemmdar- verkaflokkanna og því var hann dæmdur fyrir að hafa skipulagt Mau-mau. Það mál er þó enn allt mjög ó- ljóst. Sjálfur hefir Jomo ætíð neitað- því, að hafa æst til skemmdarverka. Orðróm- ur hefir gengið um það, að hann hafi verið hafður fyrir rangri sök. Nú er það allt liðinn tími, — og dagar hvíta mannsins í Kenía eru ef til vill einnig liðnir. af stað millf kl. 2—5 á mánu- dag og komið í bæinn fyrir miðnætti. Nú þegar hafa um 300 manns látið skrá sig til þátttöku í þess- um Þórsmerkurferðum Úlfars Jacobsen. í Breiðafjarðareyjar verður lagt af stað kl. 2 á laugardag. Komið verður í Flatey og Hvíta bjarnarey, þar sem ferðafólk- inu gefst færi á að veiða lunda. Bíóhótelið í Stykkis- hólmi mun matreiða lundann fyrir ferðafólkið. Til Reykjavíkur verður kom- ið á mánudagskvöld fyrir mið- nætti. Lagi verður upp í báðar þessar ferðir frá Ferðaskrif- stofunni, Austurstræti 9. Kosningar I S.-Afríku. Almennar þingkosningar eru ákveðnar í Suður-Afríku 18. október á komandi hausti. Dr. Verword, forsætisráð- herra S.-Afríku sagði í gær, að þótt ekki þyrfti að stofna til þingkosninga fyrr en að þrem- ur misserum liðnum þætti rétt að gera það nú, — almennings og þjóðarhagur krefðist þess, að sterk stjórn yrði áfram við völd, og stjórnin myndi treysta stöðu sína enn betur í haust- kosningunum. — í kosningun- um 1958 fékk flokkur Ver- words, flokkur þjóðernissinna, 103 atkvæði, en Sameinaði flokkurinn 53. Aðeins hvítir höfðu kosningarrétt. Bærinn tæmist —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.