Vísir - 05.08.1961, Blaðsíða 12

Vísir - 05.08.1961, Blaðsíða 12
VÍSIR Laugardagur 5. agust. Elisabet Bretadrottning hef- ur opnað nýtt albjóða skáta- heimili í London. Ncfnist það BADEN POWELL HOUSE og er í Kensington. Bannað að hækka birgðir 1 gær voru gefin úl bráðabirgðalög um hinar venjulegu aðgerðir, sem gera verður í sambandi við gengisbreytingar, ráðstöf- un gengismunar, breyting- ar gjalda á útflutningi og nokkur atriði varðandi framkvæmd gengisbreyt- ingarinnar. Helztu atriði laganna eru þau að útflutningsvörur, sem framleiddar voru fyrir 31. júlí sl. skuli af bönkunum greiddar eftir gamla genginu. En mis- munurinn á því og nýja geng- inu skal settur á sérstakan reikning ríkissjóðs til að mæta hækkandi skuld sjóðsins við Greiðslubandalag Evrópu og Öldungadeild Bandaríkjanna samþykkti í dag einróma, með 85 atkv. gegn 0, fjárveitingu til landvama að heildarupp- hæð 47 milljarða dollara. Er það hæsta fjárveiting til land- varna í sögu Bandaríkjanna á friðartímxun. Evrópusjóðinn, ef það fé, sem fæst samkvæmt 1. grein dugir ekki til greiðslu þessarar hækk- unar. En í 1. grein er sagt að opna ,skuli vaxtalausan reikn- ing ríkissjóðs vegna hækkunar skulda við áðurnefnda sjóði og skal einnig færður á þann reikn ing gengismunur af gjaldeyris- viðskiptum bankanna. Útflutningsgjald af sjávaraf- urðum hækkar í 6% af fob- verði afurða reiknað á nýja genginu. Tekjum af þessu hækk aða útflutningsgjaldi skal var- ið til ýmissa sjóða sjávarút- vegsins eftir hlutfalli, sem á- kveðið er í 7. grein bráðabirgða laganna. Bannað er að hækka birgðir á innfluttum vörum, nema þær hafi ekki verið greiddar á gamla genginu fyrir gildistöku laganna. Með þessu er komið í veg fyrir óeðlilegan hagnað inn- flytjenda á gengisbreytingunni. Miðað er yfirleitt að þvi að uppræta hvers konar gróða ein- staklinga, framleiðenda og sölu- fyrirtækja af gengisbreyting- unni svo og að ráðstafa gengis- hagnaði bankanna í þágu sjáv- arútvegsins. ttrigitte bjargað. Frönsku lögreglumenn- irnir á myndinni sem liér fylgir, urðu að koma kvik- myndileikkonunni Brigitte Bardott til hjálpar, þegar hún varð fyrir aðsúgi aðdá- enda sinna á Óperutorginu í París. Þrengslin í kringum hana urðu svo mikil, að hún varð alveg innilokuð og varð hún gripin slíkri örvæntingu,, að hún fékk taugaáfall og leið yfir hana. Varð síðan að bera hana á brott eins og sést á myndinni. Eiginlega hófst þetta atvik sem leikur. Verið var að taka atriði í kvikmyndinni „Vie Priveé“ eða „Einkalíf“ og var eitt atriðið í því fólgið, að Brigitte, er leikur fræga söngkonu í myndinni, átti að ganga um Ópertorg um- kringd aðdáendum. Aðdáendurnir í myndinni voru fjölmargir „statistar“, sem voru til þess fengnir að umkringja leikkonuna. Allt átti þó að fara fram með gát. En þá breyttist gamanið í al- RÚSSAR vöru. „Statistarnir“ gátu ekkihaft vald á aðdáun sinni, þegar leikkonan birtist með- al þeirra. Auk þess safnaðist múgur og margmenni saman á torginu þegar það fréttist, að Brigitte væri þarna á ferð- inni. Öll umferð stöðvaðist og troðningurinn og 1 ætin urðu svo mikil, að við ekkert varð ráðið. Lauk þessu eins og myndin sýnir með því að hin fagra en veikbyggða kvikmyndaleikkona var bor- in meðvitunarlaus á braut. SEGJAST „Loftbrú“ Ulugfélags íslands milli Vestmannaeyja og lands hefur verið í stöðugum gangi síðustu tvo sólarhringa. í fyrradag fóru flugvélar flugfélagsins 12 ferðir, þar af 11 frá Reykjavík og eina frá i Skógasandi. í gær voru farnar 13 ferðir, þar af ein frá Hellu og ein frá Skógasandi, en hin- ar frá Reykjavík. Flugvélarnar hafa flogið næstum því á klukkutíma fresti með alls um 750 farþega á þessum tveim sólarhringum. í dag er búizt við að 100—150 farþegar taki sér far með flug- vélunum til Vestmannaeyja og fer tala farþega Flugfélagsins með farþega á Þjóðhátíðina að nálgast 1000, ef þeir eru taldir með, sem fóru þangað nokkru fyrr en flestir aðrir. VILJA SEMJA. Rússar afhentu Vesturveld- unum í gær orðsendingu út af Berlínarmálinu. Er orðsending þessi svar við orðsendingu Vest urveldanna í s.l. mánuði. Segjast Rússar nú' vera reiðu búnir til sanngjarnra samninga um Berlínar-málið, en taka það fram, að þeir muni gera sér- friðarsamning við Austur- Þýzkaland, ef ekki tekst að ná samkomulagi við Vesturveldin um heildar-friðarsamninga við Þýzkaland. í orðsendingunni lýsa Rúss- ar miklum áhyggjum vegna herbúnaðar Vestur-Þjóðverja. Halda þeir því fram, að gömlu hernaðarsinnarnir þýzku hafi náð töglum og höldum í Vest- ur-Þýzkalandi. Kiljanskvöld á Siglufirði Frá fréttaritara Vísis. Siglufirði. Leikflokkur Lárusar Pálsson- ar hafði hér tvær sýningar á mánudags- og þriðjudagskvöld síðastl. Leikflokkurinn kallar sýn- ingar sínar Kiljanskvöld, enda er hér eingöngu um að ræða upplestra úr verkum eftir Hall- dór Kiljan Laxness. Túlkun lesendanna á þessum ágætu verkum er frábær og efnið sem er tekið til meðferðar er sér- staklega vel valið. Sýningarnar vöktu mikla hrifningu og var leikurunum óspart klappað lof í lófa. Því miður voru áhorfendur ekki eins margir og verðu'gt hefði verið vegna mikils annríkis í bænum. Siglfirðingar þakka þessum ágætu gestum komuna með þökk fyrir eftirminnilegan leik þrj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.