Vísir - 03.10.1961, Síða 8

Vísir - 03.10.1961, Síða 8
8 Vf SIR Þuðjudagur 3. október 1961 ÚTGEFANDI: BLADAÚ'GÁFAN VÍSIR Ritstjóror: Hersteinn Pólsson Gunnor G Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel íhorsteinsson. Fréttastjór ar: Sverrii Pórðarson Þorsteinn ó Thorarensen. Ritstjórnarskrifstoti;r: Laugovegi 27 Auglýsingar og afgreiðslo Ingólfsstrœti 3. Askriftargjald er krónur 45.OC ó mónuði - í lausasölu krónur 3.00 eintakið Simi ’ 1660 (5 linur) — FélagS’ prentsmiðjan h.f., Steindórsprent h.f., Edda h.f Lausn læknadeilunnar. Læknadeilan hefir nú verið leyst með bráðabirgða- lögunum um framlengingu samninga til áramóta. Ekki er að efa að allur almenningur fagnar þeirn lausn. Ekki þó af þeirri ástæðu að Reykvíkingar vilji ekki unna læknum sínum betri launa og styttri vinnutíma en þeir nú hafa. Þvert á móti. Varla á nokkur stétt í þjóð- félaginu góð laun betur skilið en læknar. Þeir gegna afar erfiðu starfi af samvizku og ábyrgðartilfinningu. Flestum mun þó hafa þótt málatilbúnaður í deil- unni allur nokkuð fljótfærnislegur, er svo að segja fyrirvaralaust voru settar fram kröfur um helmingi hærra kaup. Því er gott að nú gefzt tækifæri til athug- una og vonandi ná aðilar með sér samkomulagi fyrir áramótin. Hitt er mjög athyglisvert, sem fram kom í deilunni, og leikmenn gerðu sér varla grein fyrir áður, að fyrir- komulagi læknaþjónustunnar hér í bænum er um margt ábótavant. Hafa læknar á það bent, og Sjúkrasamlagið tjáði sig fúst til viðræðna um breytingar. Læknar eru margir hverjir ofhlaðnir störfum og vinnudagurinn lengri en skyldi. Því hefir símaafgreiðslan komizt á, bæði viðtöl og lyfseðlaafgreiðsla. Hinar löngu biðstofu- setur eru einnig óþolandi og oft hefir læknirnn þá ekki nema nokkrar mínútur aflögu þegar loks í hann næst. Enn virðist vera nauðsyn að breyta því fyrirkomulagi að skurðlæknar, sem vinna allan morgunmn og oft lengur, á sjúkrahúsunum þurfi að sinna einkasjúkling- um á kvöldin til þess að skapa sér sæmileg lífskjör. öll þessi fyrirkomulagsmál ber að taka til gagn- gerrar endurskoðunar. Þar á ekki aðeins hluti að máli S.R., heldur og ríkið, sem rekur spítalana. Sjálfsagt er að læknar fái kjarabætur á borð við aðrar stéttir þjóð- félagsins og að komið sé til móts við kröfur þeirra um bætt fyrirkomulag eftir því sem föng eru á. Það ætti ekki síður að vera í sjúklinganna þágu en þeirra sjálfra. Launakjör háskólamanna. Læknadeilan hefir leitt athyglina að því hve laun háskólamenntaðra manna eru lág hér á landi. Verk- fræðingar hafa margoft bent á þá staðreynd og nú síð- ast hafa læknar birt niðurstöður rannsókna, sem sýna að ævitekjur barnakennara og lögregluþjóna eru hærri en Iækna. Þetta er þjóðfélaginu til lítils sóma. Þeim sem skamma skólamenntun eða tækniþjálfun hafa að baki sér er engin Iítilsvirðing sýnd þótt betur séu launaðar þær stöður, sem menn geta aðeins gegnt hafi þeir 5—10 ára sérnám að baki sér að loknu stúdentsprófi. Kaupdeila verkfræðinga og lækna sýnir að það er kominn tími til að launamál háskólamenntaðra manna séu í heild tekin til endurskoðunar. Eins og getið var í blaðinu í gœr hafa fundizt á^ræn- landi einar merkustu — ef ekki merkustu fornminjar. sem fundizt hafa þar í landi fyrr og síðar: Brot úr höfuð- kúpu, þar sem var kirkja og kirkjugarður íslendinga, sem námu land á Grænlandi — rústir kirkjunnar, Þjóðhild- arkirkju, sem kona Eiríks rauða lét reisa, en í kirkju- garðinum var lík Leifs heppna greftrað, í einni af þeim hundrað gröfum, sem þarna voru grafnar, og gæti það því eins verið brot úr höfuðkúpu hans sem fundizt hefur sem einhvers annars. Þessi fundur kom óvænt, en þannig hafa oft verðmæt- ustu minjar menningarsög- unnar komið fram í dagsljós- ið. Verið var að grafa fyrir grunni nýs skólahúss á sauð- fjárbúinu Qagssiarssuk í Júlíönuvonar-héraði. er höf- uðkúpubrotið fannst. Einn af verkamönnunum greip það og leit á það og kastaði svo frá sér með fyrirlitningu: Brot úr kindarhaus, en í sömu svifum bar þar að Larz Motzfeld kennara, sem verið hafði í skóla- og kirkjubygg- ingunni, sem þar er í 20 metra fjarlægð. „Nei, nei, þetta er bein úr höfuðkúpu manns,“ sagði hann, og datt honum þegar í hug, að hér gæti verið um að ræða höfuðkúpu eins þeirra norrænu manna, sem þarna höfðu sezt að á land- námstímanum. Motzfeld stöðvaði þegar vinnuna og sendi boð til næstu flugstöðvar handan fjarðarins, og vildi svo vel til, að þar var staddur N. O. Christensen skrifstofustjóri í ráðuneyti Grænlandsmála, sem beið flugferðar til Kaup mannahafnar. Skrapp hann þegar yfir fjörðinn, skoðaði sig um á staðnum, tók „kindarhöfuðið“ með sér, og er þangað kom, lagði hann i þegar leið sína í Þjóðminja- i safnið. Þar vakti fundurinn mikla gleði. Þar voru menn ekki í neinum vafa um mikilvægi fundafins, þvíf að fundarstaðurinn \ var hin sögufræga Bratta-, hlíð, sem frá er sagt í Is-1 lendingasögum um land- nám íslendinga í Græn- Iandi. Þar var bær höfð- ingjans Eiríks rauða. Frh. á 10. síðu. Grænlenzki trúbragðakennarinn Lars Motsfeld átti leið fram hjá, þar sem verkamenn voru að grafa fyrir grunni heimavistarbarnaskóla. Einn verkamannanna kastaði beini upp á bakkann segjandi: „Þetta er kindarhaus.“ En Lars tók beinið upp og svaraði: „Nei, þetta er úr manni.“ Það varð upphaf merkilegs fornleifafundar. Síðan höfuðskelin fannst við Bróttuhhð i september byrjun hefur Jörgen Melgaard for- stjóri danska þjóðminjasafnsins mjög flýtt uppgreftinum og fundið grunn Þjóðhildar- kirkju. Þessi mynd sýnir uppgröftinn með steinum úr vegglileðslu kirkjunnar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.